blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 1
OROLAUS
» síða 50
49. töiubiað 3. árgangur
laugardagur
10. mars 2007
■ FOLK
Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison,
heldur árlega tónlistarhátið, Aldrei fór
ég suður, á Isafirði um páskana ásamt
fleiru góðu fólki. | síða2o
FRJÁLST, OHÁÐ &
■ TISKA
Nanna Björnsdóttir hárgreiðslu-
meistari segir að hárið eigi að vera
stutt í vor, Twiggy-greiðslan er
komin aftur í tísku. I síða4o
Brátt með 300. þáttinn
Spaugstofumaðurinn Randver Þorláks-
son segir í viðtali við Blaðið í dag að
þáttur Spaugstofunnar númer 300
verði gerður innan nokkurra vikna. „Ég
man satt að segja ekki alveg hvernig
þetta byrjaði en ég, Karl Ágúst Úlfsson,
Órn Árnason, Sigurður Sigurjónsson
og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) vorum
beðnir um að gera fjóra þætti fyrir
sjónvarpið. Síðan vorum við beðnir um
að halda áfram með þessa hugmynd
en Pálmi Gestsson kom í staðinn fyrir
Ladda þegar hann þurfti að hverfa til
annarra starfa," segir Randver. „Við
höfum ekki þurft að rífast mikið, enda
frekar rólegir og hógværir menn. Okkur
hefur sem betur fer komið ágætlega
saman í gegnum árin annars hefði
þetta samstarf ekki gengið."
FRETTIR
» síða 6
ÍSSIhh
Dýr klikkun
Gert er ráð fyrir því að tuttugu og
sjö einstaklingar komi að stjórnun
Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki gert ráð
fyrir yfirumsjón Umhverfisstofnunar.
„Að mínu mati er þetta klikkun og
hvorki til þess að einfalda stjórnsýsl-
una né draga úr kostnaði," segir Sigur-
jón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra.
Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfis-
stofnunar, bendir á að verið sé að víkja
frá stefnu ríkisins í náttúrvernd. „Það
fyrirkomulag sem lagt er upp með er
afar flókið og óskynsamlegt, aðeins til
að sundra eðlilegri stjórnsýslu."
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúi umhverfisnefndar,
segir kannast vel við gagnrýni á frum-
varpið. „ Ég lít á þetta sem tilrauna-
starfsemi sem hægt verður að taka til
endurskoöunar."
ORÐ' ",,c » síða 50 VEÐUR » síða 2 1
i
• síða 22
Stal hugmyndinni
Mark Burnett, framleið-
andi Rock Star-raunveru-
leikaþáttanna, hefur
verið kærður fyrir að
stela hugmyndinni að
þáttunum.
Slydda eöa rigning
Lægir og léttir til víða
um land en þykknar upp
síðdegis. Slydda og rigning
meðkvöldinu. Vægtfrost
inn til landsins að nóttu en
hlýnar nokkuð að degi.
I sveitinni
Gísli Marteinn Baldursson
er mikið borgarbarn en var
þó öll sumur í sveit þegar
hann var drengur. Gísli og
fjórir aðrir lýsa sveita-
reynslu sinni.
Afklœddist í búðinni
Britney Spears hefur tekið sér hlé frá
meðferðinni sem hún hefur verið í
undanfamar vikur en hún brá sér frá
til þess að fara í verslunarferð ásamt
sonum sínum tveimur. Stjarnan lét
starfsfólk verslunarinnar BeBe sjá um
syni sína á meðan
hún mátaði nokkrar
flíkur en til þess
að geta engu að
síður haft auga
með drengjunum
afklæddist hún
fyrir utan klef-
ann ófeimin
við þá athygli
sem hún vakti
meðal annarra
viðskiptavina.
Þeir ríku veröa yngri
Ríkustu menn heims verði sífellt yngri
og ríkari. Þaö er niðurstða lista Forbes-
tímaritsins yfir ríkustu menn heims.
Þannig hefur meðalaldur milljarðamær-
inganna lækkað um tvö ár milli ára, úr
62 í sextíu ár.
Meðal nýliða á listanum eru Howard
Schultz, stofnandi kaffihúsakeðjunnar
Starbucks, og Michael Eisner, forstjóri
Walt Disney fyrirtækisins. Tíu nýliðar
listans eru frá Spáni, en þeir hafa auðg-
ast mikið á gríðarlegri uppbyggingu í
fasteigna- og byggingariðnaði landsins
á undanförnum árum.
Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og
Björgólfur Thor Björgólfsson komast
einir (slendinga inn á listann.
Fjórtán ára fjárráöa
Hægt er að stofna debetreikning hjá
Glitni þegar barn verður tólf ára gamalt
og við fjórtán ára aldur fær unglingurinn
debetkort. Móðir fjórtán ára stúlku fær
nú engu ráðið um fjárútlát hennar.
„Ég get í raun ekkert gert og það er
rosalega skrítið. Þetta er hennar reikn-
ingur og hennar peningur. Hún þarf að
samþykkja mig sem prófkúruhafa og á
meðan hún samþykkir það ekki stend
ég utan við,“ segir móðirin Steinunn
Helga Óskarsdóttir.
Sigríður Anna Ellerup, lögfræðingur hjá
embætti umboðsmanns barna, segir
lögin alveg skýr í þá veru að unglingar
ráði sínu sjálfsafla- og gjafafé.
SHM
. ■, * s
r«l
Helgl
Magnússon
Slgurjón
Þ. Árnason
Illugl
iökulsson
Inglbjörg Sólrún Katrfn Illugl Hörður
Glsladóttlr Pétursdóttlr Gunnarsson Arnarson
IÐHÞIHG20Q7
Farsæld til framtíðar
Á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins, á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 16. mars,
er efnt til umræðu um hvernig velsæld verður áfram tryggð á íslandi
Sjá dagskrá á www.si.is
5/
Samtök iðnaðarins