blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 blaöiö INNLENT AKUREYRI Farþegum í strætó snarfjölgar Farþegum með Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um rúmlega 78 prósent í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Fjölgunin í janúar var um 60 prósent. Þessa miklu fjölgun má að mestu leyti rekja til þess að fargjaldið hefur verið ókeypis frá áramótum. Fjölguninni varð vart á öllum leiðum og öllum tímum dags. MOSFELLSBÆR Bæjarstjórn kærir ekki úrskurð Bæjarstjóm Mosfellsbæjar fagnar niðurstöðu Skipulags- stofnunar um að skila verði umhverfisskýrslu vegna deiliskipulags tengibrautar í landi Helgafells. Bæjarstjórnin hefur hafið undirbúningsvinnu. Varmársamtökin segja úrskurðinn sýna ólögmæti deiliskiþulagsins. MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Framboðið kynnt í næstu viku „Við fundum stíft um helgina," segir Margrét Sverrisdóttir um nýja stjórnmálaflokkinn sem hún vinnur að því að stofna ásamt Ómari Ragnarssyni, Ástu Þorleifsdóttur jarðfræðingi og jarðverkfræðingi, Guðrúnu Ásmundsdóttur leíkkonu og fleirum. Bjóða á fram í öllum kjördæmum. Náttúruverndarsamtökin um Heiðmörk: Kæra leyfisveitingu „Ég býst við því að við munum kæra leyfisveitinguna. Mér sýnist vera full ástæða til,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruvernd- arsamtaka íslands. í vikunni veitti skipulagsráð Reykjavíkurborgar Kópavogsbæ framkvæmdaleyfi fyrir vatns- lögnum í Heiðmörk eftir að bær- inn hafði grafið skurði og fellt tré í leyfisleysi. Skipulagsstofnun hefur efasemdir um pg réttmætileyfisinsþar Sr-jg sem breytingar hafi ekki verið gerðar á aðalskipu- lagi svæðisins en því eru lögmenn borgarinnar ósammála. Árni segist undrandi á ferli máls- ins. „Það er eitthvað bogið við þetta dæmi. Bæjarstjóri Kópavogsbæjar virðist hafa eitt- hvert tak á stjórnendum borgar- innar,“ segir Árni. Borgin ósammála “-■^c.nrs Evropusambandið: Draga úr mengun Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna samþykktu á fundi í Brussel í gær að draga úr losun gróður- húsalofttegunda um tuttugu pró- sent fram til ársins 2020, miðað við mengunina eins og hún var árið 1990. Þá er stefnt að því að fimmtungur orku í öllum aðildar- ríkjum sambandsins komi frá end- urnýtanlegum orkugjöfum, svo sem vind- og sólarorku, árið 2020. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir mikilli ánægju með samninginn og sagði samninginn vera stórt skref til að gera Evrópusambandið leið- andi í loftslagsmálum heimsins. Talið er að Evrópusambandið muni bjóðast til þess að hækka takmarkið úr tuttugu í þrjátíu pró- Tímamótasamningur Angela Merkel og Tony Blair fögnuðu bæði undirritun loftslagssamnings Evrópusambandsins. sent, ákveði mestu mengunarríki heims, Bandaríkin, Indland og Kína, að gera slíkt hið sama. Starfsgreinasambandið: Skoðar Katsouris „Við munum að sjálfsögðu skoða málið. Við leggjum mikla áherslu á að passa upp á að íslensk fyrirtæki hegði sér eins og við viljum að þau geri,“ segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Ensk verkalýðshreyfing, GMB, gagnrýnir harðlega aðbúnað og hreinlæti í verksmiðjum dótturfyrir- tækis Bakkavarar á Englandi. Starfsgreinasambandið tengist evrópusamtökum í matvælaiðnaði og Skúli telur liklegt að í gegnum þau verði farið við eftirgrennslan. Hann segir mikilvægt að fá úr því skorið hvort gagnrýnin eigi rétt á sér. „Orð eru til alls fyrst og mikil- vægt að islensk fyrirtæki hafi á sér gæðastimpil erlendis. Þessu máli er ekki lokið og við munum skoða það,“ segir Skúli. Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Sverrir Einarsson Hcrmann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlið 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tílkynningar f fjölmióla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar mm. Foreldri í vanda með bankaviðpkipti un0ingsins: #r 1 * I Ahorfandi að eyðslu unglings Ráða sjálf yfir launum og gjafafé Lét ekki skra sig sem prókúruhafa Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég get í raun ekkert gert og það er rosalega skrítið. Þetta er hennar reikn- ingur og hennar peningur. Hún þarf að samþykja mig sem prókúruhafa og á meðan hún samþykkir það ekki stend ég utan við,“ segir Steinunn Helga Oskarsdóttir, móðir fjórtán ára stúlku sem nýverið fékk afhent debetkort hjá Glitni. Hægt er að stofna debetreikning hjá Glitni þegar barn verður tólf ára gamalt og við fjórtán ára aldur fær unglingurinn debetkort. Lögum samkvæmt ræður ófjárráða einstak- lingur þeim fjármunum sem hann vinnur sér inn sjálfur eða hlýtur að Í;jöf, þar með taldar dánargjafir. Á slandi verður einstaklingur hins vegar fjárráða við átján ára aldur og á þeim tímapunkti ræður hann yfir öllum sínum fjármunum. Foreldrar misnota fé Sigríður Anna Ellerup, lögfræð- ingur hjá embætti umboðsmanns barna, segir lögin alveg skýr í þá veru að unglingar ráði sínu sjálfsafla- og gjafafé. Hún segir lögin jafnframt koma í veg fyrir að foreldrar misnoti fé barna sinna. „I rauninni mega unglingarnir ráðstafa launum sínum og gjafafé að vild. Ef foreldrar ætla sér að hafa aðgang að reikningi þarf það að vera í samráði við barnið og gera bank- anum það ljóst við stofnun reikn- ingsins," segir Sigríður. „Við megum heldur ekki gleyma því að í sumum tilvikum hafa foreldrar misnotað fé barna sinna og það höfum við fengið inn á borð til okkar. Mikilvægast er að foreldrarnir leiðbeini börnum sínum að fara með fé sitt.“ Upplýsingaskylda bankanna María Kristín Gylfadóttir, for- maður Heimilis og skóla, segir for- eldra berskjaldaða gagnvart banka- viðskiptum barna sinna. Hún telur bankana of aðgangsharða gagnvart ófjárráða einstaklingum. „Mér finnst að skoða verði löggjöfina. Markaðssetning bankanna hefur aukist og foreldrar óttast það hversu aðgangsharðir þeir eru,“ segir María Kristin. „Flestir foreldar eru skyn- samir og eru þeirrar skoðunar að bankarnir skuli standa að aukinni fræðslu til barna um þessi mál. Þar að auki er spurning um upplýsinga- skyldu bankanna ef eyðsla ungling- anna er um of eða óhóflega mikið er tekið út hverju sinni. Mér finnst eðlilegt að hugsa út í einhverja þröskulda.“ Ráða engu Pétur Óskarsson, upplýsingafull- trúi Glitnis, tekur undir orð Sigríðar Önnu og segir bankann starfa eftir skýrum lögum. Hann telur lítið um vandræði vegna þessa. „Lögráða- maður hefur alltaf rétt á uppflett- ingum á reikningi unglingsins og þannig á hann ávallt að geta fylgst með. Hins vegar hefur hann hvorki ráðstöfunarrétt né úttektarheimild af reikningunum,“ segir Pétur. „Það gilda mismunandi reglur í lögum eftir því um hvaða fjármuni er að ræða. Ef unglingurinn hefur sjálfur aflað sér fjárins eða fengið að gjöf ráða foreldrarnir engu.“ Ekki að virka Steinunn Helga segir dóttur sína nýverið hafa tæmt reikninginn, sem á voru tugir þúsunda króna, yfir helgi og jafnframt týnt kortinu sínu. Hún telur mikilvægt að bankarnir setji strangari siðareglur varðandi reikninga hjá þeim sem ekki eru fjár- ráða. „Hún labbaði niður í banka og fékk um hæl afhent nýtt kort, engrar undirskriftar foreldra var krafist og enginn látinn vita. Þetta er ekki að virka svona,“ segir Steinunn Helga. „Neysla unglinga byrjar oft snemma og miðað við þetta geta þeir stjórnað sínum fjármálum sjálfir. Mistökin sem ég gerði voru þau að láta ekki skrá mig strax sem prókúruhafa því mig óraði ekki fyrir þvi að þetta væri svona.“ LÖGRÆÐISLÖG: 75. gr. Ófjárráöa maður ræður sjálfur sjálfsaflafé sínu sem hann hefur þegar unniö fyrir. Ófjárráða maöur ræður sjálfur gjafafé sínu. Seinheppnir innbrotsþjófar: Læstu sig inni Tveir grímuklæddir menn brut- ust í fyrrinótt inn í verslun Bræðr- anna Ormsson í Síðumúla með því að spenna upp útidyrahurð. Þegar inn var komið skelltist hurðin í lás og ræningjarnir læstust því inni. Fljótlega fór þjófavarnarkerfið verslunarinnar í gang og innbrots- þjófarnir þurftu að brjóta sér leið út aftur með hraði. Það gerðu þeir með því að henda flatskjá í gegnum rúðu og yfirgáfu síðan svæðið tómhentir. „Þeir voru læstir inni og panikker- uðu líklega þegar kerfið fór í gang. Menn sem standa í svona eru ekk- ert klárir í kollinum. Þetta náðist allt saman á myndband og hægt að greina á hvaða bíl þeir voru,“ segir Valur Kristófersson, deildarstjóri hjá Bræðrunum Ormsson. Valur segir innbrot sem þessi vera orðin alltof tíð. „Auðvitað bregður manni alltaf en þetta er nánast orðið daglegt brauð. Þetta er núna í annað skipti á níu dögum sem farið er þarna inn og skemmd- irnar eru verstar,“ segir Valur. Brutust út Tveir grímuklæddir innbrotsþjófar læstu sig inn í verslun Bræðranna Ormsson i Síðumúla 9. Gripu þeir til þess ráðs að kasta flatskjá í rúðu til að komast út eftirað þjófavarnar- kerfi verslunarinnar fór í gang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.