blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 25
blaðið
LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 25
Hrafnaþing Ingva
Hrafns Jónssonar
er aftur komið
á dagskrá eftir
nokkurt hlé og
er fyrsti þáttur
sem ÍNN, fyr-
irtæki sem Ingvi Hrafn og sonur
hans, Ingvi Örn, settu á stofn rétt
fyrir áramót. „Þetta er myndver
með sjónvarpsívafi og sent er út í
beinni útsendinu fjóra daga í viku.
INN þýðir íslands nýjasta nýtt. Ég
bjó til nafnið sem er það næsta
sem hægt er að komast CNN,“ segir
Ingvi Hrafn.
Það var reynt að láta draum-
inn um íslenskt CNN rœtast með
stofnun NFS en það mistókst. Af
hverju mistókstþað?
„NFS fór út í djúpu laugina án þess
að vera með björgunarkút. Larry
King er með 800.000 meðalhorf
í Ameríku sem er 0.8 prósent. Bill
O’Reilly er með 2 milljónir áhorf-
enda sem er rétt um 2 prósent áhorf.
NFS var að fá þessa prósentutölu í
áhorf og það lá fyrir að ekki yrði
mikið meira áhorf á NFS en það.
Það var aldrei raunhæft að ráða
inn allan þennan fólksfjölda og
leggja í gríðarlegan kostnað meðan
menn vissu að tekjurnar byggðust á
þessari prósentutölu. Svo kom Ari
Edwald þarna inn og sá hvers konar
náttúruhamfarir Gunnar Smári Eg-
ilsson hafði kallað yfir fyrirtækið
og brást við því. Þó verður Gunnari
Smára varla kennt um þetta einum
því Jón Ásgeir setti hann í þessa
stöðu. Gunnar Smári var gersam-
lega vanhæfur til að reka þetta batt-
erí og þegar menn sáu að verið var
að sturta peningum niður salernið
þá lokuðu þeir sjoppunni.“
Þú heldur áfram með Hrafna-
þingsem er mjögpólitískurþáttur.
Hversu pólitískur ertu í reynd?
„Ég er í showbisness-pólitík. í
fyrsta sinn sem ég kaus, kaus ég
krata en síðan hef ég kosið Sjál-
stæðisflokkinn einfaldlega vegna
þess að mér hugnast best áherslur
hans, bæði í sambandi við atvinnu-
líf og velferðarsamfélagið. Það má
segja að ég sé algjör Bangsímon
þegar kemur að því að mega ekk-
ert aumt sjá en harðlínumaður í
því að við eigum að hætta ríkisaf-
skiptum, nema þegar kemur að
menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu
og félagslega kerfinu. Þar eigum
við að tryggja að enginn þurfi að
búa við skort. Okkur ber skylda til
að hugsa um þá sem minna mega
sín. Við eigum nóga peninga til að
hjálpa þessu fólki.“
Konur ráða úrslitum
Hvernig ríkisstjórn vilt þú sjá
eftir kosningar?
„Ég vil sjá sömu ríkisstjórn. Ósk-
aríkisstjórnin mín hefði, undir
eðlilegum kringumstæðum, verið
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur.
Ég hef bara ekki trú á því eins og
Samfylkingin er núna að slík stjórn
gæti gengið. Ég er sannfærður um
I [wölford] |
Sigurboginn Laugarveg 80
Simi 5611330 www.sigurboginn.is
að ef Össur Skarphéðinsson væri
formaður Samfylkingar þá væri
allt að því sjálfgefið að þeir Geir
Haarde mynduðu stjórn saman. Ég
held að Geir Haarde geti unnið með
hverjum sem er. Ég er ekki viss um
að Ingibjörg Sólrún geti það. Ég
veit ekki hvað hefur komið fyrir
hjá þessari stúlku. Þegar hún hætti
sem borgarstjóri þá varð útkoman
tómt klúður. Þegar hún fór gegn
Össuri og felldi hann í blindum
metnaði þá var það klúður. Svo er
eins og hún hafi fengið á sig harð-
neskjublæ. 1 minni bók er hún
orðin dálítill lúser.
I komandi kosningum munu
atkvæði kvenna ráða úrslitum. Ég
held að konurnar sem hafa yfir-
gefið aðra flokka til að ganga til liðs
við Vinstri græna séu að daðra. Ef
karl sýnir konu sinni afskiptaleysi
verður konan óánægð og þegar hún
fer í næsta boð þá málar hún var-
irnar aðeins rauðari, setur meiri
farða á sig, lyftir pilsinu upp um
tvo sentmetra og fer að daðra um
leið og hún lítur um öxl til að at-
huga hvort karlinn sé enn þá jafnsof-
andi. Ég held að konum finnist að
mörgu leyti að Sjálfstæðisflokkur,
Framsóknarflokkur og Samfylk-
ing hafi ekki sinnt málefnum
kvenna nægilega vel. Staðreyndin
er sú að karlmenn láta ekki frá sér
völd. Þeir ljúga, svíkja og djöflast
og gefa konum ekki völdin nema
þeir séu barðir til þess. í þessum
kosningum held ég að konur muni
ráða því hvaða ríkisstjórn verður
mynduð.“
Lúserar og lýðskrumari
Hvernigfinnst þér Jón Sigurðs-
„Það má segja að ég sé
algjör Bangsímon þegar
kemur að því að mega ekk-
ert aumt sjá en harðlínu-
maður í því að við eigum
að hætta ríkisafskiptum,
nema þegar kemur að
menntakerfinu, heilbrigð-
iskerfinu ogfélagslega
kerfinu."
son hafa staðið sig sem formaður
Framsóknarflokksins?
„Ég kalla hann skylduræknasta
framsóknarmann í heimi. Við
vorum saman í menntaskóla og
hann hefur ekkert breyst. Hann
er skemmtilegur en tekur sjálfan
sig óskaplega hátíðlega. Honum
var troðið ofan í kok á framsóknar-
mönnum af Halldóri Ásgrímssyni
og líður fyrir það. Þetta er vænsti
maður sem á bara eitt takmark í
lífinu og það er að gegna sínu for-
mannstarfi með sóma og bíða ekki
afhroð í kosningum. Hann hefur
hins vegar ekkert gert, sýnt eða
sannað í sinni stuttu formannstíð."
Hvaðfinnstþér um Frjálslynda
flokkinn?
„Þeir eru lúserar en ekki rasistar.
Þegar andstæðingar þeirra fóru að
kalla þá rasista áttu þeir að segja:
„Okkur er alveg sama hvað þið
kallið þetta. Við ætlum að láta mál
innflytjenda til okkar taka. Ætlum
að tryggja hag þessa fólks en einnig
Framhald á næstu síðu
Láttu drauminn rœtast
frábœr fermingartilboö á
rúmum & svefnsófum
Karolin tungusvefnsófi
Karolin 3ja sæta svefnsófi
Doris 1 20 x 200cm
Verð. 39.900 - áóur 61.600 -
Rafmagnsrúm verð áður 1 U i .C00
Suprima
90x200cm v/33.280,- áður 4 i G00,-
120x200cm V/ 42.400,- áður 53.000
1 40x200cm V/ 49.360,- áður b i .700
5 svæða pokagormadýna og botn
Electai20x200 v/ 59.980 áður 6/.300
•i*-*
Sí
o
O
S:
n
Opiö virka daga 10 til 18
laugadaga 11 til 16
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FASTEINNIG IHÚSGAGNAVAL. HÖFN S: 478 2535