blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 10. MARS 2007
blaöiö
helgin@bladid.net
Opnar tvær sýningar
Hlynur Hailsson myndlistarmaöur opnar sýninguna
Ljós - Licht - Light í galleríi BOXi Kaupvangsstræti 10 á
Akureyri í dag kl. 16. Á sama tíma opnar Hlynur einnig
sýningu á vegg á mótum Glerárgötu og Strandgötu.
[«; Námskeið og tónleikar
ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti heldur tveggja daga
meistaranámskeið fyrir unga píanóleikara í Salnum í Kópavogi í dag
og á morgun. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Á mánudag
verða haldnir nemendatónleikar í Salnum kl. 18 og kl. 20.
Fundur um netið
Ung vinstri-græn standa fyrir
opnum umræðufundi sem ber
yfirskriftina „Erum við föst í netinu
- eða er hægt að temja það?“ í Suð-
urgötu 3 í dag kl. 11. Á fundinum
verður fjallað um internetið í víðum
skilningi. Framsögumenn verða
Steingrímur J. Sigfússon, Kristín
Tómasdóttir og Pétur Tyrfingsson.
Um fundarstjórn sér Steinunn
Rögnvaldsdóttir.
Nýjasta tækni í Fífunni
Það kennir ýmissa
grasa á stórsýning-
unni Tækni og vit
2007 sem fram fer í
Fífunni i Kópavogi
um helgina enda
sýna þar yfir roo aðil-
ar það nýjasta á sviði
tækni og þekkingar hér á landi. Sýn-
ingin var reyndar opnuð fyrr í vik-
unni en í gær og í fyrradag var hún
aðallega opin fagaðilum í tækni- og
þekkingariðnaði. f dag gefst aftur
á móti almenningi tækifæri til að
skoða sýninguna.
Elsa Giljan Kristjánsdóttir sýn-
ingarstjóri segir að margt sé í boði
jafnt fyrir almenning sem fyrirtæki
á sýningunni. „Fólk getur til dæmis
komið hingað og kynnt sér rafrænu
skilríkin og auðkennislykilinn og
Myiul/Eyþor
vit
Yfr
100
syn
Tækni <
endur taka þátt í sýningunni
Tækni og vit 2007 ÍFÍfunni í
Kópavogi en þar gefur að líta
það nýjasta á sviði tækni og
þekkingar hér á landi.
þá er verið að kynna hérna PlayStati-
on 3 sem krakkar og fullorðnir geta
prófað. Caoz er að sýna Litlu lirfuna
ljótu og er hægt að sjá hvernig hún
var búin til sem og Anna og skap-
sveiflurnar og auglýsingar sem þeir
hafa gert,“ segir Elsa.
Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir
taka þátt í Tækni og viti 2007 og
sem dæmi um sýnendur má nefna
fyrirtæki úr tölvugeiranum, fjar-
skiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, op-
inberar stofnanir og ráðuneyti.
Sýningin verður opin frá kl. 12 til
17 í dag og á morgun. Aðgangseyrir
fyrir almenna gesti er 1200 krónur
fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára
og yngri í fylgd með fullorðnum.
Aðgöngumiði fyrir námsmenn, elli-
lífeyrisþega og öryrkja kostar 900
krónur.
BIRNA
Skólavörðustígur 2
Sími: 455-2020
www.birna.net
4 w Jff
' i n' /fw § W ' Tftí/ P-fM * / ■ •
r f ■ ÍS ;Í.b -rv,-
ii i g fSS-íy M
'1 13 f V
Ti'laf^'4 f : , t f&jSS i
Shlseido The Makeup
Sérfæðingur frá Shiseido
kynnir nýju vor- og
sumarlitalínuna ásamt
NÝJU varakremi sem
gefur fyllingu og raka
Kynning í Sigurboganum
fimmtudag, föstudag og laugardag
Sigurboginn Laugaveg 80. Sími 561-1330
Brúðkaup i
Blómavali
Væntanleg brúðhjón, vinir þeirra
og vandamenn og annað áhuga-
fólk um brúðkaup getur skellt sér
í Blómaval í Skútuvogi um helgina
þar sem Brúðkaupssýningin Já fer
fram. A sýningunni gefst fólki tæki-
færi til að kynna sér ýmsa þætti sem
tengjast brúðkaupum svo sem fatn-
að, blóm og skreytingar, mat og vín,
ljósmyndun, skart og gjafir.
Haldnar verða tískusýningar
þar sem brúðarkjólar verða sýndir
auk þess sem valinkunnir tónlistar-
menn og söngvarar stíga á svið og
flytja lög sem njóta vinsælda í brúð-
kaupum.
Brúðkaupssýningin Já er árlegur
viðburður og að venju hefur Elín
María Björnsdóttir veg og vanda af
skipulagningu hennar. Elín María
hefur jafnframt verið umsjónarmað-
ur Brúðkaupsþáttarins Já á SkjáEin-
um undanfarin ár.
Sýningin stendur yfir á opnunar-
tíma Blómavals laugardag og sunnu-
dag frá kl. 10 til 21 báða dagana.
Gagnrýnin hugsun
Res Extensa, nýstofnað félag sem
hefur hug, heila og hátterni að við-
fangsefni sínu heldur ráðstefnu
undir yfirskriftinni „Trúirðu öllu
sem þér er sagt? Gagnrýnin hugsun
og gagnrýnisleysi" í sal 101 í Odda
(byggingu Háskóla Islands) í dag kl.
10-17.
Þar mun fólk af ólíkum sviðum
leitast við að svara spurningum um
gagnrýna hugsun og hvernig megi
efla hana í lífi og starfi. Ráðstefnan
er öllum opin og er lögð áhersla á
að efni fyrirlestranna sé auðskilið
svo að hún höfði bæði til Ieikra sem
lærðra.
Dagskrá má sjá á vef félagsins re-
sextansa.org.