blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 blaöiö helgin@bladid.net Opnar tvær sýningar Hlynur Hailsson myndlistarmaöur opnar sýninguna Ljós - Licht - Light í galleríi BOXi Kaupvangsstræti 10 á Akureyri í dag kl. 16. Á sama tíma opnar Hlynur einnig sýningu á vegg á mótum Glerárgötu og Strandgötu. [«; Námskeið og tónleikar ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti heldur tveggja daga meistaranámskeið fyrir unga píanóleikara í Salnum í Kópavogi í dag og á morgun. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Á mánudag verða haldnir nemendatónleikar í Salnum kl. 18 og kl. 20. Fundur um netið Ung vinstri-græn standa fyrir opnum umræðufundi sem ber yfirskriftina „Erum við föst í netinu - eða er hægt að temja það?“ í Suð- urgötu 3 í dag kl. 11. Á fundinum verður fjallað um internetið í víðum skilningi. Framsögumenn verða Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Tómasdóttir og Pétur Tyrfingsson. Um fundarstjórn sér Steinunn Rögnvaldsdóttir. Nýjasta tækni í Fífunni Það kennir ýmissa grasa á stórsýning- unni Tækni og vit 2007 sem fram fer í Fífunni i Kópavogi um helgina enda sýna þar yfir roo aðil- ar það nýjasta á sviði tækni og þekkingar hér á landi. Sýn- ingin var reyndar opnuð fyrr í vik- unni en í gær og í fyrradag var hún aðallega opin fagaðilum í tækni- og þekkingariðnaði. f dag gefst aftur á móti almenningi tækifæri til að skoða sýninguna. Elsa Giljan Kristjánsdóttir sýn- ingarstjóri segir að margt sé í boði jafnt fyrir almenning sem fyrirtæki á sýningunni. „Fólk getur til dæmis komið hingað og kynnt sér rafrænu skilríkin og auðkennislykilinn og Myiul/Eyþor vit Yfr 100 syn Tækni < endur taka þátt í sýningunni Tækni og vit 2007 ÍFÍfunni í Kópavogi en þar gefur að líta það nýjasta á sviði tækni og þekkingar hér á landi. þá er verið að kynna hérna PlayStati- on 3 sem krakkar og fullorðnir geta prófað. Caoz er að sýna Litlu lirfuna ljótu og er hægt að sjá hvernig hún var búin til sem og Anna og skap- sveiflurnar og auglýsingar sem þeir hafa gert,“ segir Elsa. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir taka þátt í Tækni og viti 2007 og sem dæmi um sýnendur má nefna fyrirtæki úr tölvugeiranum, fjar- skiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, op- inberar stofnanir og ráðuneyti. Sýningin verður opin frá kl. 12 til 17 í dag og á morgun. Aðgangseyrir fyrir almenna gesti er 1200 krónur fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Aðgöngumiði fyrir námsmenn, elli- lífeyrisþega og öryrkja kostar 900 krónur. BIRNA Skólavörðustígur 2 Sími: 455-2020 www.birna.net 4 w Jff ' i n' /fw § W ' Tftí/ P-fM * / ■ • r f ■ ÍS ;Í.b -rv,- ii i g fSS-íy M '1 13 f V Ti'laf^'4 f : , t f&jSS i Shlseido The Makeup Sérfæðingur frá Shiseido kynnir nýju vor- og sumarlitalínuna ásamt NÝJU varakremi sem gefur fyllingu og raka Kynning í Sigurboganum fimmtudag, föstudag og laugardag Sigurboginn Laugaveg 80. Sími 561-1330 Brúðkaup i Blómavali Væntanleg brúðhjón, vinir þeirra og vandamenn og annað áhuga- fólk um brúðkaup getur skellt sér í Blómaval í Skútuvogi um helgina þar sem Brúðkaupssýningin Já fer fram. A sýningunni gefst fólki tæki- færi til að kynna sér ýmsa þætti sem tengjast brúðkaupum svo sem fatn- að, blóm og skreytingar, mat og vín, ljósmyndun, skart og gjafir. Haldnar verða tískusýningar þar sem brúðarkjólar verða sýndir auk þess sem valinkunnir tónlistar- menn og söngvarar stíga á svið og flytja lög sem njóta vinsælda í brúð- kaupum. Brúðkaupssýningin Já er árlegur viðburður og að venju hefur Elín María Björnsdóttir veg og vanda af skipulagningu hennar. Elín María hefur jafnframt verið umsjónarmað- ur Brúðkaupsþáttarins Já á SkjáEin- um undanfarin ár. Sýningin stendur yfir á opnunar- tíma Blómavals laugardag og sunnu- dag frá kl. 10 til 21 báða dagana. Gagnrýnin hugsun Res Extensa, nýstofnað félag sem hefur hug, heila og hátterni að við- fangsefni sínu heldur ráðstefnu undir yfirskriftinni „Trúirðu öllu sem þér er sagt? Gagnrýnin hugsun og gagnrýnisleysi" í sal 101 í Odda (byggingu Háskóla Islands) í dag kl. 10-17. Þar mun fólk af ólíkum sviðum leitast við að svara spurningum um gagnrýna hugsun og hvernig megi efla hana í lífi og starfi. Ráðstefnan er öllum opin og er lögð áhersla á að efni fyrirlestranna sé auðskilið svo að hún höfði bæði til Ieikra sem lærðra. Dagskrá má sjá á vef félagsins re- sextansa.org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.