blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2007 blaðiö sem eru verst staddir vegna alkó- hólisma og ekki síst ungu fólki sem misst hefur fótanna vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna. Heild- stæðar matsrannsóknir á þessu sviði eru verulega aðkallandi eins og reyndar á fleirum þáttum vel- ferðarþjónustunnar eins og glöggt kemur fram af umræðu undanfar- inna vikna um einstaka þjónustu hins opinbera og trúfélaga. Fagfólk á f slandi hlýtur að kalla á frekari um- fjöllun og skoðun á faglegum vinnu- brögðum innan velferðarkerfisins í ljósi þessa. Framangreind nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins lagði til að samstarfsnefnd á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis annars vegar og félagsmálaráðuneytis hins vegar endurskoðaði lög sem varða þjón- ustu fyrir alkóhólista og leggi til breytingar. Markmið endurskoð- unarinnar er að auka samstarf, skilvirkni og einstaklingsmiðaða þjónustu alkóhólistum i hag. Bent er á að þörf sé á að skýra ábyrgð, hlutverk og samstarf milli heilbrigð- isþjónustu og félagslegrar þjónustu fyrir alkóhólista út frá heildrænni sýn um samfellda þjónustu. Þannig telur nefndin líka að leggja þurfi aukna áherslu á árangursmat með- ferðarstofnana og meðferðarleiða svo að nýting fjármagns verði sem best og sem flestum einstaklingum til hagsbóta. Það er því mikilvægt og aðkallandi að þessi samstarfsnefnd verði skipuð hið allra fyrsta og að hún fái starfsaðstöðu, fjármagn og mannskap til að hún geti sinnt mark- miði sínu. Höfundur er félagsráðgjafi Meðferð vímuefnasjúkra Felagslegur vandi ..Meöferð alkoholista meó langvarandi félagslegan vanda getur heppnast vel vlð að rjúfa vitahring fíknar, en leysir á hinn bóginn ekki félagslegan vanda utan stofnunar. “ Undanfarnar vikur hefur farið fram mikil og gagnrýnin umræða í þjóðfélaginu um það sem miður hefur farið varðandi þjónustu við alkóhólista (einstaklinga með áfengis-og annan vímuefnavanda). Sérstaklega snýr umræðan að alkó- hólistum með langvarandi félags- legan vanda. f umfjöllun um þjón- ustu fyrir alkóhólista er mikilvægt að greina á milli þeirrar þjónustu sem veitt er af viðurkenndum fag- stéttum annars vegar og hins vegar þjónustu sem ýmis líknarfélög og trúfélög efna til á grunni góðgerðar- starfsemi. Þjónusta líknarfélaga og trúfélaga getur notið ráðgjafar viður- kenndra fagmanna og opinberra fjár- styrkja en býr ekki við sama eftirlit og stofnanir með viðurkenndum fagstéttum. „Það erþví mikilvægt og aðkallandi að þessisamstarfs- nefnd verði ið allra fyrsta.,, Umrœðctn Erla Björg Sigurðardóttir Hugtakið meðferð ofnotað f umfjöllun fjölmiðla og margra sem lagt hafa orð í belg hefur viljað brenna við að hugtakið meðferð sé ofnotað. f skýrslu heilbrigðis- ráðherra um þjónustu fyrir ofneyt- endur áfengis-og annarra vímuefna á fslandi, sem var lögð fyrir Alþingi á i3i.löggjafarþingi 2004-2005 er hugtakið skilgreint. Það er ferlið frá greiningu hjá lækni, afeitrun við viðurkenndar aðstæður, endur- hæfingu á meðferðarheimili og loks eftirfylgni að henni lokinni. Þessi skilgreining á hugtakinu er einföld og ekki tæmandi, en er ætlað að gefa mynd um ýmiss konar þjónustu sem alkóhólistum stendur til boða. Meðferð fer fram í tengslum við viðurkennd sjúkrahús eða meðferð- arstofnanir. Meðferð sem er viður- kennd af heilbrigðisyfirvöldum þarf að fara fram undir handleiðslu sér- fræðinga sem hafa formlega faglega þekkingu og reynslu til að veita hana. Almenn fagleg skilgreining á hugtak- inu meðferð, er að meðferð sé skipu- lögð og einstaklingsbundin áætlun sem fylgt er undir handleiðslu fag- menntaðs fólks. Út frá ofangreindri skilgreiningu á faglegri meðferð eru einungis tveir aðilar sem geta sinnt slíkri meðferð fyrir alkóhólista hér á landi þ.e. áfengis-og vímuefnadeild geðsviðs LSH og SÁÁ. Meiri stuðningur Meðferð alkóhólista með langvar- andi félagslegan vanda getur heppn- ast vel við að rjúfa vítahring fíknar, en leysir á hinn bóginn ekki félags- legan vanda utan stofnunar. Ýmsar rannsóknir sýna að aukinn árangur er af meðferð ef samhliða er veitt félagsleg aðstoð. Mikilvægt er að ákveðinn málstjóri (case manager) sé ábyrgur í máli hvers og eins, en það hlutverk er oftast í höndum fé- lagsráðgjafa. Reykjavík og nokkur sveitarfélög í samvinnu við Trygg- ingastofnun ríkisins hafa haft um- sjón með Grettistaki sem er félagsleg endurhæfing, en það byggir á 8.gr. al- mannatryggingalaga nr.118/1993 um félagslega aðstoð. Félagsráðgjafar hjá félagsþjónustu og læknar Trygg- ingastofnunar ríkisins meta stöðu viðkomandi og eru félagsráðgjafar málstjórar í endurhæfingunni. Úr- ræðið hefur hentað vel fyrir ákveð- inn hóp, en rannsókn á reynslu af því í Reykjavík sýnir að langflestir þátttakendur þess þurfa meiri stuðn- ing en úrræðið hefur boðið upp á hingað til. Reykjavíkurborg hefur nú ákveðið að styrkja úrræðið í borg- inni með aukinni þjónustu, þéttari stuðningi en áður og starfsendur- hæfingu. Um er að ræða markviss- ari samvinnu við meðferðaraðila, vinnumarkað, stéttarfélög, náms- flokka Reykjavíkur, fjármálanám- skeið ofl. Endurbætur á Grettistaki í Reykjavík er mikilvægt skref í átt að samræmdum aðgerðumþeirra aðila sem koma að málefnum alkóhólista með langvarandi félagslegan vanda. Stofnun samstarfsnefndar Umræðan undanfarið hefur einnig einkennst af því að meðferð- arstarf sé í fjársvelti sem geti leitt til þess að skera þurfi niður þjónustu við alkóhólista. Ástæða er til að ótt- ast að það komi helst niður á þeim Íraksstríðið og Fram- sóknarflokkurinn Athygli vekur hvernig Framsókn- arflokkurinn reynir nú eina ferð- ina enn að hlaupa frá umdeildum verkum sínum í Stjórnarráðinu und- anfarin 12 ár. Einna ósvífnastur er hvítþvotturinn vegna stuðnings rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks við innrásina í írak. Nú kannast Framsóknarflokkurinn ekki við sínar fyrri gjörðir. Framsókn að reyna að koma aftan að íslenskum kjósendum Umrœðan Ögmundur Jónasson Þegar ráðist var inn í frak fyrir fjórum árum, féllst ríkisstjórn þess- ara flokka á að ísland væri sett á lista hinna „viljugu" eða „staðföstú' þjóða eins og sumir stuðningsmenn stríðsins þýddu enska hugtakið „wil- ling nations". Þessi makalausi listi yfir þær þjóðir sem voru undirgefn- astar Bush-stjórninni bandarísku, þjónaði lengi vel mjög mikilvægu pólitísku hlutverki í áróðursherferð hennar til að réttlæta innrásina í írak. Fyrir alla þá sem tóku þátt í um- ræðu um þetta efni á þessum tíma er með ólíkindum að verða nú vitni að tilraunum Framsóknarflokksins til að láta sem þessi listi hafi aldrei verið á ábyrgð og meira að segja ekki með vitund íslenskra stjórnvalda. Listinn hafi verið einhliða fréttatil- kynning Bandaríkjastjórnar! Fengu boð um að vera á lista Bush Þetta stenst að sjálfsögðu engan veginn enda var því aldrei mótmælt af hálfu íslenskra stjórnvalda þegar Bush veifaði listanum hróðugur hvar sem hann fór. Framsóknarfor- ystan þarf þá líka að svara því hvers vegna þáverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrimsson, hafi ekki mót- mælt margítrekuðum yfirlýsingum Davíðs Oddssonar, þáverandi forsæt- isráðherra og formanns Sjálfstæðis- flokksins, um að Island befði bein- línis verið sett á listann að beiðni bandarískra stjórnvalda og að það hefðu íslensk stjórnvöld gert með ánægju. 1 DV 21. mars 2003, segir: „Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að aðild íslands að „bandalagi stað- fastra þjóða“ sem styðja tafarlausa afvopnun Iraka með vopnavaldi sé eðlilegt og rökrétt frambald þeirrar afstöðu, sem margoft hefur komið fram af íslands hálfu... „Það var sjálfgefið því að auðvitað höfðu Bretar og Bandaríkjamenn fylgst með því að íslensk stjórnvöld höfðu slag í slag lýst þessari afstöðu. Þegar við fengum boð um að fá að vera í hópi hinna staðföstu banda- lagsþjóða svikumst við að sjálfsögðu ekki undan merkjum,“ segir Davíð.“ Nú er það Framsóknarflokkur- inn sem svíkst undan merkjum. Framsóknarflokkurinn er ekki að hlaupast undan merkjum Bush og félaga því ekki mótmælir flokkur- inn hersetunni í írak. Listinn hefur litla sem enga pólitíska þýðingu nú, nema þá að fyrir mannorð íslensku þjóðarinnar er bráðnauðsynlegt að má nafn okkar af honum. Nei, Fram- sókn er ekki að svíkja Bush og félaga. Hún er að reyna að koma aftan að íslenskum kjósendum með þvi að reyna að telja þeim trú um að eitt- hvað allt annað hafi verið uppi á ten- ingunum en raunverulega var. Það er óheiðarlegt. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Stóriðj a Fram til þessa hafa umhverfismál borið einna hæst í þjóðmálaumræð- unni. Það ber vott um ríkan vilja til þess að ganga vel um landið og skila því í góðu ástandi til komandi kyn- slóða. Hver óborin kynslóð á rétt til þess að geta notið landsins. En hver kynslóð vill líka skapa sér sem best lífskjör og það gerist ekki án þess að nýta landsins gögn og gæði, auð- lindir til lands og sjávar. Landnýt- ingin er óaðskiljanlegur hluti þess að landið er byggt. 1 þessu sem öðru er hóf best á öllum hlutum, en verst er ofstækið. Ofstækisfull viðhorf Ég hrökk við þegar ég heyrði um daginn viðtal við einn geðþekkan og viðkunnanlegan frambjóðanda, sem greinilega bar miklar tilfinn- ingar í brjósti varðandi áformaðar virkjanir og talaði um landdrekk- ingarstefnu sem væri að eyðileggja landið. Þarna birtist alger andstaða við virkjanir og stóriðju hvaða nafni sem þær nefnast. Ég get ekki tekið Stóriðja er atvinnurekstur sem skapar 1 y1 í % störfogá fullan rétt á sér. Umrœðan Kristinn H. Gunnarsson undir þessi sjónarmið. Vissulega eru til virkjunarkostir sem mér finnst óaðgengilegir, svo sem Norð- lingaölduveita vegna áhrifa við Þjórs- árver, en það er fráleitt að kalla það landdrekkingu þótt land fari undir vatnslón. Nafngiftin er líka gildis- hlaðin og vísar til þess að drekkja fólki, samanber drekkingarhyl i Öx- ará og gefur virkjun almennt mjög neikvæða merkingu. er atvinnumál er auðlind, hana á að nýta til þess að skapa þjóðinni góð lífskjör. Stóriðja er atvinnurekstur sem skapar mörg vellaunuð störf og á fullan rétt á sér. 1 hófi eins og annað gagnvart um- hverfinu, efnahagslífinu og öðrum atvinnugreinum. Þessa auðlind á að nýta og gæta þess að arðurinn af henni renni til þjóðarinnar og auðgi atvinnulíf, líka þar sem hún er nýtt. Þingeyingar eiga fullan rétt á því að orkan í héraði þeirra verði til þess að efla atvinnu og byggð þar. Ég get ekki séð neina sanngirni í því að meina þeim að njóta góðs af auðlind héraðsins og ætla þeim að horfa í gaupnir sér með tvær hendur tómar á eftir fólkinu suður. Stóriðja í Hvalfirði hefur gerbreytt atvinnu- ástandi og íbúaþróun á Ákranesi og nágrenni til hins betra á síðasta ára- tug. En orkuverðið þarf að vera gott, launin góð, umgengnin um landið góð og efnahagsmálin í góðu lagi. Stóriðja í hófi er skynsamleg stefna. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins Líklega eru svona ofstækisfull viðhorf gegn virkjun orkunnar and- svar við hófleysinu í hina áttina, sem hefur einkennt framgöngu ríkisstjórnarinnar á síðustu árum. Þar hefur verið gengið fram af of- forsi. Verð á raforkunni er falboðið á langlægsta verði í Evrópu sem gefur lítinn þjóðhagslegan ávinn- ing og í miðjum framkvæmdunum við Kárahnjúka, sem er stærsta framkvæmd íslandssögunnar, eru boðaðar a.m.k. framkvæmdir við þrjú stór álver á stuttum tíma og tilheyrandi virkjunarframkvæmdir. Þenslan í þjóðfélaginu hefur verið útflutningsgreinum erfið á köflum, vakið verðbólgudrauginn af værum svefni og skuldir heimilanna eru orðnar af þeim sökum mun hærri en hefði þurft að vera, ef hófs hefði verið gætt. Svo það er ekki nema von þótt fólki ofbjóði stóriðjutilstandið sem framundan er. Orkan erauðlind En við skulum hafa í huga að orkan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.