blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 1
ORÐLAUS
>> síða 57
■ FOLK
Einar Örn Konráðsson er 28 ára trúba-
dor frá Bolungarvík. Hann tekur þátt
í Stóru trúbadorkeppninni sem
haldin er í Reykjavík | síða 22
54. tölublað 3. árgangur
laugardagur
17. mars 2007
FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEY’"!
■ TISKA
Dagbjört Guðmundsdóttir fatahönnuður
saumar mikið af fötunum sínum og breytir
gömlum fötum á skemmtilegan hátt. Hún
er líka veik fyrir hælaskóm | síða4o
Scarlett í
söngleik
Scarlett'Dohansson hefur tekið aö
sér hlutverk í nýrri uppfærslu á
South Pacific á Broadway.
Scarlett ku vera mikill
aðdáandi þeirra
Rodgers og Hamm-
erstein sem eiga
heiðurinn af söng-
leiknum. Frumsýning
verður í janúar 2008
þannig að ekki
þarf að hlaupa
til enn og panta
sér miöa til
New York.
Átta banaslys vegna vímu
Átta létu lífið í umferðinni á síðasta
ári vegna slysa sem rekja má beint til
áfengis- eða vímuefnaneyslu. Er það
tæplega þriðiungur allra banaslysa á
síðasta ári. Áfengi og eða fíkniefni komu
við sögu í 34 dauðsföllum í umferðinni
síðasta áratuginn.
Sjaldan hafa fleiri látist i banaslysum
en á síðasta ári en þá létust 31. Aðeins
þrisvar áður hefur tala látinna í umferð-
arslysum verið hærri. Fjöldi banaslysa
sem rekja má beint til neyslu áfengis
eða fíkniefna hefur hins vegar aldrei
verið meiri.
Vont aö svíkja loforð
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla Islands,
segir að vel geti verið að saka megi
stjórnarandstööuna um hitt og þetta
en hrakfarir auölindafrumvarpsins séu
ekki á hennar ábyrgð. Eðlilegast sé að
beina þvi að Framsóknarflokknum og
Sjálfstæðisflokknum séu menn ósáttir
við niðurstöðuna.
„Það var náttúrlega Ijóst á þessari
atburðarás allri að Sjálfstæðisflokkur-
inn var ekki áhugasamur um þessa
lagasetningu. Það er vont fyrir flokk að
hlaupa frá því sem hann er búinn að
semja um í ríkisstjórnarsáttmálanum."
Dræpi aftur
Bandarískur hermaður sem er ákærður
fyrir að hafa drepið óvopnaða Iraka segir
að hann harmi dauða mannanna, en að
hann myndi taka sömu ákvarðanir stæði
hann aftur frammi fyrir sömu aðstæðum.
Frank Wuterich, 26 ára liðsstjóri, sagði
í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60
mínútur að hann hefði skotið fimm
óvopnaða íraka þar sem hann taldi þá
ógna félögum sínum í herdeildinni.
„Ég hefreynt að hafa paðfyrir sið
í ritmennskunni, eins og í lífinu,
að dvelja ekki um ofvið mistök og
á sama máta að halla ekki höfðinu
alltof mjúklega á lárviðarsveigana
ef þeir skyldu hjóðast," segirÞór-
arinn Eldjám sem í viðtali ræðir
um skáldskapinn, hlutverk fyndn-
innar, hættur trúarbragðanna og
undirtón sorgar og trega.
SlÐUR 24-26
ORÐ’ -'IS
» síða 42
Keppir í Kína
Jón Gunnlaugur Viggósson, herra (s-
land 2006, er í Kína um þessar
I mundir þar sem hann tekur
þátt í keppninni Herra
heimur semferfram
þann 31. mars.
VEÐUR
» síða 2 I
Ofankoma víða
Austan- og norðaustanátt í
dag með ofankomu víða um
land. Norðanátt á morgun og
léttir til um landið sunnanvert,
en él norðanlands. Kalt í veðri,
frost 2 til 8 stig á morgun.
FOLK
» '"'5° 33
Gæludýrin mín
Þeir sem eru með gæludýr á
heimilinu geta ekki hugsað sér lífið
án þeirra. Blaðið ræddi við fimm
manns um gæludýrin, hunda
og ketti, m.a. Óttar Norðfjörð.
Þurfti aö hugsa mig um
„Á stundum er eins og ég hafi aldrei
farið en á sama tíma sé ég hvað mikið
hefur breyst, ekki síst ég sjálfur," segir
Steingrímur Sævarr Ólafsson í viðtali
við Blaðið í dag. „Ég var mjög sáttur í
því sem ég var að gera, var að fá útrás
fyrir skrif á bloggi og hafði nóg að gera
í lausamennsku. En ég hefði aldrei
farið aftur í sjónvarp nema af því ég
teldi mig hafa eitthvað fram að færa.
Ég þurfti að hugsa mig vel um og velta
því fyrir mér hvort ég hefði eitthvert
erindi í þetta aftur. Þetta ferli tók
dálítinn tíma og það þurfti að sannfæra
mig. Svo þurfti ég að sannfæra mig og
aðra í kringum mig, fjölskylduna og þá
sem ég vann fyrir. Ég er með ákveðnar
hugmyndir um hvernig mér finnst að
mætti bæta þáttinn, gera hann öðruvísi
og breyta honum. Það er það sem ég er
að vinna í núna en þetta er langhlaup,
ekki spretthlaup.“
Sýknaðir
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa
ákæru gegn þremur fyrrverandi og nú-
verandi forstjórum olíufélaga frá.
„Þetta erfyrst og fremst áfellisdómur
yfir samkeppnislögunum. Það var ekk-
ert athugavert við rannsókn Samkeppn-
iseftirlitsins né ríkislögreglustjóra,”
segir Helgi Magnús Gunnarsson,
saksóknari efnahagsbrota.
Fimm dómarar kváðu upp dóminn, en
tveir skiluðu sératkvæði.
f dómi Hæstaréttar segir að fyrirkomu-
lag samkeppnislaga hafi ekki verið
nógu skýrt um meðferð máls ef grunur
vaknar um að brotið hafi verið gegn
lögunum. Helgi segir málinu endanlega
lokið af hálfu ákæruvaldsins. „Það er
ekki grundvöllur til þess að rannsaka
málið upp á nýtt og því verður ekkert
meira aðhafst í þessu máli.“