blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 44

blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaðið helain helgin@bladid.net Hjálmar vakna til lífsins Hin góðkunna reggíhljómsveit Hjálmar vaknar af værum blundi í kvöld og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll. Sveitin stígur á svið upp úr miðnætti og leik- ur fram á nótt. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Islandsmót í skák (slandsmót stúlkna í skák verður haldið í húsakynnum Skákfélags Akureyrar í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í dag. Mótið hefst klukkan 13 og verða tefldar 15 mínútna skákir. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. I [wöiford] | tNeltur push up haldari með “demöntum ” í 'BC(£> skálum á kr. 4.250,- - . , mk Sömuleiðis med “demöntum"á stœrri brjóstin Cí>£ skálum á kr. 4.650,- j'loltur í stórum stœrðum í C'ítE.'P skálum á kr. 4.550,- E á laugardögum Auglýsingasíminn er 510 3744 Mynd/Frikki Fjölbreytt starfsemi Efnt verður til sérstakrar dagskrár í Álafosskvos í dag Fjölbreytt starfsemi í Mosfellsbæ Opið hús í Álafosskvos Páll Kristjánsson hnífasmiður. IÁlafosskvosinni í Mosfellsbæ hefur verið rekin blómleg og fjölbreytt starfsemi á undan- förnum árum. Handverks- og listamenn hafa komið sér fyr- ir í gömlum iðnaðarhúsum og opnað þar vinnustofur og verkstæði. Þar er enn fremur rekinn myndlistarskóli og mann- ræktarmiðstöð svo fátt eitt sé nefnt. 1 dag milli klukkan 14 og 17 standa þeir sem búa og starfa í kvosinni að ýmsum uppákomum gestum og gangandi til fróðleiks og skemmtun- ar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Álfyssingar opna vinnustofur sínar fyrir almenningi. „Listamenn og þeir sem eru með fyrirtæki hér hafa alltaf opnað hús- in sín annað slagið, stundum hefur það verið í kringum jól og stundum hefur það verið að vori,“ segir Guð- rún Ólafsdóttir hómópati sem er ein þeirra sem koma að dagskránni. Álafosskvosin hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda en Guðrún segir að Varmársamtökin komi ekki að þessari dagskrá heldur sé það fyrst og fremst fólkið sem lif- ir og starfar í Álafosskvos sem er þar með kynningu á sinni starfsemi. Hreyfing á fólki Nokkur ár eru liðin síðan lista- og handverksmenn hreiðruðu fyrst um sig í Álafosskvosinni og segir Guðrún að nokkur hreyfing hafi ver- ið á fólki á þeim tíma. „Listamenn sem gáfust upp á bæn- um hafa kvatt því að þetta hefur allt- af verið svolítið stríð í gegnum tíðina við bæjarfélagið. Svo eru aðrir sem hafa ílengst eins og Palli hnífasmið- ur sem er búinn að vera einna lengst hérna og Hildur Margrétardóttir myndlistarkona,“ segir hún. „Handverkstæðið Ásgarður kom hingað fyrir nokkrum árum. Þeir ætla að reka hérna kaffihús og gall- erí í dag þannig að fólk getur sest niður. Það verður happdrætti og dregið út á klukkutíma fresti þann- ig að það verður svolítið fjör í kring- um það,“ segir Guðrún. Starfsmenn Ásgarðs halda einnig úti leikfélaginu M.A.S. sem hyggur á leikför til útlanda og mun ágóði dagsins renna í ferðasjóð. Álafoss í gegnum tíðina í Þrúðvangi hefur verið sett upp Ijósmyndasýningin „1920-2007“ sem rekur sögu svæðisins í gegnum tíðina. Þá verður Bjarki Bjarnason „Handverkstæðið Ásgarður kom hingað fyrír nokkrum árum. Þeirætla að reka héma kaffihús og gallerí í dag þannig að fólk getur sestniður. “ sagnfræðingur með leiðsögn um kvosina klukkan 15. „Bjarki hefur áður verið með leið- sögn og svo hefur hann verið með gönguhóp á þessu svæði. Hann er mjög fróður um svæðið og hefur skrifað um það í bók um Mosfells- bæ,“ segir Guðrún. Þá verður mannræktarmiðstöð- in ATORKA með kynningu á sinni starfsemi, Álafossbúðin opin og ým- islegt fleira. Á hálfa tímanum mun síðan Berg- lind Bjögúlfsdóttir syngja fyrir gesti og gangandi. „Berglind ætlar að syngja í stigaganginum sem er svo- lítið sérstakur. Hann er svo hrár og það er rosalega skemmtilegt sánd þar,“ segir Guðrún og bætir við að Berglind syngi eins og engill. Berglind hefur sérhæft sig í tón- list og skapandi hreyfingu með börnum, foreldrum, öfum og ömm- um og býður hún fólki að taka þátt í sérstakri samverustund fyrir 3-5 ára börn. Samverustundin hefst klukkan 10 um morguninn og er því utan hefðbundinnar dagskrár. Þá er einnig boðið upp á sérstak- an kynningartíma í rope yoga hjá Gunnlaugi B. Ólafssyni klukkan 11:15. Hægt aö prófa formúluhermi Formúluklúbbur Toyota kynnir dagskrá klúbbsins hjá Toyota á Ný- býlavegi í dag klukkan 13. Klúbbfé- lagar geta meðal annars reynt með sér í sérstökum formúluhermi sem ökumenn keppnisliða Formúlu 1 nota við æfingar. Kynnir verður Gunnlaugur Rögnvaldsson. Dagskráin hefst með því að Sean Kelly kynnir keppnislið Panason- icToyota en hann er mikill sérfræð- ingur um Formúlu 1 og hefur um árabil starfað fyrir Speed TV og Auto Sport. Þeir sem skrá sig í klúbbinn fá formúluglaðning og dregið verður um glæsilega vinninga. Þá verður haldin sérstök kynning á dagskrá og efnistökum vefsíðunnar kapp- akstur.is og nýju tímariti um Form- úlu 1 verður dreift á staðnum. Formúluklúbbur Toyota er öll- um opinn og getur fólk skráð sig endurgjaldslaust í klúbbinn á kynn- ingunni í dag eða með því að senda póst á netfangið fi@toyota.is. Tilgangur klúbbsins er að miðla upplýsingum um keppnislið Pana- sonicToyota í Formúlu 1 og skapa vettvang fyrir stuðningsmenn liðs- ins að hittast og fylgjast með fram- gangi keppninnar. Formúluhermir Félagarí Formúluklúbbi Toyota geta meðal annars reynt með sér í sérstökum formúluhermi sem ökumenn keppnisliða Formúlu 1 nota við æfingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.