blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 44
44
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaðið
helain
helgin@bladid.net
Hjálmar vakna til lífsins
Hin góðkunna reggíhljómsveit Hjálmar vaknar af værum
blundi í kvöld og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA
við Austurvöll. Sveitin stígur á svið upp úr miðnætti og leik-
ur fram á nótt. Aðgangseyrir er 1000 krónur.
Islandsmót í skák
(slandsmót stúlkna í skák verður haldið í húsakynnum Skákfélags
Akureyrar í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í dag. Mótið hefst
klukkan 13 og verða tefldar 15 mínútna skákir. Keppt verður í
tveimur aldursflokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri.
I [wöiford] |
tNeltur push up haldari með
“demöntum ” í 'BC(£> skálum
á kr. 4.250,-
- . ,
mk
Sömuleiðis med “demöntum"á
stœrri brjóstin Cí>£ skálum
á kr. 4.650,-
j'loltur í stórum stœrðum í C'ítE.'P
skálum á kr. 4.550,-
E
á laugardögum
Auglýsingasíminn er
510 3744
Mynd/Frikki
Fjölbreytt starfsemi Efnt verður til
sérstakrar dagskrár í Álafosskvos í dag
Fjölbreytt starfsemi í Mosfellsbæ
Opið hús í Álafosskvos
Páll Kristjánsson
hnífasmiður.
IÁlafosskvosinni í Mosfellsbæ
hefur verið rekin blómleg og
fjölbreytt starfsemi á undan-
förnum árum. Handverks- og
listamenn hafa komið sér fyr-
ir í gömlum iðnaðarhúsum
og opnað þar vinnustofur og
verkstæði. Þar er enn fremur
rekinn myndlistarskóli og mann-
ræktarmiðstöð svo fátt eitt sé nefnt.
1 dag milli klukkan 14 og 17 standa
þeir sem búa og starfa í kvosinni
að ýmsum uppákomum gestum og
gangandi til fróðleiks og skemmtun-
ar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Álfyssingar opna vinnustofur sínar
fyrir almenningi.
„Listamenn og þeir sem eru með
fyrirtæki hér hafa alltaf opnað hús-
in sín annað slagið, stundum hefur
það verið í kringum jól og stundum
hefur það verið að vori,“ segir Guð-
rún Ólafsdóttir hómópati sem er ein
þeirra sem koma að dagskránni.
Álafosskvosin hefur verið talsvert
í umræðunni að undanförnu vegna
fyrirhugaðra vegaframkvæmda en
Guðrún segir að Varmársamtökin
komi ekki að þessari dagskrá heldur
sé það fyrst og fremst fólkið sem lif-
ir og starfar í Álafosskvos sem er þar
með kynningu á sinni starfsemi.
Hreyfing á fólki
Nokkur ár eru liðin síðan lista-
og handverksmenn hreiðruðu fyrst
um sig í Álafosskvosinni og segir
Guðrún að nokkur hreyfing hafi ver-
ið á fólki á þeim tíma.
„Listamenn sem gáfust upp á bæn-
um hafa kvatt því að þetta hefur allt-
af verið svolítið stríð í gegnum tíðina
við bæjarfélagið. Svo eru aðrir sem
hafa ílengst eins og Palli hnífasmið-
ur sem er búinn að vera einna lengst
hérna og Hildur Margrétardóttir
myndlistarkona,“ segir hún.
„Handverkstæðið Ásgarður kom
hingað fyrir nokkrum árum. Þeir
ætla að reka hérna kaffihús og gall-
erí í dag þannig að fólk getur sest
niður. Það verður happdrætti og
dregið út á klukkutíma fresti þann-
ig að það verður svolítið fjör í kring-
um það,“ segir Guðrún.
Starfsmenn Ásgarðs halda einnig
úti leikfélaginu M.A.S. sem hyggur
á leikför til útlanda og mun ágóði
dagsins renna í ferðasjóð.
Álafoss í gegnum tíðina
í Þrúðvangi hefur verið sett upp
Ijósmyndasýningin „1920-2007“
sem rekur sögu svæðisins í gegnum
tíðina. Þá verður Bjarki Bjarnason
„Handverkstæðið Ásgarður
kom hingað fyrír nokkrum
árum. Þeirætla að reka
héma kaffihús og gallerí í
dag þannig að fólk getur
sestniður. “
sagnfræðingur með leiðsögn um
kvosina klukkan 15.
„Bjarki hefur áður verið með leið-
sögn og svo hefur hann verið með
gönguhóp á þessu svæði. Hann er
mjög fróður um svæðið og hefur
skrifað um það í bók um Mosfells-
bæ,“ segir Guðrún.
Þá verður mannræktarmiðstöð-
in ATORKA með kynningu á sinni
starfsemi, Álafossbúðin opin og ým-
islegt fleira.
Á hálfa tímanum mun síðan Berg-
lind Bjögúlfsdóttir syngja fyrir gesti
og gangandi. „Berglind ætlar að
syngja í stigaganginum sem er svo-
lítið sérstakur. Hann er svo hrár og
það er rosalega skemmtilegt sánd
þar,“ segir Guðrún og bætir við að
Berglind syngi eins og engill.
Berglind hefur sérhæft sig í tón-
list og skapandi hreyfingu með
börnum, foreldrum, öfum og ömm-
um og býður hún fólki að taka þátt
í sérstakri samverustund fyrir 3-5
ára börn. Samverustundin hefst
klukkan 10 um morguninn og er
því utan hefðbundinnar dagskrár.
Þá er einnig boðið upp á sérstak-
an kynningartíma í rope yoga hjá
Gunnlaugi B. Ólafssyni klukkan
11:15.
Hægt aö prófa formúluhermi
Formúluklúbbur Toyota kynnir
dagskrá klúbbsins hjá Toyota á Ný-
býlavegi í dag klukkan 13. Klúbbfé-
lagar geta meðal annars reynt með
sér í sérstökum formúluhermi sem
ökumenn keppnisliða Formúlu 1
nota við æfingar. Kynnir verður
Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Dagskráin hefst með því að Sean
Kelly kynnir keppnislið Panason-
icToyota en hann er mikill sérfræð-
ingur um Formúlu 1 og hefur um
árabil starfað fyrir Speed TV og
Auto Sport.
Þeir sem skrá sig í klúbbinn fá
formúluglaðning og dregið verður
um glæsilega vinninga. Þá verður
haldin sérstök kynning á dagskrá
og efnistökum vefsíðunnar kapp-
akstur.is og nýju tímariti um Form-
úlu 1 verður dreift á staðnum.
Formúluklúbbur Toyota er öll-
um opinn og getur fólk skráð sig
endurgjaldslaust í klúbbinn á kynn-
ingunni í dag eða með því að senda
póst á netfangið fi@toyota.is.
Tilgangur klúbbsins er að miðla
upplýsingum um keppnislið Pana-
sonicToyota í Formúlu 1 og skapa
vettvang fyrir stuðningsmenn liðs-
ins að hittast og fylgjast með fram-
gangi keppninnar.
Formúluhermir Félagarí Formúluklúbbi
Toyota geta meðal annars reynt með sér
í sérstökum formúluhermi sem ökumenn
keppnisliða Formúlu 1 nota við æfingar.