blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaóið
folk@bladid.net
HEYRST HEFUR
SÖGUSAGNIR eru nú uppi á
netmiðlum um að Smáralindar-
fermingarbæklingamálið hafi
riðið Guðbjörgu Hildi Kolbeins
að fullu og hún látið af störfum
sínum sem stundakennari í Há-
skóla íslands. Þetta er hins vegar
ekki rétt samkvæmt
heimildarmanni
Heyrst hefur.
Að gefnu tilefni
skal þetta hér
með áréttað
og því komið
á framfæri,
enda hvim-
leitt þegar
kjaftasögur
komast á
prent...
ÁSTIN ku hafa kviknað á ný á milli
Kristjáns Ra og Höllu Vilhjálms
samkvæmt áreiðanlegum kjafta-
sögum. Til þeirra sást á veitinga-
staðnum Domo og mun hafa farið
vel á með þeim. Húmoristar benda
reyndar á að uppátækið sé aðeins
hernaðaráætlun hennar til þess að
gera Jude Law afbrýðisaman en
hann hefur að sögn erlendra miðla
gert sér dælt við
lostafullu
lokka-
dísina
Lindsey
Lohan...
ARNA Schram mun hafa fengið
atvinnutilboð frá DV á dögunum
eftir því sem Pétur Gunnarsson
upplýsti á bloggsíðu sinni. Hún
afþakkaði hins vegar pent. Eftir
að hafa verið í rúmlega áratug á
Mogganum gerðist
hún aðstoðarrit- __ M
stjóri Króni-
kunnar sem
hefur nokkra
sérstöðu á
markaðnum.
Sérstaðan
mun þó
aðallega
fólgin í
dræmri
sölu blaðs-
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á ísafirði
Viöskiptavinir Samkaupa geröu athugasemdir við auglýsingu frá Víf-
ilfelli þar sem Coke Zero kóladrykkurinn er auglýstur. „Af hverju ekki
kynlíf með Zero forfeik" var slagorðið sem særði blygðunarkennd Vest-
firðinga með þeim afleiðingum að auglýsingaborðinn var tekinn niður.
Bolvíkingur í Stóru
trúbadorkeppninni:
Einar Örn gefur út
nýja plötu á árinu
Umbúðalaus Einar Örn
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Einar Örn Konráðsson er 28 ára
trúbador að vestan, nánar tiltekið
frá Bolungarvík. Hann tekur nú
þátt í Stóru trúbadorkeppninni sem
haldin er í Reykjavík. Einar hefur
sterkar skoðanir, segist vera frjáls-
lyndur í pólitík og er óhræddur við
að koma skoðunum sínum á fram-
færi enda textar hans beittir og jafn-
vel klúrir á köflum.
„Eitt af fyrstu lögunum hét Hring-
vöðvinn, sem segir allt sem segja
þarf. Að vísu hef ég nú mildast með
árunum eins og von er. En það fylgir
trúbadornum að vissu leyti að segja
hlutina umbúðalaust, það er hans
hlutverk. “
EinarÖrn hefurgefið úteinaplötu.
Hann segirþó erfittað komastað hjá
útvarpsstöðvunum.
„Ég gaf út plötu, Lognið á undan
storminum, fyrir fjórum árum
en ég bætti á hana tveimur nýjum
lögum fyrir ári og gaf hana út aftur.
Þá splæsti ég nýju coveri á hana.
Hins vegar hefur maður lítið komist
að í ljósvakamiðlunum. Það er helst
að Dr. Gunni hafi gefið manni tæki-
færi, en það sama er ekki hægt að
segja um Óla Palla á Rás 2 sem spilar
ekkert nema brit-popp og brit-rokk.
Hann er sjálfskipuð tónlistarlögga
íslands og það er erfiðara að eiga
við hann en sjálfan andskotann! Og
það gildir ekki bara um mig heldur
fleiri trúbadora, til dæmis Bjarna
Tryggva og fleiri," segir Einar Örn
gramur.
„Að vísu hefég nú mildast
með ámnum eins og von
er. En það fylgir trúba-
domum að vissu leyti að
segja hlutina umbúðalaust,
það erhans hlutverk."
Einar segist ekki kominn af
tónlistarfjölskyldu.
„Nei, það var voðalega lítið um það
hjá mínum nánustu. Eg fékk rey ndar
bakteríuna af frænda mínum sem
átti gítar. Ég byrjaði eitthvað að
glamra og svo hjálpaði nú pabbi mér
við að komast yfir bækur og texta.
Síðan lærði maður bara sjálfur.
Reyndar er ég ekki alls ókunnugur
blásturshljóðfærum. Ráðinn var
breskur tónlistarkennari í plássið
sem, eftir að hafa skoðað á mér var-
irnar, sagði að ég væri ekkert annað
en kornett-leikari! Og það varð úr í
nokkur ár. Reyndar gleymi ég aldrei
einni setningu sem hann kenndi
Su doku
HERMAN
mér og hef ég nýtt mér hana síðan:
Engage your brain before playing.
Ætli þetta útleggist ekki sem: Hugs-
aðu áður en þú framkvæmir, sem
flestir ættu að temja sér.“
Stóra trúbadorkeppnin ergóður
vettvangur fyrir unga og upprenn-
andi tónlistarmenn.
„Já, ekki spurning. Ég hef svo sem
ágætis reynslu af því að troða upp
sem nýtist mér í keppninni. Held ég
sé búinn að vera í þessu í um átta ár.
Ég passa mig bara á að taka keppn-
ina ekki of alvarlega, lít meira á
þetta sem hvert annað gigg. Þannig
stressast maður síður upp og verður
mun afslappaðri sem ég held að skili
sér í betri flutningi."
Einar hyggst gefa út nýja plötu á
árinu. Hann segist þó eiga nóg efni
fyrir tvœr.
„Maður er alltaf að semja. Stundum
dettur maður bara niður á einhverja
melódíu, eða texta og restin kemur
af sjálfu sér. Síðan getur maður líka
smíðað lag frá grunni, það er allur
gangur á þessu. Fyrir áhugasama
bendi ég bara á myspace.com/einar-
orni9 en þar er hægt að hlýða á lög
eftir mig. Ég verð síðan að spila á
Víkingnum í Vogunum á laugardags-
kvöldið upp úr miðnætti, strax eftir
trúbadorkeppnina,“ sagði Einar að
lokum.
BL06GARINN...
Breytt baksiða
Moggans
„... enn eitt skrefið í umbreytingu
Morgunblaðsins. Baksíðan er
komin í nýjan búning, hún er ekki
lengur ein helsta fréttasíða blaðsins,
heldur einhvers konar sambland af
auðlesnu efni, fréttayfiriiti, fréttum
affólki og neytendafréttum [...] ...af
einhverjum dularfullum ástæðum
var forsíðu blaðsins um 40 ára skeið
sóað íerlendar fréttir. Verkföll í
Bretlandi áttu frekar erindi á forsíðu
blaðsins en verkföll á Islandi, o.s.frv.
Ekki spyrja mig hvers vegna,
einhverjir sögðu það
vera vegna þess að
íslenskt þjóðfélag
væri Morgunblaðinu
1 ekki almennilega
samboðið, það væri
á æðra plani.“
Pétur Gunnarsson
hux.blog.is
Eru ekki elskendur
„Fyndnast varsamt í morgun að sjá
í Fréttablaðinu að mér er klínt þétt
upp við hinn mæta verjanda Jakob
Möllerj...] Hvað nú? hugsaði ég, er
Sigríður Dögg komin í einkamál
okkar Kobba? (Hún sem sér vændi
á Islandi i stöðugri markaðssókn ef
marka má forsíðu Kómíku og hefur
þungar áhyggjur af vændiskonum á
íslandi.) En Fréttablaðið fór mjúkum
höndum um mig í þetta sinn og við
Jakob Möller bara náin á myndinni.
Það staðfestist hér
með að við erum
ekki elskendur
og þrátt fyrir
gríðarlegt sexapíl
mannsins verður
það aldrei."
Jónina Benediktsdóttir
•^^^^^^oninaberublogJs^
Umboðsmaður Guðs
„Frjálshyggjumenn hafa fundið Guð
í andstöðu sinni gegn ríkisafskipt-
um í umhverfismálum. Hannes
Hólmsteinn Gissurason bendirá,
að biblían segi manninn vera herra
jarðarinnar. Sennilega á Hannes ekki
börn, þviað hann virðist áhyggjulaus
af ástandinu eftirfimmtíu ár, þegar
baráttan um auðlindir og lifsgæði
nálgast ragnarök. Sem umbi Guðs
á Hannes samt nokkuð langt íað ná
ofsatrúarmönnum Omega, sem fag-
na heimsendi. Þeir telja, að þá verði
þeir halaðir upp íhimnaríki, meðan af-
gangurinn af heiminum
N ferst í ragnarökum.
Sem væntanlega er
stóri slagur mann-
kyns um loft, vatn,
orku.“
Jónas Kristjánsson
jonas.is
7 2 8
6 7 4
2 5 7 9 1
3 8 5
7 2 4 8 9
4 3 6
9 1 3 7 2
7 4
3 1
eftir Jim Unger
Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1 -9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers niu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Áður en þú skoðar einkunnabókina mína bið ég
þig um að íhuga genin sem ég hafði úr að spila.