blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaftiö Fötlun eða hvað? Sú umræða sem kann að hafa áhrif fer að mestu fram á fundum, í hópum og í fjölmiðlum. Eins og dropinn holar steininn getur einstaklingur komið málefni á framfæri og haft áhrif til fram- dráttar einu eða öðru málefni. Til þess þarf hann að hafa aðgang að almenningi og í því efni eru fjöl- miðlar árhrifaríkasta tækið. Hér áður fyrr voru dagblöðin opinn og virkur vettvangur almennings til þess að kynna og koma á fram- færi hugmyndum sínum og afla „ Ég hefi valið i £■ mér að vilja ekki kosta til 4000 krónum á mán- uði til að vera nettengclur.“ Umrœðan Kristinn Snæland þeim fylgis. Stjórnmálaskoðanir viðkomandi einstaklings gátu þó ráðið því hvar hann fékk inni með það málefni sem á honum brann. Með sjónvarpinu breyttist staða hins almenna borgara í þessu efni næsta lítið enda sjaldnast hleypt inn á þann ljósvakamiðil utan þá þess að hafa helst sprænt yfir aðra manneskju, beint eða óbeint. Ekki má gleyma að geta þess að Ríkisút- varpið hélt lengi úti þætti þar sem einstaklingar gátu komist að og rabbað um daginn og veginn. Sá þáttur var vel opinn og frjálslegur en er nú aflagður. Innhringingar- þættir á öldum ljósvakans hafa nú um árabil verið opinn vettvangur á nokkrum útvarpsstöðvum og fer nú fremst í flokki Útvarp Saga sem ver nær tveimur klukkutímum á dag í slíkt efni. Dagblöðum hefur fækkað en Morgunblaðið sem lengi hefur verið öflugasti og frjálslegasti miðill almennings er nú búið að loka aðgangi að blaðinu fyrir hluta almennings. Sama hefur Frétta- blaðið gert og nú er þess beðið í of- væni að Blaðið feti í fótspor þeirra. Sá sem þetta ritar er einn í þeim hópi sem verið er að hrekja frá aðgangi að dagblöðunum og með þeirri einföldu aðgerð að neita að taka við skrifum hans nema um Netið. Ég er sumsé ekki nettengdur og sú „fötlun“ mín veldur því að hvorki Morgunblaðið né Frétta- blaðið vilja taka við efni frá mér, jafnvel þótt ég geti fært þeim það inn á ritstjórn á diskettu eða diski. Ég hefi valið mér að vilja ekki kosta til 4000 krónum á mánuði til að vera nettengdur. Til er fólk sem ekki getur, kann eða vill nýta sér tölvu, með öllu sem þeirri tækni fylgir, en það er afar óviðfelldið að dæma slíkt fólk frá þátttöku í um- ræðum á vettvangi dagblaða. Mikil fjárhagsleg fátækt á ritstjórnum þeirra hlýtur að valda þessari af- stöðu. Vera kann að mín skrif velti ekki við neinum steinum eða hafi þýðingarmikil áhrif en sannfærður er ég um að meðal þeirra sem nú eru lokaðir frá vettvangi almennrar umræðu vegna lokunaraðferða þeirra sem nú eru stundaðar af virtum fjölmiðlum býr vit og frjóar athugasemdir sem að gagni gætu komið fengi hið „fatlaða“ fólk pláss á síðum virtra dagblaða, án þess að þurfa að vera nettengt. Höfundur er leigubflstjóri Vinaleiðindi í uppsiglingu Allt frá því að svokölluð Vinaleið trúfélagsins Þjóðkirkjunnar hefur komist í framkvæmd í grunnskólum Garðabæjar hefur nokkur styr staðið um fyrirbærið. Sem betur fer sér fyrir endann á þessum deilum. Áður en ég kem að þeirri ánægjulegu nið- urstöðu langar mig til að fara aðeins í gegnum hvernig þessar deilur hafa þróast. Stuðningur? Andstæðingar Vinaleiðar Þjóð- kirkjunnar hafa bent á að trúboð eigi ekki heima í opinberum skólum en þeim svarað jafnharðan að ekki sé um trúboð að ræða, heldur sé um „trúarlega gildishlaðna þjónustu” að ræða (trúboð er bannað í aðalnám- skrá grunnskóla). Þessu hugtaki var síðar breytt og Vinaleið kölluð „stuðningur”. Þetta er augljóst yfir- varp. Jóna Hrönn Bolladóttir, helsti hvatamaður Vinaleiðar Þjóðkirkj- unnar, sagði beinum orðum á fundi á dögunum að í Vinaleið fælist viss Augljóst er að skilningur bisk- ups gengurþvert á grunnskólalög og siðareglur kennara. Teitur Atlason (trújboðun! Svona hringlandaháttur með hugtök hefur síðan einkennt alla orðræðu Þjóðkirkjunnar um Vina- leið. Prestur átti að fara inn í bekki. Prestur átti ekki að fara inn í bekki. Vinaleið átti að vera framkvæmd án samráðs við foreldra og síðar í sam- Mismunun „Siðareglur kennara eru einnig afar skýrar hvað þetta varðar en « þær kveða á um að mismunun vegna trúar nemenda sé bönnuð. “ o* ráði við foreldra. Umræðan var læst í herkví hugtakabrenglunar og það var allaf eins og aðstandendur Vina- leiðar væru í einskonar feluleik með tilgang og ástæður Vinaleiðar og mót- uðu starfsreglur jafnharðan og þeir mættu andstöðu. Mismunun vegna trúar bönnuð Andstæðingar Vinaleiðar hafa ít- rekað bent á að í grunnskólalögum er kveðið á um að mismunun vegna trúar er bönnuð. Fylgjendur Vina- leiðar hafa á móti bent á að ekki sé um mismunun að ræða vegna þess að þjónustan sé valkvæð og þar fyrir utan sé Vinaleið alls ekki trúarlegs eðlis heldur einungis til stuðnings. Umræðan tók á sig kómískar myndir; eitt sinn var fráfall gæludýrs tiltekið sem kjörinn vettvangur fyrir Vina- leið. Öll þessi ólga út af bráðkvöddum páfagauk gæti einhver hugsað. Það var svo á sunnudaginn 18. febrúar sem umræðan fór loksins upp úr skilgreiningahjólförum og komst eitt- hvað áleiðis. Það var æðsti maður trú- félagsins Þjóðkirkjunnar, Karl Sigur- björnsson biskup (og ábyrgðarmaður Vinaleiðar), sem í umræðuþættinum Kompási ýtti Vinaleiðardeilunni upp á þurrt. Það var í umfjöllun um Vina- leiðina að biskup tók öll tvímæli af um að Vinaleið er þjónusta fyrir börn í Þjóðkirkjunni. Ég endurtek: Fyrir börn í trúfélaginu Þjóðkirkjunni. Bannaðl Núna lítur dæmið svona út: Trúfé- lagið Þjóðkirkjan starfar í opinberum skólum innan um alla nemendur skól- ans, en bara fyrir börn í því tiltekna trúfélagi. Heyr á endemi! Þetta er álíka og ef islamskur Mullah (trúarkenn- ari) starfaði innan grunnskólanna en bara fyrir þá krakka sem tilheyra söfnuði múhameðstrúarmanna! Þetta, lesendur góðir, er bannað. Það er beinlínis bannað að fulltrúi eins trúfélags starfi fyrir sóknarbörn sín inni í opinberum grunnskólum. Siða- reglur kennara eru einnig afar skýrar hvað þetta varðar en þær kveða á um að mismunun vegna trúar nemenda sé bönnuð. Með orðum sínum sýn- ist mér að æðsti maður trúfélagsins Þjóðkirkjunnar hafi drepið Vinaleið þvi augljóst er að skilningur biskups gengur þvert á grunnskólalög og siða- reglur kennara. Sveitarstjórnarfólk og skólastjórnendur geta ekki horft framhjá þessum skilningi biskups trúfélagsins Þjóðkirkjunnar og ættu að hafa þessi orð hans í huga þegar ákvörðun verður tekin um framhald Vinaleiðar. Höfundur er með BA í guðfræði ASKJA • I^ugavftgl 170 ■ 105 Reykjavík • Síml 590 2100- www.askja.Js • ASKJA - Atvinnubflar • Skútahraunl 2a • 220 Hafnarflrðl • Slml 590 2100. Mercedes-Benz © ASKJA Ný fyrirmynd í flutningum í fjölmörgum útfærslum Nýr Mercedes-Benz Sprinter setur nýjan gæðastaðal fyrir sendibíla. Hann er rúmbetri og öruggari en nokkru sinni fyrr og í farþegarými tekur öll hönnun mið af því að ökumanninum líði sem best á langri keyrslu. Sprinter er framleiddur í fjölmörgum útfajrslum, m.a. sérstökum sendibfla-, pallbfla-, fólksflutninga- og leigubflaútfærslum. Pá er hægt að fá Sprinter með fóstum palli og sturtu, bæði með einfóldu eða tvöfóldu húsi. Og eins og með aðrar gerðir af Mercedes-Benz bifreiðum gefsl kostur á að fá sérsniðið eintak af Sprinter eftir þörfum hvers og elns. Komdu og gerðu þína sérpöntun á nýjum Sprinter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.