blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaðiA
HVAÐ MANSTU?
1. Hver var formaður sérnefndarinnar um stjórnarskrármál sem hafði auðlindafrumvarpið til umfjöllunar?
2. Hvaða nafn ber sjötta breiðskífa Bjarkar Guðmundsdóttur sem út kemur í maí næstkomandi?
3. Hvaða starfi gegnir Ben Bernanke?
4. Hver leikstýrir íslensku kvikmyndinni Astrópíu sem verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í sumar?
5. Hver er bæjarstjóri Fjarðabyggðar?
GENGI GJALDMIÐLA
Svör:
o 'zz
‘O
cn
co
<2 . o
t O c m C/3 .
O) »o cr ;= •
1= o Q3 -o o E
m > co C0O:
KAUP SALA
Bandarikjadalur 66,95 67,27
gg Sterlingspund 130,43 131,07
■ BBE' Dönsk króna 11,977 12,047
BlOBa Norsk króna 10,978 11,042
mmm mtm Sænsk króna 89,22 89,72
B9 Evra 89,22 89,72
Forsetabíllinn:
Bjartsýni á
lausn
„Minn vilji hefur aldrei verið
sá að setja bílinn á uppboð og
því hef ég verið viljugur að gefa
ítrekaðan fr est. Nú hef ég lagt
fram mjög sanngjarnt tilboð og
slegið verulega af. Vonandi verður
þetta til að leysa máhð,“ segir
Sævar Pétursson bifvélavirki.
Réttingarverkstæði-bílamál-
un Sævars stóð að viðgerð og
endurbótum á fyrsta forsetabíl
lýðveldisins. Þegar kom að upp-
gjöri var heildarkostnaður verks-
ins komin í tuttugu og sex millj-
ónir sem var töluvert umfram
þann ramma sem gefinn var í
upphafi, í kringum tíu milljónir.
Sævar hefur hingað til staðið
fast á sínum reikningi en hefur
nú gefið eftir til að þoka málinu
nær sátt. „Þeir hafa óskað eftir
fresti fram í næstu viku og ég
er bjartsýnn á að vilji sé til að
ljúka málinu núna. Út af standa
fimm milljónir í mismun
samkvæmt því tilboði sem ég
hef lagt fram,“ segir Sævar.
Olíumálið í Hæstarétti:
Endanlega sýknaðir
■ Áfellisdómur yfir samkeppnislögum ■ Tveir skiluöu séráliti ■ Vonbrigði
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
og Hlyn Orra Stefánsson
„Þetta er fyrst og fremst áfellis-
dómur yfir samkeppnislögunum.
Það var ekkert athugavert við rann-
sókn Samkeppniseftirlitsins né rík-
islögreglustjóra en lögin gera ekki
nægilega grein fyrir því hvernig
þetta á að koma saman,“ segir Helgi
Magnús Gunnarsson, saksóknari
efnahagsbrota.
Hæstiréttur staðfesti í gær úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að vísa ákæru gegn þremur fyrr-
verandi og núverandi forstjórum
olíufélaga frá. Fimm dómarar
kváðu upp dóminn, en tveir skiluðu
sératkvæði.
Helgi segir að vissulega séu alltaf
vonbrigði þegar miklum tíma hafi
verið varið til einskis en hins vegar
sé staðreyndin sú að lagaumhverfið
sé ófullnægjandi. „Sakborningar
hljóta að vera ánægðir með að vera
lausir undan þeim bagga sem
fylgir rannsókn og ákæru í _
svona langan tíma. Ég vil
árétta að það er ekki á neinn
hátt verið að taka undir
frávísunarástæður héraðs-
dóms. Þetta er alveg ný röksemd
fyrir frávísun. Héraðsdómur sagði
að brotin hefðu ekki verið refsiverð
en það er ekki tekið undir það í
meirihlutaatkvæði Hæstaréttar.“
Fyrirkomulag samkeppn-
islaga ekki nógu skýrt
í lok síðasta árs gaf ríkissaksókn-
ari út ákæru á hendur þeim Kristni
Björnssyni, fyrrverandi forstjóra
Skeljungs, Einari Benediktssyni, for-
stjóra Olíuverzlunar íslands, og Geir
Magnússyni, fyrrverandi forstjóra
Olíufélagsins. Voru þeir ákærðir
fyrir að hafa með sér ólöglegt sam-
ráð um verð og að
koma í veg fýrir
samkeppni.
I dómi
Hæstaréttar
segir að fyr-
irkomula
samkeppnislaga hafi ekki verið nógu
skýrt um meðferð máls ef grunur
vaknar um að brotið hafi verið gegn
lögunum. Þar af leiðandi hafi verið
óskýrt hvernig með skyldi fara ef til-
efni þætti til opinberrar rannsóknar
jafnhliða meðferð samkeppnisyfir-
valda, og hvenær beita ætti refsiviður-
lögum. Segir þar ennfremur að það
hafi átt við þá stöðu sakborninganna
að taka þátt í viðræðum og samn-
ingum við Samkeppnisstofnun og
veita henni upplýsingar, en fella þar
með á sig sök þegar málið yrði síðar
tekið til refsimeðferðar.
Oliumálinu visað fra i Hæstaretti
Fyrrum forstjórar olíufélaganna og
núverandi eru lausir við olíumálið.
Mynd/lngó
Málinu lokið af hálfu ákæruvalds
Taldi Hæstiréttur ekki nægilega
fram komið að í lögreglurann-
sókninni, sem fram fór í kjölfar
meðferðar samkeppnisyfirvalda,
hefðu sakborningarnir notið þeirra
réttinda sem mælt er fyrir um í 70.
grein stjórnarskrárinnar og í megin-
reglum laga um meðferð opinberra
mála. 170. grein stjórnarskrárinnar
segir meðal annars: „Öllum ber
réttur til að fá úrlausn um réttindi
sín og skyldur eða um ákæru á
hendur sér um refsiverða háttsemi
með réttlátri málsmeðferð innan
hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlut-
drægum dómstóli.“
Hæstiréttur komst því að þeirri
niðurstöðu að ekki væri hægt að
reisa ákæru á lögreglurannsókn-
inni, og var niðurstaða héraðsdóms
af þeim sökum staðfest. Helgi segir
málinu endanlega lokið af hálfu
ákæruvaldsins. „Niðurstaðan er sú
að ekki verður byggð ákæra á þess-
ari rannsókn því hún fór fram
með þessum hætti. Það er
ekki grundvöllur til þess
að rannsaka málið upp á
nýtt og því verður ekkert
meira aðhafst í þessu
máli.“
www.motormax.is
MotorMax
Af öllum nýjum vélsleöum í verslunum MotorMax í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöóum
Útborgun 99.000 kr. afborgun af láni frá 1 7.900 kr. á mánuði.*
Þú getur valið á milli þriggja frábærra kaupauka sem fylgja meó í pakkanum.
1 . Flugmiðar fyrir tvo með lcelandair til Evrópu.**
Z. Bensínkort með 60.000 kr. inneign frá Skeljungi.
3. Glæsilegur aukahlutapakki frá MotorMax að andvirði 80.000 kr.
Komdu í MotorMax og láttu okkar eldhressu sölumenn
segja þér betur frá þessu frábæra tilboði.
Bílasamningur Glitnis i 60 mán. Myntkarfa GL5
'Flugvallarskattar eru ekki innifaldir.
ICELANDAIR
GLITNIR
fjArmögnun
MotorMax Egilsstöðum
Toyota Austurlandi
Tjarnarási 6
Sími: 470-5080 / 470-5070
Opið; 1 6-1 8 virka daga.
MotorMax Akureyri
Tækjasport og Dekk
Njarðarnesi 1
Sími: 460-4350
Opið: 9-18 virka daga.
Motor Max Reykjavík
Kletthálsi 1 3
Sími: 563-4400
Opið: 9-18 virka daga.
Laugard. 10-14. Sunnud. 12-16