blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaöiö UTAN ÚR HEIMI PANAMA Tuttugu tonn af kókaíni Bandarísk og panömsk stjórnvöld lögðu hald á rúmlega tuttugu tonn af kókaíni um borð í panömsku skipi á Kyrrahafi á mánudaginn. Talsmaður pan- amskra yfirvalda segir að fjórtán manns frá Panama og Mexíkó hafi verið gripnir í tengslum við málið. 65 létust þegar vörubíll valt 65 manns fórust þegar vöruflutningabíll valt niður í stöðuvatn i Afrikuríkinu Gineu á mánudaginn. Að sögn talsmanns yfirvalda átti slysið sér stað nærri bænum Gueck- edou í suðausturhluta landsins. Flóttamannabúðir nánast fullar Flóttamannabúðir fyrir þá sem hafa flúið heimili sín í Darfúr-hér- aði í Súdan eru nánast fullar, að sögn talsmanns flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Starfsmenn þúðanna hafa víða neyðst til að vísa fólki frá, en rúmlega tvær milljónir manna hafast nú við í flóttamannabúðum i landinu og í nágrannaríkinu Tsjad. KOKOS-SISAL TEPPI Falleg - sterk - náttúruleg ^•vSTRÖND • BW. Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. +t>A>i<y heilsa -haföu þaö gott Varaforseti Saddams Husseins hengdur: Giöf náttúrunnar til þín^^ Omega-3 FISKIOLÍA C0 Z <© © » 2 ^3. Cu & E o 0?» Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna. Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á: • sjón • hjarta og æðakerfi • blóðþrýsting • kólesteról í blóði • liði • rakastig húðarinnar Má taka með týsi. • minni • andlegalíðan • námsárangur • þroska heila og miðtaugakerfis á meðgöngu www.lysi.is Afallalaus aftaka ■ Lífstíöardómi breytt í dauðadóm ■ Hélt fram sakleysi sínu Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Taha Yassin Ramadan, íyrrum vara- forseti Saddams Husseins, fyrrum ír- aksforseta, var hengdur í gær, á sama tíma og þess var minnst að fjögur ár eru liðin frá upphafi innrásar Banda- ríkjahers og bandamanna i Irak. Ram- adan var líflátinn rétt fyrir dögun í fangelsi herstöðvar í norðurhluta höf- uðborgarinnar Bagdad. Talsmaður íraksstjórnar segir að aftakan hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Ramadan var upphaflega dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Hann var fundinn sekur um sömu brot og Hussein, það er glæpi gegn mannkyni vegna morða á 148 sjítum í borginni Dujail árið 1982. Dómnum var þó breytt í dauðadóm þegar mál Rama- dans var tekið fyrir hjá áfrýjunar- dómstóli landsins. Ahmed Ramadan, sonur varaforsetans fyrrverandi, segir aftökuna hafa verið pólitískt launmorð. Lik Ramadans verður nú flutt til borgarinnar Tikrít þar sem hann verður grafinn nærri gröf Sadd- ams Husseins. Ramadan er þriðji samverkamaður Husseins sem er tekinn af lífi með hengingu eftir réttarhöld. Barzan al- Tikriti, fyrrverandi yfirmaður írösku leyniþjónustunnar og hálfbróðir Hus- seins, og Awad Ahmedal-Bandar, fyrr- verandi yfirmaður byltingardómstóls- ins, voru einnig hengdir um miðjan janúarmánuð. Saddam Hussein var hins vegar tekinn af lifi með heng- ingu 30. desember siðastliðinn. Talsmaður íraskra yfirvalda sagði að nú hefði þess sérstaklega verið gætt að sagan myndi ekki endurtaka sig frá aftöku al-Tikriti, þar sem höf- uðið rifnaði af búknum eftir að hann féll niður um fallhlerann. „Aftakan fór vel fram, án þess að lög og reglur væru brotnar.“ Fulltrúar iraska for- sætis- og dómsmálaráðuneytisins, læknir, saksóknari, dómari og lög- fræðingur á vegum Ramadans voru allir viðstaddir henginguna til að sjá til þess að hún færi vel fram. Verjandi Ramadans hafði áður sagt við fjölmiðla að Ramadan væri ekki smeykur og myndi hugrakkur mæta dauðanum. Ramadan hafði verið i vörslu Bandarikjahers allt þar til honum var komið í hendur iraskra yfirvalda rétt fyrir fyrirhugaða af- töku. Hann hélt fram sakleysi sínu í málinu allt til dauðadags. Kúrdískir hermenn höfðu hendur í hári hins tæplega sjötuga Ramadans i borginni Mosul í ágústmánuði árið 2003 og afhentu Bandaríkjamönnum hann skömmu siðar. Ramadan var sagður jafn mikill harðlínumaður og Hussein og var hann einn af fáum eftirlifenda úr hópi þeirra sem þátt tóku i byltingunni árið 1968 sem kom Baath-flokknum til valda. „Ég veit ekkert um iðnað, en ég veit að allir þeir sem munu ekki vinna hörðum höndum innan geirans verða líflátnir,“ á Ramadan að hafa sagt þegar hann tók við emb- ætti iðnaðarráðherra íraks á áttunda áratugnum. Á heimasíðu BBC segir að Ramadan hafi oft farið fyrir sendinefndum stjórnar Husseins erlendis og fylgt skipunum Husseins íraksforseta i hví- vetna. Þannig fór hann í megrun og missti 27 kíló eftir að Hussein hafði bent honum á að hann væri orðinn of feitur. Sáttmáli Framtíðarlandsins: Félagsmenn seinir til Tæpur helmingur skráðra félags- manna í Framtíðarlandinu hafði skrifað undir sáttmála samtakanna í gær. Samtökin sendu frá sér ákall til félagsmanna um að bregðast við ákallinu sem fyrst og skrifa undir. Til að fjölga undirskriftum enn frekar eru félagsmenn beðnir um að senda ákallið áfram til vina og vanda- manna. Ef hver og einn meðlimur Framtíðarlandsins safnar tíu undir- skriftum nær listinn fljótlega þrjátíu þúsund nöfnum. Samorka, samtök orku- og veitu- fyrirtækja, setur spurningarmerki við ýmsar fullyrðingar í sáttmála Framtíðarlandsins um framtíð ís- lands. Gústaf AdolfSkúlason, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samorku, segir ósanngjarnt að stilla upp sem and- stæðum orkuiðnaði og þekkingariðn- aði. „Innan orkugeirans starfa fleiri hundruð vei menntaðra sérfræðinga og þar liggur heilmikil framtið og Skorað á félagsmenn Fram- J tíðarlandiö ákallar félagsmenn að bregðast fljótt við sáttmála samtakanna og skrifa undir. Mngmenn draga W &<■ ? V j ^ Ét -9* (i uC & jt Skriftíðuö “Vsasœ-JSJS1^ þekking. Nýjasta útflutningsvara Islendinga er til dæmis þekking okkaríorkuiðnaði," segir Gústaf Adolf. „Við gerum ekki athugasemdir við áhersluna á nátt- ■ SamMiönj „ ■ sm m úruvernd. Hin meintu rök gegn nýtingu endurnýj- anlegra orkulinda halda ekki hvað varðar starfsum- hverfið, þekkingar- samfélag og annað atvinnulíf."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.