blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 1

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 1
56. tölublað 3. árgangur miðvikudagur 21. mars 2007 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■ FOLK Þorgrímur Haraldsson, eða Toggi, er með efnilegri tónlistarmönnum lands- ins. Hann gaf út plötuna Puppy og heldur nú tónleika Isiða27 ■ KOLLA OG KULTURINN Arthúr Björgvin Bollason vinnur að ferðabók um ísland sem kemur út hjá einu virtasta forlagi Þýskalands á næsta ári | síða2s Hrein Hlutfali endurnýjanlegra orkugjafa í orkunotkun er 72% á íslandi en um 6-7% innan Evrópusambandsins og um 13% á heimsvísu Á markaði er lyf sem veldur sljóvgun og minnisleysi: Varað við nauðgunarlyfi ■ Skylt lyf tekið af markaði ■ Gefa ekki upp nafnið ■ Læknar beðnir að ávísa ekki til ungs fólks Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Landlæknir varar við lyfi á markaði sem veldur sljóvgandi áhrifum og minnisleysi hjá þeim sem neyta þess. Það gerir hann eftir að fyrir- spurn barst til embættisins þar sem grunur lék á um misnotkun lyfsins. Fyrir nokkrum árum var umræða um svefnlyfið Rohypnol sem hefur sljóvgandi áhrif á þann sem neytir þess og veldur minnisleysi. Um tíma bar á misnotkun á lyfinu þar sem því var laumað í glös kvenna á skemmti- stöðum, í þeim tilgangi að nauðga þeim eftir að lyfið fór að hafa áhrif. Rohypnol hefur verið af- skráð hér á landi en hitt lyfið veldur samskonar áhrifum. „1 umferð er svefnlyf sem inniheldur sama efni og veldur sömu áhrifum. Lyfið getur valdið þeim áhrifum hjá ungum konum að þær muni ekki hver það var sem átti við þær. Við viljum ekki segja hvað það heitir svo að menn fari ekki að fá hugmyndir,“ segir Matthías Halldórsson landlæknir. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, telur mikilvægt að fara vel yfir notkun þessa lyfs. Hann bendir á að hann hafi ekki kynnt sér þetta mál sérstaklega. „Auðvitað er aldrei æskilegt að hafa slíkt lyf á markaði en meta þarf hvaða notk- unargildi það hefur. Ef lyfið hefur samskonar áhrif og Rohypnol gerði á sínum tíma finnst mér sjálfsagt að taka þetta til gaumgæfilegrar endur- skoðunar,11 segir Ófeigur Tryggvi. „Vegna þessara áhrifa er spurning hvort eðlilegt sé að hafa slíkt lyf á markaði.“ Læknar eru hvattir til að nota lyfið ekki fyrir fólk úr yngri aldurshópum og aldrei sem fyrsta lyf. Aðspurður segir Matthías notkun þess hafa farið minnkandi á síðustu árum. „Það er helst gamalt fólk sem notar þetta sem á í erfiðleikum með að tileinka sér nýtt svefnlyf. Það er ástæða þess að lyfjanefnd hefur ekki afskráð lyfið en skráning var hert. Við vörum lækna við því að ávísa lyfinu til ungs fólks,“ segir Matthías sem vill ekki gefa upp nafn lyfsins til að fyrirbyggja að það verði misnotað. Suðurlandsvegi var lokað Rúta full af skólakrökkum fauk út af Suðurlands- vegi vestan við Markarfljót rétt fyrir hádegi í gær. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli fór betur en á horfðist og náði bílstjórinn að stýra rútunni út af veginum án þess að hún ylti. Börnin voru öll í bílbeltum og segir lögreglan það hafa bjargað börn- unum frá meiðslum. Suðurlandsvegi var lokað austur við Norðlinga- holt frá hádegi til klukkan að verða tvö í gærdag, og þurftu björgunarsveitir að aðstoða bíla niður af Hellisheiði. Eins og sjá má á myndinni voru björgunarsveitarmennirnir vel búnir og verkefnin margbreytileg, en fjögur bílslys urðu í nágrenni Litlu kaffistofunnar. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl. Sjá einnig síðu 10 \US » síða 34 í tísku í París Anna Soffía er fatahönnunarnemi á fyrsta ári í Listaháskólanum. Hún er nýkomin heim frá tískuborginni París þar sem hún vann hjá fatahönnuðinum Gaspard Yurkievich. VEÐUR » síða 2 I VIÐTAL Kólnandi veöur Suðvestan 15-23 metrar á sekúndu og él, hvassast norðvestantil, en mun hægari vindur og léttskýjað á austanverðu landinu. Kóln andi veður. Tólf síðna sérblað fyrir húsbyggjandann fylgir með Blaðinu í dag

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.