blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 25

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 25
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 37 Naomi Campbell Var dæmd til samfélagsvinnu fyrir að henda síma í aðstoðarkonu sína Stuðlar að friði Nú ætlar leikarinn Leonardo DiCaprio að láta til sín taka í heimsmálunum og hefur biðlað til leiðtoga Israelsmanna um að stuðla að friði í Mið-Austurlöndum. Leikarinn sem var staddur í ísrael á dög- unum með kærustu sinni notaði tækifærið og settist niður með fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Shimon Perez, í Tel Aviv þar sem þeir ræddu möguleg úrræði í deilu Israels- og Palestínumanna. Bókaklúbbur hinna frægu Viktoría Beckham hefur fengið snilldarhugmynd, en hún ætlar að koma á fót bókaklúbbi hinna ríku ] og frægu. Mörgum kann að þykja þetta skrýtið þar sem fótboltafrúin sagði einu sinni í viðtali að hún hefði aldrei lesið bók að eigin frumkvæði. Nú vill hún greini- lega vinna upp glataðan tíma þar sem hún hvetur fræga vini sína til þess að taka þátt. Viktoría hefur rætt hugmyndina við Katie Holmes enda hafa þær verið óað- skiljanlegar og ætla þær einnig að plata Jennifer Lopez til þess að taka þátt. Viktoría hefur lagt til að þær byrji á breskum klass- íkerum og hittist mánaðarlega til að ræða innihald verkanna. Hræðist ekki Moss Hin ófeimna Lily Allen gerði samn- ing um daginn við tískukeðjuna New Look varðandi nýja fatalínu í hennar nafni en eins og frægt er orðið bíða konur nú spenntar eftir að fatalína fyrirsætunar Kate Moss komi í verslanir TopShop þann 1. maí. Allen hræðist þó ekki samkeppnina enda kveðst hún full- viss um að fötin hennar verði mun flottari. „Ég held að þetta verði mjög flott. Svo hef ég líka mikið álit á New Look-keðjunni þar sem þeir leggja áherslu á að vera með heilbrigðar fyr- irmyndir eins og mig og Drew Barrymore." Að sögn vina söngkonunnarfer Moss í taugarnar á henni og hún skilur ekki af hverju fyrirsætan er höfð á þeim stalli sem hún hefur verið á í mörg ár. „Þetta er kona sem var staðin að verki við að taka kókaín, á eiturlyfjasjúkan kærasta en er samt dýrkuð og dáð.“ Aldrei aftur Leikkonan Halle Berry segist aldrei ætla að gifta sig aftur en hún hefur verið í sambandi við fyrirsæt- una Gabriel Aubry í meira en ár. „Ég get ekki hugsað mér að giftast aftur enda finnst mér það ekki nauðsynlegt. Fólk getur alveg eytt ævinni saman án þess að ganga inn kirkjugólfið. Ég þarf enga hringa eða hjúskaparvott- orð.“ Berry er tvígift en hefur verið talin nokkuð óheppin í ástamálum og er því kannski ekkert skrýtið að hún kjósi að halda sig frá kirkjunni að þessu sinni. I ruslinu Fyrirsætan Naomi Campbell sem er þekkt fyrir reiðiköst sín var nýlega dæmd fyrir að kasta síma í aðstoðar- konu sína, en fyrirsætan hefur haft sex aðstoðar- manneskjur á undanförnum árum sem allar hafa gefist upp á henni. D I G I T/\ L IXUS f $ .v»r A Wz / v 1 \AjM Ixus 900TÍ Ný viðmið Ctuion IXUS900T{ . * ;■ . L Canon Ixus 900 Ti er frábær samsetning af tækni og glæsilegri hönnun. Vélin er úrtítaníum, með 10 MP upplausn og Face Detection tækni sem hjálpar þér að taka bestu andlitsmyndirnar. • 10 megapixlar. ■ DICIC III örgjörvi bætir myndgæði og eykur hraða. • 3x „optical" aðdráttur. • 2.5” LCD skjár. • IS0 1600 fyrir flass-lausa myndatöku innandyra. • Touch Control Dial er ný tækni sem auðveldar aðgang að lykil stjórntækjum vélarinnar. • 18 tökustillingar auk XCA vídeómynda. • Enn betri stafrænn aðdráttur með Safety Zoom. Söluaðilar um land allt www.nyherji.is/canon

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.