blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaöiö UTAN UR HEIMI Litið framhjá flóttamannavandanum Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna álítur að alþjóða- samfélagið hafi litið framhjá flóttamannavandanum sem innrás Bandaríkjahers og bandamanna þeirra inn í Irak hafi orsakað. Aðstoða þurfi lönd eins og Jórdaníu og Sýrland vegna mikils flóttamannastraums frá (rak. Köngulóarmaðurinn stöðvaður Frakkinn Alain Robert var stöðvaður af lögreglu eftir að hafa klifrað upp um tvo þriðju hluta af öðrum hinna 400 metra háu Petronas-turna í Kuala Lumpur í gær. Robert gengur undir nafninu Köngulóarmaðurinn þar sem hann klifrar upp byggingar án öryggisbónaðar. Morðingi ráðherra dæmdur til dauða Dómstóll í Pakistans dæmdi í gær íslamska öfgamanninn Mohammed Sarwar til dauða fyrir morðið á Zill Huma Us- man, félagsmálaráðherra Punjab-héraðs, þann 20. febrúar síðastliðinn. Saðist hann hafa drepið Punjap því „það sé gegn vilja Allah að konur skipti sér af stjómmálum". Brltish Airways: Lík flutt á fyrsta farrými Breska flugfélagið British Air- ways hefur beðist afsökunar á því að lík konu sem lést um borð í vél félagsins frá Nýju-Delí til Lund- úna, hafi verið flutt úr almennu farrými og komið fyrir í lausu sæti á fyrsta farrými. Talsmað- ur fyrirtækisins segir að áhöfn vélarinnar hafi flutt líkið til þess að það myndi valda farþegum sem minnstum óþægindum. Að sögn farþega tilkynnti áhöfnin þeim aldrei að konan væri látin, þrátt fyrir að farþegar hafi ítrekað bent áhafnarmeð- limum á að hún liti ekki vel út. Snjóflóð á Vestfjörðum: Tvö stór úr Súðavíkurhlíð Tvö stór snjóflóð féllu úr Súða- víkurhlíð um hádegisbilið í gær og lokuðu veginum á milli fsa- fjarðar og Súðavíkur. Þá var lýst yfir snjóflóðahættu í Bolungarvík, og voru fjögur hús því rýmd. Einnig var talin hætta á snjóflóð- um við hesthúsabyggð í Hnífsdal og sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu á fsafirði fór hitastigið á stuttum tíma úr frosti og í fimm gráður sem myndar töluverða hættu á snjóflóðum. Fjölmennir árgangar Von erá fjölmenn um árgöngum í grunnskóla á næstu árum eftir að lögum um fæðingarorlof var breytt og barneignum fjölgaði. Von á fjölmennum árgöngum í grunnskóla borgarinnar Vilja stækka nýja skóla ■ Árgangarnir tengdir við breytingar á fæðingarorlofslögum ■ Skúrarnir eru kostnaðarsamir Eftír Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Eftir fjögur ár fjölgar fyrstubekk- ingum f grunnskólum borgarinnar um rúm sextán prósent frá því sem nú er. Árgangurinn á undan, börn fædd árið 2004, er einnig stór. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og formaður mennta- ráðs Reykjavíkurborgar, segir að nú þegar hafi verið brugðist við vegna þessara stóru árganga. f haust er von á að 1.482 grunnskóla- börn hefji skólagöngu í grunnskólum Reykjavíkur. Það er fjórum börnum meira en yngsti árgangurinn á núver- andi skólavetri. Börn sem fædd eru árið 2004 og 2005 eru árgangar sem oft eru tengdir við aukna fæðingar- tíðni eftir að lögum um fæðingaror- lof var breytt. Því er spáð að í seinni árgangnum verði um 1730 börn sem byrji f fyrsta bekk árið 2011, það er tæplega 260 börnum fleiri en nú eru í fyrsta bekk. Breytt stefna Júlíus bendir á breytta stefnu borg- arinnar í skólabyggingum. „Spár benda ótvírætt til jiessarar fjölgunar f skólunum. f undirbúningi er bygg- ing þriggja nýrra skóla og tveir þeirra hafa verið stækkaðir sérstaklega í ljósi upplýsinga um fjölgun,“ segir Júlíus Vífill. „Uppbygging grunnskólanna hefur verið á eftir en við höfum blásið krafti í þá uppbyggingu. Stefnan er núna sú að byggja skólann yfir topp- inn í íbúafjölda en svo hefur ekki verið áður.“ Fækkað undanfarið Anna Kristín Sigurðardóttir, skrif- stofustjóri menntasviðs Reykjavík- urborgar, á ekki von á því að þessi fjölgun skapi vandamál í grunnskól- unum. Hún bendir á að síðustu ár hafi nemendum fækkað og því ætti að vera rými fyrir fjölgun. „Við höfum ekki stórar áhyggjur af þessu enda höfum við séð meiri sveiflur. Líklega dreifist þetta á skólana og það er pláss í þeim flestum til að taka á móti fjöldanum,“ segir Anna Kristín. „Það þarf talsvert mikla fjölgun til að skapa vanda. Ef þessi sveifla kemur niður á einstaka skólum og einstaka hverfum, þá fyrst kemur upp verulegt vandamál." Kostnaðarsamir skúrar Aðspurður segir Júlíus Vífill meg- ináherslu verða lagða á það að notast sem minnst við færanlegar kennslu- stofur til að mæta fjölgun nemenda. Hann telur þá þróun eðlilega. „I stað Spárbenda ótvírætt til þessarar fjölgunar Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þess að þeytast með skúra sífellt á fleygiferð milli skólanna þá viljum við byggja skólana strax í þeirri stærð sem tekur toppinn í íbúaspá. Vand- inn er nefnilega sá að toppurinn getur verið f nokkur ár og erfitt fyrir skól- ana að byggja á skúrum f það langan tíma,“ segir Júlfus Vffill. „f sumum hverfum hafa topparnir jafnvel ekk- ert gengið niður. Kostnaðurinn við að flytja skúrana á milli er lfka mikill, eitt árið fóru níutíu og þrjár milljónir bara í ferðalög með skúra um allan bæinn.“ Verð frá 2.790 þús. Kíktu á suzukibilar.is $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.