blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 2
blaöið 2 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 VEÐRIÐ í DAG Kóinandi Suðvestan 15 til 23 m/s og él, hvass- ast norðvestantil, en mun hægari vindur og léttskýjað á austanverðu landinu. Kólnandi veður. A FÖRNUM VEGI ÆTLAR ÞÚ AÐ FARA EITTHVAÐ UM PÁSKANA? Katrína Inga Antonsdóttir Ég verð heima á isafirði Halldór Smárason Ég ætla að vera á Rokkhátíð alþýðunnar á (safirði Dagný Jóhannsdóttir Ég ætla að vera heima í Reykjavík. Áróra Gunnarsdóttir Ég ætla kannski að fara til isa fjarðar. Hrönn Ingvarsdóttir Vinna. ÁMORGUN Hiýnandi Vaxandi sunnanátt, víða 15 til 20 m/s síðdegis. Slydda og síðar rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnandi veður. VÍÐAUMHEIM | Algarve 15 Amsterdam 8 Barcelona 12 Berlín 5 Chicago 5 Dublin 6 Frankfurt 8 Glasgow 4 Hamborg 9 Helsinki 4 Kaupmannahöfn 6 London 6 Madrid 9 Montreal -11 New York 8 Orlando 16 Osló 7 Palma 16 Paris 5 Stokkhólmur 3 Þórshöfn 0 Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net „Það er ekki stefna ríkisstjórnar- innar að lögleiða vændi. Ég held að þetta sé pólitískur áróður sem menn hafa uppi til að skora stig. Ég hef ekki áhyggjur af því að hér muni risa rauð hverfi," segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að markmiðið með breytingum á 206. grein hegningarlaga sem leyfa sölu á vændi vera að herða tökin á melludólgum og koma í veg fyrir að þeim sem stunda vændi sé refsað. Sú leið sé bæði skynsamlegri og mannúðlegri. Sigurður Kári segist ekki deila áhyggjum Atla Gíslasonar sem hélt því fram í Blaðinu í gær að breyt- ingarnar opni leiðina fyrir auknu vændi og mansali. „Hann hefur verið þeirrar skoðunar að það eigi að taka upp hina svokölluðu sænsku leið í íslenskum hegningarlögum. Gallinn á þeirri leið er sá að vændi í Svíþjóð hefur ekkert horfið og aðstæður vændiskvenna hafa ekki batnað. Þær hafa versnað vegna þess að vændið hefur farið undir yfirborðið. Ég hef setið marga fundi, meðal annars á vettvangi Norður- landaráðs, þar sem Sviar hafa talað fyrir þessari leið sinni. Þeirra tyú- boð hefur ekki borið árangur enda hefur ekkert annað Evrópuland séð ástæðu til að fara þessa leið. “ Margt gott í sænsku leiðinni „Ég lýsi yfir áhyggjum mínum af þessu frumvarpi eins og það er. Það var margt gott sem kemur fram í því og ég nefni fyrningarfrestinn og fleira. En vændið finnst mér alls ekki nógu gott. Það er verið að gera það löglegt að kaupa líkama fólks,“ segir Thelma Ásdísardóttir, starfs- kona Stígamóta, um breytingar á vændisákvæðinu. Thelma segist óttast að breyt- ingin leiði til aukningar á vændi og um leið mansali. Segir hún að sænska leiðin, þar sem kaup á vændi eru gerð refsiverð, sé ákjós- anlegri leið til að sporna við slíkri starfsemi. „Það er margt mjög gott í sænsku leiðinni. Ekki síst að þar er ábyrgðin sett á kaupandann. Það væri ekkert vændi ef það væri ekk- ert fólk sem væri tilbúið að kaupa það. Þetta er eitthvað sem þarf að endurskoða." Breytingin til bóta Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði í gær að lögreglan hefði tjáð full- trúum í vændisnefnd að þessi tiltekna leið myndi gera lögregl- unni erfiðara að hafa uppi á mellu- dólgum. Stefán Eiríksson, lögreglu- „Ég hef ekki áhyggjur af því að hérmuni rísa rauð hverfi" Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðlsflokksins „Breytingamar til bóta að öllu *r leyti“ Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu stjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki vita hvað Ágúst sé að fara með þessum ummælum. Þvert á móti segir hann breytingarnar til mikilla bóta að öllu leyti. „Ég held að það sé ekki skoðun lög- reglunnar að þarna hafi slæm leið verið farin. Bæði er verið að breyta ákvæðum varðandi misneytingu og þyngja refsingarí samræmi við alvar- leika brota. Það var afar vel að þessu unnið af hálfu Ragnheiðar Braga- dóttur prófessors sem vann þessa tillögu fyrir dómsmálaráðherra.“ Stefán segist ekki hafa áhyggjur af því að hér gætu risið vændishverfi að erlendri fyrirmynd. „Ég tel ekki að með þessari löggjöf hafi verið gefið grænt ljós á slíkt. Milliganga vændis er eftir sem áður refsiverð." !*ajfj Skilorðsbundið fangelsi: Sparkaði í maga löggu Rúmlega tvítug kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sparka í maga lögreglumanns við skyldustörf á Fáskrúðsfirði og reyna að bíta í handlegg ann- ars. Ákæra gegn karlmanni sem lést í þessum mánuði var felld niður. Hann var ákærður fyrir að taka annan lögreglumanninn hálstaki til að reyna að hindra handtöku konunnar. Refsing var ákveðin með tilliti til þess að konan rauf með brot- inu skilorð. Hún hefur hlotið þónokkra dóma, meðal annars fyrir þjófnaði og fíkniefnabrot. Breytingar á Blaðinu: Þröstur ráðinn fréttastjóri Þröstur Emilsson hefur verið ráðinn frétta- stjóri á Blað- inu og hefur hann störf á morgun. Þröstur hefur víð- tæka reynslu í fréttamennsku. Hann starfaði síðast sem fréttastjóri á DV og þar áður hjá Vísi.is. Þröstur hefur einnig starfað sem fréttastjóri á Frétta- blaðinu og sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu. Hann mun starfa við hlið Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur sem hefur verið fréttastjóri á Blaðinu síðan síð- astliðið sumar. Chrysler Grand Voyager Disel. 2,8L CRD ey&sla 8,5 L ó 100/km, 7 manna, leður, Ivær rafknúnar hli&arhur&ir, bakkskynjari, áltelgur, 6 diska CD í mælabor&i, km mælir. ofl. Tveggja óra óbyrg&. Þjónusta&ur af Ræsi. Til sýnis ó staðnum. Verð 4.490 þús. www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 Ingibjörg Pálmadóttir svarar yfirlýsingu Jóns Steinars: Hann kallaði Jón Ásgeir raft Ingibjörg Pálmadóttir sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem hún segir Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttardómara hafa komið þeim skilaboðum til sín í gengum Lilju, systir Ingibjargar, að Jón Ás- geir væri raftur sem hún skyldi losa sig við sem fyrst. Segir þar einnig að víst hafi Jón Steinar, sem starf- aði fyrir Ingibjörgu árið 2002, haldið því fram að hann hafi tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger vegna þrýstings. Ingibjörg telur að þrýst- ingurinn hafi komið frá Styrmi Gunnars- syni, ritstjóra Morg- unblaðsins, og Kjart- ani Gunnarssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóraSjálfstæðisflokksins. Jón Steinar hafði áður sent frá sér tilkynningu þar sem hann hafnaði ummælum sem Ingibjörg Pálma- dóttir lét hafa eftir sér við aðalmeð- ferð Baugsmálsins á mánudag. Hún sagðist fyrir dómi hafa orðið ósátt er hún frétti að Jón Steinar hefði verið Jóni Gerald innan handar á fyrstu stigum Baugsmálsins. Sagðist hún hafa spurt Jón Steinar af hverju hann hefði ekki vísað f Jóni Gerald á annan lögmann, en hann hafi þá svarað því til að það hafi verið vegna þrýstings frá mörgum mönnum. ' , WÆŒMHÍH 1 tilkynningu Jóns Steinars segist hann einfaldlega hafa Ingibjörg Pálmadóttir Segir Jón Steinar hafa komiö skilaboöum til sín í gegnum Liiju um aö hún skyldi losa sig viö Jón Ásgeir. tekið að -sé mál Jóns Geralds þar sem hann hafi verið einstaklingur búsettur erlendis sem þarfnaðist lög- manns til að fara með bótamál gegn mesta viðskiptaveldi íslands.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.