blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 9
blaðið MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 9 Landhelglsgæslan: Bilaöur bátur dreginn heim mbl.is Varðskip dró dragnót- arbátinn Sólborgu RE-270 til hafnar, en kúpling skipsins bilaði undan Sandvík á Reykja- nesi í gær. Sólborg er 115,9 brúttórúmlesta skip sem Brim hf. í Reykjavík gerir út. Það var smíðað árið 2001 í Kína. Fimm eru í áhöfn Sólborgar. Vaktstöð siglinga fékk upplýsingar frá útgerð Sólborgar um klukkan 2 í gær, að skipið væri vélarvana. Skipstjóri Sólborgar ætlaði að taka inn snurvoðina og halda til Sandgerðis en ekki var formlega óskað eftir hjálp. Það fór þó að lokum svo að varðskipið dró skipið heim. Danmörk: Danir trúa ekki forstjóra DR Mbl.is Meirihluti Dana hefur ekki trú á því að Kenneth Plummer, forstjóra danska ríkis- útvarpsins, DR, muni takast að koma fyrirtækinu úr þeim fjár- hagsvanda sem það er í vegna gífurlegs umframkostnaðar við byggingu nýrra höfuðstöðva fyrirtækisins. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup telja einungis 27 prósent Dana að Plummer muni takast að leysa vanda fyrirtækisins en 51 pró- sent telur ekki að honum muni takast það. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende. Tónlistarnám: Ánægja með lúðrasveitir Níu af hverjum tíu forráða- mönnum grunnskólabarna í Reykjavík eru ánægðir með tónlistarnám barna sinna. Mikil ánægja er jafnframt með hljómsveitaræfingar skóla- hljómsveita borgarinnar en þessar niðurstöður komu fram í könnun á vegum menntasviðs Reykjavíkurborgar. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, segir þessar niðurstöður ánægjulegar. „Skólahljómsveitirnar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt í tónlist- aruppeldi yngstu borgarbúanna. Ánægja foreldra er til marks um að við séum á réttri leið og er okkur hvatning til enn frekari dáða á þessu sviði.“ Bruni á hjúkrunarheimili í Rússlandi: Hunsaði brunaboð 63 létust og 35 slösuðust þegar mik- ill eldur braust út á hjúkrunarheimili í bænum Kamyshevatskaya í suður- hluta Rússlands aðfaranótt gærdags- ins. Svo virðist sem næturvörður hjúkrunarheimilisins hafi hunsað tvö brunaboð og kallað fyrst á slökkvi- lið eftir að hafa séð eldtungur berum augum. Talsmenn yfirvalda segja að það hafi tekið slökkvilið nærri klukkustund að komast á áfangastað þar sem ekki er nein slökkvistöð í næsta nágrenni við hjúkrunarheim- ilið. Flestir hinna látnu létust úr reyk- eitrun, en ekkert liggur fyrir um or- sök eldsins þó að grunur leikur á að hann hafi kviknað út frá rafmagni. Brunatíðni í Rússlandi er mjög há og margfalt hærri en í vestrænum ríkjum miðað við höfðatölu. Upplýs- ingar frá rússneskum yfirvöldum sýna að 17.650 hafi látist í bruna í landinu á síðasta ári, sem samsvarar um fimmtíu manns á degi hverjum. Bruninn á hjúkrunarheimilinu var annað stórslysið í Rússlandi á innan við sólarhring, en rúmlega hundrað manns fórust í metangas- sprengingu í kolanámu í Síberíu á mánudagsmorgninum. Bruni í Kamyshevatskaya 63 létust og á fjórða tug slösuðust íbrunanum. í tvígang CeroflHn KPACHOAAPCKHÚ KPAH IIEII SUDYNUR OC KODÐAR Þrýstijöfiiun erlýkrjorðið Ein besta heilsudýna í heimi PAKKATILBOÐ Dýnuhlíf, lak og pífa 30% afsláttur Ný sending af sængurverasettum 140x200 cm 140x220 cm 200x200 cm 200x220 cm IQ-CARE heilsudýnur 1 gámur á sérverbi frá framleibanda. Verb á 120 cm rúmum kr. 89.900,- Fyrstur kemur fyrstur fœr Erum meb IQ-CARE heilsudýnur Visco X heilsudýnur Beauty Sleep Healthy Box Verb á 120 cm rúmum frá kr. 34.900,- Díik.bhíuil -GstliusiiftlÁa; www.svefn.is Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga 10:00 - 18:00 - laugardaga 11:00 - 16:00 Veljum góbar heilsudýnur fyrir vaxandi fólk! SVEFN & HEILSA GEGNIR MIKILVÆGU HLUTVERKI Svefn&heilsa) w ★★★★★ Svefn&heilsa ^ ★★★★★ ^ AKUREYR Ftatt ÞORSTF.INSSON KIROI’RAkTOR REYKJAVIK

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.