blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 21.03.2007, Blaðsíða 18
30 MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2007 blaöiA neytendur neytendur@bladid.net Jafnréttisnefndum fjölgar Þrjú af hverjum fjórum sveitarfélögum eöa 75% eru með jafnréttisnefnd eða aðra nefnd sem er ábyrg fyrir jafnréttismálum samkvæmt upplýsingum frá Jafnréttisstofu. Árið 2001 voru aðeins 30% sveitarfélaga með slíka nefnd. Hættulegir lampar innkallaðir Neytendastofa hefur innkallað hættulega lampa sem seldir voru af Geymslusvæðinu ehf. (sölu varnaliðs- eigna) á síðari helmingi síðasta árs. Lamparnir eru frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og voru til dæmis seldir í gamla Blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík. Skoðun Neytendastofu hefur leitt í ljós að af viðkom- andi lömpum getur stafað hætta á raflosti. Um er að ræða borðlampa en hugsanlega einnig stand- lampa fyrir skrúfaðar perur. Lamparnir eru af mörgum gerðum sem flestar eru illa eða ekki merktar nafni fram- leiðanda eða vörumerki hans og gerðarmerkingu. Sum- ar gerðir bera strikamerki merkt varnarstöðinni í Kefla- vík („US Naval Air Station Keflavik Billeting"). Af lömpunum stafar hætta á raflosti enda eru þeir gerðir fyrir amerískan markað og rafkerfi og henta ekki hér á landi eða annars staðar í Evrópu. Peruhöldur lamp- anna eru öðruvísi en í lömpum fyrir evrópskan markað og af þeim sökum er leiðandi hluti perunnar (skrúfgang- ur) snertanlegur við venjulega notkun til dæmis við peru- skipti. Þessi hluti perunnar getur orðið spennuhafa og því er hætta á raflosti við venjulega notkun lampanna. Neytendastofa gerir reyndar fleiri athugasemdir við ör- yggi viðkomandi lampa en þetta er sú alvarlegasta. Ert þú að flytja innanlands? Mundu að tilkynna um breytt heimilisfang þitt og altra fjölskyldumeðlima á postur.is eða næsta pósthúsi. Einnig þarf að tilkynna um breytt heimilisfang til Hagstofu ístands. viðskiptabanka og allra sem senda þér bréf. Pósturinn sér ekki um slíkar tilkynningar. Áframsending er í boði fyrir þá sem flytja innanlands. Almennar bréfasendingar sem stílaðar eru á gamla heimilis- fangið eru þá áframsendar á nýja heimilisfangið. Biðpóstur er í boði fyrir þá sem eru ekki heima hjá sér tímabundið. Pósturinn þínn áframsendir á umbeðið pósthús þar sem þú getur nálgast hann þegar þér hentar. Sækja þarf um ofangreinda þjónustu á postur.is eða næsta pósthúsi. Áframsendingargjald fyrir þrjá mánuði er 990 kr. og mánaðargjald fyrir biðpóst er 580 kr. Að sjálfsögðu er hægt að tilkynna um flutning án þess að greiða þjónustugjald en þá mun áframsending ekki taka gitdi og endursenda verður þau bréf sem berast á gamla heimilisfangið. Þjónustuver | sími 580 1200 | postur@postur.is | www.postur.is Fasteignakaup Islendingar eru ekki nógu meðvitaöir um réttindi sín og skytdur þegar kemur að fasteignakaupum. Fólk í fasteignahugleiðingum Brýnt að spyrja réttu spurninganna Mikilvægt er að fólk sem hyggur á fast- eignakaup þekki vel rétt sinn og skyldur og kunni að spyrja réttu spurninganna að mati Guðfinnu J. Guðmundsdótt- ur, lögfræðings hjá lögmannastof- unni Fasteignamálum. Guðfinna hefur starfað við fasteignalögfræði undanfarin ár og veitir meðal ann- ars fasteignakaupendum ráðgjöf og aðstoð. „Ég býð fólki að koma í viðtal til mín þar sem ég fer með því yfir helstu atriðin þannig að fólk sé með meira sjálfstraust í kaupunum. Það veit hvað það á að spyrja um. Það kann að lesa út úr söluyfirlitunum vegna þess að það kemur yfirleitt mjög lítið fram í söluyfirlitum. Þar er ekkert um galla eða neitt slíkt,“ segir Guðfinna. Meðal þess sem fólk þarf að gefa gætur eru því atriði sem ekki eru til- greind í söluyfirlitinu og þess vegna er mikilvægt að fólk kunni að lesa á milli línanna. „Ef það kemur til dæmis ekkert fram um að það sé búið að endur- nýja lagnir þá liggur nokkuð ljóst fyrir að það er ekki búið að endur- nýja þær. Það fer mjög mikið eftir aldri hússins hvað fer að koma á tíma,“ segir Guðfinna. Leita frekar aðstoðar eftir á „Við bjóðum líka fólki aðstoð við að mæta með því í kaupsamning- inn eða aðstoð við tilboðsgerðina og hvaða fyrirvara það þarf að gera því að fólk áttar sig oft ekkert á þvi að með samþykki kauptilboðs er kom- inn á kaupsamningur,“ segir hún. Að sögn Guðfinnu er nokkuð um að fólk nýti sér þessa þjónustu. „En við íslendingar erum yfirleitt meira fyrir að leita okkur aðstoðar þegar allt er komið í óefni hjá okkur," bæt- ir hún við. „Mín skoðun er sú að hægt væri að koma í veg fyrir stóran hluta af þess- um málum ef fólk væri meðvitaðra um réttindi sín og skyldur þegar það er að kaupa.“ Lögum samkvæmt hefur seljandi upplýsingaskyldu gagnvart kaup- anda og ber honum því að gera hon- um góða og ítarlega grein fyrir öllu sem hann veit um eignina. Hann skal greina honum frá göllum og getur seljandi verið gerður ábyrgur fyrir því að bæta galla ef hann van- rækir þessa upplýsingaskyldu. Gallará húsnæði Guðfinna segir einmitt að helstu vandamál sem koma á hennar borð tengist göllum á húsnæði. „Það er af því að söluyfirlitið er ekki nógu skýrt. Fólk fær ekki nógu góðar upp- lýsingar um kaupin. Upplýsingar eru ekki réttar eða ekki nógu góðar,“ segir hún og bendir jafnframt á að vandamálin einskorðist ekki við gamalt húsnæði. „Fólk er líka að leita til okkar varð- andi nýbyggingar vegna þess að það er verið að draga afhendinguna þeg- ar það er ekki búið að klára allt á réttum tíma. Það er verið að draga að ljúka frágangi á eignum. Það er í rauninni svo flókið fyrir kaupendur að framfylgja rétti sínum því að ef seljandinn er ekki tilbúinn að fara samningaleiðina þá þarf að fá dóm- kvadda matsmenn og fara með mál- ið fyrir dóm og þetta tekur eitt og hálft ár,“ segir hún. Gætir hagsmuna beggja Samkvæmt lögum ber fasteigna- sala að liðsinna bæði seljanda og kaupanda og gæta réttmætra hags- muna þeirra. Verður hann hugsan- lega látinn sæta ábyrgð ef hann van- rækir þær skyldur sínar. Guðfinna er ekki sátt við þá tilhögun mála og finnst þörf á því að lögunum verði breytt. „í Danmörku er til dæmis skylda að kaupandi sé með óháðan sérfræðing með sér, lögmann eða annan löggiltan fasteignasala. Þar er það sagt í lögum að fasteignasali geti ekki gætt hlutleysis," segir Guð- finna J. Guðmundsdóttir að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.