blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 23.03.2007, Blaðsíða 10
blaðið FOSSBERG SERVERSLUN FAG MANNSINS Sími 5757 600 • Fax 5757 605 • Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík fossberg@fossberg.is • www.fossberg.is Urval af sængurfatnaði til fermingagjafa CBCDCu OCBCDD5 Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 * Reykjavik 20-50-10 • f ^/) heilsuakademían kynnir Fit-Pilates Heilsuakademían býður upp á Fit-Pilates í Egilshöll. Fit - Pilates þjálfardjúpvöðva líkamans, sem gefur langa fallega vöðva, flata kviðvöðva, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika. Móta flottar línur líkamans. Enginn hamagangur og læti, en virkilega vel tekið á. Leikfimi fyrir alla sem vilja sjá línurnar verða flottari. Frábært æfingakerfi. Næstu námskeið hefjast 2. apríl. Skráning hafin. Vortiíboð • 14.990krfyrir6viknanámskeið heilsuakadem(an Skráning hafin. / Hreyfing, heilbrigðí, skemmtun www.heilsuakademian.is - sími: 594 9666 10 FOSTUDAGUR 23. MARS 2007 UTAN ÚR HEIMi EVRÓPUSAMBANDIÐ £ Flug yfir Atlantshaf auðveldað Samgönguráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins styðja það að sér- stakur samningur verði gerður við Bandaríkin um að opna markaðinn fyrir flugfélög sem fljúga yfir Atlantshafið. Ýmis bresk flugfélög hafa gagnrýnt samkomulagið sem auðveldar flugfélögum að fljúga milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. Stuðningsmenn segja samkeppni aukast. Höfuðborgarsvæðið: Tíu þúsund íbúðir á næstu fimm árum ■ Engar áhyggjur Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Gera má ráð fyrir að rúmlega 10 þús- und íbúðir verði byggðar á næstu fimm árum í nýjum hverfum sem skipulögð hafa verið á höfuðborg- arsvæðinu. Björn Þorri Viktorsson fasteignasali hefur ekki sérstakar áhyggjur af fasteignamarkaðnum þótt fyrirhugað sé að byggja þús- undir nýrra íbúða á höfuðborgar- svæðinu á næstu árum. „Það selst alltaf allt þótt auðvitað sé ekki hægt að reikna með að allt seljist á einu bretti. Það er bara gott að fólk geti valið um hvar það vill setja sig niður,“ segir Björn. „Þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp voru menn undrandi á því að þar væri bara allt til sölu. Auðvitað var allt til sölu. Það var verið að byggja íbúðir til að selja þær,“ tekur Björn Þorri fram. Athygli hefur vakið að seljendur hafa lækkað verð á nýbyggðum íbúðum um nokkrar milljónir í sumum tilfellum. „Verð á nýbygg- ingum voru skrúfuð upp að hluta til afsvokölluðumfasteignaheildsölum sem mikið var rætt um á síðasta ári. Menn keyptu heilu blokkirnar í ■ Handdrifin hækkun ■ Breytt búsetuform byggingu og veðjuðu á verðhækkun fram að þeim tíma sem þær yrðu til sölu. Hækkunin var kannski að einhverju leyti handdrifin og svo reyndust ekki forsendur fyrir þeim væntingum sem menn voru með. Það þarf auðvitað að vera eðlilegt samræmi milli byggingarkostnaðar og verðs,“ leggur Björn áherslu á. Það er skoðun hans að bjart sé fram undan, atvinnustigið sé hátt og hagvöxtur góður auk þess sem breytt búsetuform hafi áhrif á markaðinn þar sem algengara sé orðið að fólk búi eitt. „Eins manns fjölskyldur eru nýtt hugtak sem hefur verið mikið í umræðunni í Evrópu. Það er örugg þróun í þá átt hér eins og í nágrannalönd- unum. Og síðast en ekki síst urðu íslendingar 300 þúsund um þetta leyti í fyrra. Það var miklu fyrr en spár höfðu gefið til kynna. Nú um síðustu áramót voru íslend- ingar orðnir rúmlega 307 þúsund. Bara þessi fjölgun kallar kannski á 2500 til 3000 nýjar íbúðir. Þetta er atriði sem menn hafa ekki reiknað með. Þessi fjölgun bæt- ist við náttúrulega fjölgun sem verður þegar stórir árgangar koma á markaðinn." HELSTU NÝBYGGINGAR Reykjavlk Úlfarsárdalur: 3.600 ibúðir / þremur fyrstu skólahverfunum. Norölingaholt: 950 íbúðir Skuggahverti: 250 íbúðir Ármannsreitur: 70 íbúðir Hafnarfjörður Vellir, Ásland og Hamranes: 1.800 íbúðir til ársins 2009 Seltjarnarnes Hrólfsskálamelur: 80 íbúðir Garðabær Akrahverfi: 495 ibúðir Urriðaholt: 1.600 íbúðir þegarfullbyggtverður Mosfellsbær Helgafellshverfi: 1000 íbúðir Krikahverfi: 200 íbúðir Leirvogstunga: 420 íbúðir Blikastaðaland: 1.800 íbúðir helmingurinnfyrír2012. Kópavogur Lundur: 380 íbúðir Rjúpnahæð: 400 íbúðir Kópavogstún: 300 íbúðir Kerrur á góðu verði Margar stæröir og gerðir . . r^i 1 - - - - J www.topdrive.is Sími 4227722 Kynferðisafbrot: Þrjá mánuði inni Karlmaður sem misnotaði stjúp- dóttur sína kynferðislega hefur verið dæmdur til tólf mánaða fang- elsisvistar, þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn auk þess til að greiða stúlk- unni 600 þúsund krónur í miskabætur. Stúlkan er fædd árið 1991, og er maðurinn dæmdur fyrir að hafa káfað á kynfærum stúlk- unnar innanklæða í apríl 2002, er hún lá sofandi á heimili þeirra. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa káfað á læri stúlkunnar utanklæða í ágúst 2005. Við meðferð málsins kom fram að stúlkan greindi frá því í viðtali við skóla- sálfræðing að hún hefði orðið fyrirkyn- ferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður síns, en kennari stúlkunnar vísaði henni til sálfræð- ingsins. Þar kom einnig fram að móðir stúlkunnar hafði vitað af grunsemdum um að stúlkan hefði verið mis- notuð kynferðislega, en kvaðst sjálf aldrei hafa haft grunsemdir í þá veru.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.