blaðið

Ulloq

blaðið - 23.03.2007, Qupperneq 14

blaðið - 23.03.2007, Qupperneq 14
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Ofát og hreyfingarieysi Engin lýðheilsuógn er jafn vanmetin um víða veröld og offitan. Þetta er mat sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Sam- kvæmt upplýsingum stofnunarinnar eru meira en 22 milljónir barna undir fimm ára aldri of þungar og um 155 milljónir barna á skólaaldri. Talið er að of þungum börnum í Evrópu fjölgi um 400 þúsund á ári og á hverju ári bætast 85 þúsund börn í hóp þeirra sem glíma við offitu. Sú var tíðin að íslendingar litu á offitu sem vandamál annarra, sérstak- lega Bandaríkjamanna en nú er tíðin önnur. Staðreyndirnar tala sínu máli. í skýrslu faghóps um eflingu lýðheilsu á Islandi, sem skipaður var af forsætisráðherra fyrir tveimur árum, kemur fram að sífellt fleiri börn mælast yfir kjörþyngd. Hlutfall níu ára barna á höfuðborgarsvæðinu, sem greinast yfir kjörþyngd, hefur aukist úr 2 prósentum árið 1938 í 23 prósent árið 2005. Þetta er ríflega tíföldun á 67 árum. Niðurstöðurnar benda því eindregið til þess að breytingar á holdafari íslenskra barna séu verulegt áhyggjuefni. Það er ekki nóg með að það sé erfitt fyrir börnin að burðast með aukakílóin heldur er hættan á versn- andi heilsufari samfara ofþyngd mikil. í Blaðinu í gær kom fram að hreyfiþroski barna í Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi er mun meiri en barna í öðrum leikskólum. Þá stunda börnin sem verið hafa í leikskólanum frekar íþróttir eftir að þau hætta í skólanum en börn sem verið hafa í öðrum leikskólum. Á Urðar- hóli hefur verið starfandi íþróttakennari síðastliðin sjö ár en hann er nú að fara að hætta. Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri sagði í samtali við Blaðið í gær að bæjaryfirvöld í Kópavogi hefðu meinað henni að auglýsa eftir nýjum íþróttakennara. Henni hefði verið tjáð að samkvæmt lögum mætti bara ráða leikskólakennara í leikskóla. Þetta er í raun alveg ótrú- legt. Það er alkunna að á leikskólum starfar nokkur fjöldi ófaglærðra. Er virkilega betra að fá ófaglærðan starfsmann inn á leikskólann en íþróttakennara? Það liggur í augum uppi að offituvandamál barna er grafalvarlegt sam- félagsmál. Auðvitað er nauðsynlegt að hið opinbera marki stefnu í lýð- heilsumálum barna en þegar öllu er á botninn hvolft þá liggur ábyrgðin hins vegar fyrst og fremst hjá foreldrum. Það er sama hversu mikið átak er gert í leikfimikennslu og næringarfræðslu í skólum, það skilar ekki árangri ef það nær ekki inn á heimilin. Ef foreldrar gefa sér ekki tíma og eru ekki meðvitaðir um hættuna sem fylgir hreyfingarleysi og ofáti þá kemur það niður á börnunum. Ef ekki verður hugarfarsbreyting í sam- félaginu liggur alveg ljóst fyrir að í framtíðinni munu æ fleiri þjást af sjúkdómum eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og stoðkerfisvandamálum. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Heimilisi/ænir og gómsætir matfiskur^ FULLELDAÐIR OG TILBÚNIR Á PÖNNUNA EÐA í OFNINN! - Lostæti með lítilli fyrirhöfn Sól um allt ísland Umræðan um stækkun álversins í Straumsvík hefur um margt verið merkileg. Hópur umhverfissinna hefur sameinast í samtökunum Sól í Straumi en þau grasrótarsamtök hafa orðið til þess að fólk annars staðar á landinu hefur fylkt liði gegn stóriðjustefnunni undir Sól- aryfirskriftinni. Þannig eru orðin til Sól á Suðurnesjum gegn álveri í Helguvík og Sól á Suðurlandi gegn virkjunum í Neðri-Þjórsá. Sól um allt land, segjum við Vinstri-græn. Við fögnum öllum þeim sem fylla nú raðir umhverfis- sinna og vilja breyta forgangsröðun Islendinga. Látum náttúruna njóta vafans, gerum hlé á stóriðjunni, samþykkjum fyrst vandaða náttúru- verndaráætlun áður en við gerum áætlanir um nýtingu. Þannig viljum við Vinstri-græn hafa það ef við komumst í aðstöðu til þess að loknum kosningum í maí. En það er enn langt til kosninga og áður en þær renna upp munu Hafnfirð- ingar kjósa um nýtt deiliskipulag í Straumsvík sem í raun og veru snýst um stækkun álvers Alcans. Kosningabaráttan í Hafnarfirði hefur harðnað mjög á undan- förnum vikum. Þar heyja grasrótar- samtökin Sól í Straumi baráttu gegn stækkun og álfyrirtækið Alcan berst fyrir þessari sömu stækkun. Þessi kosningabarátta er um margt einstæð í Islandssögunni, ekki síst vegna þess að þarna er fjölþjóðlegt fyrirtæki að beita sér í hápólitísku umhverfismáli. Starfsmenn eru í úthringingum og upplýsingum er safnað af fyrirtækinu í miðlægan gagnagrunn. Þessar aðfarir hafa nú verið kærðar til Persónuverndar enda orka þær mjög tvímælis. Á dögunum voru sett lög um fjár- reiður stjórnmálaflokka þar sem margt var fært til bóta, t.d. hvað varðar bókhald flokkanna. Þar er hins vegar ekki tekið til þess að fyr- irtæki beiti sér í pólitískum málum, enda slíkt kannski nýlunda hér á landi. Katrín Jakobsdóttir Annað eftirtektarvert við barátt- una er að flokkslínur hafa riðlast nokkuð og þannig standa ýmsir sjálfstæðis- og samfylkingarmenn með okkur Vinstri-grænum gegn stækkun þó að meirihluti Sam- fylkingar í bæjarstjórn hafi verið hlynntur stækkuninni og að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi rekið öfluga stóriðjustefnu hérlendis undan- farin ár. Þetta sýnir að umhverfis- mál skipta æ meira máli í pólitískri umræðu og sífellt fleiri skilja hve miklu máli skiptir að reka öfluga umhverfispólitík samkvæmt hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar. Það er ljóst að stækkun álvers í Straumsvík mun valda aukinni loftmengun í Hafnarfirði. Álverið á að stækka úr 180.000 tonnum í 460.000 tonn sem gerir það eitt af allra stærstu álverum í Evrópu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu mun meira en tvöfaldast við stækkunina sem hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins en ekki síst þá sem búa nánast í bakgarði ál- versins, í Vallahverfinu. Mér þykir eins og mörgum öðrum ávinning- urinn af þessari stækkun óveru- legur miðað við umhverfiskostnað- inn en talsmenn Alcans hafa hins vegar hótað því að ef ekki verði af stækkuninni geti farið svo að álver- inu verði lokað og það fari alfarið. Hótanir af þessu tagi eru engin ný- lunda hjá auðhringjum um heim allan þó að ekki sé alltaf staðið við þær. Og þar sem það hefur verið gert kemur oftast í ljós að enginn er ómissandi. Forsvarsmenn Sólar í Straumi hafa ennfremur verið dug- legir að benda á að stækkunin úti- loki einnig ýmsa aðra möguleika í hafnfirsku atvinnulífi. Atkvæðagreiðslan um deiliskipu- lagið fer fram 31. mars og ljóst að það verður mjótt á munum í glímu Davíðs við Golíat. Þessi atkvæða- greiðsla er mikilvægur áfangi í baráttunni gegn stóriðjuöfg- unum — og baráttan hefur þegar sýnt okkur að æ fleiri fylkja sér um græna framtíð og sól um allt ísland. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Klippt & skorið Pistlar Jónasar Kristjánssonar á jonas. is eru vinsælt lesefni. Jónas er vanur leið- arahöfundur og er sjaldnast orða vant. Hann er ekki sáttur við dóma sem fallið hafa í meiðyrðamálum undanfarið og segir: Formaður Rafiðnaðarsambandsins var dæmdur til að greiða forsvarsmönnum starfsmannaleigu 1,5 milljón króna í miskabætur og málskostnað. Hann hafði látið hörð orð falla um vinnu- brögð fyrirtækisins 2B í garð pólskraverkamannaviðKára- hnjúka. Hann hafði reynt að gæta hagsmuna lítilmagnans, sem fyrirtækið hafði fótum troðið. Dómurinn fylgir nýjum sið íslenskra dómstóla að dæma háar fébætur fyrir meiðyrði og brot á persónufrelsi. Þessir misvitru dómar munu smám saman draga úr gegnsæi þjóðfélagsins, efla fasisma og leiða vandræði yfirþjóðfélagið. Sigurður Kári Kristjánsson er sár og reiður yfir þvf að frumvarp um sölu á léttvíni og bjór fór þingið. Hann segir frum- varpið hafa verið notað sem skiptimynt í samninga- viðræðum milli formanna þingflokkanna og samið út af dagskrá þingsins. Sjálf- stæðismenn harma þá niðurstöðu, segir hann á heimasiðu sinni. „Þingmenn Vinstri grænna hafa alla tið verið á móti frjálsræði en talað fyrir höftum, boðum og bönnum. Formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, var til dæmis á móti því að leyfa bjórinn, hann var á móti frjálsu útvarpi, hann vará móti einkavæð- ingu bankanna, á móti skattalækkunum til einstaklinga og fyrirtækja og svo mætti lengi telja. Afstaða Vinstri grænna í þessu máli er að mínu mati enn eitt dæmi um þá forpokuðu for- sjárhyggju og afturhald sem einkennir stefnu Vinstri grænna." r slandshreyfingin var formlega stofnuð í gær. Margrét Sverrisdóttir og Úmar Ragnarsson kynntu nýjan lista sem ætlar að bjóða fram í vor. Merki flokksins er rautt, grænt og blátt. Af hverju ekki í fánalitunum í takt við nafn flokksins? Rautt er litur Samfylkingarinnar, grænt er litur framsóknar, rautt og grænt eru litir Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokkurinn hefur eignað sér bláa litinn að mestu þótt Frjálslyndir noti hann líka, að vísu með hvítum. Hvort þessir litir hafa einhvern boðskap á eftir að koma í Ijós. elin@bladid.net ekki i gegnum

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.