blaðið - 23.03.2007, Page 18

blaðið - 23.03.2007, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 blaöiö Heit ósk fólks um að vera venju- legt finnst mér einstaklega and- styggileg, ég sé hvorki von né huggun í því að sökkva svo lágt Karl Menninger '$5S^ Afmælisborn dagsms JOAN CRAWFORD LEIKKONA, 1908 WERNHERVON BRAUN VERKFRÆÐINGUR, 1912 AKIRA KUROSAWA LEIKSTJÓRI, 1910 kolbrun@bladid.net RACMHOðUII t iMAltfTTli SjUSAplryWi V" irj*r- rrr~ Kosningaskjálfti il.lill.ii Opinber fjármál í vlnstri höndum Sjónhverfingar prófessoranna IMýtt hefti Þjóðmála Vorhefti tímaritsins Þjóömála er komið út. Ritstjóri er Jakob F. Ásgeirsson. Meðal efnis er grein Björns Bjarnasonar um kosningaskjálfta í röðum fram- sóknarmanna, 12 ára ríkisstjórn- arsamstarf og ástæður þess að slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á sínum tíma. í grein- inni „Opinber fjármál í vinstri höndum" spyr Geir Ágústsson hvort vinstri flokkunum sé treyst- andi fyrir stjórn ríkisfjármála. Svar hans felst í því að rifja upp fjármálastjórn R-listans í Reykja- vík sem gefur skýra vísbendingu um hvers vænta má í landsstjórn- inni beri vinstri flokkarnir sigur úr býtum í kosningunum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson bendir á talnabrellur í málflutningi pró- fessoranna Stefáns Ólafssonar og Þorvalds Gylfasonar og segir að þeir þráist við að viðurkenna þá staðreynd að hagur allra íslendinga hefur batnað mjög á undanförnum árum. Er kynjum mismunað í launum? Af öðru efni Þjóðmála má nefna að Pjetur Stefánsson segir frá hugmyndum sínum um nýskipan á starfslaunakerfi listamanna, Aðalsteinn Eiríksson fjallar um samkeppni framhaldsskóla, Heið- rún Lind Marteinsdóttir veltir fyrir sér hvort kynjunum sé raunveru- lega mismunað í launum, Tómas Brynjólfsson fjallar um aukin áhrif (rans, Snorri G. Bergsson segir frá fyrsta „rússagullinu“ sem barst hingað til lands, Jónas H. Haralz fjallar um stefnu- yfirlýsingarnar „Endurreisn í anda frjálshyggju" og „Leiftur- sókn gegn verðbólgu", Ragnar Halldórsson segir frá bókinni „Löamál Parkinsons" og Jakob F. Ásgeirsson skrifar um sam- særiskenningu söguprófessors. Birt er nýtt kvæði eftir Matthías Johannessen, „Um innra mann“, og Þorsteinn Geirsson segir nokkrar skemmtilegar „Stjórnar- ráðssögur“. (þættinum „( húsi listamanns" er viðtal við Hjörleif Sigurðsson listmálara. Þá er sagt frá bandaríska dálkahöfund- inum Art Buchwald. Bjarni Harðar rýnir í bók Steingríms ( Þjóðmálum eru að vanda nokkrir bókadómar. Guðmundur G. Þórarinsson skrifar um Ævi- minningar Jóhannesar Zoéga, Ragnheiður E. Árnadóttir fjallar um Stelpuna frá Stokkseyri eftir Margréti Frímannsdóttur, Gústaf Níelsson skrifar um Óvini ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson, Bjarni Harðarson rýnir í bók Steingríms J. Sigfússonar, Við öll, Gréta Ingþórsdóttir segir frá bók Bill Brysons, A Short Hist- ory of Nearly Everything, og sagt er frá hinni nýju heimspekisögu Gunnars Dal. Mynd/Golli Kjartan Ragnarsson „Svo kom að niðurskurðarviku og Þorvaldur sagði: ,Mér líður eins og það sé búið að taka ur mér öll innyflin. En ég held að við höfum náð farsælum árangri."" Skemmtileg slagsmál ýtt leikverk, Lífið - notkunarreglur, eft- ir Þorvald Þorsteins- son verður frumsýnt í kvöld hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og leikhópur LA og út- skriftarárgangur leiklistardeildar Listaháskólans leika í sýningunni. „Þetta verk Þorvaldar er búið að vera mjög spennandi og sérstök glíma. Ég fékk í hendur skemmtilegan, lif- andi og absúrd texta þar sem mikið er um stemningar og góð samtöl,“ segir Kjartan. Þegar hann er spurður um efni leikritsins segir hann: „Þetta er æv- intýraleikur fyrir fullorðna um fólk sem er á endalausu ferðalagi í skógi og það er harðbannað að stoppa og setjast niður. Þorvaldur segist sjálfur hafa hálfgerða andstyggð á orðum Jónasar Hallgrímssonar: „Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið....“ Þorvaldur spyr: Af hverju má ekki stoppa? Af hverju þurfa allir að æða áfram?“ Fram og til baka Um samvinnuna við Þorvald seg- ir Kjartan: „Þetta voru skemmtileg slagsmál. Þorvaldur sagði við mig þegar ég var að vinna í söguþræð- inum fyrstu vikuna: „Ég þoli ekki leikstjóra sem ætla að bjarga verk- unum. Þú veist að ég slcrifa verk með söguþráð og uppbyggingu og ég geri það ekki að ástæðulausu að gefa þvi á kjaftinn. Mér finnst að þú verðir að kanna hvort þú skilur það sem ég er að segja áður en þú ferð að raða saman framvindu sem á að bjarga hlutunum.“ Ég sættist á þetta og sagði að helminginn af æfingatímanum færum við alveg eftir handritinu og könnuðum verkið til hins ítrasta en seinni hlut- ann áskildi ég mér fullan rétt til að taka upp sláturhnífinn. Svo kom að niðurskurðarviku og Þorvaldur sagði: „Mér líður eins og það sé bú- ið að taka úr mér öll innyflin.“ En ég held að við höfum náð farsælum árangri með því að vinna þetta sam- an fram og til baka.“ Mikil áskorun Þorvaldur sem er bæði rithöfund- ur og myndlistarmaður skrifaði ekki bara verkið heldur hannaði einnig leikmynd og búninga. Meist- ari Megas semur tónlist við verkið. „Megas er kannski ekki sá maður sem manni dettur fyrst í hug til að semja tónlist inn í stemningar ann- arra en hann gerði það með mikilli ánægju fyrir vin sinn Þorvald og tónlistin er mjög fín,“ segir Kjartan. Um sýninguna í heild sinni segir hann: „Égersáttur. Þettahefurver- ið mikil áskorun en um leið afskap- lega ánægjulegt.“ menningarmolinn Bannaó að kenna þróunarkenninguna A þessum degi árið 1925 var lagt bann við því í Tennessee að kenna þróunarkenningu Darwins þar sem hún væri í andstöðu við sköp- unarsögu Biblíunnar. Kennarinn John Scopes hafði bannið að engu og var dreginn fyrir dóm. Réttar- höldin vöktu heimsathygli og blaða- menn kölluðu þau „aparéttarhöldin" vegna þeirrar útbreiddu trúar að í þróunarkenningunni væri því hald- ið fram að menn væru komnir af öpum, sem var ekki rétt því Darwin hélt því fram að apar og menn ættu sér sameiginlega forfeður. Verjandi Scopes var einn frægasti lögfræðingur Bandaríkjanna, Clar- ence Darrow. Hann byggði á vörnina á því að þróunarkenningin stæðist en neitaði því ekki að Scopes hefði brot- ið lögin. Scopes var fundinn sekur og sektaður um 100 dollara en dómnum var síðan hnekkt af yfirrétti vegna formgalla. Lögin um bann við því að kenna þróunarkenninguna voru í gildi í Tennessee til ársins 1967. John Scopes

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.