blaðið - 23.03.2007, Síða 22

blaðið - 23.03.2007, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. MARS 2007 blaöiö Vígalegur BMW 320d er svolítiö eins og rándýrijakkafötum; töff og viröulegur í senn. BMil/Frikki bílar bilar@bladid.net Jeppimgautsaia Á morgun lýkur jepplingaútsölu B&L. Á útsölunni er mikið úrval fjórhjóla- drifsbíla sem hægt er að fá á 100% láni í allt að 84 mánuði. Atvinnubílaferð til Stuttgart Bílaumboðið Askja stendur fyrir ferðalagi atvinnubílstjóra til Stuttgart dagana 29. apríl til 2. maí. Ferðin kostar 79.000 krónur á mann auk flugvallaskatta og rennur skráningarfrestur út 4. apríl. Upplýsingar um skráningu og hvað er innifalið á www.askja.is. Formúluklúbbur Toyota Fyrir pá sem vilja fylgjast ofboðslega vel með gengi Toyota-liðsins í Formúlunni er rétt að benda á Formúluklúbb Toyota á íslandi. Öllum er frjálst að skrá sig I klúbb- inn án endurgjalds með því að senda póst á netfangið f1@toyota.is.__ • Bílstjórar Toyota eru Ralf Schumacher og Jarno Trulli • Liðið varð í sjötta sæti í fyrra en því fjórða 2005 • Liðið heldur sig áfram við Bridgestone- dekk þrátt fyrir að hafa átt erfitt með að aðiagast þeim á síðasta timabili Ætlunin er að bjóða 70.000 dollara í starfs- lokagreiðslu til þeirra sem hafa unnið 130 ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Á sama tíma hafa yfirmenn fengið árangurstengdar bónusgreiðslur.________________________________ • Fyrr í mánuðinum tilkynnti Chrysler 1.300 upp- sagnir • Chrysler tapaði einum og hálfum milljarði dollara í fyrra • Ford tapaðí 12,5 milljörðum • Starfsmenn sem segja sjálfviljugir upp eftir meira en eins árs starf fá 100.000 dollara starfsloka- greiðslu Evrópufrumsýning 31. mars frumsýnir Brimborg Ford Edge í fyrsta sinn í Evrópu. Edge er sportjeppi með tölvustýrðu fjórhjóladrifi, en nafnið á að vísa til djarfrar hönnunar bílsins. • Edge er búinn 265 hestafla, 3,5 lítra V6 vél og sex þrepa sjálfskiptingu • Billinn er rétt rúmar 7 sekúndur í hundrað • Samtökin IIHW settu Edge efst á lista yfir örugga bíla nýlega Corolla og Prius bindast bondum 2009 útgáfa tvinnbílsins Prius frá Toyota mun samnýta fjöldann allan af burðarvirk- ishlutum og varahlutum með Toyota Auris. Ástæðan er hagkvæmni I framleiðslu en Prius hefur hingað til verið byggður frá grunni sem sérstæður bíll í framleiðslu- línunni._______________________ • Auris er nýja nafnið á Corolla • Bílarnir nýta sömu grunnplotu en hún verður teygð og stækkuð fyrir Priusinn • Prius var settur á markað í Japan 1997 og komst á heimsmarkað 2001 • Prius var fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn. mm\. r Alltaf stuð hjá Chrysler Nyjustu fréttir at Chrysier eru þær að til stendur að skera niður 600 störf til viðbótar við þau sem þegar voru ákveðin. 790 þúsund innkallanir Volkswagen er nú að innkalla um 790 þú- sund bíla af gerðunum Jetta, Golf og Nýju bjöllunni vegna_bilunar í hemla[jós_um. • Bilarnir sem um ræðir eru árgerðir 1999-2006 • Bilunin lýsir sér þannig að hemlaljósin detta út • I Bandarikjunum hefur þetta valdið af- tanákeyrslun • Fljótlegt er að lagfæra gallann □xulliðir í flestar gerðir jeppa FUALLABÍL Stál og stansar ehf. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 fjallabilar@fjaiiabilar.is STYRISEIMDAR, SPIIMDILKÚLUR miklu úruali jeppa Japan/U.S.A. JALLABÍ Stál og stansar ehf. Vagnhöföa 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 lakstur BMW 320d: Borgað fyrir risturinn, eða „þrír línan“, frá BMW er gott dæmi um bíl sem er í stöðugri fram- þróun. Meira er lagt í bílinn með hverri útgáfu en um leið er þess gætt að breyta ekki of miklu. Nýjasta útgáfan hefur fengið snyrti- lega andlitslyftingu, nýjar vélar, enn betri aksturseiginleika og aukið rými fyrir aftursætisfarþega og farangur, svo eitthvað sé nefnt. Að utan Þrátt fyrir að sumir segi nýjasta þristinn of aggresívan vil ég meina að hönnuðir hans hafi fundið ákveðinn gullinn meðalveg. Með ákveðnum og skörpum línum hafa þeir skapað bil sem er allt í senn sportlegur, virðu- legur, klassískur og nútímalegur. Áberandi brot í vélarhlíf og eftir endi- löngum hliðum bílsins leika hér stórt hlutverk. BMW-grillið er enn á sínum stað, örlítið fíniserað, og hringlaga fram- ljósin hafa líka verið uppfærð. Að innan Bíllinn hefur líka verið uppfærður að innan. Mælaborðið snýr örlítið móti ökumanninum og liggur vel við honum. Útlitslega vil ég meina að það hæfi loksins orðið sportlegum lúxus- anda bílsins en það kom mér á óvart hversu einfalt það er í grunngerðinni. Miðað við að í bílnum eru tölvu- heilar sem fylgjast til dæmis grannt með ástandi smurolíunnar, reikna út frá veðri, akstri og öðrum breytum hversu oft þarf að skipta um frjókorn- asíu, bremsuklossa og þess háttar fín- erí þykir mér dálítið súrt að þurfa að kaupa glasahaldara og skriðstilli sem aukabúnað. Akstur BMW gengur út frá einfaldri rök- fræði þegar kemur að drifbúnaði: Afturhjólin sjá um að koma bílnum áfram, framhjólin stýra bílnum og það er ekki hægt að biðja sömu hjólin um að gera hvort tveggja og gera það vel. Þessi fræði virðast svínvirka því bíllinn lætur afbragðsvel að stjórn. íslendingar hafa stundum fælst frá afturhjóladrifnum bílum vegna aug- ljósra veikleika þeirra í vetrarfærð. Fyrir utan 50/50 þyngdardreifingu er þristurinn búinn mjög fullkomnu stöðugleikakerfi sem tryggir örugg- an akstur í flughálku, eins og þeirri sem bíllinn var prófaður í. Afturend- inn leitar vissulega til hliðar ef mað- ur er of ákveðinn á olíugjöfinni, en með kerfið virkt sér billinn sjálfur um að leiðrétta það jafnóðum. Með því að slökkva á þvi getur maður svo skemmt sér heilu dagana. Þá borgar sig samt að vera með góða tónlist til að hlusta á því á vetrardekkjum er veghljóð í bílnum talsvert. Mótorinn í prufubílnum er tveggja lítra dísilmótor sem skilar 163 hestöfl- um og 340 Newtonmetrum. Hann er gangþýður og sprækur og velji maður að hafa 6 þrepa skiptinguna í sportham verður maður 17 ára aftur. í venjulegum ham lærir skiptingin á mann og bregst við því sem maður gerir í samhengi við það aksturslag sem er manni tamt. Búnaðurog öryggi Fyrir utan áðurnefnt stöðugleika- kerfi og tölvur sem fylgjast grannt með ástandi bílsins fannst mér mest til koma að bíllinn kemur á svoköll- uðum „runflat" dekkjum. Þau eru þannig uppbyggð að hægt er að keyra á þeim sprungnum talsverða vega- lengd án þess að þau leggist saman. Þá eru í bílnum 3ja punkta öryggis- belti fyrir fimm og sex loftpúða. Hægt er að panta nánast allan hugs- anlegan aukabúnað með bílnum og fylgjast svo með verðinu hækka í sam- ræmi við það. Bíllinn sem prófaður var er með „Exclusive" pakka sem meðal annars BMW 320d Exclusive Aksturseiginleikar, falleg hönnun, mikiö lagt í bílinn tæknilega, mótorinn passar velvið bílinn. Hátt verð miðað við staðalbúnað, vcy- Einar EM MagnúSson hljOO á vetrardekkjum. einareli@bladid.net Reynsluakstur ★★★★★ • 2,0 lítra dísilvél • 163 hestöfl • 340 Nm • 6 þrepa steptronic sjálfskipting • 8,3 sek. i 100 • Eyðsla í blönduðum akstri: 6,71/100 km • 6 loftpúðar • OSC • ABS • CBS • DTC • Tengi fyrir iPod • Verð: 4.550.000 kr. • Umboð: B&L inniheldur metallic lakk, leður á sæti og stýri, hita í sætum, loftkælingu, sjálfskiptingu, 17 tommu álfelgur og fleira. Með þeim pakka stendur bíll- inn í 4.550.000 krónum. Grunnverðið er 3.750.000 krónur. Niðurstaða Það þarf ekki að koma neinum á óvart að það er gott og gaman að keyra þennan bfl. Þetta er jú BMW. Þristur- inn ætti að henta flestum; fjölskyldu- fólki, forstjórum eða unglingum með bíladellu. Fullkomið stöðugleikakerfi gerir bílinn mjög raunhæfan kost á ís- landi, meira að segja í þeim landshlut- um þar sem enn snjóar, og sparneyt- inn og sprækur 2 lítra dísilmótorinn er líklega skynsamlegasti kosturinn fyrir hagsýna bíleigendur. En er hann 4,5 milljóna króna virði, án glasahaldara? BMW heldur góðu endursöluverði og þjónustuskoðun er aðeins á 25.000 km fresti svo rekst- urinn ætti að vera hagkvæmur. BMW hefur líka orð á sér fyrir að smíða góða og vandaða bíla svo þó að þú get- ir fundið bíl á lægra veðri með meiri staðalbúnað verður þú að spyrja þig hvort þú sért ekki tilbúinn til að borga aðeins fyrir aksturseiginleika oggæði. Tvær spexmandi frumsýningar hérlendis um helgina: Ofursportbíll og alvöru jeppi Um helgina verða t vær bílafrumsýn- ingar hér á landi sem bílaáhugamenn ættu að gefa sér tíma til að mæta á. Fyrst ber að nefna ofursportbíl- inn Audi R8 sem verður frumsýnd- ur hjá Heklu. Sumir hafa kallað R8 fullorðinsútgáfuna afTT ogþað má vissulega segja að 420 hestafla 4,2 lítra V8 mótor sé fullorðins. Líka að komast í hundrað á 4,6 sekúndum. R8 er tveggja sæta og jafn mikið er lagt upp úr innréttingunni og ál- yfirbyggingunni. Hinn bíllinn er ekki síður áhuga- verður en það er Nissan Qashqai sem verður frumsýndur hjá Ingvari Helgasyni. Nissan Qashqai Alvöru jeppi á góöu veröi. Þrátt fyrir að vera frekar nettur, ná- kvæmlega jafnstór og Toyota Rav4, er Qashqai búinn hefðbundnum jeppa- drifbúnaði. ökumaður getur þvi val- ið hvort bíllinn er með drifi á tveim- ur eða fjórum hjólum og ennfremur er hægt að læsa millikassanum. Audi R8 Byggðurá LeMans bíl og frumsýndur hérlendis um helgina. Qashqai kemur fyrst til landsins sjálfskiptur með bensínvél en von er á 2 lítra dísilvél í sumar með 6 þrepa skiptingu. Það sem er hvað mest spennandi við Qashqai er verðið, frá 2.690.000 krónum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.