blaðið

Ulloq

blaðið - 23.03.2007, Qupperneq 34

blaðið - 23.03.2007, Qupperneq 34
Melankólía og vodka Hljómsveitin Misery Loves Company, hinn skoski James Lowe og Valur Gunnarsson koma fram á tónleikum á Rósenberg í kvöld og annað kvöld klukkan 21. Tónleikarnir verða melankólískir með meiru þar sem lög eftir myrku meist- arana Nick Cave og Tom Waits munu meðal annars hljóma. Misery Loves Company hefur starfað í fimm ár. Sveitin spilar mest frumsamið efni í bland við lög eftir Tom Waits, Nick Cave og Leonard Cohen. James Lowe var valinn einn af fimm efnilegustu lista- mönnum Edinborgar af tímaritinu Inside+Out. Tónlist hans er lýst sem kraftmikilli tilfinningablöndu að hætti Leonard Cohen. Valur Gunnarsson gaf út sína fyrstu plötu, Reykjavík er köld, með lögum eftir Le- onard Cohen á íslensku árið 200. Væntanleg er platan Vodka Songs þar sem Valur og tónlistarmað- urinn Gímaldin flytja lög sem samin voru í Pétursborg. Pá syngur meistari Megas lag á plötunni og Doddi, fyrrum trommari Tra- bants, leggur hönd á plóg. Valur Gunnarsson Flytur vodkalög. Dæmd til að rykfalla Kaiser Chiefs er gríðarlega vinsæl hljómsveit í Bretlandi, enda hreinræktuð britpop-sveit sem reynir að blanda öilu því besta sem eyjan býður upp á í einn handhægan pakka. Það svínvirkar ofan í þegna drottningarinnar því Bretinn elskar poppið sitt meira en bakaðar baunir í morgunmat. Yours Truly Angry Mob er önnur breiðskífa Kaiser Chiefs. Employ- ment var sú fyrsta og kom út fyrir tveimur árum. Hún gerði meðlimi sveitarinnar að stórstjörnum og hafa fréttir af þeim bent til þess að það sé líf sem þeir hata ekki. Yours Truly Angry Mob ber það svolítið með sér. Skífan er hrokafull og örugg með sjálfa sig. Kaiser Chiefs spilar varnarbolta og tekur litla áhættu. Ég viður- kenni þó, að melódíurnar eru oft grípandi -fjandi grípandi meira að segja, en skífan skilur ekki mikið eftir sig. Það er helst að smáskífu- lagið Ruby sé eftirminnilegt. The Angry Mob er líka fínt, sem og hið rólega I Can Do it Without You. Skífan er i rauninni svo hress Atll Fannar Bjarkason atll@bladid.net að það er hálfgerður léttir að heyra rólegu lögin læðast inn á milli. Það er of mikill lalala-stíll á hressu lögunum. Lögin bráðna saman í kraumandi graut af hressleika og enda því miður sem frekar þunnur og auðgleymanlegur afgangur inni í ískáp. Þar gleymist grauturinn á bak við kæfuna og smjörið og hreyfist ekki þar til kominn er tími til að taka til í ísskápnum - örlög Yours Truly Angry Mob í hnotsk- urn; týnd í geisladiskarekkanum, dæmd til að rykfalla. Fara á hestbak og borða pulsur Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net ,Ég held við séum að koma í fjórða skipti til landsins, eða þriðja? Ég er ekki hundrað prósent viss,“ segir Simone Pace, meðlimur hljómsveitar- innar Blonde Redhead. Sveitin er á leiðinni til landsins í apríl og kemur fram á tvennum tón- leikum. Annars vegar á Nasa þann fimmta og hins vegar á tónlistarhá- tíðinni Aldrei fór ég suður á ísafirði þann áttunda. Afhverju ísland, hvað ersvona sérstakt við það? „Okkur finnst mjög gaman að koma til Islands, það er alltaf góð upplifun,“ segir Simone. „Umhverf- ið er líka gott fyrir tónlist. Landið er ólíkt öllum öðrum löndum og svo eru áhorfendurnir öðruvísi en annars staðar. Það er alltaf viss orka í hverju landi fyrir sig.“ Simone segist njóta þess að fara á hestbak þegar hann kemur til lands- ins. „Við borðum líka pylsurnar, veistu hvaða pylsur ég meina?" Pulsa með öllu? „Já, akkúrat. Svo þykir okkur gam- an að fara út á næturnar þegar það er ennþá bjart. Það verður þannig í apríl, er það ekki?“ Jaa, kannski smá. Allavega bjart- ara en íBandaríkjunum. Ekki aðdáendurJordan Blonde Redhead hefur þegið hjálp bassaleikarans Skúla Sverrissonar, en hann gaf út breiðskifuna Seríu í fyrra. Simone segir Skúla góðan vin sveitarinnar og að hún hafi í raun kynnst landinu í gegnum hann. „Mér finnst platan hans Skúla mjög góð, hún er ein af mínum uppáhalds- plötum á árinu.“ Blonde Redhead gefur út sína nýj- ustu breiðskífu, 23, í næsta mánuði. Við fyrstu hlustun virðist skífan vera tormelt og ekki eins poppuð og þeirra fyrri verk. Simone er ekki sammálaþví. „Mér finnst hún poppaðri en hinar plöturnar, en minna að reyna það,“ segir Simone. „Hún er einfald- • « ari. Betri en hinar? „Ég veit það ekki. Mér finnst gaman að spila lögin, þau eru auð- veldari en gömlu lögin. Uppbygging laganna er einfaldari, þau trufla eyrað ekki mikið. Misery [Is A Butt- erfly] var meira truflandi, ekki eins hnitmiðuð.“ Hvað með nafnið, 23? „23 er nafn á lagi á plötunni, en það er líka númer íbúðarinnar henn- ar Kazu [Makinu, söngkonu sveitar- innar]. Við vildum einfalt nafn, hin hafa verið svo löng og flókin. Við vildum nafn sem endurspeglar ein- faldleika plötunnar.“ Þið eruð sem sagt ekki aðdáendur Michael Jordan? „Nei, en þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þessa samlikingu.“ Heimsyfirráð Blonde Redhead hefur ávallt verið skilgreind sem jaðarsveit. Simone segist þó ekkert hafa á móti megin- straumnum. Hann segist vilja fara eins langt og hægt er með sveitina en sér reyndar ekki fyrir sér að stilla Blonde Redhead upp við hlið Paul McCartney á spilunarlista í útvarpi. „Ég veit ekki hvernig útvarpsstöðv- ar taka í nýju plötuna okkar. Ég hlusta ekki mikið á útvarp og get varla ímyndað mér Blonde Redhead þar. Ég væri ánægður ef það gerðist, en það kemur mér ekki óvart ef það gerist ekki.“ En hvert stefnir Blonde Redhead í framtíðinni, á heimsyfirráð? „Já, heimsyfirráð. Pottþétt.“ Essentlal Molsture

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.