blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 6
22 ‘ KOSNINGAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 blaöið Tækifærið er á laugardag ísland er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Það eru á margan hátt forréttindi að búa á Islandi og það býr kraftur í sjálfum okkur, land- inu okkar, menningu, sögu og samfélagi. Hér blómstrar, vex og dafnar ýmislegt ómetanlegt sem við verðum að gæta sem sjáaldurs augna okkar. Smæð okkar og sveigj- anleiki, stuttar boðleiðir og sú trú innra með okkur að allt sé hægt eru dýrmæti sem ekki verða metin til fjár. Við erum býsna öflug þótt margt megi og verði betur að fara. Álið ermálið Öflugt atvinnulíf, náttúruvernd og ábyrgð í umhverfismálum geta og eiga að fara saman. Því miður er því ekki að fagna hér á íslandi eins og sakir standa og eins og stefnan er sett. í stað þess að byggja upp blómlegt atvinnulíf í sátt við nátt- úruna veljum við íslendingar að kalla til okkar erlenda álrisa, risa- samsteypur og auðhringi sem hlaupa með langstærstan hluta gróðans úr landi. Sitjandi stjórn- völd virðast áfram ætla að fría sig ábyrgð á óréttlæti og eyðileggingu kvótakerfisins, sinnuleysi og fjár- svelti í byggðamálum með einni einfaldri lausn. Lausnarorðið fyrir allar þeirra vanrækslusyndir í byggðamálum og sinnuleysi í garð landsbyggðarinnar er einfalt: ,álver“. Er ekki komið nóg af sov- éskri og úreltri nálgun í atvinnu- og byggðamálum á Islandi? Mig rámar í minkarækt og fiskeldi sem töfralausnir síns tíma á mínum yngri árum. Nú er álið málið. Veruleikinn Það er með allt það besta í lífinu eins og góð ástarsambönd: þau eru ógnar brothætt og geta hæglega runnið út í sandinn ef ekki er að gáð. Vellauðug þjóð með hjartað á réttum stað leyfir ekki fátækt að grafa um sig mitt í velsældinni og friðelskandi þjóð ræðst ekki inn í Irak í slagtogi við Bush. Hvers vegna er þetta samt veruleiki? Hreint og ómengað loft, okkar marg- rómaða, hvað verður um það ef ekki er að gáð? Stórbrotin náttúra, hvers virði er hún okkur í raun og hvernig ætlum við að vernda okkar einstæða landslag? Hreint vatn sem sameign okkar allra, hvaða auðmenn fá að eigna sér það með nýjum lögum í haust? Hvenær var það sem við kusum um aukin komugjöld sjúk- linga og minnkandi þjónustu við tannvernd barna? Hvenær kusum við áframhaldandi kynbundinn launamun, lögleiðingu vændis og ,æt<‘íæn 1,1 Umrœðan Guðfríður Lilja Grétarsdóttir afturhaldssemi í garð kvenna- og umönnunarstétta? Ég man ekki til þess að nokkur flokkur hafi haft þetta á sinni stefnuskrá. Verður ekki að breyta til? Áherslaáönnurgildi Á degi verkalýðsins 1. maí 2007 gerðist tvennt á íslandi án mikils fjaðrafoks: pólskir námaverka- menn flúðu land vegna hörmulegra og heilsuspillandi vinnuaðstæðna á Islandi og bankaforstjóri skrifaði upp á 8-900 milljóna króna starfs- lokasamning. Segir þetta kannski allt sem segja þarf? Við þurfum að leggja áherslu á önnur gildi en þau sem hafa ráðið hér för á síð- astliðnum árum. Náttúruvernd og ábyrgð í umhverfismálum þurfa aukið vægi ekki síður en jöfnuður og jafnrétti kynjanna. Aldraðir og öryrkjar hafa því miður verið sviknir undanfarin ár og þjóðin öll leidd út í hörmulegt stríð við Iraka. Hvað verður um stjórnmálamenn og stjórnmálaöfl ef þeim er aldrei umbunað fyrir vel unnin störf, og aldrei refsað fyrir hörmuleg mistök og brenglað gildismat? Samfélag til góðs fyrir alla Samfélagið allt og allir flokkar hafa færst langt til hægri. Það er lífs- nauðsynlegt að Vinstrihreyfingin - grænt framboð fái glæsilega kosn- ingu nú á laugardag, ekki einungis til að standa áfram vörð um grænu málin, heldur ekki síður til að tryggja að frjálshyggjuöfl annarra flokka, sem alls staðar eru sterk, fái skýrt aðhald. Við í VG viljum breyta samfélaginu til góðs fyrir alla, ekki bara suma. Skammtímaminni okkar kjósenda er oft það sem öfl með slæma samvisku reiða sig á. Stöldrum við og munum allt það sem við viljum ekki, og hugsum um leið hlutina upp á nýtt. Á laugardag- inn er tækifæri til breytinga. Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvesturkjördæmi SælgætifiskuT úr sjónum Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Sérfræðínaar rji.' ísaltfíski Pm Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanír: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús - hótel - mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrír utan saltfiskinn þjónustum víð sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Velferð, jafnrétti og samgöngur í brennidepli í Reykjavík Nýtt þjóðarsjúkrahús og almenningssamgöngur Lagning Sundabrautar, nýtt þjóð- arsjúkrahús og uppbygging í þágu eldri borgara eru brýnustu málin í Reykjavíkurkjördæmi suður að mati Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, nefnir einnig samgöngumál, auk þess sem þurfi að eyða biðlistum aldraðra eftir hjúkrunarrýmum og barna með geðraskanir og þroskafrávik eftir greiningu, bæta húsnæði og aðbúnað framhaldsskóla í borginni sem hún segir verri en víðast hvar á landinu. Fulltrúar allra fram- boða nefna samgöngumál sem eitt brýnasta málefni kjördæmisins. Framsóknarmenn leggja áherslu á að hlutur höfuðborgarsvæðisins af vegafé verði bættur, enda stöndum við að óbreyttu frammi fyrir veru- legum umferðarvandræðum í borginni. Brýnt er að leggja meira upp úr almenningssamgöngum og segir leiðtogi framsóknarmanna í kjördæminu að ríkið spari stórar fjárhæðir í samgöngumannvirkjum með því að gera ásamt sveitarfélög- unum almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti. Ómar Ragnarsson, formaður íslandshreyfingarinnar, nefnir mislæg gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar, Öskju- hlíðargöng og Reykjavíkurflugvöll. Ómar segir heppilegast, samgöngu- lega séð, að nýta núverandi flug- vallarsvæði en breyta þurfi legu brauta. VG tekur undir með fram- sóknarmönnum þegar almennings- samgöngur eru annars vegar. VG telur að á næstu fimm árum ætti að vera hægt að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda frá samgöngum um 20%. Til þess þurfi þó byltingu í almenningssamgöngum. Aflétta þurfi skattlagningu af almennings- samgöngum og tryggja tíðar ferðir milli borgarhluta. Eins og er þá er full atvinna í kjördæminu og rúmlega það en talsmenn Frjálslyndra telja rétt að huga að framtíðinni. Þá komi til skoðunar að byggja upp samkeppn- isiðnað. Kjördæmið býr að mati Frjálslyndra yfir möguleikum til að vera miðstöð hátækni- og þekking- ariðnaðar í landinu. Afstaðan til Evrópusambandsað- ildar og upptöku evru er mismun- andi. Framsóknarflokkur telur slíkar hugleiðingar ótímabærar en svar Samfylkingarinnar er tví- mælalaust: já. Frjálslyndir vilja skoða þá kosti gaumgæfilega og íslandshreyfingin vill á næsta kjörtímabili, kanna kosti og galla ESB-aðildar og upptöku ^ evru. Aðild er þó ekki inni í myndinni ef yfirráðin '); yfir auðlindum þjóðarinnar eru ekki tryggð. Sjálfstæðisflokkur- inn telur ESB-aðild ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar og í sama streng tekur VG sem telur sjálfstæði þjóðarinnar betur borgið utan ESB en innan. Meðal annarra áherslumála sem fram komu í svörum talsmanna flokkanna má nefna öryggi borg- aranna. Frjálslyndir telja brýnt að koma í veg fyrir ofbeldi og afbrot með aukinni löggæslu og hertum refsingum. Islandshreyfingin nefnir málefni barna, aldraðra og öryrkja og telur brýnt að hækka laun starfsfólks í umönnunar-, upp- eldis- og kennslustéttum. VG segir breytta atvinnustefnu meðal brýn- ustu mála. Hverfa verði af braut blindrar stóriðjustefnu og taka upp atvinnustefnu í sátt við umhverfi og náttúru. Þá er nefnt meðal brýnna mála að koma þurfi á félagslegu réttlæti. Leiðrétta þurfi stöðu kvenna í sam- félaginu, takast á við kynbundið of- beldi, gera kaup á vændi refsiverð og afnema launamun kynjanna. Hver flokkur hefur mismunandi leiðir að þessum markmiðum en sam- hljómur er í stefnum flokkanna. * ( >• > V X }, Reykjavíkurkjördæmi suöur: Kjordæmi flokksformanna J \ Kjósendur sem búa við sunnan- verða Hringbraut, gömlu Hringbraut, Miklubraut eða Vesturlandsveg verða á kjörskrá í Reykjavíkurkjör- dæmi suður. Tæplega 43.400 kjósendur eru í kjördæminu og eru þar níu kjördæ- missæti og tvö jöfnunarþingsæti. I alþingiskosningunum 2003 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 5 þingmenn kjörna, Samfylkingin hlaut 4, Fram- sóknarflokkur 1 og Vinstri hreyf- ingin 1. Reykjavíkurkjördæmi suður er kjördæmi flokksformanna en þar leiða lista þrír formenn, Geir H. Ha- arde, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Ómar Ragnarsson, formaður íslandshreyfingarinnar, og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Að minnsta kosti tveir sitjandi þingmenn kjör- dæmisins hverfa á braut að loknum kosningunum. Það eru þau Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, og Guðmundur Hallvarðsson, bæði úr Sjálfstæðisflokki. Sólveig á að baki fjögur kjörtíma- bil og hefur meðal annars gegnt emb- ætti dóms- og kirkjumálaráðherra og nú síðast embætti forseta Alþingis. Guðmundur Hallvarðsson hefur sömuleiðis setið fjögur kjörtímabil á þingi. Þá hafa þrír þingmenn flutt sig í önnur kjördæmi. Jóhanna Sig- urðardóttir, Samfylkingunni, situr á lista flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi norður, Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, hefur sömuleiðis flutt sig yfir í norðurkjördæmið og Ögmundur Jónasson, Vinstri hreyf- ingunni - grænu framboði, leiðir lista VG í Suðvesturkjördæmi. Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, og Ásta Möller eru nú í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu en voru á lista flokks- ins í norðurkjördæminu fyrir fjórum árum. Illugi Gunnarsson kemur nýr inn í þriðja sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Jón Magnússon leiðir lista Frjáls- lynda flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmi suður og Kolbrún Halldórs- dóttir leiðir lista VG en hún var í norðurkjördæminu fyrir fjórum árum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.