blaðið


blaðið - 08.05.2007, Qupperneq 14

blaðið - 08.05.2007, Qupperneq 14
4' 30 • KOSNINGAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI 2007 & laðiö SUÐVESTURKJÖRDÆMI - TÍU SPURNINGAR TIL FRAMBJOÐENDA Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Það sem er brýnast er að hér ríki efnahags- legur stöðugleiki og áfram verði byggt á öfl- ugri, fjölbreyttri og kröft- ugri atvinnuuppbyggingu og nýsköpun sem nái til landsins alls. Það svigrúm sem nú hefur náðst sökum mikils hagvaxtar og kaup- máttaraukningar á undanförnum 12 árum viljum við að sé nýtt til að bæta velferðarkerfið enn frekar og draga úr útgjöldum einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Þá viljum við stórsókn í menntamálum enda mun aukin menntun leggja grunninn að lífskjörum framtíðarinnar. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Bætt þjónusta og umönnun aldraðra með aukinni heimahjúkrun og fjölgun hjúkrun- arrýma, jafnframt að flutningur málefna eldri borgara eigi sér stað frá ríki til sveitarfélaga. Þá þarf að hlúa að ungu barnafjölskyldunum svo sem með lengingu fæðingar- orlofs í 12 mánuði. Við leggjum mikla áherslu á samgöngumál og að hlutur höfuðborgarsvæðisins af vegafé verði bættur. 3. A að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, Fram- sóknarflokkurinn vill sterkari sveitarstjórnir sem geti veitt öflugri nærþjónustu. Við viljum því að tekju- skipting milli ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð og að hluti fjár- magnstekjuskatts renni til sveitar- félaga. Þau verkefni sem við viljum kanna hvort ekki sé heppilegt að flytjist yfir til sveitarfélaganna eru málefni aldraðra, fatlaðra, heilsu- gæslu og framhaldsskóla. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Draga úr hávaða- og loftmengun frá umferð með öllum tiltækum ráðum. Almenn- ingssamgöngur sem raunveru- legur valkostur í samstarfi ríkis og sveitarfélaga er besta leiðin til þess að halda aftur af aukningu umferð- ar. Hönnun og úrfærsla vegamann- virkja skiptir líka miklu. Lífsgæði borgaranna felast einnig í aðgangi að opnum svæðum til útvistar. Þar stendur um þessar mundir næst að friða strandlengju Álftaness um Garðabæ og Kópavog út í Skerja- fiörð vestur í Gróttu. Aformum um vernd hraunminja frá Búrfelli alla leið til sjávar á að hrinda í framkvæmd, m.a. til að auka möguleika fólks á útivist og bættum lífsgæðum. ö.Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Halda þarf uppbyggingu stofnbrauta áfram vegna aukinna umferðar. Gera þarf úrbætur á Reykjanesbrautinni í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog með breikkun og mislægum gatnamótum. Klára þarf ný vegamót við Vesturlands- veg/Þingvallaveg því þar er talsverð slysahætta í dag. Bæta þarf m.a. Álftanesveg og Kjósarskarðsveg. Einnig er stórverkefni framundan á Hafnarfjarðarveginum í gegnum Garðabæ því þar er mikil uppbygg- ing áætluð og vegurinn annar ekki komandi umferð í óbreyttri mynd. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Eðlilegt er að skatt- prósentan verði lækkuð enn frekar gefist til þess svigrúm. Á sviði skattamála teljum við þó brýnna að horfa fyrst til þess að hækka skatt- leysismörk, afnema stimpilgjöld, draga úr tekjutengingum barna- bóta og bæta kjör ýmissa hópa í samfélaginu, t.d. með hækkun frítekjumarks á atvinnutekjur lífeyris- þega og að frítekjumark verði sett á greiðslur úr lífeyrissjóðum. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Slíkar framkvæmdir eru háðar frjálsum samningum aðila en við teljum að rúm sé fyrir þær í hagkerfinu. Ljóst er þó að framkvæmdir af þessum toga krefjast mikils og vandaðs undirbúnings. Æskilegt er að slíkri uppbyggingu verði þannig háttað að hún ógni ekki stöðugleika í efnahagslífinu. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til land- búnaðar á íslandi? Framtíðar- fyrirkomulag þessara mála ræðst nokkuð af niðurstöðum Doha-viðskiptalotunnar innan Heimsviðskiptastofnunarinnar sem við íslendingar tökum þátt í. Á þessari stundu er óljóst hvað út úr viðræðunum kemur. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Framtíðarfyrirkomulag þessara mála ræðst nokkuð af nið- urstöðum Doha-viðskiptalotunnar innan Heimsviðskiptastofnunar- innar sem við íslendingar tökum þátt í. Á þessari stundu er óljóst hvað út úr viðræðunum kemur. Aukinheldur hafa íslendingar gert víðtæka fríverslunarsamninga, bæði tvíhliða og innan vébanda EFTA og nýlega náðust samningar um tollalækkanir, m.a. á landbúnað- arafurðum, við Evrópusambandið. Við munum áfram verja innlenda matvælaframleiðslu en viljum jafnframt að gerð verði ítarleg at- hugun á kostnaði íslenskra búvara frá haga til maga og að allra leiða verði leitað til að lækka sem flesta kostnaðarliði. Unnið verði að því að lækka kostnað bænda vegna eftir- lits opinberra aðila með starfsemi þeirra og jafnframt einfalda reglu- verk í sama tilgangi. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Afstaða (slendinga til Evrópusambandsins hefur lengi verið til umræðu. Framsóknarmenn vilja taka virkan þátt í málefna- legum umræðum um allar hliðar Evr- ópumála. Við teljum ekki tímabært að taka núverandi afstöðu íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafnvægi og varanlegan stöðugleika í efnahags-, atvinnu- og gjaldeyrismálum. Við eigum ekki að lúta nauðhyggju heldur taka ákvarðanir út frá okkar eigin þjóðarmetnaði og eigin styrkleikum. Kolbrún Stefánsdóttir Frjálslyndum 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Auka stöðugleika í efna- hags- og atvinnumálum. Velferðarmál: Skattleysis- mörk hækki í 150 þúsund upp að 1.8 milljóna kr. árs- tekjum en 112.000,- yfir þeim tekju- mörkum. Fjármagnstekjuskattur á lífeyrisgreiðslur og afnám tekjuteng- ingar bóta við tekjur maka. Frítekju- mark að 1. milljón kr. Byggðamál: Þ.e. samgöngu- sjávar- útvegsmál og ferðaþjónusta. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Samgöngumál: Hafnarfjarðarvegur, Arnarnesvegur, Vesturlandsvegur og Sundabraut. Menntamál: Fjölgun fjölbrautaskóla bæði í Mosfellsbæ og Kópavogi. Velferðarmál: Fjölgun hjúkrunar- rýma og aukning á heimahjúkrun og heimaþjónustu. Þjónustuna til fólksins sem þarf hana en ekki öfugt. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, nærþjónustu í heilbrigðismálum og menntun, t.d. fjölbrautaskólana. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Mengun frá umferðinni. Hreinsun gatna og opinna svæða . Auka umhirða grænu svæðanna. 5. Hver eru brýnustu sam- göngumálin í þínu kjördæmi? Tvöföldun Hafnarfjarðarvegarins gegnum Garðabæinn. Bæta Arn- arnesveginn, tvöfalda Vesturlands- veg að Hvalfjarðargöngum. Bæta Nýbýlaveg m.t.t. nýrrar byggðar við Lund og í Kársnesi og flýting Sunda brautar. Samvinna við Reykjavík til að liðka fyrir umferð þangað er nauðsynleg. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Ómögulegt að segja til um það, en eins lág kostur er. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? JTel að næsta kjörtímabil verði notað til undirbúningsvinnu fyrir frekari fram- kvæmdirt.d. á Húsavík. Atvinnumál verða að vera í góðu lagi um allt land. Ég vil hafa nátturuvernd í forgrunni við allar framkvæmdir. Ég er umhverfissinni eins og allir íslend- ingar sem ég þekki. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til land- búnaðar á íslandi? Já, til hags- bóta fyrir bændur, m.a. til að auka valmöguleika þeirra og til eflingar byggðar um allt land. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Næg atvinna er í kjördæminu eins og er en ég vil að nýsköpunarfyrirtækjum og frum- kvöðlum verði veitt brautargengi. Markaðurinn sér sjálfur um að laða að framleiðslu-og þjónustufyrirtæki. 10. Á ísland að hefja undir- búning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Skoða þarf alla möguleika en ég tel hvorugt tímabært eins og staðan er í dag Jakob Frímann Magnússon íslandshreyfingunni 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Mest aðkallandi úrlausnarefni samfé- lagsins tengjast öll innbyrðis og eru hin sömu og íslandshreyf- ingin teflir fram sem meg- ináherslum sínum í órofa þrílitu hringtákni: Umhverfismál sem vísa beint á auðlinda- og efnahagsmál sem eru grunnur öflugrar velferðar- stefnu. Markmið okkar er skýrt: Að skila börnum okkar betra landi en okkur var treyst fyrir. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Velferðarmálin, umhverfis- og samgöngumálin auk efnahags- og atvinnumála. Að bæta úr aðhlynningu og velferð hinn öldruðu, þeirra sömu og skópu forsendur og innviði samfélagsins okkar. Framkoma okkar gagnvart þessu fólki er okkur til skammar, .m.t. biðlistar, skattpíning og laun umönnunarstétta sem erfiðlega gengur að manna. Þá þarf tafarlaust að bæta kjör og aðbúnað þeirra sem búa við skerta orku eða aðra vanheilsu og treysta jafnframt stoðir uppeldis- og skólakerfisins. Með árvekni og útsjónarsemi á að laða ný fyrirtæki á öllum sviðum, inn- lend sem erlend, að Suðvesturkjör- dæmi og auka þar með skatttekjur sveitarfélaga þessa stærsta kjör- dæmis landsins. Skatttekjurnar á að nýta til eflingar og betrumbóta þess hluta samfélagsins sem sveitarfé- lögin bera ábyrgð á. Marel, Latibær, Vistor o.fl. o.fl. eru dæmi um blóm- lega og nútímalega atvinnustarfsemi sem stuðla ber að í kjördæminu. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Það er líklegt að þeim málum sé best sinnt á sveitarstjórnarstigi er varða einstaklinginn beint, þ.m.t. hjúkrun, menntun og aðhlynning al- mennt. Þetta hefur verið viðurkennt á fslandi en ekki nægilega vel um hina fjárhagslegu hnúta búið. Úr því þarf tafarlaust að bæta. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Aö stemma stigu við mengandi stór- iðju á þéttbýlissvæðum jafnframt því að efla græna vitundarvakningu á heimilum með flokkun sorps og endurvinnslu að leiðarljósi. 5. Hver eru brýnustu sarrigöngu- málin í þínu kjördæmi? Að einhenda sér í úrbætur á leið- inni milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur, þó fyrr hefði verið. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? íslandshreyfingin vill markvisst lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki en byrja á því að setja skattleysismörk við kr. 142.600 kr. sem bæta mundi kjör hinna efnaminnstu til muna. Þessi tala er sú upphæð sem gilda mundi í dag, hefðu stjórnvöld leyft skattleysis- mörkum að fylgja verðlagsþróun undanfarin 12 ár. íslandshreyfingin vill koma skattpró- sentu á einstaklinga niður fyrir 30% á kjörtímabilinu og stíga fyrstu skref til að gera það mögulegt með tafar- lausu stóriðjuhléi og því að draga úr almennri þenslu í landinu sem er forsenda bæði tekjuskattslækkunar og afnáms verðtryggingar sem við viljum burt hið fyrsta. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Það er afar mikilvægt að ná sátt með þjóðinni um frekari skuldbind- ingar á framsali náttúru (slands og auðlindir, nú rétt eftir stærstu og umdeildustu framkvæmd fslands- sögunnar við Kárahnjúka. Sáttavilji núverandi ríkisstjórnar í þessum efnum er ekki sýnilegur. Þvi er það algert forgangsmál að fella þessa stóriðjustjórn, því eins og fyrr segir eru umhverfismál, auðlindamál og efnahagsmál fletir á sama hjóli. Þensla hagkerfisins sem tengist bæði stóriðjunni og eignabröltinu í kringum auðlindir okkar stendur sömuleiðis í vegi fyrir nauðsyn- legum þjóðþrifamálum á borð við afnám verðtryggingar og lækkun skatta. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til land- búnaðar á íslandi? íslandshreyfingin telur núver- andi fyrirkomulag íslensks landbúnaðar hvorki bændum né neytendum samboðið. Efla ber það frumkvæði sem nýverið hefir orðið vart í mjólkurframleiðslu, þar sem bændur hafa tekið sig saman um að hafna mjólkurkvótakerfinu sem hefur hneppt þá í skuldafjötra en framleiða sína mjólk utan kvóta og þess forn-sovéska beingreiðslufyr- irkomulags sem tíðkast hefur um árabil. Áfram nýfrjálsir íslenskir bændur! 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Um leið og við gerum kröfu um gjaldfrjálsa menntun og heilbrigðis- þjónustu öllum til handa bendum við á þau augljósu tækifæri sem fel- ast í rekstri sérhæfðra menntastofn- ana og veitt geta atvinnu okkar ört vaxandi menntastéttum. Líftækni- og þekkingariðnaður fela sömu- leiðis í sér ótal tækifæri og ekki síst upplifunariðnaðurinn sem reyndar er sagður stærsti vaxtarbroddur atvinnulífs í heiminum í dag. Hluti af honum er menningargeirinn sem í dag mælist 5% af landsframleiðslu íslendinga. Ætli Latibær sé ekki augljósasta dæmið um möguleikana á þessu sviði. Að þessu frátöldu eru fram- kvæmdir og úrbætur á samgöngu- mannvirkjum í kjördæminu gott dæmi um það sem ekki þolir frekari bið . 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? [ Ijósi þess að íslensk fyrirtæki á borð við Straum Burðarás eru þegar byrjuð að gera upp í evrum og greiða starfsfólki sínu í evrum komumst við ekki hjá því að setja þessi mál á dagskrá og láta reyna á möguleika okkar til að ná ásætt- anlegum samningum. Innganga kemur hins vegar ekki til mála nema þjóðinni sé tryggt sjálfræði yfir auðlindum sínum. Að lokinni ítarlegri úttekt á samningsstöðu okkar og möguleikum verður ís- lenska þjóðin að taka afstöðu með þjóðaratkvæðagreiðslu. kveður á um víðtæka þátttöku íbúa og hagsmunaðaðila til að ná sátt um þessi mikilvægu mál. 5. Hver eru brýnustu samgöngumálin f þínu kjördæmi? Hafnarfjarðarvegur, Arnarnesvegur, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Skattbyrði á að lækka á tekjuminnstu hópana, þ.m.t. aldraða og barnafjölskyldur. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Við viljum kæla hagkerfið, vinna ramma- áætlun um náttúruvernd, ná stöðug- leika í efnahagslífinu fyrir heimilin í landinu. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Já, Samfylkingin vill ná nýrri þjóðarsátt um land- búnað á íslandi, neytendum, fram- leiðendum og bændum til hagsbóta. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Samfylkingin hefur lagt fram metnaðarfullar tillögur sem miða m.a. að því að fjölga störfum í hátækniiðnaði. Þessar tillögur fengu 1., 2. og 3. verðlaun á Sprota- þingi iðnaðarins nú í vor. Samfylk- ingin og atvinnulífið tala sama mál þessu tengt. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Já, við viljum skilgreina samningsmarkmið og leita eftir nið- urstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slík vinna tekur nokkur ár og er mikilvægt að ná stöðuleika í efna- hagslífinu áður en þjóðin gerir upp hug sinn. Við viljum að (slendingar standi jafnfætis nágrannaþjóðum okkar í Evrópu varðandi matvæla- verð, vexti og verðbólgu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Gunnar Svavarsson Samfylkingunni 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Velferðarmál, efnahags- mál og menntamál 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Velferðarmál, sam- göngumál og efnahagsmál 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? (Ef já, hvaða verkefni? Ef nei, hvers vegna ekki?) Já, öldrunarmál og tryggja að fjár- munirfylgi verkefnaflutningnum. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Að vinna rammaáætlun um náttúruvernd og innleiða Árósarsamninginn sem Sjálfstæðisflokknum 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Við þurfum að tryggja öflugt atvinnulíf, halda áfram sókninni í menntamálum og bæta aðbúnað og kjör eldri borgara. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Það þarf að halda áfram að bæta samgöngur í kjördæminu sem og áframhaldandi uppbyggingu í málefnum eldri borg- ara. Þá er Ijóst að vegna fjölgunar íbúa verður að opna tvo nýja fram- haldsskóla á næstu árum, annan í Mosfellsbæ og hinn í Kópavogi. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, til dæmis þau málefni eldri borgara sem hafa verið á könnu ríkisins sem og mál- efni fatlaðra. 4. Hver eru brýnustu umhverfismálin í þínu kjördæmi? Það er mikilvægt verkefni að draga úr mengun af völdum bifreiða. Ég tel að besta leiðin að því mark- miði sé að búa til hvata er ýta undir notkun vistvænna ökutækja. 5-Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Það þarf að Ijúka við tvöföldun Vesturlands- vegar og Reykjanesbrautar sem og Hafnarfjarðarvegar þannig að tryggð verði greið leið til suðurs. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um mikilvægar framkvæmdir svo sem mislæg gatnamót sem flýta verður eins og kostur er. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Það ber að stefna að enn frekari lækkun tekjuskatts einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nefnt neina tiltekna tölu í því sambandi, það verður að ráðast af aðstæðum. Það mikilvæga er að tryggt verði að tekjuskattspró- sentan verði lækkuð á tímabilinu. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Það ber alls ekki að útiloka frekari uppbyggingu atvinnulífsins með þeim hætti, slík

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.