blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 15
blaðió ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 KOSNINGAR 2007- 31 áform verða þó að standast um- hverfiskröfur og mega ekki raska aðstæðum í hagkerfinu. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Það þarf að búa landbúnaði þau skilyrði að hægt sé að draga úr tollum og lækka framleiðslustyrki. Markaðslögmál eiga að gilda í landbúnaði rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en það má ekki grípa til aðgerða sem leiða til kollsteypu eða hruns í geiranum. Við verðum að vinna að þessu mark- miði í góðri sátt og samvinnu við bændur. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjör- dæmi? Það er ekki þörf á neinum sértækum aðgerðum ríkisvaldsins til atvinnuuppbyggingar í Suðvest- urkjördæmi. Hins vegar verður hið opinbera að standa vörð um starfs- umhverfi fyrirtækja og tryggja að aðstæður þeirra séu eins og best verður á kosið. Það er öruggasta atvinnustefnan. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Nei, það er ekkert sem knýr á um ESB-aðild (slands eins og staðan er í dag. Hagsmunir okkar á öllum sviðum í samskiptum við sambandið eru vel tryggðir með EES-samningnum og aðild að Schengen-svæðinu. Við verðum hins vegar að halda vöku okkar og tryggja að hagsmunir íslands séu ávallt tryggðir með viðunandi hætti. Ögmundur Jónasson Vinstri grænum 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? í kosningabaráttunni höfum við minnt kjósendur á að við stöndum frammi fyrir því að velja félagslegt réttlæti í anda norrænnar velferðar eða samfélag sem mismunar þegn- unum. (skoðanakönnunum hefur ítrekað komið fram að þjóðin vill hið fyrra en hefur engu að síður ítrekað kosið yfir sig boðbera þess síðara. í komandi kosningum er tækifæri til að leiðrétta þetta misræmi. í öðru lagi blasir sú raunverulega hætta við - haldi ríkisstjórnin velli - að stóriðjufárið haldi áfram af fullum krafti með tilheyrandi spjöllum á náttúru og efnahagslífi og þá einnig að orkufyrirtæki landsins verði seld. Það yrði hrika- legt slys sem VG myndi berjast gegn af miklum krafti. ( þriðja lagi beitum við okkur af alefli í baráttu fyrir réttindum kvenna almennt, gegn kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Þessu tengt er að bæta kjör og vinnuskilyrði innan velferðarþjónustunnar sem að uppistöðu til er borin uppi af kvennastéttum. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin f þínu kjördæmi? Erfitt er að aðgreina málefni einstakra kjördæma frá hagsmuna- málum allra landsmanna. í Suð- vesturkjördæmi brenna málefni aldraðra á fólki enda biðlistar þar mjög langir eftir hjúkrunarrýmum. Úr þessu þarf að bæta með því að efla heimahjúkrun - það eitt myndi strax stytta biðlistana verulega. Síðan þarf einnig að fjölga hjúkrunarrýmum. Ekki er þó síður nauðsynlegt að efla þær velferðarstofnanir sem fyrir eru, því vinnuálagið er þegar farið að valda stórfelldum flótta úr umönnunar- og hjúkrunarstéttunum. (öðru lagi eru samgöngumálin mjög oft nefnd þegar fólk er spurt álits á mest knýjandi útrlausnar- efnum í kjördæminu. Um það liggja fjölförnustu samgönguæðar lands- ins og þarf að tryggja að þær séu eins greiðfæarar og kostur er. Hér þarf að hugsa langt fram í tímann og hljótum við þá að komast að þeirri niðurstöðu að brýnt sé að stórefla almenningssamgöngur. Það getur ríkið gert með því að fella niður skatta og tolla á almenn- ingsfarartæki, líkt og gert er gagnvart landsbyggðinni. Álkosningin í Hafnarfirði markaði tímamót því þá var stigið skref í þá átt að beina atvinnuþróuninni inn á aðrar brautir en hér hafa verið farnar undanfarin ár. Mikil- vægt er að í stað aukins áliðnaðar nái annað atvinnulíf að blómstra. Framlag Hafnfirðinga til heimila og atvinnulífs í kjördæminu og á lands- vísu var mikilvægt því með þessari niðurstöðu var dregið úr þenslu og þar með háum vöxtum. Stjórnvöld eiga íbúum kjördæmisins þá skuld að gjalda að gera allt sem unnt er til að greiða fyrir vexti fjölbreytts atvmnulífs í kjördæminu. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Það fer algerlega eftir því hvaða fjármagn fylgir þjónustunni. Áður en nokkrir flutningar fara fram verður að losa sveitarfélög úr ríkjandi fjársvelti og tryggja þeim auknatekjustofna. Það höfum við lagt til á Alþingi og teljum að um 5 milljarða tilfærslu þurfi til að sveitarfélögin geti sinnt lögboðinni þjónustu svo vel sé. Á síðasta kjör- tímabili flutti VG ítrekað tillögur um að bæta stöðu sveitarfélaganna. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin íþínu kjördæmi? (þessu kjördæmi sem öðrum þarf að vinna að því að stöðva áform um frekari stóriðju og veita efnahags- og atvinnulífi svigrúm til að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára. Við viljum leggja okkar af mörkum til að stuðla að fjölbreyttri atvinnuupp- byggingu í sátt við umhverfi og nátt- úru. Þá leggjum við áherslu á að við öxlum ábyrgð í loftslagsmálum með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við teljum mikilvægt að allar skipulagsákvarð- anir sem raska viðkvæmri náttúru fari í umhverfismat og að þegar ágreiningur er uppi verði efnt til víðtækrar samræðu við íbúa. 5. Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Tryggja þarf greiðar samgöngur á leiðum í gegnum þéttbýliskjarn- ana en þær eru hinar fjölförnustu í landinu. Þá er mjög brýnt að efla almenningssamgöngur. (þriðja lagi þarf að greiða fyrir hjólreiða- umferð. (fjórða lagi er rétt að huga að hvers kyns samgöngum sem tengjast útivist, hvort heldur erfyrir gangandi, hlaupandi eða ríðandi umferð. Kjördæmið státar af miklum hesthúsabyggðum og er mikilvægt að skipuleggja umferð og samgöngur með tilliti til hestamanna. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtfmabils? Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur ekki áform um að breyta skattstiginu frá því sem verið hefur. Einvörðungu yrði um að ræða tilfærslur. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Nei, núverandi stóriðjufram- kvæmdir hafa reynt um of á þanþol efnahagskerfsins, valdið mikilli þenslu og m.a. leitt til gríðarlegrar hækkunar vaxta sem hefur reynst skuldsettum fyrirtækjum og heim- ilum landsins þungur baggi. 8. Ertu fylgjandi því að breyta nú- verandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að íslenskur land- búnaður vaxi og dafni enda færir hann þjóðinni heilnæmari matvöru en víðast hvar er hægt að fá. Okkur ber að sýna framsýni og taka mið af alþjóðlegri þróun hvað snertir verslun og viðskipti með landbún- aðarvörur. Á næsta kjörtímabili er nauðsynlegt að hefja vinnu við að undirbúa íslenskan landbúnað fyrir væntanlega alþjóðasamninga um verslun með landbúnaðaraf- urðir. Markmiðið verði að greinin fái hæfilega langan aðlögunartíma til að mæta samkeppni og sækja fram á erlendum mörkuðum, t.d. með því að breyta hluta núverandi framleiðslustyrkja í búsetutengdan stuðning. ( því sambandi verði gætt jafnt að ólíkum búgreinum og þeim tryggð sambærileg starfsskil- yrði eftir því sem kostur er. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Fjölbreytt og góð menntun skiptir sköpum fyrir framtíðina og ber að hlúa að iðnmenntun ekki síður en menntun á öðrum sviðum. Við viljum byggja upp hátækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt og efla samkeppnissjóði. Frumkvæði ein- staklinga og sköpunarkraftur þarf að njóta sín en slíkt er illgerlegt í því þenslu- og hávaxtaumhverfi sem við erum í nú. VG vill skapa hagstæðari rekstrarskilyrði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og skiptir þá ekki síst máli að ná fjármagns- kostnaði niður. Við viljum efla sveitarfélögin með auknum tekjum þannig að þau geti hlúð betur að velferðarstofnunum og atvinnulífi. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Innganga í Evrópusambandið ásamt tilheyrandi framsali á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar þjónar ekki hagsmunum (slands að mati VG. Áfram árangur Þegar Framsóknarflokkurinn settist í ríkisstjórn árið 1995 var markvisst farið í að efla hér at- vinnuuppbyggingu og nýsköpun, enda lofaði flokkurinn 12 þúsund nýjum störfum á kjörtímabilinu sem í hönd fór. Það loforð var efnt og gott betur. í því kristallast sú áhersla framsóknarmanna að und- irstaða velferðar og samhjálpar er öflugt atvinnulíf og kröftug nýsköpun. Traustur efnahagur Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Á þessum tíma hefur staða ríkissjóðs tekið stakkaskiptum, skuldir ríkisins eru óverulegar og efnahagur traustari en áður í sögu lýðveldisins. Horfur eru á að kaupmáttur hafi aukist um u.þ.b. 75 prósent frá 1994-2007. Að auki hefur orðið veruleg raunaukning fjármagns til velferðarmála. ÉUndirstaða velferðar og samhjálpar er L öflugt atvinnulíf Umrœðan Sæunn Stefánsdóttir • Framlög ríkisins til heilbrigðis- mála hafa aukist frá árinu 1998 um 49 prósent. • Framlög ríkisins til almanna- trygginga og velferðarmála hafa aukist um 45 prósent á sama tíma. • Framlög ríkisins til fræðslumála hafa aukist frá 1998 um 59 pró- sent og til háskólastigsins um 80 prósent að raungildi. Styrk stjórn efnahagsmála hefur því ekki aðeins leitt af sér lengsta samfellda vaxtarskeið kaupmáttar og hagvaxtar í íslandssögunni, heldur hefur á sama tíma verið byggt upp enn öflugra velferðar- kerl'i. Með áframhaldandi uppbygg- ingu öflugs atvinnulífs og árangri áfram er unnt að gera enn betur í þeirri samhjálp sem við viljum geta boðið fólki um land allt. Lengra fæðingarorlof Það svigrúm sem við það skapast viljum við framsóknarmenn m.a. nýta til að hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur, fella niður stimpilgjöld, breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli, hækka frítekjumark á at- vinnutekjur lífeyrisþega og setja frí- tekjumark á lífeyrissjóðsgreiðslur, auka fjármagn og mannafla lög- reglu, setja nýja jafnréttislöggjöf, lengja fæðingarorlof í 12 mánuði og koma á gjaldfrjálsum leikskóla í samvinnu við sveitarfélögin, koma á ókeypis tannvernd til 18 ára ald- urs og auka niðurgreiðslur á tann- viðgerðum og breyta þriðjungi námsiána í styrk ef námi lýkur á tilskildum tíma. Við viljum árangur áfram - ekk- ert stopp. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.