blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 9
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 KOSNINGAR 2007 - 25 Baldur Þórhallsson: Framsókn sterk á lokasprettinum „Það sem vekur einna helst at- hygli er mikil fylgisaukning Vinstri grænna sem eru í öllum þremur kjördæmunum að tvöfalda fylgi sitt og ríflega það. Svo rekur maður auð- vitað augun í fylgistap Framsóknar- flokksins,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla íslands. Baldur segir kannanir í Reykjavík nokkuð misvísandi, ekki síst þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum. „Það er verulegur munur á fylgi flokksins í Reykjavík eftir þvi hver framkvæmir könnunina. Ef hann er með 40 pró- senta fylgi eins og kannanir Capa- cent Gallup gefa til kynna, þá er það mjög góð útkoma fyrir flokkinn. Ef hann er að skora 32-34 prósent eins og kannanir Félagsvísindastofnunar sýna er það ekki góð útkoma." Samfylkingin og Framsóknar- flokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu borgarstjórnarkosningum og telur Baldur ekki óliklegt að sú verði niðurstaðan þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum um næstu helgi. Kannanir hafa sýnt að Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, nái ekki inn á þing. Fari svo segir Baldur það verða áfall fyrir flokkinn. „Formenn Fram- sóknarflokksins hafa áður mælst úti viku fyrir kosningar. Það myndi samt sem áður veikja flokkinn verulega. Það verður að muna að flokkurinn bætir við sig fylgi á síð- ustu dögunum og kemur betur út í kosningum en kannanir sýna. Það má því frekar gera ráð fyrir því að flokkurinn styrki stöðu sína.“ Líkt og Framsóknarflokkurinn berjast Islandshreyfingin og Frjáls- lyndi flokkurinn í bökkum við að ná inn manni í Reykjavík. Baldur segir Reykjavík vera höfuðvígi ís- landshreyfingarinnar og því verði hún að gera betur þar ef hún ætli að ná manni inn á þing. I Suðvesturkjördæmi, Kraganum, er Sjálfstæðisflokkurinn með yfir- burðastöðu. Baldur segir að verði þetta niðurstaðan megi tala um glæsilega kosningu fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er geysi- sterkur í Garðabæ, Mosfellsbæ, Sel- tjarnarnesi og Kópavogi auk þess sem hann fær mörg atkvæði í Hafn- arfirði. Að því leyti er þetta mikið sjálfstæðiskjördæmi." Vinstri græn hafa ekki verið sterk í Kraganum, en nú er breyting þar á og flokkurinn rúmlega tvöfaldar fylgi sitt. Baldur segir að þessa aukn- ingu megi að hluta rekja til álversk- osninganna í Hafnarfirði, auk þess sem Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem skipar annað sæti listans hafi verið áberandi í kosningabarátt- unni. Þá furðar hann sig einnig á því hversu veik íslandshreyfingin er í kjördæminu. „Ef við horfum á allar deilurnar í kringum álversk- osningarnar í Hafnarfirði og þá stóru hreyfingu sem myndaðist gegn stækkuninni og frekari stór- iðjuframkvæmdum, er athyglisvert að hún skuli ekki mælast stærri.“ Baldur segir Samfylkinguna mega ágætlega una við sína stöðu í kjördæminu miðað við hversu miklu fylgi hún hefur tapað annars staðar. Framsóknarflokkurinn á hins vegar undir högg að sækja, líkt og annars staðar á landinu. „Fram- sóknarflokkurinn hefur stólað mikið á Siv Friðleifsdóttur sem hefur verið áberandi í kosningabar- áttunni og komið víða fram. Hún er eins og aðrir framsóknarmenn sterk á lokasprettinum. En flokkurinn er að tapa ríflega helmingi fylgisins sem yrði honum gríðarlegt áfall.“ Efsta fólk á listum flokkanna Reykjavíkurkjördæmi Norður 3. Fanný Guðbjörg Jónsdóttir 4. Jónína Brynjólfsdóttir 5. Halldór Nikulás Lárusson 6. Fanný Gunnarsdóttir 1. Guðlaugur Þór Þórðarson 2. Guðfinna S. Bjarnadóttir 3. Pétur Blöndal 4. Sigurður Kári Kristjánsson 5. Sigríður Ásthildur Andersen 6. Grazyna María Okuniewska 01. Margrét Sverrisdóttir 2. Ólafur Hannibalsson 3. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 4. Guðrún Ásmundsdóttir 5. Ragnar Kjartansson 6. Haukur Snorrason 1. Össur Skarphéðinsson 2. Jóhanna Sigurðardóttir 3. Helgi Hjörvar 4. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 5. Ellert B. Schram 6. Valgerður Bjarnadóttir 1. Magnús Þór Hafsteinsson 2. Ásgerður Jóna Flosadóttir 3. Erna V. Ingólfsdóttir 4. Auðunn Snævar Ólafsson 5. Þóra Guðmundsdóttir 6. Tryggvi Agnarsson 1. Katrín Jakobsdóttir 2. Árni Þór Sigurðsson 3. Paul Nikolov 4. Steinunn Þóra Árnadóttir 5. Kristín Tómasdóttir 6. Þröstur Brynjarsson Reykjavíkurkjördæmi Suður 1. Jónína Bjartmarz 2. Sæunn Stefánsdóttir 3. Árelía Eydís Guðmundsdóttir 4. Þórir Ingþórsson 5. Ingvar Mar Jónsson 6. Kristín Helga Guðmundsdóttir 01. Ómar Ragnarsson 2. Ósk Vilhjálmsdóttir 3. Sigríður Þorgeirsdóttir 4. Elvira Méndez Pinedo 5. Snorri Sigurjónsson 6. Elías Guðmundsson i/1. Geir H. Haarde jp 2. Björn Bjarnason 3. illugi Gunnarsson 4. Ásta Möller 5. BirgirÁrmannsson 6. Dögg Pálsdóttir jjT'. 1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 2. Ágúst Olafur Ágústsson 3. Ásta R. Jóhannesdóttir 4. Mörður Árnason 5. Kristrún Heimisdóttir 6. Reynir Harðarson 1. Jón Magnússon 1. Kolbrún Halidórsdóttir 2. Kjartan Eggertsson V 2- Álfheiður ingadóttir 3. Guðrún Þóra Hjaltadóttir 3. Auður Lilja Eriingsdóttir 4. Alvar Óskarsson 4. Guðmundur Magnússon 5. Viðar Guðjohnsen 5. Jóhann Björnsson 6. Grétar Pétur Geirsson 6. Halldóra Björt Ewen Suðvesturkjördæmi |l 1. Siv Friðleifsdóttir l|P 2. Samúel Örn Erlingsson 3. Una María Óskarsdóttir 4. Kristbjörg Þórisdóttir 5. Hlini Melsteð Jóngeirsson 6. Ólafur Ágúst Ingason 0K 1. Jakob Frímann Magnússon 2. Svanlaug Jóhannsdóttir 3. Lárus Vilhjálmsson 4. Elsa D. Gísladóttir 5. Friðrik Ingi Friðriksson 6. Guðrún Einarsdóttir ^^1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1. Gunnar Svavarsson Y 2. Bjarni Benediktsson fgp 2. Katrin Júliusdóttir 3. Ármann Kr. Ólafsson 3. Þórunn Sveinbjarnardóttir 4. Jón Gunnarsson 4. Árni Páll Árnason 5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Guðmundur Steingrímsson 6. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 6. Tryggvi Harðarson jSSfe 1. Koibrún Stefánsdóttir i?? 1. Ögmundur Jónasson 2. Valdimar Leó Friðriksson 2. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 3. Helgi Helgason 3. Gestur Svavarsson 4. Guðrún María Óskarsdóttir 4. Mireya Samper 5. Guðlaug Kristinsdóttir 5. Andrea Ólafsdóttir 6. Pétur Guðmundsson 6. Karl Tómasson Þannig er má með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina VEXTIR FRA AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 23.4.2007. SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *" BLANDAÐLÁN ” ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 4,0% * 4,4% * 5,0% GREIÐSLUBYRÐI"" 66.500 100.800 96.600 Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000. * M.v. 1. mánada Uborvexti 23.04.2007. 50% ibúðaríán/50% erient !án i CHF og JPY. *** Vextir á eriendri myntkörfu ráðastaf vedsetningu og myntsamsetningu og eru á biiinu 3,40/ó til 4,5% m.v. myntkörfu 4 Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreyt m J 1 FRjÁLSI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.