blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 12
28- KOSNINGAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 blaöiö Innfly tj endamálin eru kosningamál Frjálslyndi flokkurinn vill beita heimildum í EES-samningnum til að stýra för launafólks frá EES-lönd- unum til fslands. Þar getur íslenska ríkið gripið einhliða til viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma al- varlegir, efnahagslegir, þjóðfélags- legir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum. Erfiðleikarnir verða annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvofandi, og ráð- stafanir eiga að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu. Við gerð EES-samn- ingsins áskildu stjórnvöld sér einnig rétt til að grípa til sérstakra örygg- isráðstafana, t.d. atvinnuleyfis, ef alvarleg röskun yrði á jafnvægi vinnumarkaðar vegna meiriháttar flutninga starfsfólks sem beinast að sérstökum svæðum, störfum eða at- vinnugreinum eða vegna alvarlegrar röskunar á jafnvægi fasteignamark- aðar. Þetta var gert með sérstakri bókun íslenskra stjórnvalda við ákvæði samningsins, sem ekki var mótmælt á sínum tíma. Opin landamæri Neikvæð viðbrögð gegn því að grípa til ákvæða EES-samnings- ins koma frá talsmönnum allra flokka nema Frjálslyndra sem og Samtökum atvinnulífsins sem hafa augljósra hagsmuna að gæta í því að hafa sem mest framboð af vinnuafli í landinu á hverjum tíma. Við erum nú 300.000 manna þjóð með opin landamæri gagnvart um 470 milljóna manna þjóðfélögum þar sem nú eiga sér stað miklir flutningar á fólki frá fátækum fyrrum kommúnista- ríkjum í austri til velmegunar- ríkja í vestri. Við ráðum ekki við innstreymið svo vel megi vera, sökum fámennis þjóðarinnar. Lítil þjóð þarf að vera á verði Alrangt er að vonlaust sé að virkja 112. og 113. greinina í EES- samningnum. Við höfum kynnt okkur þessi mál. ísland er sjálf- stætt og fullvalda ríki. Það er okkar að leita réttar okkar með því að virkja ákvæði þeirra milli- ríkjasaminga sem við höfum gert. Lítil þjóð þarf alltaf að vera á verði Lítil þjóð þarf alltafað vera á verði Umrœðan Magnús Þór Hafsteinsson og hún þarf alltaf að vera reiðu- búin að þurfa að leggja eitthvað á sig til að verja sjálfstæði sitt og fullveldi. Það gerðum við í þorska- stríðunum þegar við náðum nýt- ingaréttinum á fiskimiðum okkar úr höndum útlendinga. Hið sama eigum við að gera nú til að endur- heimta réttinn til að ráða því sjálf í hvaða mæli við viljum fá erlenda ríkisborgarahingaðtiliandstilvar- anlegrar búsetu. Þjóðin verður að taka afstöðu til þess hver stefnan á að verða. Þróunin í fjölgun inn- flytjenda frá EES-ríkjunum er svo hröð núna að fari sem horfi, þá verður orðið of seint að gera nokkuð þegar næst verður vænt- anlega gengið til alþingiskosninga eftir fjögur ár. Þá mun þjóðfélags- gerðin hér á íslandi hafa breyst varanlega þar sem mjög stór hluti íbúa landsins verður fólk af er- lendu bergi brotið. Öllum til góðs Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem ætlar að beita sér fyrir því að taka upp stýringu á inn- streymi vinnuafls. Hinir ætla að standa ráðþrota og aðgerðalausir gagnvart mestu breytingum í þjóð- félagsgerð sem íslenska þjóðin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Kjósendur eiga að hafa þetta í huga þann 12. maí. Fái Frjáls- lyndi flokkurinn nægilegt umboð og komist hann í ríkisstjórn, þá mun hann beita sér fyrir því að það verði strax hafin vinna við að undirbúa að öryggisákvæðin í EES- samningnum verði virkjuð hið fyrsta. Öllum til góðs. Höfundur er varaformaður Frjálslynda flokks- ins og í 1. sæti á lista hans í Reykjavík norður Samgöngumál, velferð og skólamál í brennidepli í SV-kjördæmi: Nýja framhaldsskóla í Kópavog og Mosfellsbæ Áframhaldandi uppbygging stofn- brauta vegna sívaxandi umferðar er brýn í Suðvesturkjördæmi. Gera þarf úrbætur á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog með mislægum gatna- mótum. f hinum enda kjördæmis- ins er bent á að brýnt sé að klára ný vegamót við Vesturlandsveg og Þing- vallaveg, enda talsverð slysahætta þar í dag. Almenningssamgöngur eru líka nefndar sem brýnt mál í kjördæminu, greiða þurfi fyrir hjól- reiðaumferð og huga að hvers kyns samgöngum fyrir gangandi, hlaup- andi eða ríðandi umferð. Velferðarmálin eru ofarlega á blaði í kjördæminu. Þar má nefna bætta þjónustu og umönnun aldr- aðra með aukinni heimahjúkrun og fjölgun hjúkrunarrýma. Tals- maður Islandshreyfingarinnar segir framkomu gagnvart öldruðum til skammar. Þetta sé fólkið sem skóp forsendur og innviði samfélags- ins en nú blasi við því biðlistar og skattpíning. Framsóknarmenn leggja áherslu á fullt atvinnustig og fjölbreytt at- vinnu- og athafnalíf. Halda þurfi sköttum lágum á fyrirtækin í landinu. íslandshreyfingin bendir meðal annars á rekstur sérhæfðra menntastofnana, líftækni og þekk- ingariðnað og sömuleiðis upplifunar- iðnaðinn sem sagður er stærsti vaxt- arbroddur atvinnulífs í heiminum. Jakob Frímann Magnússon, oddviti íslandshreyfingarinnar, bendir á Latabæ sem augljóst dæmi um mögu- leika á því sviði. Sjálfstæðisflokk- urinn telur ekki þörf á neinum sér- tækum aðgerðum ríkisvaldsins til atvinnuuppbyggingar í kjördæminu en leggur áherslu á að hið opinbera standi vörð um starfsumhverfi fyr- irtækja og tryggi þeim bestu að- ^ stæður á hverjum tima. Það sé öruggasta atvinnustefnan. Meðal umhverfismála nefnir Framsóknarflokkurinn friðun strandlengjunnar frá Álftanesi um Garðabæ og Kópavog út í Skerja- fjörð og allt vestur í Gróttu. Græn vitundarvakning á heimilum með flokkun sorps og endurvinnslu að leiðarljósi er á lista íslandshreyf- ingarinnar og allir nefna nauðsyn þess að draga úr mengun af völdum bifreiða. Meðal brýnna umhverfis- mála nefnir VG stöðvun áforma um frekari stóriðju og undir það tekur fulltrúi Islandshreyfingarinnar. Bygging nýrra framhaldsskóla í Kópavogi og Mosfellsbæ er nefnd bæði af fulltrúa Frjálslyndra og Sjálf- stæðisflokks. Vegna fjölgunar íbúa í sveitarfélögunum er talið óumflýj- anlegt að byggja framhaldsskólana á allra næstu árum. Suðvesturkjördæmi: Tímabil hrókeringa Suðvesturkjördæmi eða Kraginn nær yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Bessastaða- hrepp, Seltjarnarneskaupstað, Mos- fellsbæ og Kjósarhrepp. Tæplega 54.600 kjósendur eru í Suðvestur- kjördæmi og eru þar tíu kjördæmiss- æti og tvö jöfnunarþingsæti. Eitt kjördæmissæti fluttist frá Norðvest- urkjördæmi til Suðvesturkjördæmis vegna búsetuþróunar. I alþingiskosningunum 2003 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 5 þing- menn kjörna, Samfylkingin 4, Fram- sóknarflokkur 1 og Frjálslyndi flokk- urinn 1. Miklar breytingar verða á þingmannaliði kjördæmisins, þing- menn hafa ýmist flutt sig um set eða eru hættir. Guðmundur Árni Stefánsson lét af þingmennsku haustið 2005 og tók við sendiherrastöðu í Svíþjóð. Ásgeir Friðgeirsson, sem var fyrsti varaþing- maður Samfylkingarinnar, afsalaði sér þingsætinu og tók Valdimar L. Friðriksson því sæti á þingi. Rúmu ári síðar sagði Valdimar — Leó skilið við Samfylkinguna og gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn. Gunnar Örlygsson, sem kjörinn var á þing fyrir Frjálslynda flokkinn í Suðvesturkjördæmi, gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vorið 2005. Þá lét Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðis- flokki, af þingmennsku haustið 2005 og er nú bæjarstjóri i Kópavogi. Sig- urrós Þorgrímsdóttir tók sæti Gunn- ars. Þær Rannveig Guðmundsdóttir, Samfylkingu, og Sigríður Anna Þórð- ardóttir, Sjálfstæðisflokki, hætta þingmennsku í vor. Rannveig hefur setið á þingi í tæpa tvo áratugi og gegndi um hríð embætti félagsmála- ráðherra. Sigríður Anna á að baki 16 ára þingmennskuferil og sat um tíma í umhverfisráðuneytinu. Fjármálaráðherrann, Árni Mat- hiesen, Sjálfstæðisflokki, hefur flutt sig yfir í Suðurkjördæmi og flokssystir hans, Sigurrós Þorgríms- dóttir,tekur ekki aftur sæti á þingi en hún skipar 22. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Meðal nýrra frambjóðenda má nefna Samúel Örn Erlingsson, Fram- sóknarflokki, Gunnar Svavarsson, Samfylkingunni, og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur fyrir Vinstri hreyf- inguna - grænt framboð. Þá leiðir Jakob Frímann Magnússon lista Islandshreyfingarinnar en hann skipaði 7. sætið á lista Samfylkingar- innar í Reykjavíkurkjördæmi suður við síðustu alþingiskosningar. Þeir feðgar Steingrímur Hermannsson og Guðmundur, sonur hans, eru báðir á framboðslistum í Suðvestur- kjördæmi, Steingrímur skipar heið- urssætið á lista Framsóknarflokks- ins en Guðmundur er í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.