blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 2
18 • KOSNINGAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 bladið b jeppa i miklu urvali JapanAJ.S.A._ Vagnhöföa 7 uALLABILAlv 110 Reykjavík Stál og stansar ehf. Sími: 517 5000 þriðjudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 KJÖRSTAÐIR í REYKJAVÍK við alþingiskosningar 12. maí 2007 Reykjavíkurborg í Reykjavíkurkjördæmí suður: Hagaskóli Hlíðaskóli Breiðagerðisskóli Ölduselsskóli íþróttamiðstöðin Austurbergi Árbæjarskóli Ingunnarskóli { Reykjavíkurkjördæmi norður: Ráóhús Kjarvalsstaóir Laugardalshöll íþróttamiðstöðin í Grafarvogi Borgaskóli Ingunnarskóli Kléþergsskóli Kjörfundur hefst laugardaginn 12. maí kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli kjósenda er vakln á að kjósandi, sem ekkl hefur meðferðis persónuskilríki, getur átt von á því að fá ekkl að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun á kjördegi hafa aðsetur í Hagaskóla og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yfirkjörstjórnarinnar verður á kjördegi 411 4920. Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun á kjördegi hafa aðsetur I Ráðhúsi Reykjavíkur og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yfirkjörstjómarinnar verður á kjördegi 411 4910. Borgarstjórinn í Reykjavík Yfirkjörstjórnin í Reykjavíkurkjördæmi suður Yflrkjörstjómln í Reykjavíkurkjördæml norður Velferð og samgöngur í brennidepli í Reykjavíkurkjördæmi norður: Sundabrautin forganc Samgöngumál brenna mjög á íbúum Reykjavíkurkjördæmanna og sýn fulltrúa stjórnmálaflokk- anna er áþekk hvað það varðar. Sundabraut er nefnd sem eitt helsta forgangsmálið í samgöngubótum borgarinnar og miðað við áherslur flokkanna er Sundabrautin handan við hornið. Brýnt er talið að ráðast sem allra fyrst í þessa framkvæmd en fleira er nefnt. Mislæg gatnamót og aðgerðir til að leysa umferðar- hnúta á fjölförnustu leiðum. Tals- menn flokkanna leggja áherslu á að- gerðir til að minnka loftmengun af völdum svifryks og bílamengunar, meðal annars með því að setja um- ferð í stokka og göng. Afstaðan til flugvallarins í Vatns- mýri er ekki eins skýr. Staðsetningin er umdeild og flokkarnir sammála um að frekari rannsókna sé þörf áður en kveðið verður upp úr með framtíðarstaðsetningu. Frjálslyndir eru þó með skýra stefnu, segja af- dráttarlaust að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Atvinnumál brenna á íbúum Reykjavíkur ekki síður en öðrum landsmönnum en atvinnuástand hefur þó verið gott á kjörtímabilinu. Samfylkingin nefnir að Reykjavík eigi að vera í fremstu röð höfuðborga á sviði fjármálaþjónustu, hátækni og þekkingarframleiðslu. Næsti ára- tugur eigi að verða áratugur há- tækni, markmiðið sé að skapa 5.000 ný störf á því sviði. s v V ')) Reykjavíkurkjördæmi norður: Framsóknarmenn nefna framþróun þekkingarsamfélagsins.nýsköpunar- og sprotafyrirtæki en benda um leið á að þróun atvinnulífsins verði að styðjast við metnaðarfullt fræðslu- kerfi, rannsóknir og vísindi. Frjáls- lyndir nefna að samkeppnisiðnaður hafi orðið fyrir skakkaföllum vegna hágengisstefnu og því sé brýnt að ná stöðugleika í gengismálum og draga úr þenslu og viðskiptahalla. Islands- hreyfingin nefnir nýsköpun í öllum greinum, fullvinnslu afurða, líftækni- og þekkingariðnað, menningu og menntun sem sóknarfæri. VG nefnir að frumkvæði einstaklinga og sköp- unarkraftur fái best notið sín J y ‘ v ' 'L Þrír ráðherrar horfnir á braut f •/ Kjósendur sem búa við norð- anverða Hringbraut, gömlu Hringbraut, Miklubraut eða Vest- urlandsveg verða á kjörskrá í Reykja- víkurkjördæmi norður. Kjalarnes (póstnúmer 116) tilheyrir Reykjavík- urkjördæmi norður. Tæplega 43.800 kjósendur eru í kjördæminu og eru þar níu kjördæ- missæti og tvö jöfnunarþingsæti. í alþingiskosningunum 2003 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 4 þing- menn kjörna, Samfylkingin hlaut sömuleiðis 4, Framsóknarflokkur 2 og Vinstri hreyfingin 1. Fjórir af 11 þingmönnum sem kjörnir voru 2003 eru hættir. Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokki, tók við stöðu seðlabankastjóra haustið 2005 og settist Ásta Möller á þing í hans stað. Bryndís Hlöðversdóttir, Sam- fylkingunni, lét af þingmennsku í lok sumars 2005 og tók Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þá sæti hennar. Halldór Ásgrímsson, Framsóknar- flokki, sagði af sér þingmennsku og ráðherradómi í september í fyrra og settist Guðjón Ólafur Jónsson þá á þing. Árni Magnússon, flokks- bróðir þeirra, hvarf til starfa hjá Glitni í mars í fyrra og tók Sæunn Stefánsdóttir þá sæti á Alþingi. Guðrún Ögmundsdóttir, Samfylk- ingunni, hættir þingmennsku að loknum kosningunum 12. maí en hún á að baki tvö kjörtímabil. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, á ekki sæti á þingi en leiðir nú lista Framsókn- arflokks í kjördæminu. Þá kemur Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrver- andi rektor Háskólans í Reykjavík, ný inn í 2. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins. Magnús Þór Hafsteins- son, Frjálslynda flokknum, hefur vy flutt sig úr Suðurkjördæmi og leiðir nú lista flokksins í Reykja- víkurkjördæmi norður. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Islandshreyfingarinnar, leiðir lista flokksins í kjördæminu en Margrét sagði skilið við Frjáls- lynda flokkinn fyrir skömmu. Með henni á lista eru Ólafur Hanni- balsson blaðamaður og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, áður vara- þingmaður Frjálslynda flokksins, en nú félagi í Islandshreyfingunni. Össur Skarphéðinsson íeiðir lista Samfylkingarinnar í kjördæminu og Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður VG, leiðir lista flokksins í kjördæminu. Þá sitja mæðginin Guðrún Ásmundsdóttir og Ragnar Kjartansson á lista Islandshreyf- ingarinnar í kjördæminu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.