blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 4
20- KOSNINGAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 bl REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI NORÐUR - TÍU SPURNINGAR TIL FRAMBJÓÐENDA Jón Sigurösson Framsóknarflokki 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Það sem er brýnast er að hér ríki efnahags- legur stöðugleiki og áfram verði byggt á öflugri, fjölbreyttri og kröft- ugri atvinnuuppbyggingu og nýsköpun sem nái til landsins alls. Það svigrúm sem nú hefur náðst sökum mikils hagvaxtar og kaup- máttaraukningar á undanförnum 12 árum viljum við að sé nýtt til að bæta velferðarkerfið enn frekar og draga úr útgjöldum einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Þá viljum við stórsókn í menntamálum enda mun aukin menntun leggja grunn- inn að lífskjörum framtíðarinnar. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Velferðar- og fjölskyldumál eru efst á baugi. Nú stendur yfir eitthvert mesta átak í þessum efnum sem sagan greinir, á grundvelli sam- komulags við Samtök aldraðra um hagsmunamál þeirra og við lífeyrissjóðina um málefni öryrkja. Næst má nefna umhverfismál sem á þessum slóðum tengjast mjög umferðar- og samgöngumálum. Því næst má nefna atvinnumál og atvinnuöryggi fyrir alla, meðal annars fyrir ungt fólk og verkafólk. Atvinnumálin tengjast vitaskuld, fræðslu- og menntamálum. Loks má nefna almenn efnahagsmál og langvarandi jafnvægi og stöðugleika. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, Framsóknarflokkurinn vill sterk- ari sveitarstjórnir sem geti veitt öflugri nærþjónustu. Við viljum því að tekjuskipting milli ríkis og sveit- arfélaga verði endurskoðuð og að hluti fjármagnstekjuskatts renni til sveitarfélaga. Þau verkefni sem við viljum kanna hvort ekki sé heppi- legt að flytjist yfir til sveitarfélag- anna eru málefni aldraðra, fatlaðra, heilsugæslu og framhaldsskóla. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Það að draga úr mengun. Svifryk, mengun frá flutningatækjum, bif- reiðum, flugvélum og skipum. Enn- fremur má nefna hávaðamengun. 5-Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Fyrst ber að nefna umferðaröryggi og aðgerðir á því sviði. Mjög miklu skiptir að ráðist verði sem allra fyrst í gerð Sundabrautar og Suður- landsvegar. Inni í borginni þarf að hraða gerð mislægra gatnamóta. 6. Telur þú rétt að gera breyt- ingar á eftirlaunafrumvarpinu? Framsóknarflokkurinn vill tryggja að allir landsmenn búi við sambæri- leg lífeyrisréttindi og vill afnema sérréttindi alþingismanna, líkt og ályktað var um á síðasta flokks- þingi flokksins. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Slíkar framkvæmdir eru háðar frjálsum samningum aðila en við teljum að rúm sé fyrir þær í hagkerf- inu. Ljóst er þó að framkvæmdir af þessum toga krefjast mikils og vandaðs undirbúnings. Æskilegt er að slíkri uppbyggingu verði þannig háttað að hún ógni ekki stöðug- leika I efnahagslífinu. 8. Ertu fylgjandi því að breyta nú- verandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Framtíðarfyrirkomulag þessara mála ræðst nokkuð af niðurstöðum Doha-viðskiptalotunnar innan Heimsviðskiptastofnunarinnar sem við íslendingar tökum þátt í. Á þessari stundu er óljóst hvað út úr viðræðunum kemur. Aukinheldur hafa íslendingar gert víðtæka frí- verslunarsamninga, bæði tvíhliða og innan vébanda EFTA og nýlega náðust samningar um tollalækkanir, m.a. á landbúnaðarafurðum, við Evrópusambandið. Við munum áfram verja innlenda matvælafram- leiðslu en viljum jafnframt að gerð verði ítarleg athugun á kostnaði íslenskra búvara frá haga til maga og að allra leiða verði leitað til að lækka sem flesta kostnaðar- Jiði, J_lnnið. verði að því að lækka kostnað bænda vegna eftirlits opin- berra aðila með starfsemi þeirra og jafnframt einfalda regluverk í sama tilgangi. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbygg- ingar í þínu kjördæmi? Leggja ber áherslu á framþróun þekkingarsamfé- lagsins, á aðstöðu og blóma nýsköpunar- og sprotafyrirtækja á mörgum sviðum. Margskonar þjónustustarfsemi dafnar í borginni og aðstaða slíkra fyrirtækja þarf að þróast áfram. Öll þessi þróun í atvinnulífinu verður að styðjast við metnaðarfullt fræðslukerfi, rann- sóknir og vísindi. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Afstaða (slendinga til Evrópu- sambandsins hefur lengi verið til umræðu. Framsóknarmenn vilja taka virkan þátt í málefnalegum umræðum um allar hliðar Evrópu- mála. Við teljum ekki tímabært að taka núverandi afstöðu (slands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafnvægi og varanlegan stöðugleika í efnahags-, atvinnu- og gjaldeyrismálum. Við eigum ekki að lúta nauðhyggju heldur taka ákvarðanir út frá okkar eigin þjóðarmetnaði og eigin styrkleikum. Magnús Þór Hafsteinsson Frjálslynda flokknum 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Laga velferðarhallann þar sem breytingar á skattkerfinu eiga að vega þyngst. Bæta hag heimilanna og hjálpa þeim að greiða niður skuldir. Hækka strax skatt- leysismörk þeirra sem hafa tekjur undir 1,8 milljónum á mánuði í 150.000. Mörk hinna fari strax í 112. 000. Afnema tekjutengingar maka við bótaþega, hækka frítekjumark aldraðra og öryrkja í eina milljón, skattleggja lífeyristekjur um 10%. Gera þjóðarátak í samgöngu- og öldrunarmálum. Breyta fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Lækka vexti og afnema verðtryggingu. Ná ábyrgri stjórn á málefnum innflytjenda og stjórna betur flæði þeirra til landsins. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Bendi á það sem ég svaraði fyrir ofan. Líka á endurbætur í sam- göngumálum - leysa umferðar- hnúta í borginni og endurbæta stór- lega öryggi vega inn og úr borginni með tvöföldun Vesturlandsvegar og vegar yfir Hellisheiði. Hefjast handa við gerð Sundabrautar. Koma betra lagi á heilbrigðismálin, setja málefni aldraðra í forgang og byggja upp með tilliti til fyrirsjáan- legrar fjölgunar eldri borgara. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Nei, alls ekki nema viðunandi tekjustofnar fylgi. Það sem mætti skoða að flytja til sveitarfélaga væri öldrunarmálin. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Draga úr svifryksmengun í borginni. 5. Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Leysa umferðarhnúta til að mynda með fleiri mislægum gatnamótum, bæta öryggi á vegum inn og úr borginni (tvöföldun Vesturlandsvegar og vegar á Hellisheiði), hefjast handa við Sundabraut. Flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Aðlögum hann betur að byggðinni. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Hróflum ekki við skattprósentum. Við eigum að einbeita okkur að hækkun skattleysismarka. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Hugsanlega, en við verðum að vanda okkur mjög í allir ákvarðanatöku. Ég vil þá sjá uppbygginu á svæðum þar sem hagvöxtur hefur staðnað eða verið neikvæður. Horfi til Norðaust- urlands í því sambandi. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til land- búnaðar á íslandi? Já, við í Frjáls- lynda flokknum erum með vandaða landbúnaðarstefnu þar sem við viljum breyta þessu. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar f þínu kjördæmi? Við verðum að hlúa að öflugu atvinnulífi á höfuðborgarsvæðinu. Samkeppnisiðnaður hefur orðið fyrir skakkaföllum vegna hágeng- isstefnunnar. Það er brýnt að ná stöðugleika í gengismálum og draga úr þenslu og viðskiptahalla. Reykjavík er miðstöð verslunar og þjónustu. Atvinnulífinu í Reykjavík gengur alltaf vel þegar stöðugleiki ríkir í efnahagslífinu. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Við eigum að hafa hug- ann opinn og fylgjast grannt með öllum möguleikum til framtíðar. Eins og staðan er nú, þá er svar mitt við þessum spurningum nei. Margrétar Sverrisdóttur íslandshreyfingunni 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? 1. Að skipta um ríkisstjórn og skapa nýja framtíðarsýn í efnahagsmálum með áherslu á verndun náttúrunnar. 2. Verulega bættar sam- göngur og fjarskiptakerfi 3. Afnema tekjutengingar og skerðingar í velferðarkerfinu til að auka þátttöku aldraðra og öryrkja í samfélaginu og gera þeim kleift að lifa mannsæm- andi lífi. 2. Hver eru 3 brýnustu mál- efnin í þínu kjördæmi? 1. Verndun gamalla húsa við Laugaveg. 2. Lagning Sundabrautar undir Ell- iðavog í samráði og sátt við borgar- búa og þess verði gætt að hún fari undir Eiðisvík og Leiruvog því þar eru dýrmætar, friðlýstar fjörur. 3. Mislæg gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, það er forgangsmál að flytja og efla nærþjónustu við aldraða og fatlaða en til að það verði sóma- samlega gert þarf að tryggja að málaflokknum fylgi nægt fjármagn. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Að minnka loftmengun af völdum svifryks og bílamengunar með ýmsum fyrirbyggjandi aðgerðum, s.s. að setja umferð í stokka og göng. Grænar áherslur á heimilum, svo sem flokkun sorps og endurvinnsla. 5. Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Að Ijúka gerð Sundabrautar og mislægum gatnamótum við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og koma sem flestum samgöngu- æðum í stokka og göng til að minni mengun verði í íbúðahverfum. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? (slandshreyfingin vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. í lok kjörtímabils verði búið að hækka skattleysismörk í 142.600 kr. sem er sú upphæð sem þau ættu að vera í hefðu stjórnvöld látið skatt- leysismörkin fylgja verðlagsþróun. Æskilegt væri að tækist að lækka tekjuskatt einstaklinga niður fyrir 30% á kjörtímabilinu, en það tekst ekki nema við náum fyrst niður þenslunni. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Nei, það er ekki svigrúm fyrir frek- ari stóriðjuframkvæmdir. Þensla af völdum stóriðjustefnunnar hefur valdið miklum usla í viðskiptaum- hverfi fyrirtækja og almennings með verðbólgu, vaxtaokri og geng- issveiflum. Svo er engin leiö að meta arðsemi stóriðjunnar meðan orkuverði er haldið leyndu og arð- semi því líklegast óviðunandi. 8. Ertu fylgjandi þvf að breyta núverandi styrkjakerfi til land- búnaðar á íslandi? Já, létta af haftastefnu og auka samkeppni. íslandshreyfingin telur nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi framleiðslu- styrkja yfir [ búsetutengda nýsköp- unarstyrki og grænar greiðslur. Auðvelda þarf nýliðun í greininni og gera bændum kleift að fullvinna afurðir á búum sínum til að auka verðmætasköpun og fjölbreytni á markaði. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Það er mikilvægt að hlúa vel að ný- sköpun í öllum greinum, hvort sem er í fullvinnslu afurða, líftækni eða þekkingariðnaði. Þá ber að nefna menningu af því að tónlist, kvikmyndagerð og hönnun eru vaxandi í atvinnu- sköpun. Menntun skapar einnig mikla vaxtarmöguleika. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu f ESB og upptöku evrunnar? Næsta kjörtímabili á að verja í að kanna kosti og galla við inngöngu í ESB. Innganga kemur ekki til mála nema þjóðinni sé tryggt sjálfræði yfir auðlindum sínum. Hvort hægt er að semja um slíkt er ekki Ijóst nema látið sé reyna á samningsmarkmiðin. Að því loknu verður þjóðin að taka afstöðu til inngöngu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Gengissveiflur og okurvaxta- stefna hafa verið íslenskum útflutningsfyrirtækjum fjötur um fót. Því kann að vera rétt að kanna möguleika á inngöngu í myntbanda- lagið eða í það minnsta kanna möguleika á því að tengja gengi krónunnar við evru. Guðlaugur Þ. Þórðarson Sjálfstæðisflokki 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Við viljum beita okkur enn frekar í málefum eldri borgara, tryggja að áfram verði hlúð að menntun og nýsköpun hér á landi og gæta þess að skilyrði atvinnu- lífsins hér á landi séu í fremstu röð. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Tilkoma Sunda- brautar mun hafa mikið að segja og sömuleiðis nýtt þjóðarsjúkrahús. Ennfremur má nefna áframhald- andi uppbyggingu í menntamálum. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, málefni eldri borgara og málefni fatlaðra. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Áfram- haldandi uppbygging á sviði endurnýjanlegrar orku sem er grundvöllurinn að útrás íslenskra orkufyrirtækja. Ennfremur er brýnt að hlúa áfram að náttúruvernd og auka hlutdeild umhverfisvænna orkugjafa í samgöngum. 5. Hver eru brýnustu sam- göngumálin í þínu kjördæmi? Lagning Sundabrautar, tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar og mislæg gatnamót, sérstak- lega á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. 6. Hver ætti skattprósentan (tekju- skattur) að vera í lok næsta kjör- tímabils? Við viljum lækka skatta á einstaklinga enn frekar en höfum ekki sett markið á ákveðna pró- sentu eða krónutölu í þeim efnum. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? (Ef já, hversu margar og hvaða verkefni ættu að vera í forgangi) Það er mikilvægt að hafa í huga að slíkar ákvarð- anir eru ekki á hendi ríkisvaldsins, heldur fyrirtækja og sveitarfélaga. Ríkið hefur hins vegar það hlutverk að setja almennan ramma og reglur sem slíkar framkvæmdir verða að uppfylla og gangi það eftir eru stóriðju- og virkjanaframkvæmdir lyftistöng fyrir atvinnulífið. 8. Ertu fylgjandi því að breyta nú- verandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Almenn markaðs- lögmál ættu að gilda í landbúnaði og ég tel að við eigum að skapa þau skilyrði að landbúnaðurinn geti tekist á við nýja tíma, þ.e. minni tollvernd og lægri framleiðslustyrki. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjör- dæmi? Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög gott atvinnu- ástand undanfarin ár og við viljum halda áfram á sömu braut með því að skapa skilyrði til áframhaldandi uppgangs í atvinnulífinu og með áherslu á menntun og nýsköpun. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Nei, við teljum það ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir Vinstri hreyfingin grænt framboð 1. Hver eru 3 brýn- , ustu málefnin á /M landsvísu? f Æ Íf' Þrjú brýnustu málin í þessari kosninga- » - rl baráttu eru í fyrsta | W. . gá lagi að endurheimta Jr öflugt norrænt velferðar- kerfi og tryggja félagslegt réttlæti, í öðru lagi markviss umhverfisvernd, forgangsröðun í þágu náttúrunnar og að tryggja að við skilum landinu í hendur ókominna kynslóða í betra ástandi en við tókum við því. í þriðja lagi er það barátta fyrir rétt- indum kvenna almennt — gegn kyn- bundnu ofbeldi og kynbundnum launamun en óútskýrður launa- munur kynjanna er hér enn 16% og hefur lítið sem ekkert breyst í tíð núverandi stjórnar. Til þess að nýr hugsunarháttur í þessum anda verði ríkjandi eftir kosningar þarf að skipta út ríkisstjórninni. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Ég tel að velferðarmálin séu mjög brýn hér á höfuðborgarsvæðinu eins og um land allt. Hér vantar hjúkrunarrými fyrir aldraða og hér eins og annars staðar skiptir máli að efla réttindi þeirra sem minnst hafa á milli handanna, t.d. með því að fella niður komugjöld hjá heilsugæslunni og hækka skattleysismörk þeirra sem minnstar hafa tekjurnar. Þá skiptir máli að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur í tann- heilsu ungmenna Þetta á auðvitað við um land allt en maður finnur að velferðarmálin brenna á kjósendum hér. Svo má nefna samgöngumál, öflugri almenningssamgöngur, greiðari leiðir fyrir gangandi og hjól- andi og svo að klára Sundabraut. í þriðja lagi má nefna menntamálin sem eru sömuleiðis mál allra lands- manna — tryggja þarf fjölbreytni og jöfnuð á öllum skólastigum. 3. A að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, það kemur ýmislegt til greina í þeim efnum en fyrst verður að losa sveitarfélög úr ríkjandi fjársvelti og tryggja þeim aukna tekjustofna. Það höfum við lagt til á Alþingi og teljum að um 5 milljarða tilfærslu þurfi til að sveitarfélögin geti sinnt lögboðinni þjónustu svo vel sé. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Umhverfismál eru í eðli sínu ekki kjördæmabundin. Tökum sem dæmi loftslagsmálin en vindurinn spyr jú ekki um kjördæmamörk! Hér eins og annars staðar gildir það að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á að vera undirstaða allrar stefnu- mótunar, ekki síst í atvinnumálum. Það skiptir máli að móta heildstæða náttúruverndaráætlun áður en frek- ari nýting er ákveðin. Þess vegna viljum við hverfa frá áformum um frekari stóriðju og veita um leið efna- hags- og atvinnulífi svigrúm til að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára og stuðla að fjölbreyttri atvinnu- uppbyggingu í sátt við umhverfi og náttúru. Þá verðum við að axla ábyrgð í loftslagsmálum, standa við alþjóðlegar skuldbindingar og draga veruleaa úr losun gróðurhúsa- lofttegunda.T því samhengi getum við á höfuðborgarsvæðinu lagt okkar af mörkum, t.d. þegar kemur að samgöngum. 5. Hver eru brýnustu sam- göngumálin í þínu kjördæmi? Hér þarf að vinna að því að Ijúka Sundabraut í sátt við íbúa og gera hjólreiðar að góðum valkosti, t.d. með því koma hjólabrautum inn í vegalög og tryggja slíkar brautir meðfram öllum stofnbrautum. Þá

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.