blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 11
eru lagning Sundabrautar og mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. 6. Hver ætti skattprósentan að vera í lok næsta kjörtfmabils? Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta á einstaklinga enn frekar en ekki liggur fyrir hver prósentan eigi að vera að fjórum árum liðnum. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ákvarðanir um frekari stóriðjuáform eru ekki á hendi ríkisvaldsins, heldur ein- stakra fyrirtækja og sveitarfélaga en slíkar framkvæmdir verða að uppfylla þær reglur og umhverf- iskröfur sem gerðar eru af hálfu stjórnvalda. Að þessum skilyrðum upþfylltum og svo framarlega sem aðstæður í hagkerfinu leyfa slíkar framkvæmdir er atvinnuuþþbygg- ing í tengslum við stóriðju eðlileg og verðmæt viðbót við íslenskt atvinnulíf. 8. Ertu fylgjandi því að breyta nú- verandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Landbúnaðurinn stendur ávallt frammi fyrir kröfu um aukna hagræðingu og samkeppni, sem hann verður að mæta. Sjálf- stæðisflokkurinn vill skapa þau skil- yrði, að landbúnaðurinn geti mætt minnkandi tollvernd og lægri fram- leiðslustyrkjum til samræmis við alþjóðasamninga. Þá vill flokkurinn stefna að því að almenn markaðs- lögmál gildi í landbúnaði en gæta þess að þreytingar á kerfinu verði gerðar í samráði við bændur og að ekki verði farið út í kollsteypur. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Atvinnuástand á höfuð- borgarsvæðinu eins og víðast hvar á landinu hefur verið mjög gott og til að mynda hafa mörg ný störf orðið til í fjármálageiranum að und- anförnu, sem er jákvæð þróun. Við viljum halda áfram að styðja vel við menntastofnanir og nýsköpun sam- hliða því að búa atvinnulífinu áfram hagstæð skilyrði. Þannig tryggjum við fjölbreytt atvinnutækifæri. Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Breytt at- vinnustefna. Horfið verði af braut blindrar stóriðju- stefnu og tekin upp atvinnustefna í sátt við umhverfi og náttúru, með það að markmiði að endurreisa efna- hagslegan stöðugleika. Þá leggjum við áherslu á að leið- rétta það misrétti sem aldraðir og öryrkjar hafa þurft að búa við. Við köllum það að koma á félagslegu réttlæti. Undir það heyrir líka að leiðrétta stöðu kvenna í samfélag- inu, takast á við kynbundið ofbeldi, gera kaup á vændi refsiverð og afnema launamun kynjanna. Loks nefni ég skóla morgundags- ins. Menntakerfið okkar þarf að vera fyrir alla og forðast ber alla mismunun sem þar viðgengst. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þfnu kjördæmi? Þau sömu og á landsvísu. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Fyrsta boðorðið í þeirri viðleitni að efla nærþjónustuna er að tryggja jafna stöðu sveitarfélaganna í landinu. Þegar á heildina er litið eru sveit- arfélögin gríðarlega skuldug og eru gerð upp með milljarða halla árlega. Slíkt er óásættanlegt og verður ekki leiðrétt nema með stór- felldum breytingum á tekjuskipting- unni. Við teljum að það þurfi u.þ.b. 5 milljarða tilfærslu og höfum lagt fram tillögur á Alþingi þar um. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar á að vera undirstaða allrar stefnumót- unar og verkefnin í borgarsamfé- laginu eru ærin. Nauðsynlegt er að ráðast í það verkefni að draga úr mengun og losun gróðurhúsaloft- tegunda frá samgöngum. Á næstu fimm árum ætti að vera hægt að draga úr losun frá samgöngum um sem nemur 20%. Þá þarf að huga sérstaklega að skipulags- málum og samþætta þar sem kostur er íbúabyggð, þjónustu- og atvinnusvæði svo borgarhverfin verði sjálfstæðar einingar þar sem manneskjulegt umhverfi er í fyrirrúmi. Þessi verkefni verða þó ekki unnin án þess að til komi bylt- ing í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Aflétta þarf skattlagningu af almenningssam- göngum og tryggja tíðar ferðir milli borgarhluta. Tengja þarf borgar- hluta með hljólreiðabrautum og auka öryggi gangandi og hjólandi í umferðinni með sérstökum hjóla- reinum meðfram öllum akbrautum. 5-Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Sjá svar við spurningu 4. 6.Hver ætti skattprósentan að vera í lok næsta kjörtímabils? Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur ekki breytingar á hlutfalli tekjuskatts á stefnuskrá sinni á næsta kjörtímabili. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Nei, nú- verandi stóriðjuframkvæmdir hafa reynt um of á þanþol efnahags- kerfsins. Nú er nauðsynlegt að róa hagkerfið og byggja upp þær atvinnugreinar sem eru rótgrónar í landinu auk þeirra nýju greina sem nýta hugvit og þekkingu án þess að ganga ótæpilega á náttúruauðlindirnar. 8. Ertu fylgjandi því að breyta nú- verandj styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Það þarf að hefja vinnu við að undirbúa íslenskan landbúnað fyrir væntanlega al- þjóðasamninga um verslun með landbúnaðarafurðir, en markmiðið á að vera að byggja greinina upp á forsendum sjálfbærrar þróunar og auka verðmætasköpun innan hennar. Skapa þarf skilyrði fyrir ís- lenska framleiðendur til að sækja fram á erlendum mörkuðum. Við lítum svo á að breyta þurfi hluta núverandi framleiðslustyrkja í bú- setutengdan stuðning. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjör- dæmi? Ég trúi á frumkvæði einstak- linga og að sköpunarkraftur þeirra eigi að fá að njóta sín. Þess vegna viljum við vinstri-græn skapa hag- stæðari rekstrarskilyrði fyrir lítil og meðalstórfyrirtæki, byggja uþþ há- tækni- og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt og efla samkeppnissjóði. Þá viljum við efla sveitarfélögin til mikilla muna með jafnari tekjuskiptingu, bæta samgöngur, koma á strandsigl- ingum og tryggja nútímafjarskipti i dreifðum byggðum. Huga þarf að tengingum okkar við umheiminn með lagningu nýs sæstrengs til landsins og skapa vænleg rekstrar- skilyrði fyrir þau fyrirtæki sem eiga allt sitt undir samskiptum gegnum Netið. Þannig leggjum við grunn að nýjum tímum í atvinnu- og byggðaþróun. 10. A (sland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? í grunninn viljum við vinstri-græn opin og mikil sam- skipti við aðrar þjóðir, en við viljum ekki hefta okkur með því að binda slík samskipti í viðjar ESB. Við teljum inngöngu í ESB ásamt tilheyrandi framsali á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar ekki þjóna hagsmunum íslands. Sjálfstæði okkar er betur borgið utan ESB en innan þess. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra 1. sæti Suðurkjördæmi Valgerður Sverrisdóttir Jónína Bjartmarz utanríkisráðherra umhverfisráðherra 1. sæti Norðausturkjördæmi 1. sæti Reykjavíkur- kjördæmi suður Jón Sigurðsson Magnús Stefánsson Siv Friðleifsdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra félagsmálaráðherra heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1. sæti Reykjavíkur- 1. sæti Norðvesturkjördæmi 1. sæti Suðvesturkjördæmi kjördæmi norður Jafnrétti í verki Konur og karlar starfa hlið við hlið í forystu Framsóknar sem ráðherrar og oddvitar framboðslista. Framboðslista flokksins í kosningunum 12. maí skipa jafnmargir karlar og konur. Fæðingarorlof beggja foreldra er forsenda jafnréttis á vinnumarkaði. Við komum því á og á næsta kjörtímabili munum við lengja það í 12 mánuði. Við höfum jafnframt komið á vottun jafnra launa hér á landi sem tryggir að unnið sé með markvissum hætti að launajafnrétti kynjanna. Við munum enn fremur koma á nýrri jafnréttislöggjöf sem ræðst gegn kynbundnum launamun með afnámi skyldu starfsmanns til launaleyndar og jafnar stöðu karla og kvenna í ráðum og nefndum. Við sýnum jaf nrétti í verki! jr Arangur áfram - ekkert stopp framsokn.is Framsókn

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.