blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 5

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 5
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 má efla almenningssamgöngur á svæðinu, t.d. með því að endur- skoða skattlagningu ríkisins á almenningssamgöngur hér á svæð- inu. 1 almennri vegagerð um land allt þarf að gera átak, einbreiðar brýr á hringveginum eiga að heyra sögunni til og tengja þarf þá landshluta sem orðið hafa útundan undanfarin ár við vegakerfið með nútímavegum. Við viljum ennfremur létta þunga af þjóðvegum og auka umferðaröryggi með því að leita hagkvæmra leiða til að koma aftur á strandsiglingum. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur ekki breytingar á hlutfalli tekjuskatts á stefnuskrá sinni á næsta kjörtímabili. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Nei, núverandi stóriðjufram- kvæmdir hafa reynt um of á þanþol efnahagskerfsins og m.a. leitt til gríðarlegrar hækkunar vaxta sem hefur reynst skuldsettum fyrirtækjum og heimilum landsins þungur baggi. 8. Ertu fylgjandi því að breyta nú- verandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Vinstrihreyfingin - grænt framboð álítur rétt að hefja strax á næsta kjörtímabili vinnu við að undirbúa íslenskan landbúnað fyrir væntan- lega alþjóðasamninga um verslun með landbúnaðarafurðir. Mark- miðið verði að greinin fái hæfilega langan aðlögunartíma til að mæta samkeppni og sækja fram á er- lendum mörkuðum. Breyta þarf hluta núverandi framleiðslustyrkja í búsetutengdan stuðning annars vegar og græna styrki hins vegar. í því sambandi verði gætt jafnt að ólíkum búgreinum og þeim tryggð sambærileg starfsskilyrði eftir því sem kostur er. í þessari endur- skoðun felast mikil sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað 9-Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Hlutverk stjórnmálanna er fyrst og fremst að skapa skilyrði til að frumkvæði einstaklinga og sköpunarkraftur fái að njóta sín. Ég tel mikilvægt að skapa hagkvæm rekstrarskilyrði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. í því samhengi þurfum við að huga sér- staklega að sprotafyrirtækjum og stefna að auknum útflutningi sem byggist á hátækni og þekkingar- iðnaði. Til að við getum byggt upp hátækni- og þekkingargreinar þarf að styrkja rannsóknir og nám á háskólastigi um land allt og efla samkeppnissjóði, t.d. Tækniþró- unarsjóð og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Innganga í Evrópusam- bandið ásamt tilheyrandi framsali á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar þjónar ekki hagsmunum íslands. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni 1. Hver eru 3 brýnustu mál efnin á landsvísu? (fyrsta lagi að bæta velferðarþjónustuna með áherslu á málefni aldraðra og barna. í öðru lagi að end- urheimta jafnvægi I efnahgs- málum samfélagsins og í þriðja lagi að gera átak til fjárfestingar í inn- viðum samfélagsins þ.e. menntun, fjarskiptum og samgöngum. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Að eyða biðlistum sem eru orðnir helsta einkenni ríkisstjórnarinnar, með áherslu á biðlista aldraðra eftir hjúkrunarrýmum og biðlista barna með geðraskanir og þroskafrávik eftir greiningu. Bæta húsnæði og aðbúnað framhaldsskólanna í borginni sem er verri en víðast hvar á landinu og tryggja greiðar sam- göngur til og frá borginni og ekki síður innan höfuðborgarsvæðisins. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já. Samfylkingin vill byrja á að flytja málefni aldraðra og fatlaðra til sveitarfélaganna enda fellur það mjög vel að nærþjónustuhlut- verki sveitarfélaganna. Þessum verkefnum þurfa hins vegar að fylgja tekjustofnar s.s. hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum sem er vaxandi tekjustofn. í dag er staðan sú að þeir sem hafa mestar tekjur sínar af fjármagni greiða lítið sem ekkert til sveitarfélaganna. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Brýnast er að draga úr mengun í borginni sem fylgir vaxandi bílaum- ferð vegna koltvíoxíðs og svifryks. Einnig þarf að koma í veg fyrir að verðmæt náttúrusvæði spillist vegna orkuvinnslu og Samfylkingin hefur lagt til friðun Brennisteins- fjalla á Reykjanesi og Grændals á Hengilssvæðinu. ö.Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Lagning Sundabrautar - með jarðgöngum undir Kleppsvík - sem fyrst alla leið upp á Kjalarnes og tvöföldun Suðurlandsvegar. Einnig þarf að gera vandaða áætlun um að efla almenningssamgöngur með aðkomu ríkisins en í dag hefur ríkið tekjur af almenningssamgöngum m.a. I formi virðisaukaskatts á vagnakaupum. ö.Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur)að vera í lok næsta kjörtímabils? Óbreytt, en skattleysismörkin þurfa að hækka þar sem slík breyt- ing kemur sér betur fyrir hina tekju- lægstu en lægri skattprósenta. 7. Er svigrúm fyrir rekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtlmabili? Nei, nú er rétt að íslendingar staldri við, og taki sér ráðrúm til að meta hvert við viljum stefna í þessum málum. Við þurfum að gera ramma- áætlun um náttúruvernd til að meta og taka frá þau svæði sem ómet- anleg eru fyrir framtíðina, og að því loknu tökum við ákvarðanir um hvert stefna ber. Framhaldið verður einnig að ráðast af alþjóðlegum skuldbindingum um losun gróð- urhúsalofttegunda og stöðunni í hagkerfinu. 8. Ertu fylgjandi því að breyta nú- verandj styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Samfylkingin vill fara meira yfir í beinar, grænar greiðslur og draga úr framleiðslutengdum styrkjum. 9-Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Reykjavík á að vera í fremstu röð höfuðborga á sviði fjármálaþjónustu, hátækni og þekkingarframleiðslu. Ég vil í fyrsta lagi tryggja reykvíska rótfestu útrásarfyrirtækjanna með því að hafa skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja ávallt samkeppnishæft. [ öðru lagi hefur Samfylkingin lagt fram ítarlegar tillögur um að næsti áratugur verði áratugur hátækni, þar sem ríkið beiti almennum og sér- tækum aðgerðum til að efla sprota- fyrirtæki, og við höfum sett það markmið að til verði 5000 ný störf á hátækni, þekkingarframleiðslu og öðrum skapandi greinum. í því felst byggðastefna, sem heldur unga fólk- inu okkar í landinu með því að tryggja fjölbreytt atvinnulíf við allra hæfi, sem borgar góð laun. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inn- göngu í ESB og upptöku evrunnar? Já, Samfylkingin vill Evrópu- verð á matvælum og Evrópuvexti á fjármagn fyrir fyrirtæki og húsnæð- iskaupendur. Við eigum því að búa okkur undir aðild að Evrópusamband- inu. Nú liggur fyrir að við munum ekki tapa neinum aflaheimildum við inngöngu, hugsanlega auka þær. Þar með er helsta þröskuldi aðildar úr vegi rutt. Við eigum jafnframt að vinna að því að skapa þau skilyrði í efnahagsmálum að ísland uppfylli skilyrðin fyrir að taka upp evruna - sem við gerum ekki núna vegna óstöðugleikans, verðbólgu og ofur- vaxta - til að þjóðin geti átt völ á því að taka upp evruna, ef hún vill. For- senda aðildar að ESB og myntbanda- laginu er auðvitað þjóðaratkvæða- greiðsla að okkar mati. Benedikt S. Lafl eur Uar leiðir út úr úlfakreppu islenskra stjórntnála icienskra stjórnma íeiðtr út úr últakreppu Ný sýn í pólitík eftir sjósundkappann og hugsjónamanninn Benedikt S. Lafleur boðartímamót í íslenskum stjórnmálum ! 2007 er ár samvinnu og hugsjóna. (bók sinni bendir Benedikt á sjö nýjar leiðir til að styrkja og sameina (slenskt sam- félag. Fjallað er m.a. um þýðingu náttúrunnar, helstu mein þjóðarinnar og hvernig megi lækna þau, hvernig hægt sé að draga úr spillingu í stjórnmálum og leyfa lýðræðinu að blómstra og hlutverk Islands í heiminum. Hér er á ferðinni bók sem enginn meðvitaður (slendingur ætti að láta framhjá sér fara! Sérstaklega ekki fyrir kosningar! Bókin er á sérstöku tilboðsverði, á aðeins 1.990 kr. og fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins, sem og í Listasetri Lafleur, Hólmaslóð 4, 101 Rvk. S: 659-3313, iafleur@simnet.is xJA, PAP qtPATf Holl og góð trefjarík brauð í dagsins önn Til kornvöru teljast hafrar, rúgur, hveiti, bygg, hrísgrjón og maís, ásamt afurðum úr þessum vörum, svo sem brauð, grautar, pasta og morgunkorn. Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum í hýði og kími. Þess vegna er mikilvægt að neyta kornvöru sem inniheldur alla hluta kornsins. Stundum er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð, en oftar er þó notað malað heilkorn, sem inniheldur ennþá öll næringarefni kornsins. Dalvegi 4 • Sími 564 4700 Hamraborg 14 • Sími 554 4200 Opið:Mánud.-föstud. 06:00-18:00 Opið:Mánud-laugard.08:00-18:00 Laug. 06:00 • 17:00 Sunn. 07:00-17:00 Laug. 08:00-16:00 Sunn. 09:00-16:00 Þú færð allt holla og góða brauðið hjá okkur! ■ grófa

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.