blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 10
26- KOSNINGAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 blaöið REYKJAVÍKURKJÖRDÆMISUÐUR - TÍU SPURNINGAR TIL FRAMBJÓÐENDA Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokki 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Það sem er brýnast er að hér ríki efnahags- legur stöðugleiki og áfram verði byggt á öflugri, fjölbreyttri og kröft- ugri atvinnuuppbyggingu og nýsköpun sem nái til landsins alls. Það svigrúm sem nú hefur náðst sökum mikils hagvaxtar og kaup- máttaraukningar á undanförnum 12 árum viljum við að sé nýtt til að bæta velferðarkerfið enn frekar og draga úr útgjöldum einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Þá viljum við stórsókn í menntamálum enda mun aukin menntun leggja grunninn að lífskjörum framtíðarinnar. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin f þínu kjördæmi? Bætt þjónusta og umönnun aldraðra með fjölgun hjúkrunarheimilisplássa ásamt því að flutningur málefna eldri borgara eigi sér stað frá ríki til sveitarfé- laga. Við leggjum mikla áherslu á samgöngumál og að hlutur höfuð- borgarsvæðisins af vegafé verði bættur. Brýnt að leggja meira upp úr almenningssamgöngum. Ríkið sparar stórar fjárhæðir í samgöngu- mannvirkjum með því að koma með sveitarfélögum í það að gera almenningssamgöngur að raun- hæfum valkosti. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, Fram- sóknarflokkurinn vill sterkari sveitarstjórnir sem geti veitt öflugri nærþjónustu. Við viljum því að tekjuskipting milli ríkis og sveitar- félaga verði endurskoðuð og að hluti fjármagnstekjuskatts renni til sveitarfélaga. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Draga úr hávaða- og loftmengun frá umferð með öllum tiltækum ráðum. Stærst hlýtur þar að vega að halda aftur af aukningu umferðar með almenningssamgöngum eins og fram kemur hér að ofan. Lífsgæði borgaranna felast einnig í aðgangi að opnum svæðum til útvistar. Þar stendur um þessar mundir næst að friða strandlengju Skerjafjarðar, alla leið út á Álftanes. Megum ekki sofa á verðinum þegar vatnsvernd neyslvatns ofan byggöarinnar er annarsvegar. Þar er um afar dýr- mæta auðlind að ræða sem okkur ber skylda til að gæta vel. 5. Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Stærsta verkefni okkar næstu árin verður að vera gerð Sundabrautar í botn- göngum í einum áfanga og gerð mislægra gatnamóta á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt fyrir fé til þeirra framkvæmda og þær munu verða að veruleika á næstu árum. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Eðlilegt er að skatt- prósentan verði lækkuð enn frekar gefist til þess svigrúm. Á sviði skattamála teljum við þó brýnna að horfa fyrst til þess að hækka skatt- leysismörk, afnema stimpilgjöld, draga úr tekjutengingum barnabóta. 7. Er svigrúm fyrir frekari stóriðju- eða virkjanafram- kvæmdir á næsta kjörtíma- bili? Slíkar framkvæmdir eru háðar frjálsum samningum að- ila en við teljum að rúm sé fyrir þær í hagkerfinu. Ljóst er þó að framkvæmdir af þessum toga krefj- ast mikils og vandaðs undirbúnings. Æskilegt er að slíkri uppbyggingu verði þannig háttað að hún ógni ekki stöðugleika í efnahagslífinu. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Framtíðarfyrirkomu- lag þessara mála ræðst nokkuð af niðurstöðum Doha-viðskiptalot- unnar innan Heimsviðskiptastofnun- arinnar sem við íslendingar tökum þátt í. Á þessari stundu er óljóst hvað út úr viðræðunum kemur. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjördæmi? Framsóknarflokkurinn leggur höfuðáherslu á fullt atvinn- ustig og fjölbreytt atvinnu- og athafnalíf. Hlúa vel að þeirri atvinnu sem nú er, s.s. hvers kyns þjónustu- starfsemi og umönnun. Lykilatriði er að stjórnvöld skapi þau skilyrði sem einstaklingar og fyrirtæki í borginni nýti til atvinnusköpunar, eins og gerst hefur á þessu kjörtímabili. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Við teljum ekki tíma- bært að taka núverandi afstöðu íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér langvarandi jafn- vægi og varanlegan stöðugleika í efnahags-, atvinnu- og gjaldeyr- ismálum. Við eigum ekki að lúta nauðhyggju heldur taka ákvarðanir út frá okkar eigin þjóðarmetnaði og eigin styrkleikum. Jón Magnússon, Frjálslyndum 1. Hver eru 3 brýnustu málefnin á landsvísu? Lagfæra velferðarhall- ann með því að hækka skattleysismörk og heim ila bótaþegum að vinna fyrir milljón króna árstekjum án skerðingar. Tryggja stöðug- leika í efnahagslífinu og næga atvinnu. Lækkun vöruverðs og lána með virkri samkeppni, eftirliti og afnámi innflutningshafta. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Auk þess sem nefnt er í nr. 1 þá eru það greiðar samgöngur, m.a. Ijúka gerð Sundabrautar og Suðurlands- vegar. Öryggi borgaranna, koma í veg fyrir ofbeldi og afbrot með aukinni löggæslu og hertum refs- ingum. Koma í veg fyrir hættulega og skaðlega mengun með betri hreinsun gatna og virku eftirliti og hreinsun útvistarsvæða og við göngustíga. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Nei, sum verkefni sem nú heyra undir sveitarfélög ættu betur heima hjá Stál og stansar ehf. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 ríkinu til að tryggja jafna stöðu borgaranna. Þegar hafa verið flutt það mörg verkefni frá ríki til sveitarfélaga að fæst þeirra að undanskildum þeim allra stærstu ráða við öll þau verkefni sem þau hafa þegar á sinni könnu. 4. Hver eru brýnustu umhverf- ismálin í þínu kjördæmi? Koma í veg fyrir svifryksmengun og hreinsun opinna svæða. Hrein borg, fögur torg með aðstoð borg- aranna en þá þarf borgin að koma upp ílátum þar sem fólk getur losað sig við úrgang og sjá um losun þeirra með eðlilegu millibili. 5-Hver eru brýnustu sam- göngumálin í þínu kjördæmi? Greið umferð. Það þarf að gera breiðari og hindrunarlausa leið; Vesturlandsvegur, Mikla- braut, Hringbraut og sömuleiðis suður-norðurásinn með því að Hafnarfjarðarvegur og Reykjanes- braut verði breikkuð og hindrunar- laus. Einnig hraða gerð Sunda- brautar. Flugvöllinn um kyrrt í Vatnsmýrinni. 6. Hyer ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Ég vil að skattleysismörk verði hækkuð í 150.000.- en skattprósentan verði sú sama. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Já. Fjöldi fer eftir stöðu ýmissa annarra verkefna og þenslu í þjóðfélaginu. Eins og er þá er svigrúm ein- göngu fyrir stóriðju t.d. á Húsvík. Fljótlega gæti síðan skapast svigrúm fyrir fleiri stóriðjuver. Tel eðlilegt að virkja í neðri hluta Þjórsár, það eru hagkvæmar og arðsamar virkjanir sem valda litlum náttúruspjöllum. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til land- búnaðar á íslandi? Já. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbygg- ingar í þínu kjördæmi? Eins og er þá er full atvinna og rúmlega það í kjördæm- inu. Það þarf hins vegar að huga að framtíðinni og þá kemur til skoðunar að byggja upp samkeppnisiðnað sem hefur orðið fyrir verulegum áföllum vegna hágengisstefn- unnar. Reykjavík suður býr að möguleikum til að vera miðstöð hátækni- og þekkingariðnaðar í landinu. 10. Á ísland að hefja undirbún- ing að inngöngu í ESB og upp- töku evrunnar? Island á ætíð að skoða alla möguleika, kosti og galla í fjölþjóðlegu samstarfi. Aðild að ESB og upptaka evru eru meðal þeirra kosta sem ber að skoða. Ómar Ragnarsson, íslandshreyfingu 1. Hver eru 3 brýnustu mál efnin á iandsvísu? Ríkis- stjórn með nýja framtíð- arsýn í efnahagsmálum með áherslu á verndun náttúrunnar. Bættar sam- göngur og fjarskiptakerfi. Afnema tekjutengingar og skerðingar í velferðarkerfinu til að auka þátttöku aldraðra og öryrkja í samfélaginu og gera þeim kleift að lifa mannsæmandi lífi. 2. Hver eru 3 brýnustu mál- efnin í þínu kjördæmi? Mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og Öskjuhlíðargöng. Málefni barna, aldraðra og öryrkja. Hærri laun fyrir umönnunar- upp- eldis- og kennslustörf. Framtíðar- flugvöllur að afloknum rannsóknum eftir nokkur ár. Samgöngulega tel ég heppilegast að nýta núverandi flugvallarsvæði fyrir samgöngumiðstöð og breyttan flugvöll. 3. A að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, það er forgangsmál að flytja og efla nær- þjónustu við aldraða og fatlaða en til að það verði sómasamlega gert þarf að tryggja að málaflokknum fylgi nægt fjármagn. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Breyta bifreiðagjaldakerfinu og taka upp gjöld sem byggjast á að þeir borgi sem menga (útblástursgjald) og taka rými (lengdargjald). Að minnka loftmengun af völdum svifryks og bílamengunar með ýmsum fyrirbyggjandi aðgerðum, s.s. að setja umferð í stokka og göng. Grænar áherslur á heimilum, svo sem flokkun sorps og endurvinnsla. 5. Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Að Ijúka gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og koma sem flestum samgöngu- æðum í stokka og göng til að minni mengun verði í íbúðahverfum. Sjá svar við spurningu nr. 2 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? íslandshreyfingin vill lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækjum verði búið besta viðskiptaumhverfi í okkar heims- hluta með lækkun tekjuskatts sem skapar tekjuauka ríkissjóðs svo að í lok kjörtímabils verði búið að hækka skattleysismörk í 142.600 kr. sem er sú upphæð sem þau ættu að vera í hefðu stjórnvöld látið skatt- leysismörkin fylgja verðlagsþróun. Æskilegt væri að tækist að lækka tekjuskatt einstaklinga niður fyrir 30% á kjörtímabilinu, en það tekst ekki nema við náum fyrst niður þenslunni. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Nei. Nauðsyn- legt er að taka fimm ára hlé á stór- iðjuframkvæmdum og nota það til endurmats á auðlindum þjóðarinnar og nota frekar orkuna til mengunar- lausra fyrirtækja í þekkingariðnaði sem gefa fleiri og betri störf en stóriðjan með minni orkunotkun. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til land- búnaðar á íslandi? Já, slaka á haftastefnu og auka samkeppni. Nauðsynlegt er að breyta fyrir- komulagi framleiðslustyrkja yfir í búsetutengda nýsköpunarstyrki og grænar greiðslur. Auðvelda þarf nýliðun í greininni, styðja vistvænan landbúnað og gera bændum kleift að fullvinna afurðir á búum sínum til að auka verðmætasköpun og fjölbreytni á markaði. Landbún- aðarstefna í sátt við bóndann og náttúruna. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjör- dæmi? Að hlúa vel að nýsköpun í öllum greinum, hvort sem er í full- vinnslu afurða, líftækni eða þekking- ariðnaði, í menningu af því að tón- list, kvikmyndagerð og hönnun eru vaxandi í atvinnusköpun. Menntun er grundvöllur þeirrar atvinnuupp- byggingar sem gefur mest af sér. 10. A ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Á næsta kjörtímabili er nauðsynlegt að kanna kosti og galla við inngöngu í ESB. Innganga kemur ekki til mála nema þjóðinni séu tryggð yfirráð yfir auðlindum sínum. Hvort hægt er að semja um slíkt er ekki Ijóst nema látið sé reyna á samningsmarkmiðin. Ingibiörg Sólrún Gíslaaóttir, Samfylkingu 1. Hver eru 3 brýn- ustu málefnin á landsvísu? Að end- urreisa velferðarþjón- ustuna, ná jafnvægi í efnahagsmálin og fjár- festa í innviðum samfélagsins, þ.e. menntun og samgöngum. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Að eyða biðlistum aldraðra eftir hjúkrunarrýmum og barna með geðraskanir og þroska- frávik eftir greiningu, bæta húsnæði og aðbúnað framhaldsskólanna í borginni sem er verri en víðast hvar á landinu og tryggja greiðar sam- göngur um borgina. 3. Á að flytja aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga? Já, það á að byrja á því að flytja málefni aldraðra og fatlaðra vegna þess að það fellur vel að nærþjónustuhlutverki sveitarfélaganna. En þessum verk- efnum þurfa að fylgja tekjustofnar s.s. hlutdeild í fjármagnstekjuskatt- inum sem er vaxandi tekjustofn. ( dag greiða þeir sem hafa nær allar tekjur sínar af fjármagni lítið sem ekkert til sveitarfélaganna. 4. Hver eru brýnustu umhverfis- málin í þínu kjördæmi? Brýnasta verkefnið er að draga úr þeirri mengun andrúmsloftsins í borginni sem fylgir vaxandi bílaumferð bæði vegna koltvíoxíðs og svifryks. Þá þarf að tryggja friðun Brennisteins- fjalla á Reykjanesi og Grændals á Hengilssvæðinu eins og Samfylk- ingin hefur lagt til, til að koma í veg fyrir að orkufyrirtækin fari inn á þessi verðmætu náttúrusvæði með jarðvarmavirkjanir. ö.Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þfnu kjördæmi? Lagning Sundabrautar sem fyrst alla leið upp á Kjalarnes og tvöföldun Suð- urlandsvegar. Þá þarf að vinna raun- hæfa áætlun um eflingu almennings- samgangna með aðkomu ríkisins en eins og málum er háttað í dag hefur ríkið tekjur af almennings- samgöngum m.a. í formi virðisauka- skatts á vagnakaupum. 6. Hver ætti skattprósentan (tekjuskattur) að vera í lok næsta kjörtímabils? Sú sama og hún er núna en skattleysismörkin ættu að hækka vegna þess að það kemur hinum tekjulægstu mun betur en lægri skattprósenta. 7. Er svigrúm fyrir frekari stór- iðju- eða virkjanaframkvæmdir á næsta kjörtímabili? Nei, ég tel að nú eigum við að staldra við og gefa okkur ráðrúm til að meta hvert við viljum stefna í þessum málum. 8. Ertu fylgjandi því að breyta núverandi styrkjakerfi til landbún- aðar á íslandi? Já, ég vil draga úr framleiðslutengdum styrkjum og fara meira yfir í beinar greiðslur. 9. Hvaða hugmyndir hefur þú til atvinnuuppbyggingar í þínu kjör- dæmi? Samfylkingin hefur mótað metnaðarfullartillögur um stuðning við hátækni- og sprotafyrirtæki sem vöktu mikla athygli á Sprota- þingi. Þær þurfa að verða að veru- leika. ( Reykjavík eru tækifærin við hvert fótmál og hið nýja atvinnulíf á hér gríðarleg sóknarfæri ef jafnvægi kemst á í efnahagsmálum og verð- bólga og vextir komast á sama stig og í öðrum siðuðum samfélögum. 10. Á ísland að hefja undirbúning að inngöngu í ESB og upptöku evrunnar? Já, tvímælalaust. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur að uppfylla sem fyrst öll skilyrðin hvenær svo sem þjóðin vill stíga skrefið til fulls. Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki 1. Hver eru 3 brýn- ustu málefnin á landsvísu? Frekari kjarabætur og breytingar á högum eldri borgara, að viðhalda samkeppn- ishæfni atvinnulífs- ins og traustum efnahag áframhaldandi uppbygging mennta- kerfisins hér á landi. 2. Hver eru 3 brýnustu málefnin í þínu kjördæmi? Brýnustu verk- efnin í Reykjavík eru lagning Sunda- brautar, nýtt þjóðarsjúkrahús og uppbygging í þágu eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. 3. Á að flytja aukin verk- efni frá ríki til sveitarfélaga? Já, meðal þeirra verkefna sem Sjálfstæðisflokkurinn telur að eigi að færa yfir til sveitarfélaganna eru þau málefni eldri borgara sem hafa verið á könnu ríkisins sem og mál- efni fatlaðra. 4. Hver eru brýnustu umhverf- ismálin í þínu kjördæmi? Við viljum hækka enn frekar hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa af heild- arorkunotkun (slendinga, en það er yfir 70% í dag og með því besta sem þekkist í heiminum. Ennfremur viljum við auka hvata til þess að nota vistvæn ökutæki og draga úr loftmengun í borginni. 5. Hver eru brýnustu samgöngu- málin í þínu kjördæmi? Brýnustu samgönguverkefnin í Reykjavík og

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.