blaðið - 30.05.2007, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
blaðiö
UTAN ÚR HEIMI
JAPAN
Ráðherra sviptir sig lífi
Toshikatsu Matsuoka, landbúnaðarráðherra Japans, svipti
sig lífi á mánudag, skömmu áður en hann átti að mæta fyrir
þingnefnd sem rannsakar spillingarmál sem hann var aðili að.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur sætt mikilli gagn-
rýni í kjölfarið, en hann hafði haldið uppi vörnum fyrir Matsuoka.
Ellilífeyrisþegi myrtur
85 ára gömul kona fannst myrt í íbúð sinni í Árósum
í Danmörku um helgina. Að sögn lögreglu hafði
konan, sem bjó ein í þjónustuíbúð, verið barin í höf-
uðið og stungin ítrekað með hnífi. Lögreglan leitar
tveggja karlmanna í tengslum við morðið.
NÍGERÍA
Nýr forseti til valda
Umaru YarAdua sór í gær embættiseið sinn er hann tók við emb-
ætti forseta af Olusegun Obasanjo. Þetta er í fyrsta sinn sem
lýðræðislega kjörinn forseti tekur við af öðrum lýðræðislega
kjörnum forseta í landinu. Nígería er fjölmennasta land Afríku,
en spilling og óstöðugleiki eru viðvarandi vandamál í landinu.
Vinstri græn:
Ögmundur
heldur sínu
Ögmundur Jónasson verður
áfram formaður þingflokks
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs. Þingflokkurinn kom
saman í gær og skipti með sér
verkum fyrir komandi þing.
Katrín Jakobsdóttir verður
varaformaður og Kolbrún
Halldórsdóttir verður ritari.
Ögmundur er nú að hefja
sitt fjórða kjörtímabil á Alþingi,
Kolbrún sitt þriðja en Katrín er
að taka sín fyrstu skref á þingi.
Þingflokk Vinstri grænna
skipa nú níu þingmenn, en
flokkurinn bætti við sig fjór-
um þingmönnum í nýbðnum
alþingiskosningum. Vinstri
græn eru því stærsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn á Alþingi.
Lagabreytingartillaga ríkisstjórnarinnar um réttindi íbúa innan EES-svæðisins:
Nýta frestunarákvæðið
■ Loka á Búlgara og Rúmena til ársins 2009 ■ Innihaldslaus málflutningur Samfylkingarinnar
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@bladid.net
„Við erum að nýta okkur þetta frest-
unarákvæði, en þeir hafa heimild
til að koma hingað í gegnum þjón-
ustusamninga og starfsmanna-
leigur," segir Jóhanna Sigurðar-
dóttir, ráðherra velferðarmála, um
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um frjálsan atvinnu- og bú-
seturétt launafólks innan Evrópska
efnahagssvæðisins (EES) sem ríkis-
stjórnin ætlar að leggja fram á sum-
arþinginu á fimmtudag.
Ákvæðið snýst um að frelsi laun-
þega frá Búlgaríu og Rúmeníu, sem
gengu inn í Evrópusambandið
(ESB) um síðustu áramót, til að
taka þátt á íslenskum vinnumark-
aði á forsendum EES-samningsins
er frestað til ársins 2009.
Frjálslyndi flokkurinn var með
það á stefnuskrá sinni í aðdrag-
anda nýliðinna kosninga að nýta
þennan frest og fékk oft óvægnar
skammir fyrir málflutning sinn.
Jón Magnússon, þingmaður flokks-
ins, segir að Samfylkingin hafi
þar verið fremst í flokki, en hún
11»* -rrmam
Ríkisstjórn íslands Eitt af fyrstu
verkum hennar verður að nýta sér
frestunarákvæði í EES-samningnum.
W’
situr nú í ríkisstjórn og stendur að
frumvarpinu.
„Þetta sýnir að ríkisstjórnin
metur það svo að sú gagnrýni sem
kom fram hafi verið á rökum reist.
Það ber auðvitað alltaf að fagna
því þegar skynsemin kemur yfir
fólk. Það sáu það allir sem vildu
tala hlutlægt um málið að það var
verið að ræða hluti sem skipta gríð-
arlega miklu máli. En þetta sýnir
hversu málflutningur Samfylking-
arinnar og allt tal hennar um öfgar,
kynþáttamisrétti og -hatur var
innihaldslaust.“
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, segir sinn
flokk ekki hafa verið neitt sérstak-
lega á því að beita lokunum um-
fram það sem efnisleg rök standi til.
Varðandi sinnaskipti Samfylkingar-
innar í þessum málum sagði hann
best að leyfa henni að útskýra þau
sjálf. „Ég bíð bara eftir að heyra
þeirra rök fyrir því. Við tökum svo
á málinu þegar það kemur hingað
til þings.“
FAM
Hillur fataskápar
og stál innréttingar
Leidandi ítaCsCtfyrirtæCi í fiönnun og
framCeiðsCu d iðnaðar innréttingum
Fataskapar með hillu,
slá, krók og lás,
tilboðsverð 11.524 kr.
mm Hamarshöfða 1. Sími 511 1122
VERSLUN Skoðið nýja FAMI bæklinginn á
www.ri-verslun.is
Hillukerfi: Hæð 2.2 m, breidd 2.7 m,
dýpt 40 cm, tilboðsverð 21.315 kr.