blaðið - 30.05.2007, Page 20
28 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
blaðið
heimili
heimili@bladid.net
Ráð gegn grasgrænku
Þessa dagana er ekki óalgengt að grasgrænka myndist á fatn-
aði barna og fullorðinna. Til að ná henni úr er sniðugt að hella
nýmjólk á blettinn og svo uppþvottalegi og nudda saman.
Burt með fitubletti
Gott ráð gegn fitublettum á fatnaði, dúkum og öðru taui er að
hella kóki á blettinn (og passa að það sé gos í kókinu), láta
það liggja í nokkrar mínútur og setja svo beint í þvottavélina
Geitungar eru ekki aufúsugestir á mörgum heimilum:
Heimatilbúnar geitungagildrur
Nýstárlegur stóll klæddur kýrhúö.
Glæný húsbún-
aðarlína
Ný húsbúnaöarlína, STOCKHOLM-
línan, hefur nú litið dagsins Ijós í
verslunum IKEA víða um heim, en
til að hanna hana voru þekktustu
hönnuðir IKEA fengnir til verksins.
Við framleiðsluna eru notuð dýr
og ósvikin efni á borð við gagn-
heilan við, vandaða málma, leður,
angóruull og kýrhúð, auk þess sem
ýmis sérþægindi eru fólgin í notkun
varanna. Má þar nefna sem dæmi
Ijósajöfnun á lömpum, breytilegar
stærðir á hirslum með aukahólfum
og færanlegum hliðum og margt
fleira.
Kominn tími
á átak
Garðeigendur þurfa að huga
að ýmsu á þessum tíma árs, en
stórátak í garðinum er í senn nauð-
synlegt verk og fín líkamsrækt í
góðu veðri. Fyrir utan hefðbundna
hreinsun á rusii, plöntuleifum og
fleiru sem kann að hafa safnast
fyrir í garðinum um veturinn getur
verið nauðsynlegt að klippa trjá-
og rósarunna snemma, helst strax
á vorin. Það ætti líka að vera orðið
löngu tímabært að setja út potta
með sumarblómum, hvort heldur
sem er út á svalir eða út á stétt.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@bladid.net
Óhjákvæmilegur fylgifiskur sumars-
ins eru misvinsæl skordýr á borð
við geitunga. Margir óttast þessar
litskrúðugu flugur enda hafa þær
stungubrodd sem er tengdur eit-
urkirtli. Eitrið er ætlað til varna
en ekki veiða en er ekki hættulegt
nema í undantekningartilfellum, til
að mynda þegar fólk hefur ofnæmi
fyrir því eða stungan kemur á slæm-
an stað, eins og til dæmis nærri önd-
unarfærunum. En þó svo að eitrið
úr broddum geitunga sé einungis
ætlað til varnar stinga þeir einstaka
sinnum án tilefnis aukþess sem geit-
ungar hafa mun minni þolinmæði
gagnvart áreiti en flugur á borð við
býflugur. Þeir leggja engu að síður
sjaldnast til atlögu nema tilneyddir
eða ef farið er óvarlega nálægt bú-
um þeirra.
Ekki er óalgengt að garðeigendur
rekist á geitungabú uppi í tré eða
undir þakskeggjum hjá sér á sumr-
in, en svokölluð holugeitungabú er
gjarnan erfiðara að koma auga á,
þar sem þau eru oftast neðanjarð-
ar, til dæmis undir sólpöllum eða
grjóthellum. Mjög varasamt getur
verið að freista þess að fjarlægja geit-
ungabú upp á eigin spýtur og því er
ráðlegt að hafa frekar samband við
meindýraeyða þegar þeirra verður
vart.
Geitungar sækja mjög í sætindi
og af þeim sökum er rík ástæða til
að gæta fyllstu varúðar þegar opnar
gos- og bjórflöskur eru annars vegar
á sumrin, jafnt innandyra sem utan.
Ráðlegra er að drekka slíka drykki
úr glösum, enda sést þá betur hvort
geitungur er svamlandi í vökvanum.
Eins og fyrr segir geta stungur geit-
unga verið sérstaklega hættulegar
við öndunarfærin, sem geta bólgn-
að upp og valdið andnauð. Þegar
börn eru annars vegar borgar sig að
fylgjast sérstaklega með drykkjun-
um þeirra, enda geta geitungar auð-
veldlega farið framhjá þeim.
Sökum þess hversu sólgnir geit-
ungar, sem og aðrar flugur, eru í
sæta, litríka drykki, má með góðu
móti nota þá til þess að búa til afar
einfaldar og öflugar geitungagildrur.
Það er gert með því að taka plastgos-
flösku í hvaða stærð sem er, skilja
eftir í henni dágóðan slatta af sætu
gosi, gjarnan í skærum lit, skrúfa
tappann af og skera efsta þriðjung-
inn á flöskunni af. Þeim hluta er síð-
an snúið við, þannig að stúturinn
vísi niður á við en nái ekki niður
í sjálfan gosdrykkinn. Geitungar
eru fljótir að bíta á agnið og sækja
í drykkinn, en um leið og þeir eru
fallnir í gildruna eiga þeir sér ekki
undankomu auðið.
Svona gildrum má koma fyrir
„Rík ástæða er til að gæta
fyllstu varúðar þegar
opnar gos- og bjórflöskur
eru annars vegar.“
hvar sem er, jafnt innan dyra sem ut-
an, en foreldrar ungra barna og gælu-
dýraeigendur ættu þó að tryggja vel
að gildrurnar séu ekki þar sem óvit-
ar geta náð til þeirra, og mikilvægt
er að hreinsa gildrurnar reglulega
og endurnýja gosið, hvort sem geit-
ungar hafa bitið á agnið eður ei.
Fyrir þá sem ekki eru mikið fyrir
föndur með gosflöskur er hægt að
kaupa tilbúnar geitungagildrur úti
í búð á hagstæðu verði, til dæmis í
Rúmfatalagernum.
blaöi
Auglýsingasíminn er
510 3744
Rennandi vatn fyrir heilsuna
Hvers kyns gosbrunnar verða sí-
fellt vinsælli á heimilum og í görðum
hér á landi sem víðar. Á árum áður
tengdu menn gosbrunna aðallega við
stóra og íburðarmikla garða en nú er
öldin önnur, enda er fjölbreytileik-
inn í gosbrunnum afar mikill, bæði
hvað varðar stærð og form. Litla
gosbrunna er jafnvel hægt að setja í
blómapotta og staðsetja úti á tröpp-
um, svölum eða í anddyri. Innanhúss
eru ýmiss konar fossar afar vinsælir,
enda þykja þeir gefa skemmtilegan
og líflegan svip á baðherbergi, stiga-
ganga og fleiri herbergi.
En gosbrunnar og fossar eru ekki
bara líflegir heldur hafa rannsóknir
sýnt að vatnsniður eflir sköpunargáf-
una og róar spenntar taugar. Að auki
er rennandi vatn ágætlega til þess
fallið að hreinsa andrúmsloftið af
ryki og bakteríum.
íburðarmikill gosbrunnur af gamla skólanum.