blaðið - 26.06.2007, Page 12

blaðið - 26.06.2007, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 blaðið blaöi Útgáf ufélag: Ár og dagur ehf. Ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjórnarf ulltrúi: Elín Albertsdóttir Ein vinna, tvöföld laun Eftirlaunalögin, sem tryggðu ráðherrum, þingmönnum og fleiri æðstu embættismönnum aukinn lífeyrisrétt, voru umdeild þegar þau voru sett fyrir þremur og hálfu ári. Mörgum þótti orka tvímælis að færa þessum hópi manna miklu ríflegri lífeyrisréttindi en allur þorri almennings nýtur. Þá óraði þó engan fyrir því, sem síðar átti eftir að koma í ljós. Fyrst var upplýst að nokkrir fyrrverandi ráðherrar þægju eftirlaunin þrátt fyrir að vera í öðru starfi á vegum ríkisins. Það kom aldrei fram við meðferð málsins á Al- þingi að þetta væri mögulegt. Þvert á móti sagði í greinargerð með lagafrumvarpinu á sínum tíma að eðli- legt væri að „gera þeim sem lengi hafa verið í forustustörfum í stjórnmálum kleift að hverfa af vettvangi með sæmilega örugga afkomu og án þess að þeir þurfi að leita nýrra starfa seint á starfsœvinni“. (Leturbreyting Blaðsins) Almenningur hafði heldur ekki áttað sig á því, fyrr en frá því var greint hér í Blaðinu á föstudag, að þrátt fyrir að þeir sem öðlazt hafa rétt til eftirlauna samkvæmt lögunum þiggi þau ekki nú, geta þeir byrjað að þiggja þau þegar þeir hætta störfum eftir fáein ár og fengið þau jafnframt greidd fjögur ár aftur í tímann. Báðar þessar óvæntu hliðar á eftirlaunalögunum eru til komnar vegna al- mennra reglna um lífeyrisgreiðslur. Full ástæða hefði hins vegar verið til að gera undantekningu frá þeim í tilviki ráðherra og alþingismanna vegna þess hversu óvenjulega ríflegur eftirlaunaréttur þeirra er samkvæmt lögunum. Gild rök eru fyrir því að tryggja stjórnmálamönnum góð eftirlaun, þannig að þeir geti hætt í stjórnmálum með reisn, án þess að tryggja þurfi afkomu þeirra með því að koma þeim fyrir í einhverju góðu starfi hjá ríkinu. En það var áreiðanlega aldrei ætlunin að þeir gætu bæði verið í vel launuðu starfi hjá ríkinu og jafnframt með mjög góð eftirlaun. Sömuleiðis hlýtur almenningur að 'spyrja, hvort það sé eðlilegt að launa- maður, sem hefur sambærileg laun og ráðherra, sé fjórum sinnum lengur að vinna sér inn sama lífeyrisrétt. Það er í raun alveg furðulegt að eftirlaunalögin skyldu ekki vera endur- skoðuð strax og í ljós kom að nokkrir fyrrverandi ráðherrar voru í vinnu hjá rík- inu en með tvöföld laun, þ.e. ráðherraeftirlaunin til viðbótar við aðrar tekjur. f stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar segir: „Eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra verði endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings." Full ástæða er til að hraða þeirri endurskoðun. Einhverjir hafa orðið til þess að skamma Blaðið fyrir að birta lífeyrisréttindi núverandi og fyrrverandi ráðamanna og spyrja þá hvort þeir þiggi eftirlaunin. Þessar upplýsingar eiga að sjálfsögðu að vera uppi á borðinu. Almenningur á fullan rétt á að vita hvernig skattpeningum hans er varið. Ólafur Þ. Stephensen Gott tíl endufvinnslu Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Simbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins ■ TILB0Ð 6 manna, Innbyggt sjónvarp, Pumpur: 2x2Hp, Stærð: 2200*2100*980mm, Circulation Pump, 150W/220V(1 set), Phase 1/3, Power 4.5KW, Voltage 110V/240V, Current 25A Frequency 50HZ/60HZ Loftbólustútar 6 p 450 þús Tilboð grill fylgir með www.4you.is Kársnesbraut 114 - Sími: 564 2030 - 690 2020 >P|) tR. S?IiHNInG SmT&M&w HaTi trui á TflWST Áifo Ktta fyitLuLAiiyi Hrtmi sthA TÍKH- ■- Davíð og Halldór eru friðhelgir Fyrir tveimur árum gerði Frétta- blaðið úttekt á einkavæðingu bank- anna. í úttektinni var staðfest að valdamestu stjórnmálamenn þess tíma, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, höfðu gengið langt til að greiða götu þeirra sem þeir töldu þóknanlega. A sama tíma gengið jafn langt til að koma í veg fyrir að aðrir síður þóknanlegir gætu eignast banka ríkisins. f ljós kom að ekki var farið eftir eðlilegum markaðsreglum varðandi einkavæðinguna. Þeir Davíð og Halldór sögðu ríkið - það er ég. Þannig var gæðum úthlutað til sumra, fjármunum auði og völdum, en aðrir sem ekki voru í náðinni urðu að sætta sig við að þeir búa í þesskonar lýðveldi þar sem einkunn- arorðin „Gjör rétt, þol ei órétt“ eru ekki höfð í heiðri af þeim flokkum og stjórnmálamönnum sem þá héldu um stjórnartaumana. Afskipti þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar af einka- væðingu bankanna og þær reglur sem settar voru við sölu á Sím- anum eru dæmi um ráðstjórn þar sem stjórnlyndir stjórnmálamenn treystu ekki markaðnum til að leysa málin. Hefði markaðurinn ráðið þá gætu einhverjir sem ekki eru æski- legir komist of langt eins og raunin varð á sínum tíma með hópinn sem bauð í hlut Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Slík mistök gátu þeir Davíð og Halldór ekki leyft sér að láta gerast aftur. En það voru ríkiseignir en ekki prí- vateignir þeirra Halldórs og Davíðs sem verið var að höndla með. Þjón- ustumenn almennings hafa það hlutverk helst varðandi sölu ríkisfyr- irtækja að tryggja sem best verð fyrir þau ríkisfyrirtæki og stofnanir sem seld eru og tryggja að við söluna verði ekki til markaðsráðandi aðili sem drepur eða takmarkar samkeppni. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að ýmsir forystumenn Samfylkingar- innar töluðu um að nauðsynlegt væri að láta kanna og gera úttekt á sölu ríkisfyrirtækja, aðallega bankanna og hétu því að það skyldi gert kæmist Samfylkingin í ríkisstjórn. Samfylk- ingin er komin í ríkisstjórn en ekk- ert bólar á úttekt á einkavæðingunni. Þótt það hafi verið ljóst samkvæmt ofangreindri úttekt Fréttablaðsins Jón Magnússon af sölu ríkisbankanna að spillingar- fnykinnlagði af gjörðum valdamestu stjórnmálamannanna þá gleymdi forysta Samfylkingarinnar því þegar flokkurinn var kominn í ríkisstjórn. Þeir Davíð og Halldór gátu greinilega höndlað vitandi að: „Það gerist aldrei hér“, það verður aldrei úttekt. Valda- mildir stjórnmálamenn þurfa ekki að opna skápinn sinn svo almenn- ingur fái að sjá beinagrindurnar sem þar eru faldar. Þrátt fyrir að Davíð og Halldór hafi komið að einkavæðingu bank- anna með óeðlilegum hætti þá er samt um að ræða einkavæðingu sem heppnaðist vel og hefur verið farsæl. I fyrsta lagi vegna þess að starfsemi bankanna er 1 dag markvissari og hagkvæmari en hún var áður. I öðru lagi vegna þess að samkeppni bank- anna hefur aukist. 1 þriðja lagi vegna þess að bankarnir hafa lagt út á nýjar leiðir sem hefur hingað til skilað góðum árangri. Einkavæðing bankanna var eitt af þeim mikilvægu atriðum sem urðu til þess að nýtt hagvaxtar- og velmegunarskeið varð í landinu. Gleðileikurinn er þó ekki einhliða. Spyrja má hvort það geti gengið að fólk verði stöðugt skuldsettara. Munurinn er þó sá að á sama tíma og fólk hefur orðið skuldsettara þá er það að eignast meira í mörgum tilvikum. Eitt atriði getur samt truflað þennan gleðileik íslenskra fjármála- stofnana og fasteignaeigenda. Verði verulegar gengissveiflur eða miklar breytingar á verðlagi þá lætur ýmis- legt undan. Við einir þjóða höfum sérstakan gjaldmiðil sem gildir um öll lengri lán. Ekki íslensku krónuna heldur sérstakan tilbúinn gjaldmiðill. Sá gjaldmiðill heitir vísi- tala neysluverðs til verðtryggingar. Vísitala er reiknuð út af opinberri stofnun eftir ráðstjórnaraðferðum sem hafa leitt til þess að aldrei hefur verið gjaldmiðill í heiminum sem er jafn öruggur, hækkar jafn mikið og er jafn sterkur og vísitala neyslu- verðs til verðtryggingar. Þeir sem lána peninga á íslandi gera það því með meira öryggi en nokkurs staðar annars staðar í veröldinni. Þeir sem taka slík lán taka meiri áhættu en lántakendur taka annars staðar. Af hverju geta fjármálastofnanir ekki boðið upp á lánakjör sem tíðkast í nágrannalöndum okkar? Höfundur er alþingismaöur Frjálslynda flokksins KLIPPT 0G SK0RIÐ Svanhildur Konráðsdóttir var skipuð formaður Ferða- málaráðs fyrir helgi í stað Einars Odds Kristjánssonar. Svanhildur hefur undanfarin ár starfað hjá Höfuðborgarstofu sem nýlega hlaut viðurkenningu samtakanna European City Marketing fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík en hún er sviðsstjóri menningar- og ferða- málasviðs borgarinnar. Margir muna eftir Svanhildi sem umsjón- armanni Dagsljóss Sjónvarpsins en sá þáttur var undanfari Kast- ljóssins og var ákaflega vinsæll en líka umdeildur, sérstaklega menningarumfjöllun Jóns Viðars Jónssonar. I þættinum varð Gaui litli „heimsfrægur“ svo og Radíus- bræður. Þá steig Eva María Jóns- dóttir sín fyrstu sjónvarpsskref í þættinum. Nokkru áður en Svan- hildur fór í Dagsljósið ritstýrði hún tímaritinu Mannlífi. Asumrin fer Alþingi í frí og sömuleiðis margir þeirra sem venjulega eru daglegir gestir fréttatímanna. Þess vegna virðist oft sem lítið sé að gerast á landinu á þessum árstíma og hefur hann því verið kallaður gúrkutími hjá fjölmiðlamönnum. Svo virðist sem fréttastofur séu að bregðast við þessu fréttaleysi með því að bjóða upp á svokall- aðar góðar fréttir. Hafa þær verið áberandi undan- farna daga; ung stúlka sem var gæsuð í Tjörninni eða gröfubílstjóri á níræðisaldri sem hafði ekki efni á að hætta að vinna vegna lágra ellilauna og pylsusala í Köben. Þessar fréttir eru auðvitað ekkert verri en aðrar fréttir en óneitanlega finnur fréttaþyrstur almenningur fyrir því að lítið er að gerast. elin@bladld.net ■■■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.