blaðið - 26.06.2007, Síða 14

blaðið - 26.06.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 blaðið KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Ég óttast ekkert, ég vona ekkert, ég er frjáls. 8« Nikos Kazantzakis Norsk myndlist í Hafnarborg Fimmtudaginn 28. júní kl. 17:00 verður opnuð í Hafnar- borg sýning á verkum norska listmálarans og grafíklista- mannsins Kjell Nupen. Sýn- ingin er samstarfsverkefni fjögurra safna, en þau eru auk Hafnarborgar, sem er fyrsti sýn- ingarstaðurinn, tvö listasöfn í Danmörku, það er Museum for Religios Kunst á Jótlandi og Kastrupgárdsamlingen í Kaup- mannahöfn og Haugar Vest- fold Kunstmuseum í Noregi. Kjell Nupen er fæddur í Kristi- ansand og ákvað ungur að ger- ast listamaður. Hann nam við Listaháskólann í Ósló og Staatl- iche Kunstakademie í Diisseld- orf og vakti strax athygli fyrir verk sín, bæði sem listmálari oggrafíklistamaður, og hefur hann síðan verið áberandi í norskri samtímalist og hefur sýnt verk sín víða um heim. Enskumæl- andi álfar Út er komin hjá Bjarti barnabókin Tales of the EI- ves - Icelandic Folktales for Children. Hér eru sagðar sjö álfasögur sem Anna Kristín Ásbjörnsdóttir endursegir úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, og þær myndskreyttar af Florence Helgu Thibault. Höfundarnir Anna Kristín og Florence Helga er báðar búsettar í Frakklandi og standa yfir samningavið- ræður um útgáfu þar í landi. AFMÆLI í DAG Pearl S. Buck rithöfundur, 1892 Peter Lorre leikari, 1904 Daníel Björnsson segir sýningu sína vera hugleið- ingu um listina, listamann- inn og sköpunina. Hann segir meyfæðingar vera tíðar hjá listamönnum. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net D er ný sýningaröð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, sem nefnd er eftir einum sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíð- arverkefni safnsins. Með henni vill safnið vekja athygli á efni- legum listamönnum sem ekki hafa áður haldið einkasýningu í stærri söfnum landsins. Þessa dagana sýnir Daníel Björnsson í D-salnum. Sýning hans nefnist Reitur. Tíðar meyfæðingar „Með heitinu er vísað til garð- ræktar en áhugi minn beinist fremur að því á að búa til reit en að garðræktinni sjálfri," segir Daníel. „Verk mitt byggist á timburverki sem ég smíðaði sjálfur og er í formi trés. Á veggjum eru tvær stórar ljósmyndir. Onnur er eftirprentun af póstkorti frá seinna stríði. Póst- kortið var gert af nafnlausum höfundi og staðsetur þýska njósna- flugvél yfir Hljómskálagarðinum og nefnist „Dularfulla flugvélin samkvæmt lýsingum sjónarvotta". Hin myndin er tekin á Eyrarbakka um svipað leyti og sýnir skrúðgarð við hliðina á kartöflugarði þar sem pakkhús er í bakgrunni. Á trénu eru merki sem sýna þrjá héra sem ganga í hring og hver héri er með eitt eyra. Þetta er alda- gamall merki sem miðaldakirkjan gerði að tákni fyrir Maríu mey og meyfæðinguna. Á sýningu minni er þetta merki tákn listamannsins því hjá listamönnum eru meyfæðingar mjög tíðar. Ég er þarna einnig að MAÐURINN ► ► ► Daníel Björnsson er fæddur árið 1974. Daníel lauk BA-námi í mynd- list frá Listaháskóla íslands árið 2002. Hann hefur unnið að list sinni í Berlín og Reykjavík. vísa í listamanninn Joseph Beuys sem var í hópi frægustu listamanna 20. aldar í Þýskalandi. Hann var gjörningalistamaður sem hafði að markmiði að lækna þýsku þjóðina eftir stríðsárin. Einn frægasti gjörn- ingur hans var þegar hann gekk um sýningarsal með dauðan héra í fanginu og útskýrði fyrir honum samtímalistina. Það má segja að þessi sýning mín sé hugleiðing um listina, listamann- inn og sköpunina. Margir hafa haft orð á því að þetta sé falleg sýning. Sjálfum finnst mér sýningin svo fal- leg að ég er næstum því feiminn við hana. Ljósið á mikinn þátt í skapa þá tilfinningu. Ég nota tvenns konar lýsingu, útfjólublátt og innrautt ljós sem endurspeglast í salnum.“ Hlutverk listarinnar Daníel leggur áherslu á að í sýn- ingu hans felist engin bein skilaboð til áhorfenda. „Það sem er stórkost- legast við myndlist er hversu opin hún er til túlkunar. Ég kem með ákveðin efni og set saman fyrir þessa sýningu og svo er það áhorf- andans að upplifa sýninguna og túlka hana. Það á ekki að draga listina í dilka. Það er ekki hægt að segja: Listin á að vera „þetta“. Listin á að vera pólitísk, róttæk, falleg og ljót og allt þar á milli, enda er hlutverk hennar einfaldlega að endurspegla samfélagið." MENNINGARMOLINN Ríkharður III tekur við völdum Á þessum degi árið 1483 tók Ríkharður, hertogi af Gloucester, við völdum eftir dauða Játvarðs IV. Til að tryggja stöðu sína sem konungur lét Ríkharður flytja tvo unga syni Játvarðs IV í Tower of London. Skömmu síðar voru drengirnir myrtir. Almennt var talið að Ríkharður hefði fyrirskipað aftöku þeirra og mjög dró úr vinsældum hans meðal almennings. Andstæðingur Ríkharðs, Hinrik jarl af Richmond, fór með her gegn Ríkharði. Eftir hetjulega baráttu lét Ríkharður lifið og Hinrik tók við krúnunni og varð Hinrik VII. Shakespeare gerði Ríkharð að ódauðlegum skúrki í leikriti sínu Ríkharður III. Nú er almennt talið að fjandmenn Ríkharðs hafi málað hann alltof dökkum litum. Allnokkrar bækur hafa verið skrifaður um Rík- harð og flestir sagnfræðingar leitast við að rétta hlut hans. Myndin sem Shakespeare dró upp af grimm- lyndum og slægum konungi er þó enn sú sterkasta í hugum flestra.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.