blaðið


blaðið - 26.06.2007, Qupperneq 26

blaðið - 26.06.2007, Qupperneq 26
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 blaðió FÓLK Á stundum var pakkað! folk@bladid.net Var fullt hús hjá ykkur? Kristján Valgeir Þórarinsson, er formaður Stefnis.félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Stefnir hélt pókermót fyrir félagsmenn á laugardaginn. Samkvæmt íslenskum hegningar- lögum er fjárhættuspil bannað, en rannsókn stendur yfir hjá lögreglu á samskonar pókermóti fyrir hálfum mánuði. HEYRST HEFUR Fréttabréfi Evrópusamtak- anna verður dreift í dag með Viðskiptablaðinu. Þar er sagt frá afrekum Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings en hann hefur verið tilnefndur sem Evrópumaður árs- ins af samtökunum... Ríkasti maður íslands, Björg- ólfur Thor Björgólfsson, veit vart aura sinna tal. Hefur hann verið manna duglegastur að nýta auð sinn til að fjárfesta skynsamlega eins og staða hans á Forbes-list- anum ber vitni um. Nú hefur Björgólfur leitað á ný mið þvi sagan segir að hann sé orðinn kvikmyndaframleiðandi í henni Hollywood. Ekki er vitað hvaða mynd Björgólfur framleiðir né hvaða leikarar koma við sögu, en víst þykir að launakröfur leikara verði ekkert vanda- mál... Matt Damon var staddur hér á landi um daginn án þess að fjölmiðlar yrðu mikið varir við ferðir hans. Verða slíkar stjörnu- heimsóknir æ algengari og hefur því verið fleygt að næturlífið sé það sem heilli stjörnurnar mest, ásamt landslaginu auðvitað. Ku kvennaljóminn George Clooney hafa heillast svo af frásögnum Damons aflandinu og landanum að hann hyggst koma hingað sjálfur strax í næsta mán- uði... Elín Björk Jónasdóttir er veðurfréttamaður hjá Stöð 2 Elín Björk Segist líta mikið upp til Trausta Jónssonar Trausti var fyrirmyndin Elín Björk Jónasdóttir er nýr veðurf réttamaður á Stöð 2 sem hún segir að sé hlutastarf. Hún starfar annars á Rannsóknastöð- inni í Keldnaholti að kol- efnisgagnagrunni. Elín Björk segist alltaf hafa haft áhuga á veðrinu. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Elín Björk er með BS-gráðu í veð- urfræði frá University of Oklahoma og er þessa stundina í mastersnámi hér á íslandi. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á veðrinu.„Ég er alin upp í Garðinum þar sem afi minn var sjómaður. Veðrið spilaði stórt hlutverk í lífi okkar,“ segir Elín sem jafnframt segist snemma hafa fylgst með veðurfréttum sem verður að teljast nokkuð óvenju- legt hjá ungri stúlku.„Já, kannski. En á þessum tíma var lítið annað að sjá og heyra fyrir börn og því ekkert annað að gera en að fylgj- ast með. Eflaust spilar einnig inn í mikill áhugi minn á raungreinum; eðlisfræði og stærðfræði. Ætli fyr- irmyndin hafi ekki verið Trausti Jónsson veðurfræðingur. Hann var mikið á skjánum á þessum tíma og hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri um veður og er haf- sjór af fróðleik um fræðin." Elín er ein af fjórum veðurfræð- ingum Stöðvar 2. Hún segir starfið skemmtilegt en kann þó best við að búa til veðurspárnar. „Já, það er skemmtilegast að gera spárnar en síst finnst mér að standa fyrir framan sjónvarpsvél- arnar. Það getur verið flókið að samræma hreyfingarnar með þess- ari tækni sem við notum. Stundum þegar maður ætlar sér að labba inn í mynd, fer maður úr henni og öfugt. Síðan getur maður orðið stressaður, sérstaklega ef það spáir slæmu veðri því þá liggur meira undir. Vitlaus spá getur haft alvar- legar afleiðingar en maður gerir ávallt sitt besta,“ segir Elín sem hefur ekki fengið haturspóst enn þá fyrir rangar spár. Hún er þó reglu- lega minnt á neyðarlegt atvik fyrir nokkrum misserum. „Já, það gekk mjög illa einn dag- inn. Eg hef ekki fengið að gleyma því! Það var allt í klessu þegar ég kom og ég stressaðist öll upp. Mér skilst að myndbrotið með mér sé það vinsælasta á kvikmynd.is og sé komið á aiia helstu afþreyingarvef- ina, þar á meðal youtube.com. Fólk hefur greinilega mjög gaman af því að hlæja að óförum annarra, en það hefur bara gengið ágætlega síðan þetta kom upp á, sem betur fer.“ Loftslagsbreytingar hafa verið KONAN Elín Björk Jónasdóttir er nýlegt andlit á skjánum. Hún birtist áhorfendum reglulega sem veðurfræð- ingur Stöðvar 2. mikið í fréttum upp á síðkastið, svo jaðrar við tískubólu að sögn sumra. Elín hefur sjálf rannsakað veðurfarsbreytingar. „Það er augljóst að veðurfarsbreyt- ingar hafa átt sér stað en það er ekki jafn augljóst af hverju þær stafa. Mér þykir mjög ólíklegt að við mennirnir höfum ekkert með það að gera. Við getum varla verið að brenna öllum kolefnisforða jarðarinnar á örfáum árum án þess að það hafi eitthvað að segja. Það þykir mér að minnsta kosti mjög ótrúlegt.“ Elín segir það ekki vísbendingu um gott veður þegar hún fer í sumarfrí. „Nei, ég fæ litlu um það ráðið hve- nær ég tek frí. Ég fæ bara bara frí þegar aðrir eru ekki í fríi, goggun- arröðin er víst þannig í þessu núna. Ég var að skipta um starfsvettvang. Ég var áður á Veðurstofunni en er nú á Rannsóknastöðinni í Keldna- holti, þar sem ég vinn að kolefnis- gagnagrunni. Síðan er það hluta- starfið á Stöð 2 auðvitað," sagði Elín Björk að lokum. BLOGGARINN... Nýr vettvangur „Ef ég kýs að dansa fyrir konuna mína verð ég núna að bjóða nágrönnum mínum eða hennar í heimsókn. Það má ekkert svona einka ... Górillu-femínistar, þið eruð Talibanar á öfugum forsendum. Hver sá sem styður konur, jafnrétti og kynfrelsi styður klám en ofbýður ofbeldi og með því að þrýsta því neðanjarðar verður til meira ofbeldi. Þiö hafið búið til nýjan glæpavettvang. Til hamingju. “ J. Einar Valur Bjarnason Maack jevbmaack.blog.is Kynferðisbrot „Ég gleðst að sjálfsögðu yfir gildistöku nýrra laga sem taka á einkadansi, en kvíði þvKdálítið að sjá afsakanir og mátt- leysi lag'anna varða í kjölfarið. Sé ekki fyrir mér að strippstöðum verði lokað eða eigendur þeirra lögsóttir, komist upp um einkadans. Sé ekki einu sinni fyrir mér að upp komist um slíkt, þar sem skilgreiningin á einkadansi virðist vefjast ógurlega fyrir öllum þeim sem með völdin fara. Merkilegt hvað það er auðvelt að skilgreina auðgunarbrot á meðan kynferð- isbrot virðast algerlega óskilgreinanleg - og hvað þá sannanleg!" Sóley Tómasdóttir soley.blog.is Skriffinnskumoð „Merkilegt hvað Alþingi getur slompazt á að samþykkja góð lög innan um ýmis mistökin, jafnvel hrein ólög. Frá 1. júlí verður óheimilt að bjóða upp á „einka- dans” í skemmtihúsum. Þá verður „hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar á skemmti- og veitingastöðum né með öðrum hætti gera út á nekt starfsmanna eða annarra, sem þar eru,” nema með sér- stakri undanþágu að fengnum jákvæðum umsögnum svo margra opinberra aðila, að heita má ólíklegt, að þetta verði nokk- urs staðar leyft." Jón Valur Jensson jonvalurjensson.blog.is Lagersala á snyrtivörum Þriðjud 26 júní Miðvikud 27 júní Frá kl:15-19 ÓM snyrtivörur Sudurlandsbraut 4a 2 hœó AUirvelkomnir Su doku 5 3 1 8 6 4 8 2 9 8 4 9 1 5 6 2 7 2 4 4 6 7 9 1 2 7 9 1 2 5 6 8 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt i reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Hún sagði að ef ég kláraði ekki að mála grindverkið í tíma, fengi ég ekki að koma í brúðkaup systur hennar seinnipartinn.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.