blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaöið Rútuslysið á Fljótsdal Ekki frekari tafir vegna slyssins Framkvæmdir verktakafyrirtæk- isins Arnarfells tefjast ekki frekar en orðið er þrátt fyrir að fimmtán starfsmenn þess hafi slasast í slysi því er varð í Fljótsdal um hádegisbil á sunnudaginn þegar rúta á leið til Egilsstaða lenti út af veginum. Þetta fullyrðir staðarstjóri fyrirtækisins en allir 30 farþegar rútunnar voru er- lendir starfsmenn Arnarfells. Fimm- tán þeirra voru sendir á sjúkrahús í kjölfarið. Þrír voru útskrifaðir fljót- lega en hinir tólf eru ekki alvarlega slasaðir. Verktakafyrirtækið lá undir ámæh í vetur og vor þar sem þriggja mánaða tafir voru á verkefnum á þess vegum en Arnarfell er einn fjölmargra und- irverktaka Impregilo við gerð Kára- hnjúkavirkjunar. Að sögn Gísla R. Rafnssonar, staðarstjóra Arnarfells að Kárahnjúkum, hefur í sumar tekist að vinna upp nokkurn tíma og þeim verkum sem mest áríðandi var að ljúka við er lokið. „Þó slysið sé hörmulegt er það ekki svo að þetta tefji okkar störf alvarlega. Það eru vel yfir 300 manns að störfum fyrir okkur nú og þó þessir starfsmenn verði frá í einhvern tíma höfum við lokið þeim verkum sem áríð- Engin pressa Einn stærsti undir- verktaki Impregilo við Kárahnjúka er Arnarfell. Fyrirtækið var á tímabili langt á eftir áætlun með verk sín en hefur náð að klára þau mikilvægustu í sumar. Rútuslysið hefur lítil áhrif. Blaöið/RAX andi var að ljúka og höfum í raun heilt ár f viðbót áður en öðrum verkum á að veralokið.” Undir þetta tekur Sigurður Arn- alds, fulltrúi hjá Landsvirkjun, sem segir Arnarfell í raun hafa nægan tíma þó fyrirtækið sé enn á eftir áætlun. Fram kom í kvöldfréttum Otvarps að Vinnumálastofnun skoð- ar nú hvort skráningum þeirra sem lentu í slysinu hafi verið ábótavant en það gæti haft áhrif á bótarétt viðkomandi. albert@bladid.net Vagnhöfða 25 1 12 Reykjavík sírm 567 4455 fax 567 4453 Hrottar segjast hafa kýlt í vegg ■ Ofbeldismenn sem koma á slysadeild hættir að stæra sig af barsmíðum ■ Ljótir áverkar um liðna helgi og sjónmissir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Þótt komurnar vegna ofbeldis- verka á Landspítalann í Fossvogi um síðustu helgi hafi verið margar og áverkarnir ljótir er það mat Ófeigs Tryggva Þorgeirssonar, yfirlæknis á slysa- og bráðadeildinni, að um- ræðan um ástandið í miðbænum sé byrjuð að koma óorði á ofbeldið. Hann segir þá sem koma með hand- arbrot hætta að stæra sig af því að hafa lamið einhvern. „Því fylgir gríðarlegur högg- þungi að kýla mann í andlitið. Það eru ekki bara andlitsbeinin sem brotna, heldur einnig höndin sem kýlt er með. En nú segjast allir hafa kýlt í vegg. Ég tel þetta merki um að vegsemdin sem fylgdi fylliríis- slagnum sé horfin og að kominn sé neikvæður stimpill á hann,“ segir Ófeigur. Komum vegna ofbeldis- verka um helgar var jafnframt farið að fækka og þess vegna kom erillinn um síðustu helgi honum á óvart. „Menningarnóttin var eins og róleg helgi þótt mikið hafi verið um sukk og svínarí en því miður var óvenju- mikið að gera aðfaranótt sunnu- dags. Áverkarnir voru ljótir og einn sem varð fyrir árás missir mögulega sjón. Við skulum vona að þessi helgi hafi verið undantekning." Ófeigur segir að langskilvirkasta leiðin til að stemma stigu við ofbeld- inu sé að halda umræðunni um það SLYSA- OG BRÁÐADEILD ► Komur vegna ofbeldis á slysa- og bráðadeild á Land- spítalanum í Fossvogi í fyrra voru 1500 miðað við 1300 til 1400 árin á undan. W Neyðarmóttaka fyrir þá sem ^ hafa verið beittir kynferð- islegu ofbeldi er starfrækt á slysa- og bráðadeildinni. Um eða yfir 100 einstakling- ar leita að jafnaði árlega eftir aðstoð hjá neyðarmót- tökunni. áfram. „Ofbeldið er stórkostlegt félags- legt mein í íslensku samfélagi og það er áfengi sem leysir það úr læðingi.“ Hann bendir á að Bretar hafi lengt þann tíma sem skemmistaðir mega hafa opið til að allir fari ekki út á sama tíma. „I Bretlandi þar sem er norðurevrópsk drykkjumenning eins og hér fækkaði í kjölfarið of- beldisáverkum vegna slagsmála og jafnframt alvarlegum áverkum sem leiddu til innlagnar. Þar sem þessar þjóðir eiga margt sameiginlegt spyr maður sig hvort við getum dregið lærdóm af þessu þótt þeir hafi farið út í þetta á eftir okkur.“ Ófeigur kveðst ekki viss um að auk- inn viðbúnaður lögreglu muni leiða til betri hegðunar í miðbænum. „Ég treysti mér ekki til að leggja mat á það en umræðan er að mínu mati langöfl- ugasta vopnið sem við höfum.“ v r y -sx4 upp\Uuo\o v Verd 2.390 þús. Kiktu á suzukibilar.is SUZUKI ...er lífsstill! SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sjmi 568 5100 Dröfn veiðir tvær hrefnur Hrefnukjöt í verslanir fyrir helgi Dröfn RE, skip Hafrannsókna- stofnunar, hefur veitt tvær hrefnur á síðustu dögum; eina á sunnudag og aðra á föstudag. Að sögn Sverris Daníels Halldórssonar leiðangurs- stjóra var um að ræða tvær meðal- stórar kýr, um 7 metra langar og 5 tonn að þyngd. „Skepnunum verður landað á Isafirði í dag eða á morgun, en þær verða fluttar strax til Reykja- víkur þar sem búast má við þeim í verslanir á fimmtudag eða föstu- dag,“ segir Gunnar Bergmann Jóns- son hjá Félagi hrefnuveiðimanna, en félagið sér um sölu á kjötinu. Veiðarnar eru liður í vísindakvóta upp á 200 hrefnur sem ákveðinn var árið 2003, en enn á eftir að veiða 6 hrefnur. hos Hrefna Dröfn RE frá Reykjavík hefur veitt 2 meðalstórar kýr á síðustu dögum. VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Aðeins 46 hitaeiningar í 100 g MJÓLKURVÖRUR í SÉRFLOKKI w vörur m m FLOKKI Epli, gulrætur og enginn viðbættur sykur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.