blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 20
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaðió ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net Franska deildin er vafalítið sú daprasta og sár skortur á skot- skóm til handa leikmönnum þar. SKEYTIN INN Umboðsmað- ur Adriano starfar nú eftir neyðaráætlun *■ og leitar nýrra félagsliða í græn- um hvelli. Bæði þjálfari og eigandi Inter vilja hann brott og eru meira að segja reiðubúnir að lána hann í vetur verði það til þess að þeir þurfi ekki að horfa upp á dapurt form hans en hann hefur vaxið svo mjög á breiddina undanfarið að Byko íhugar tilboð. Brasilíumað- urinn sem var ein helsta stjarna þess lands fyrir tveimur árum er gleðipinni mikill og notar hvert ■» tækifæri til drykkju og veisluhalda. Hljótt er um Eið Smára sem sleikir sár sín í Barcelona og íhugar stöðu sína. Enn er opið fyrir að hann fari tilWestHam og Galatasaray heftir lagt fram fyrir- spurn. Fullyrða má að enska liðið yrði frekar fyrir valinu ef hann ákveður að fara en fjórir dagar eru til stefnu áður en markaður- inn lokast til jóla. Ef marka má spænska miðla eru dagar hans taldir hjá Barca og því firra ferils hans vegna að hanga þar áfram. Annars fær Frank Rijkaard skell í fjölmiðlum fyrir innihaldsrýr- an leik Börsunga í sínum fyrsta leik á leiktíðinni gegn Racing Santand- er. Markalaust jafntefli var ekki hugmyndin en ekkert fór fyrir fersk- leika þeim er Rijkaard taldi vanta á síðustu leiktíð og sór að vekja á ný en reyndar léku leikmenn Racing afar vel og enginn leikur betur en andstæðingurinn leyfir. En líklega fær Deportivo verstu ein- kunn spænskra eftir fyrstu um- ferðina. 3-0 tap á heimavelli fyrir nýliðum Almer- ía boðar ekki gott og ljóst að liðið sem um aldamótin var á þröskuldi þess að komast í hóp sterkustu liða landsins er í tómu rugli og fallbarátta framundan ef marka má fyrsta leik. Enda er Lotina þjálfari ekki óvanur slíku. ítalir markvissir Urrandi sóknarbolti á Ítalíu og í Hollandi I Frakkar daprir Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Lengi hafa sjálfskipaðir sparkspekingar haft horn í síðu ítalska fótboltans og rökin jafnan verið þau að þar sé yfirmáta áhersla á vörn og lítið beri á sóknar- eða sambabolta. Hafi það einhvern tíma verið raunin er öldin önnur nú. Tölfræðin sýnir og sannar að ítölsk félög voru f sér- flokki í markaskorun á síðustu leik- tíð og fyrsta umferð helstu deilda Evrópu nú sýnir að ítalirnir eru aftur á toppnum. Athygli vekur að í Hollandi voru skoruð fleiri mörk en í Englandi MÖRKIN GLEÐJA 2007 2006 Allt tímabilið 2006/2007* Italia 1. umferð 32 39 968 Holland 1. umferð 29 33 911 England 1. umferð 28 22 931 Spánn 1. umferð 23 25 941 Þýskaland 1. umferð 23 19 837 Frakkland l.umferð Samtals mörk 13 148 23 161 855 * 18 félög keppa i efstu deild ÍHollandi og Þýskalandi en 20 annars slaðar. í fyrstu umferð og litlu munaði á heildarmarkafjölda í Hollandi og Englandi á síðustu leiktíð þó að efsta deild í Hollandi státi af færri liðum. Ekki undarlegt að stórlið álfunnar sæki jafnan grimmt í hollenska leikmenn enda sá bolti sem hvað mest líkist frægum sambabolta sem kenndur er við Brasilíumenn og gengur út á að sækja sem mest og hraðast. Franska deildin er vafa- lítið sú daprasta og sár skortur á skotskóm til handa leikmönnum þar. Aðeins þrettán mörk voru skoruð í tíu leikjum þar í fyrstu um- ferð nú eða 19 færri mörk en í sama fjölda leikja á Italíu. Sé mið tekið af færri félögum sem spila í Þýskalandi voru Frakkarnir einnig neðstir allra á síðustu leiktíð. Hafa enda nokkur frönsk félagslið lækkað miðaverð á leiki sína enda staðreynd að meirihluti áhugasamra sækir knattspyrnuleiki til að sjá sem flest mörk skoruð. Fjölgar í íslenska Einherjaklúbbnum Sjötíu farið holu í höggi Hartnær 70 einstaklingar hafa í ár bæst í hóp þeirra hundraða sem farið hafa holu í höggi hérlendis og erlendis en það er vafalaust það högg sem alla kylfinga dreymir um að ná á ferlinum. Hjá stærstu klúbbum við höfuð- borgarsvæðið það sem af er sumri hafa átta kylfingar glaðst meira en aðrir á Urriðavelli hjá golfklúbbnum Oddi en sjö kylfingar hafa einnig farið holu í höggi á Korpúlfsstaða- velli hjá GR og hjá Keili í Hafnar- firði. Fjórða braut í hrauninu hjá Keili er sú sem oftast hefur verið HOLA í HÖGGI í SUMAR Vífilsstaðavöllur 5x Hvaleyrarvöllur 7x Grafarholtsvöllur 4x Bakkakotsvöllur 5x Korpúlfsstaðavöllur 7x Urriðavöllur 8x farin á þessu skori í sumar, alls fimm sinnum, en Korpan á metið hvað varðar fjölda brauta en alls hafa kylfingar farið þar holu í höggi á sex mismunandi brautum. Arftaki Sörenstam í kvennagolfirtu Ochoa er nafnið Annika Sörenstam er búin og Michelle Wie óþroskuð og í stað þessara tveggja stórstjarna kvenna- golfsins undanfarin ár er komin fram á sjónarsviðið hin mexíkóska Lorena Ochoa sem um helgina vann sinn þriðja sigur í röð á bandarísku mótaröðinni. Talsvert hefur verið beðið eftir nýrri stjörnu sem hæfileika hefur til að steypa hinni nær fertugu Sör- enstam af stalli sem besta kvenkylf- ingnum. Hún er fram komin nú en aðeins Sörenstam hefur áður unnið þrjú mót í röð og það með jafn af- gerandi hætti og Ochoa nú en hún vann með fimm högga mun á Safe- way Classic. Lorena Ochoa Annika ekki lengur fremst kvenna. Ochoa er sú besta í dag. Kæruleysi kátra kvenna Bros stúlknanna í íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem áttu á tímabili möguleika að ná einstökum árangri í sinni grein og komast á heimsmeistaramót súrnaði allnokkuð þegar þær lágu óvænt 1-0 fyrir Slóveníu um helgina. Klárt vanmat af hálfu íslands enda þær slóv- ensku fyrirfram taldar lömb að leika sér við. Tapið þýðir að möguleikar landans rýrna til mikilla muna. Grænir fingur Ólafur Stefánsson heldur áfram að gera spænska garðinn frægan með Ciudad Real. Fé- lagið sigraði á sterku alþjóðlegu æfingamóti í Strassborg annað árið í röð og var Ólafur sem oft áður fremstur í flokki sinna manna. Sýnir Ólafur engan bil- bug þó farið sé að síga á seinni hluta ferilsins. Skammt stórra högga... Emil Hallfreðsson sem fyrir átti að liggja fyrir skömmu að sparka bolta með norska liðinu Lyn í kulda og trekki í vetur lék 70 mínútur með ítalska fé- lagsliðinu Reggina um helgina þegar ítalska deildakeppnin hófst á ný. Gráðurnar 30 á hitamælinum höfðu áhrif á leik hans en þó lotsvert að duga þennan tíma enda alls óvanur og í raun alls ókunnur taktík liðsins og leikmönnum. Áfram Emil. Niðurbrotnir Brasilíska landsliðið í körfu- knattleik brotnaði saman í leik gegn Bandaríkjunum í Amer- íkukeppninni í körfuknattleik og tapaði sínum fyrsta leik í keppninni 76-113. Eru Brass- arnir annars með eitt sterkasta lið heims og því nokkuð einsýnt að Bryant og félagar, sem enn eru ósigraðir, muni hampa titl- inum þetta árið nema eitthvað grafalvarlegt gerist.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.