blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaöiö blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi; Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elin Albertsdóttir Af hverju ekki skólabúningar? Blaðið sagði frá því um helgina að 85% foreldra í Sæmundarskóla, nýjum grunnskóla í Grafarholti, hefðu kosið að kaupa skólabúning á börnin sín. For- eldrafélag og foreldraráð skólans bjóða upp á skólafatnaðinn í samráði við skólastjórnendur. f Blaðinu sagði Óttar Guðlaugsson, formaður foreldraráðsins í Sæmund- arskóla, frá þvi að áhugi foreldra hefði komið á óvart; líklegt hefði verið talið að um áramót yrði helmingur barnanna kominn í skólabúninga. Birni Inga Hrafnssyni, formanni borgarráðs í Reykjavík, sem lengi hefur talað fyrir skóla- búningum, kom áhuginn hins vegar ekki á óvart. Hann benti á að þar sem skóla- fatnaður hefði verið notaður hefði verið mikil ánægja með hann. Undanfarin ár hefur skólafatnaður verið notaður bæði í Áslandsskóla í Hafn- arfirði og Ártúnsskóla í Reykjavík. Reynslan virðist í stuttu máli sú að skóla- fötin efla liðsheild og samheldni í skólanum, draga úr einelti og áreiti og frelsa foreldra að einhverju leyti undan þeirri kvöð að eltast í sífellu við tizkustrauma. Því miður er sá eltingaleikur kominn jafnmikið út í öfgar hjá sumum börnum og unglingum og hjá fullorðna fólkinu. Óttar Guðlaugsson segir frá því í Blaðinu að faðir, sem átti þrjú börn í skól- anum, hafi borgað samtals 27 þúsund krónur fyrir skólabúning á þau öll en hafi þá verið nýbúinn að borga 22 þúsund krónur fyrir einar tízkugallabuxur! Skólabúningar hafa hins vegar aldrei orðið ríkjandi á íslandi og spyrja má hvers vegna. Kannski finnst einhverjum að með því að taka þá almennt upp væri verið að steypa krakka í sama mót og gera alla eins. Það er rétt, svo langt sem það nær. Fatnaðurinn er gerður eins, en það er þá gert í þágu þess að á því sviði, sem skiptir máli í skólanum, fái hver og einn að njóta sín á eigin forsendum. Enginn er þá dæmdur eftir því hvort foreldrar hans hafa efni á 22 þúsund króna gallabuxum, heldur eftir því hvernig hann stendur sig í námi eða félags- starfi. Hæfileg samkeppni er holl og nauðsynleg í skólanum - en það á að vera samkeppni milli heilabúa, ekki tízkufata. Skólinn er vettvangur til að læra, en ekki tízkusýning. Það er gott að frumkvæðið í þessum málum komi frá foreldrum og skólastjórn- endum í einstökum skólum í stað þess að sveitarfélögin þröngvi einhverju upp á fólk, sem það kannski vill ekki. Björn Ingi Hrafnsson telur hins vegar að Reykja- víkurborg eigi að styðja við bakið á þeim, sem vilja taka upp skólabúninga. Það getur borgin - og önnur sveitarfélög - gert t.d. með aðstoð við hönnun og útboð slíkra búninga. Þannig ætti að vera hægt að slá tvær flugur í einu höggi; ná niður verðinu á fatnaðinum, sem er auðvitað búbót fyrir foreldra, og græða jafnframt á þeim breytingum á skólabragnum, sem reynslan sýnir að fylgir skólabúningunum. Nú þegar þessi jákvæða reynsla liggur fyrir hljóta foreldrar barna i fleiri skólum að spyrja: Áf hverju ekki að prófa? óiafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBLIS/PODCAST Gott til endurvinnslu Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins BORGARBYGGÐ Skipulagsauglýsing Tiilaga að deiliskipulagi á Leirulæk, Borgarbyggð. I samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Skipulagið fellst í því byggingu tveggja íbúöarhúsa, fjósbyggingu og vélageymslu. Deiliskipulagið verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 27.08.2007 til 24.09.2007. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 08.10.2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berasttil skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Auðveldum vinnu neytandans Opinberar hagtölur í flestum vestrænum ríkjum sýna þá þróun að vinnutími fólks hafi styst veru- lega á undanförnum áratugum. í fljótu bragði mætti ætla að á móti komi aukinn frítími. Að hagvöxtur hafi ekki aðeins tryggt okkur meiri efnisleg gæði, heldur einnig meiri tíma til að njóta gæðanna. Tölur um þetta efni geta þó verið blekkj- andi, og ef nánar er rýnt ofan í það hvernig fólk, upp til hópa, ver tíma sínum er veruleikinn oft annar. Meiri tími í neysluumsýslu Með aukinni velsæld hefur einka- neysla aukist til muna. En samfara því fer sífellt stærri hluti tíma fólks í ýmiss konar umsýslu er tengist neyslu. 1 mörgum tilfellum er það því alls ekki þannig að frítími fólks hafi aukist, því ýmiss konar vinna innan veggja heimilanna hefur auk- ist til muna. Vinna við að skoða, velja, kaupa, setja saman, vinna með, viðhalda og fleygja margs kyns neysluvarningi og varanlegum neysluvörum. Neysluumsýsla tekur stóran hluta af tíma hins dæmi- gerða íslendings og vafalaust hefur þessi þáttur aukist hraðar en vinnu- tími utan heimilis hefur styst. Valkostum til neyslu, bæði að því er varðar vörur og þjónustu, hefur fjölgað ótrúlega hratt síðustu áratugi. Auðvitað er þetta fyrst og fremst jákvæð þróun, en hún skapar um leið ný vandamál sökum þess að tími fólks er ávallt takmark- aður. Þegar kemur að einstökum þáttum er sífellt minni og minni tími aflögu til að kynna sér valkosti og taka upplýstar ákvarðanir um neyslu. Þróunin virðist því ganga í þá átt að neytendur verða óvirkari en áður og í skjóli óvirkra neytenda þrífst fákeppnin best. Rafrænar lausnir Stjórnvöld geta haft jákvæð áhrif á velsæld með ráðstöfunum er auð- velda fólki að vera virkir neytendur. Einn liður í því er til dæmis bætt aðgengi að upplýsingum um verð og gæði. Nútíma upplýsingatækni býður upp á fjölmarga möguleika sem enn eru vannýttir. Viðskipta- Jón Þór Sturluson ráðherra hefur nú þegar beint því til Neytendastofu að hefja heildstæða stefnumörkun á því sviði. Ekki aðeins að því er varðar matvöru- markað, sem að nokkru leyti að ósekju er gerður að blóraböggli í dag- legri umræðu, heldur á sem flestum sviðum neytendaviðskipta. Neytendavöktun er annar þáttur sem hefur rutt sér til rúms erlendis og má stórefla hér á landi. Þar er átt við þjónustu við neytendur í þeirri viðleitni að leita hagkvæmustu kosta í ýmsum útgjaldaflokkum og reglubundna eftirfylgni með því hvað séu hagkvæmustu kjör, út frá sérþörfum hvers og eins. Slik þjónusta getur til að mynda snúist um að vakta hvort tiltekið heim- ili sé með hagkvæmustu húsnæð- islánin, ódýrustu tryggingarnar, lægsta orkuverðið og svo framvegis. Með nútíma upplýsingatækni má auðveldlega gera slíka þjónustu einstaklingsmiðaða og tiltölulega ódýra. Sérstaklega áhugavert væri ef stjórnvöld og einkaaðilar tækju saman höndum við að koma slíkri þjónustustarfsemi á kortið. Slæm ímynd neytendamála Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort neytendamál hafi verið á réttri braut. Er tilviljun að ímynd neytandans tengist Kristjáni „Heiti- ég” Ólafssyni og félaga hans Silla í Spaugstofunni? Auðvitað er grín að hlutverki neytandans gerandi, en óneitanlega virðist umræða um neytendamál allt of oft festast I nei- kvæðum klisjum. Það heitir að kalla eftir aukinni neytendavitund. Með öðrum orðum, tilhneigingin er ann- ars vegar í þá átt að vilja vernda neyt- andann, og hins vegar að skamma hann fyrir að vera ekki nógu virkur. Hins vegar er horft framhjá því að hlutverk neytandans er orðið mun viðameira með auknum neysluút- gjöldum og flóknara með auknu vöruúrvali. Ný stefna ætti að miðast við að gera neytandanum auðveldar fyrir að taka upplýstar ákvarðanir. Á fræðimáli heitir það að lækka leit- arkostnað og í raunveruleikanum ætti fólk að verða vart við slíka stefnu með því að geta auðveldar tekið betri ákvarðanir um neyslu sína og varið tíma sínum betur. Höfundur er hagfræöingur og aðstoöarmaður viðskiptaráðherra KLIPPT OG SK0RIÐ Visir.is greindi frá því í gær að Reynir Traustason tæki við starfi ritstjóra DV á næstu dögum við hlið Sigur- jóns M. Egilssonar. Björn Ingi Hrafnsson gerir þetta að umtals- efni á heimasíðu sinni og segir: „Núer sagtfrá því að Reynir Traustason, rit- stjóri Mannlífs, verði nýr ritstjóri DV. Sömu eigendur eiga þessa fjölmiðla og er greinilega ætl- unin að láta Reyni hrista aðeins upp í DV-hlutanum og rétta við meðallestur blaðsins sem hefur verið ótrúlega lítill. Mannlíf hefur verið mjög umtalað undir ritstjórn Reynis og hann að sama skapi umdeildur sem ritstjóri... Þetta er tilraun sem gæti heppn- ast, en hvað verður um Sigurjón M. Egilsson. Hætti hann ekki í fússi sem ritstjóri Blaðsins til að farayfir á DV?“ Margir fleiri velta því nú fyrir sér hvort Sigur- jón eigi eftir að yfirgefa DV í fússi vegna þessa... Nú er rétt mánuður þar til þinghald hefst á nýjan leik. I dag er forsætisnefnd Alþingis saman komin í Stykkis- hólmi til að undirbúa störf þings- ins í haust. Það er forseti Alþingis sem kallar nefndina saman en venjulega er þessi fundur haldinn utan Reykjavíkur. Það er þó ekk- ert skrýtið þótt fundurinn sé hald- inn á þessum stað núna. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974-1991 eða áður en hann gerðist samgönguráðherra og er því öllum hnútur kunnugur á staðnum. Með honum á fund- inum eru varaforsetar Alþingis, skrifstofustjóri, varaskrifstofu- stjóri, umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. elin@bladid.ls

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.