blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 6
FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. AGÚST 2007 blaöið Andlát Björn Th. Björnsson Björn Th. Björnsson, listfræðingur og rithöfundur, andaðist á líkn- ardeild Landa- kotsspítala á laugardag, nær 85 ára að aldri. Björn fæddist í Reykjavík 1922. Hann lauk stúdents- prófi frá MR1943 og nam listasögu við Edinborgarhá- skóla, Lundúnaháskóla og Kaupmannahafnarháskóla. Hann kenndi listasögu við Háskóla íslands og fleiri skóla um áratugaskeið. Hann var m.a. fulltrúi í útvarpsráði og í undirbúningsnefnd um stofnun íslensks sjónvarps, formaður og varaformaður Rithöfundasambands íslands. Björn var afkastamikill rithöfundur og liggur eftir hann fjöldi bóka. Eftirlifandi eiginkona Björns er Ásgerður Búadóttir myndlistarmaður. Þau eignuðust þrjú börn, Bald- vin, Björn Þránd og Þórunni, sem öll lifa föður sinn. STUTT • Umferðaróhöpp 53 umferðaró- höpp voru tilkynnt til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en tvö þeirra mátti rekja til ölvunaraksturs. Fjórir voru teknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna um helgina og lögreglan stöðvaði sjö aðra ökumenn sem höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi. Kennarar panta ritföng og foreldrafélag rukkar ■ Engin samkeppni um pennaveski í Vesturbæjarskóla og foreldrar lausir við ritfangakaup Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net í Vesturbæjarskólanum við Sólvallagötu í Reykjavík er engin samkeppni milli nemenda um pennaveski og foreldrarnir þurfa ekki að skunda í skólasetningarvik- unni í bókaverslun til að kaupa rit- föng, vasareikna, skæri, möppur og annað slíkt. Kennararnir panta allt slíkt frá heildsölum og hafa tilbúið í skólanum þegar börnin koma og for- eldrafélag skólans innheimtir kostn- aðinn af foreldrum. Koma bara með nestið „Nemendur þurfa bara að koma með nestið sitt í skólatöskunni en ekkert annað, ekki einu sinni pennaveski," segir Hildur Hafstað skólastjóri. „Það er þess vegna engin sam- keppni um tveggja eða þriggja hæða pennaveski en það er alveg ótrúlegt hvað pennaveski geta brotið niður sjálfsmyndina hjá börnum,“ bætir skólastjórinn við. Hildur segir foreldra mjög ánægða með fyrirkomulagið á kaupum rit- fanganna sem byrjaði í smáum stíl þegar upp úr 1980. „Þetta hefur komið vel út uppeldislega séð. Rit- föngin eru sameign okkar allra sem ganga þarfvel um. Við höfum getað haldið verðinu verulega niðri með Sameigínleg eign Nemendur í Vesturbæjarskóla þurfa ekki að kaupa ritföng og annað efni til skólastarfsins í verslunum á haustin. Kennararnir sjá um að panta slíkt. þessu móti og ég er sannfærð um að þetta er ódýrara fyrir foreldrana þótt einhverjir kunni að hafa gert góð kaup á sumrin eða á útsölum. Þar að auki vilja flestir skólar hafa eins stíla- og reikningsbækur fyrir alla.“ Greidd er ákveðin upphæð vegna innkaupanna, 4000 krónur vegna yngri nemenda og 5500 vegna þeirra eldri. Verði afgangur að vori gera nemendurnir eitthvað skemmtilegt fyrir peningana. I Austurbæjarskóla og Háteigs- skóla eru einnig sameiginleg inn- kaup á ritföngum. ÞEKKIRÞÚTIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net STAÐREYNDIR ► Flestir skólar afhenda for- eldrum innkaupalista yfir ritföng. ► Auk pennaveskis með tilheyrandi innvolsi þarf oftast vasareikni, möppur og stílabækur. GARDINUBUÐIN Þorabokka 3 • Mjóddinni • Reykjavik • Simi 553-5677 Skipagötu 18 • Akureyri • Simi 461-7878 Opnunartimi: mónud. - föstud. 10-18 • laugard. 11-14 Lýðheilsustöð trúir sölutölum varlega Meiri tóbakssala ekki marktæk „Þessari niðurstöðu verður að taka með miklum fyrirvara enda aðeins um tvo mánuði að ræða en ég ítreka að reykingabannið á veitingastöðum var ekki sett á til að minnka al- mennar reykingar,” segir Viðar Jens- son, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð. Sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sýna að sala á tóbaki hefur aukist um fimm prósent í sumar samanborið við sama tíma fyrir ári þrátt fyrir reyk- ingabann á veitinga- og skemmti- stöðum landsins frá því í júní. Tölur frá Bretlandi sýna þveröfug áhrif síðan sams konar reykinga- bann gekk þar í gildi í byrjun ágúst. Mældist strax samdráttur í sölu tób- aks en því er ekki að heilsa hér. Viðar bendir á að landsmönnum sé að fjölga og neysla sé almennt að aukast en tekur fram að mælingar sýni óum- deilanlega á ársgrundvelli að færri reyki en áður. „Bannið á skemmti- og veitingastöðunum var sett til að vernda þá sem þar starfa en ekki til að sporna við reykingum eða fækka reykingafólki. En tveir mánuðir segja ósköp lítið og við spyrjum að leikslokum þegar skoðaður verður lengri tími í einu.” albert@bladid.net Mjólkurfélög fá flýtimeðferð Hæstiréttur íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að gefa út stefnu til flýtimeðferðar í máli sem Mjólkursamsalan ehf., Auðhumla svf. og Osta- og smjör- salan sf. hyggjast höfða á hendur Samkeppniseftirlitinu. Krefjast stefnendur þess að forstjóri og aðrir starfsmenn eftirlitsins víki sæti við rannsókn, sem hófst með húsleit hjá stefnendum í júní sl., á ætluðum brotum gegn samkeppnislögum. 1 beiðni stefnenda um flýtimeð- ferð, sem héraðsdómur hafði visað frá, kom fram að mjólkurframleið- endurnir teldu að með ummælum og framkomu forstjóra Samkeppn- iseftirlitsins fyrir og eftir húsleitina hafi hann orðið vanhæfur til að taka málið til meðferðar. Fram kemur í dómsorði beggja dómstóla að skilyrði flýtimeðferðar einkamáls séu þau að það sé höfðað vegna ákvörðunar eða athafnar stjórnvalds. Héraðsdómur mat það sem svo að ákvörðun starfsmanna Samkeppniseftirlitsins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, en Hæsti- réttur var ósammála því. hlynur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.