blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 15
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 19 Vekja athygli ungs fólks á ljóðlistinni MtvU, dóttursjónvarpsstöð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar, sem einungis er send út í háskólum og stúdentagörðum í Bandaríkjunum, hefur valið áttrætt ljóðskáld, John Ashbery, sem sitt fyrsta „heiðurs- skáld". Ljóð eftir hann munu birtast reglulega á stöðinni, bæði í texta og mynd, og er ætlunin að reyna að vekja upp ljóðaáhuga hjá ungu menntafólki í landinu. Ashbery hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir skrif sín, meðal ann- ars Pulitzer-verðlaunin sem hann hlaut árið 1976 fyrir ljóðasafn sitt „Self-Portrait in a Convex Mirror“, auk þess sem hann var heiðursskáld New York-fylkis á árunum 2001 til 2003. Ljóð hans sem birtast á skjánum á MtvU hafa verið valin af hópi fólks á þrítugsaldri, sem kynnti sér ljóða- safn hans og valdi þau sem best þóttu henta fyrir sjónvarpsstöðina. Sjálfur segir John Ashbery að sér sé það mikill heiður að fá að vera heiðursskáld sjónvarpsstöðvar- innar og að hann sé ánægður með ljóðavalið. Tilgangurinn með þessu uppá- tæki MtvU er að reyna að vekja ungt fólk til umhugsunar um ljóðlistina og gera ljóð á einhvern hátt „svöl“ í augum þess. Ljóð Ashberys verða flutt á skjánum um eins árs skeið, en þá verður nýtt skáld valið sem heiðursskáld stöðvarinnar. Margir hafa lýst furðu sinni á þessu fyrsta skáldavali stöðvar- innar, sem hefur ungan markhóp og spilar nýjustu popptónlistina. Asbery hlustar sjálfur aldrei á stöð- ina. Þá er hann afar íhaldssamur í sínu starfi og kýs að skrifa sinn skáldskap á ritvélar í stað þess að nota tölvur. Engu að síður segjast að- standendur stöðvarinnar vera bjart- sýnir á að ljóðin eigi eftir að mælast vel fyrir hjá unga fólkinu. Lík í óskilum Fyrsta frumsýning leikársins hjá Leikfélagi Reykjavíkur verður á litla sviði Borgarleikhússins næstkom- andi laugardag, þann 1. september, en þá verður fluttur farsinn Lík í óskilum eftir Anthony Neilson. Um er að ræða gamanleik um óborgan- legt lögguteymi sem fær það hlut- verk að boða eldri hjónum váleg tíð- indi á aðfangadagskvöld. Áður en erindið hefur verið útskýrt að fullu kemur upp misskilningur sem erfitt reynist að leiðrétta. Fljótlega eykst misskilningurinn, fleiri persónur slást í hópinn, flækjan verður sífellt flóknari og hjartveiki eiginmanns- ins gerir verkefni lögreglunnar nán- ast ómögulegt. Leikstjóri sýningarinnar er Stein- unn Knútsdóttir og leikarar eru Þórhallur Sigurðsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Eggert Þorleifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Jörundur Ragnars- son og Þór Tulinius. Bein útsending frá Jazzhátíð Rás 1 ætlar að taka þátt í Jazzhá- tíð Reykjavíkur og hljóðrita ferna tónleika á hátíðinni. Þrennir tón- leikar verða í beinni útsendingu, en það verða tónleikar Uri Caine-tríós- ins annað kvöld klukkan 20, Eivör Pálsdóttir og Stórsveit Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið klukkan 20 og Bláir skuggar/bláir söngvar, dag- skrá með nýju efni eftir Sigurð Flosa- son á föstudagskvöldið klukkan 20. Einnig verða hljóðritaðir tónleik- arnir Múlinn á Múlanum, söng- dansar Jóns Múla Árnasonar í flutn- ingi Eyþórs Gunnarssonar og félaga, en þeir tónleikar verða sendir út á Rás 1 næstkomandi sunnudag, 2. september, klukkan 16. Lana Kolbrún Eddudóttir, umsjón- armaðurdjassþáttarinsFimmfjórðu, verður kynnir á tónleikunum. Söngsveitin Fílharmónía Æfingjar hefjast í næstu viku Meðlimir Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu hefja æfingar aftur eftir sumarfrí þann 3. september næst- komandi, en framundan er spenn- andi starfsár að sögn Einars Karls Friðrikssonar, formanns sveitar- innar. „Fyrsta verkefnið okkar eru tónleikar sem verða strax í október, en þeir verða haldnir í Seltjarnar- neskirkju og þar flytjum við svokall- aða klezmertónlist, hátíðartónlist gyðinga, ásamt systkinunum Ragn- heiði og Hauki Gröndal,“ segir hann. „Þetta er mjög skemmtileg tónlistar- hefð og minnir svolítið á sígauna- tónlist, en það eru fyrst og fremst austurevrópskir gyðingar sem hafa haldið henni á lofti." 1 kjölfarið á tónleikunum í Sel- tjarnarneskirkju í október hefst kór- inn handa við æfingar fyrir sína ár- legu aðventutónleika, en um næstu páska tekur stórt verkefni við. „Þá ætlum við að flytja Þýska sálumessu eftir Brahms ásamt Sinfóníuhljóm- sveit ísland og það krefst mikilla æfinga. Þetta er massíft stykki þótt það sé ekki óaðgengilegt áheyrnar, enda syngur kórinn sjálfur flestalla kaflana,“ segir Einar. 1 Söngsveitinni Fílharmóníu eru að jafnaði um 60 til 70 manns sem koma víðsvegar að. „1 kórnum er alls konar fólk úr öllum stigum samfélagsins og þótt sumir hafi söngreynslu hafa það ekki allir. En við erum sjálfstætt félag og ekki með neina ákveðna bakhjarla eða tónleikastaði. Þó æfum við alltaf á sama stað, í Melaskóla, og höfum í raun gert það frá því að kórinn var stofnaður fyrir næstum 50 árum. Við erum afar þakklát skólanum og borginni fyrir það, enda er þar mjög góð æfingaaðstaða.“ í framhaldi af tónleikunum með Sinfóníuhljómsveitinni í vor segir Einar Karl framhaldið óráðið. „Við erum þó að vonast til þess að geta farið í tónleikaferð út fyrir landstein- ana, enda eru nokkur ár síðan við fórum í slíka ferð, en það er alltaf gaman að fara á nýja staði og syngja fyrir nýtt fólk. En það kemur í ljós síðar hvort úr því verður,“ sagði hann að lokum. FYRIR UNGLlNGft Kolbeinn Sigþórsson Námskeidiö var mjög skemmtilegt, öðruvísi en eg hélt að það yrði. Það sem ég fékk aðallega út úr þessu námskeiði var aukið sjálfstraust og ég hef núna trú á sjalfum mér, ég er orðin lífsglaðari og karm að meta miklu méirá það sem eg hef. Þetta mun nýtast mér um alla framtíö. Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveidara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig Kynningarfundur verður haldin miðvikudaginn 29. ágúst kl. 20.00 Ármúla 11, 3.hæð Æskilegt að foreldrar mæti á kynningarfundinn með unglingum sem fara á námskeið 14 -17 ára DALE CARNI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.