blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 30
38 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaöið FÓLK Ég hef heyrt verri hugmyndir! folk@bladid.net Mun Upplyfting spila á skólaböllum? Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmála- ráðherra, mun setjast á skólabekk í vetur er hann hefur MBA-nám við Háskóla Islands. Magnús gerði það gott á árum áður með hljómsveitinni Upplyftingu. HEYRST HEFUR Ómar Ragnarsson er allt annað en ánægður með vegafram- kvæmdir verktaka á Vest- fjörðum þessa dagana eins og fram kemur á bloggi hans. Var kappinn á leið til Bolungarvíkur og ætlaði að fara yfir Þorska- fjarðarheiðina sem er venjulega ögn styttri leið en að þræða alla firðina. Að þessu sinni var hún þó lengri sökum framkvæmda, Ómari til ama, enda ekkert skilti sem útskýrði málið. Ómar kemur þó upp um sig, því í athugasemda- kerfinu hneykslast bæjarstjórafrúin í Bolungarvík, Helga Vala Helgadóttir, á því að Ómar hafi ekki litið inn í kaffi til þeirra Gríms Atlasonar... Ámi Johnsen sló aldeilis í gegn á Grænlandi á dögunum þegar hann fagnaði ío ára afmæli Vestnorræna ráðsins. Árni var hrókur alls fagnaðar og ekki síst fyrir þær sakir að hann hafði gítarinn góða með í för og var allt annað en feiminn við að taka lagið. Árni vílaði ekki fyrir sér að syngja bæði á fær- eysku og grænlensku, gestum til mikillar ánægju og undrunar. Þess má geta að gefnu tilefni, að Árni er þekktur stúkumaður og hefur aldrei bragðað áfengi... strákarnir Í 2B Company hafa í nógu að snúast þessa dagana, en fyrirtækið hyggst framleiða bjór í Vestmannaeyjum. Ku fjármagn þegar vera tryggt og því ekkert að vanbúnaði að reisa verk- smiðju, sem verður staðsett niðri við höfnina í Vestmannaeyjum. Er það með ráðum gert, því stíla á inn á ferðamenn sem boðið verður að smakka íslenskt vatn og bjór í verksmiðjunni. Ekki hefur nafn bjórsins verið gert opinbert, en þó mun það tengjast Vestmannaeyjum á Éinhvern hátt. Hafa ;árungar velt upp ýmsum nöfnum eins og Lundi, Pysja, Eyjar og síðast en ekki síst, Johnsen... Leikarinn Jönmdur Ragnarsson lætur að sér kveða Nýr á hvíta tialdinu Jörundur Guðmundsson er um það bil að slá í gegn á hvíta tjaldinu, á sviði og í sjónvarpinu. Samt er hann nýútskrifaður leikari. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Jörundur Ragnarsson er ungur og tiltölulega óþekktur leikari. Það mun þó fljótt breytast, því hann leikur í tveimur nýjum íslenskum kvikmyndum, nýrri gamanþátt- aseríu og nokkrum leikritum á næstunni. „Já, það er óhætt að segja að það sé dálítið mikið að gera hjá mér núna. Fyrir utan að leika þá keypti ég mér íbúð nýlega sem ég hef verið að gera upp í hjáverkum," segir Jör- undur, sem smitaðist frekar seint af leiklistarbakteríunni. „Ég byrjaði að læra stjórnmála- fræði í Háskóla íslands en það var nú einhvern veginn bara til þess að læra eitthvað. Eg lék síðan lítið stat- istahlutverk með Stúdentaleikhús- inu og það varð til þess að ég sótti um í Leiklistarháskólanum, þaðan sem ég útskrifaðist svo í fyrravor. Síðan var ég svo heppinn að fá strax nóg að gera. Það má segja að ég hafi hent mér út í djúpu laugina. Eg lék nördinn Scat í Ástrópíu, sem nýlega er byrjað að sýna, en hann breytist í galdramanninn Kjartan í þar til gerðum hlutverkaleikjum," segir Jörundur, sem sjálfur hefur litla reynslu af slíkum leikjum. „Maður tengir alltaf eitthvað við persónuna sem maður leikur, en reyndar var ég aldrei í svona hlut- verkaleikjum þegar ég var yngri. Ég byrjaði að spila þá til að undirbúa mig fyrir hlutverkið sem var ágætt, en ég festist ekkert í því. En annars má alveg halda því fram að ég sé atvinnumaður í hlutverkaleikjum, þar sem ég er jú leikari!“ Hálfþroskaheftur strákur „Þar leik ég hann Samma, sem er hálfþroskaheftur strákur á meðferð- arheimili úti á landi. Sagan gerist árið 1970 og er byggð á Breiðavík- urheimilinu sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Sagan gerist nokkrum árum seinna þar sem fyrirkomulaginu hefur verið breytt og frjálslegri aðferðir við lýði, eins og kynjablöndun. Börnin eru Jörundur Ragnarsson verður á allra vörum á næstunni meira sjálfala og forstöðumennirnir eru kannski fullmikið í takt við tíð- arandann, sem kenndur er við hippa- tímabilið. Og þó að þetta sé mun mannúðlegri aðferð en það sem á undan gekk, þá er hún kannski ekki endilega sú rétta. En það var ótrú- lega gaman að takast á við þetta, en um leið ofboðslega krefjandi því þetta er mjög afgerandi karakter. Einnig var ekki auðvelt að hoppa nánast beint úr leiklistarskólanum í að gera tvær kvikmyndir. Leik- listarnámið er fjögur ár og þar af fara aðeins um fimm vikur í nám- skeið um kvikmyndaleik. Því var þetta mjög góður skóli og virkilega gaman að sjá hvernig ferlið er í þessu. Til dæmis var ég frekar hissa og ánægður að sjá hversu vel tókst til með Astrópíu, miðað við hvað það voru litlir peningar til.“ Lætur einnig til sín taka á sviðinu „Ég mun leika í Killer Joe, sem verður endur-frumsýnt þann 6. september næstkomandi. Ég tek við hlutverki Chris af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, sem þurfti frá að hverfa til Juilliard. Þá tek MAÐURINN Jörundur er 28 ára gamall Hann bjó lengi á Vestfjörð- um þegar hann var yngri Hans uppáhaldsgamanþætt- ir eru Simpsons, Family Guy, The Office og League of Gentlemen ég einnig þátt í farsanum Lík í óskilum ásamt Ladda, Eggert Þor- leifssyni og Helga Brögu svo ég nefni bara nokkra. Þá leik ég þann ljóta í leikritinu Sá ljóti, sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. Það verður lítið um grímur og förðun, en ég mun gera mitt besta til að ná fram innri fegurð persón- unnar!“ sagði Jörundur sem einnig leikur í Næturvaktinni, nýrri ís- lenskri gamanþáttaseríu sem sýnd verður á Stöð 2. „Þetta er ekki þessi týpíski sket- cha-þáttur sem íslendingar eiga að venjast. Þetta er meiri svona tragi- kómík og ég hugsa að það sé svo- lítið nýtt fyrir íslenskan markað," sagði Jörundur að lokum. BLOGGARINN... Hví ekki? „Afhverju er fjölkvæni ekki leyft? Við höfum nú leyft hommum og lesbíum að giftast en það hefði þótt óhugsandi fyrir tuttugu árum. Við segjum að samkyn- hneigðir eigi rétt til að velja hverjum þeir giftist svo afhverju má ég ekki giftast tveimur mönnum ef það er það sem ég og þeir vilja?" Haila Rut hallarut.blog.is Hallar á karla? „Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra skipaði nýtt jafnréttisráð á dögunum. [...]! nýju jafnréttisráði sitja hins vegar sex konur og þrír karlar. Hvar eru femínist- arnir núna? [,..]Það eina sem skiptir máli íþví samþandi, eins og íöðrum slíkum málum, er að hæfir einstaklingar séu valdir algerlega óháð kyni eða öðru slíku. Hins vegar má rétt ímynda sér hvort allt hefði ekki orðið vitlaust og rúmlega það efskipaðir hefði verið íjafnréttisráð sex kartar og þrjár konur. Svo ekki sé talað umef það hefði verið gert af ráðherra Sjálfstæðisflokksins. “ Hjörtur J. Guðmundsson sveiflan.blog.is/blog Orðheppinn Óli „Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiða- bliks, fór hreinlega á kostum í viðtali á Sýn ikvöld. Ólafur þóttist ekkert vilja tjá sig um dómgæsluna, sagðist ekkert vit hafa á dómgæslu en varpaði síðan risabombu iátt að dómaranum. „Ég hef ekkert vit á dómgæslu og hef þvi ekkert um þetta að segja. Egill Már tekur þessa ákvörðun, en ég set spumingarmerki við það hvort ég eigi að fara í flugvél á næstunni." Þetta sagði Ólafurá Sýn en þess má geta að dómarinn er flugum- ferðarstjórí." Henry Birgir Gunnarsson blogg.visir.is/henry LAUGARDAGAR ORÐLAUSTÍSKA Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= Su doku 2 3 8 9 6 7 9 4 1 9 2 4 8 6 7 1 8 3 5 6 5 6 8 4 3 9 9 3 5 6 7 8 1 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Ég vil að þú fáir þér hálftíma göngutúr, 10 mínútum fyrir matartíma á hverjum degi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.