blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaöiö MENNING menning@bladid.net Steinaspil, eða lítófónn, var með fyrstu hljóðfærum mannsins. Dúó Stemma flytur alíslenska tónlist Nútíminn og ævagömul þjóðlög Dúó Stemma leikur ís- lensk lög frá myrkustu miðöldum til nútímans og leikur meðal annars á steinaspil frá Húsafelli. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Hjónin Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout spila á mar- imbu, víólu, slagverk og steinaspil Páls á Húsafelli. Saman mynda þau Dúó Stemmu sem spilar á sumar- tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. „Við ætlum að spila íslensk lög, bæði ný og gömul,“ segir Herdís Anna. „Sum þeirra eru ævagömul þjóðlög og það nýjasta skrifaði Áskell Másson fyrir okkur núna 12. ágúst síðastliðinn þannig a að fjölbreytileikinn ræður ríkjum. Við höfum verið að prófa okkur áfram í íslenskum þjóðlögum og spilum þau í okkar eigin búningi ef svo má segja. Svo hafa þó nokkur tónskáld verið að skrifa fyrir okkur lög frá því að við hófum samstarf árið 1996“ Frumstætt hljóðfæri Steinaspil, eða litófónn, var með fyrstu hljóðfærum mannsins. „Páll á Húsafelli vinur okkar gaf okkur lítið steinaspil fyrir nokkrum árum og við höfum mikið verið að spila á það, sérstaklega á tónleikum fyrir leikskólabörn. Steinana fann Páll í heimabyggð sinni og það var mikil þolinmæðisvinna að finna hinn eina sanna tón í hverjum steini, enda hljóma ekki allir steinar," segir hún. Spila fyrir börn Þau Herdís og Steef spila bæði með Sinfóníuhljómsveit íslands en þess á milli spila þau sem Dúó Stemma, bæði hér á landi og er- lendis. „Steef er frá Hollandi og við höfum spilað töluvert þar og líka í Þýskalandi. Við útbjuggum fyrir nokkrum árum sérstaka efnisskrá fyrir börn, Töfraveröld tóna og hljóða, og spiluðum í fjölmörgum leikskólum hér í Reykjavík og víðsvegar um landið og nú í vetur ætlum við að taka upp þráðinn að nýju og spila fyrir börnin, enda er það afskaplega skemmtilegt og gefandi. Það er einhver galdur í þessari dagskrá, eða kannski er það íslenska náttúran í Húsafellssteinunum, en þau hlusta afskaplega vel og eru mjög þakklát á eftir,“ segir Herdís. „Reyndar hefur steinaspilið ekki bara þessi áhrif á börn heldur líka fullorðna og þjóðernið skiptir ekki máli, ætli það sé ekki bara þessi hreini tónn sem smýgur í hartað og gleður.“ Tónleikarnir í Listasafni Sigur- jóns í kvöld hefjast klukkan 20.30 og á efnisskrá eru meðal annars Melódía og Berceuse fyrir víólu og marimbu eftir Áskel Másson auk fleiri íslenskra laga og þjóðlaga. Ný kynslóð þráðlausra heyrnartækja Epoq eru fyrstu heyrnartækin sem tala saman! Tvö Epoq skiptast á stöðugt á upplýsingum og vinna því eins og ein heild, svipað og heilinn starfar með báðum eyrum okkar. Með feikilegri bandbreidd ogskjótum vinnsluhraði þá fangar Epoq fíngerð hátíðnihljóð sem erfitt er að heyra og gerir þannig talhljóð mun skýrara og gefur tónlist meiri fyllingu. Ekki missa af því besta! Pantaðu tíma í síma 568 6880 Epoq eru falleg og nett heyrnartæki Fyrirferðarlítil hönnun á Epoq gerir þau verulega aðlaðandi. Epoq eru fáanleg í öllum stærðum og gerðum. Þú getur fengið Epoq sem sitja þægilega inni í eyrunum eða bak við eyra tæki sem eru nánast ósýnileg. Heyrnartœkni_______________________ Glæsibæ | Álfheimum 74 | 1 0 4 Reykjavík | sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Ný orðabók Spænsk- íslensk orðabók er komin út hjá Máli og menningu, en hún er unnin í samvinnu Háskólans í Reykjavík og Eddu útgáfu hf. Ritstjórn bókarinnar skipuðu Guðrún H. Tulinius, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Kristinsdóttir, Sigrún Á. Eiríksdóttir og Teo Manrique. Spænsk-íslensk ORÐAB0K PICCIONARIO Fyrirlestur í Snorrastofu Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur verður með fyrirlestur í Bókhlöðusal Snorrastofu í kvöld klukkan 20.30. Hún mun fjalla um upp- gröftinn á hinu forna kirkju- stæði Reykholts, en erindið er liður í röð Fyrirlestra í héraði. Fornleifauppgreftri í Reykholti lauk nú í sumar en hann hefur vakið mikla athygli. í Ijós hefur komið fjöldi merkilegra minja, ekki síst í þeim kirkjugrunni sem lokið var við að grafa upp í júní síðastliðnum. Sýningarlok í Skotinu Sýningu Erlu Stefánsdóttur, Áfangastaður, í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur fer senn að ljúka en myndirnar á sýningunni eru teknar á ferða- lagi um austurhluta Rúmeníu í maí 2007. Myndirnar eru ekki hefðbundnar ferðalags- myndir heldur sýna þær sjálft ferðaferlið. Sýningin var opnuð þann 19. júlí en lýkur á morgun, 29. ágúst. Sópran og saxófónn Sólrún Bragadóttir sópran og Sigurður Flosason saxófón- leikari verða með tónleika í Nýheimum á Höfn í Hornafirði í kvöld klukkan 20. Dagskráin samanstendur af þekktum íslenskum sönglögum og íslenskum þjóðlögum í útsetn- ingu fyrir sópransöngkonu og saxófón.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.