blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 28.08.2007, Blaðsíða 19
blaóiö ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 27 Spennandi ferð frá Taílandi til Kambódíu fyrir ævintýramenn Hjólað um afskekktar sveitir Óríental - Austurlenska ævintýra- félagið ehf. býður upp á 14 daga hjóla- og ævintýraferð þar sem hjólað verður frá Bangkok um afskekktar sveitir Kambódíu áleiðis til Phnom Penh í haust. Ferðin er skipulög í samvinnu við Spiceroads, sem sér- hæfir sig í hjólaferðum i Suðaustur- Asíu. Fararstjóri er Viktor Sveins- son. Óríental er eina ferðaskrifstofan á íslandi sem sérhæfir sig í Suðaustur- Asíu. Ferðaskrifstofan var stofnuð fyrir tveimur árum og hefur leyfi til rekst- urs ferðaskrifstofu frá Ferðamálaráði. Viktor starfar sem framkvæmdastjóri og leiðsögumaður hjá fyrirtækinu en hann býr í Bangkok í Taílandi. Höfuðmarkmið ferðarinnar er að skoða hinar glæsilegu rústir Angkor en á leiðinni þangað verður hjólað um afskekktar sveitir Kamb- ódíu. Fyrstu þremur dögunum er varið í skoðunarferðir um Bangkok og nágrenni og undirbúning fyrir ferðina. Leiðsögumenn eru kynntir fyrir hópnum ásamt því að hjól eru valin fyrir hvern og einn. Á fjórða degi hefst hjólaferðin fyrir alvöru og þá eru hjólaðir 40 km að landa- mærum Taílands og Kambódíu í fal- legu og friðsælu landslagi, leið sem sárafáir erlendir ferðamenn hafa farið. Leiðin liggur um lítil þorp og akra, þar sem lífið slær hægan takt undir heitri sólinni. Frá landa- mærunum er hjólað til Pailin-bæjar í Kambódíu en þar eru margir af fyrrum liðsmönnum Rauðu Khmer- anna búsettir. Frá Pailin er hjólað til Battambang, sem er næststærsta borg Kambódíu, og liggur leiðin um afskekktar sveitir þar sem m.a. er ræktað korn, hnetur, mangó og að sjálfsögðu hrísgrjón. Eftir að hafa siglt frá Battambang til Siem Reap verða rústir Angkor- svæðisins skoðaðar á hjólum í tvo daga, en á svæðinu eru yfir 1000 musteri. Byrjað er í rústum Ang- kor Thom-borgarinnar þar sem rústir Bayon-byggingarinnar, Fíla- veröndin og Verönd holdsveika konungsins eru skoðuð. Farið er frá Angkor Thom um norðurhlið borg- arinnar og hjólað hringveginn fram- hjá Preak Khan-musterinu og Ta Prohm áður en komið er til Angkor Wat, fyrrum höfuðmusteris Ang- kor og eins af stærstu musterum í heimi. Frá Angkor er siglt eða ekið áleiðis til Phnom Penh þar sem tveimur síðustu dögunum er varið. Phnom Penh var þekkt sem perla Asíu á þriðja áratug tuttugustu aldar en ógnarstjórn Rauðu Khmerana hafði mikil áhrif á borgina, sem og landið allt. 1 Phnom Penh gefst kostur á að skoða Tuol Svay Prey-gagnfræða- skólann sem var breytt í fangabúðir þegar Rauðu Khmerarnir tóku borg- ina á sitt vald. Hlaut sam- gönguverðlaun Icelandair Group hlaut samgöngu- verðlaun samgönguráðherra sem veitt voru í fyrsta sinn 21. ágúst sl. Verðlaunin fær fyrirtækið og fyrirrennarar þess á sviði flug- mála fyrir brautryðjendastarf og áratuga uppbyggingu á flugsam- göngum um ísland og milli landa. Samgönguverðlaun verða veitt ár- lega einstaklingi, félagi eða fyrir- tæki sem þykir hafa skarað fram úr eða lagt fram verðmætan skerf til samgöngumála þjóðarinnar. Við leit að verðlaunahafa eru könnuð öll svið samgöngumála. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, tók við verðlaun- unum. Fyrir hönd fyrrverandi og núverandi starfsfólks þakkaði hann fyrir þessa viðurkenningu sem hann sagði að væri kær- komin. Verðlaunagripurinn er eftir Pétur Bjarnason myndlistarmann og er nafn verksins Stög. Undurfagra Ljubljana Einn er sá staður sem hefur komið íslenskum ferðalöngum mjög á óvart en það er borgin Ljubíjana í Slóveníu. Hún þykir einstaklega fögur auk þess sem verðlag þar er mjög hagstætt. Heimsferðir bjóða upp á ferð þangað 9. nóvember í beinu flugi. Um 300 þúsund manns búa í borginni. Á vef Heimsferða segir: Það er einstakt að rölta með ánni og fylgjast með iðandi mannlífinu, en fjöldi stúdenta og ungs fólks setur sérstakan svip á borgina. Miðbærinn er fullur af kaffi- og veitingahúsum og skemmtistöðum. Mikið menn- ingar- og listalíf er í borginni; leikhús, tónleikahús og fjöldi listamanna með vinnustofur og gallerí. Margar verslanir eru í borginni, bæði risastór verslunar- miðstöð, sérverslanir af öllu tagi og skemmtilegur miðbæjarmark- aður. Verðlag í Ljubljana er mjög hagstætt og góður aðbúnaður fyrir ferðamenn. NÁMSKEIÐ I á a«<ubeybl isaeib®i Kynningarfundur: Miðvikudaginn 29. ógust kl. 20:00-21:15, Ármúla 11, 3. hæð (við hliðina á Broadway). Allir velkomnir. ■ X www.dalecarnegie.is L Sæunn Sylvía Magnúsdóttir, skrifstofustjóri. Á námskeiðinu lærði ég samskiptatækni sem nýtist mér á hverjum einasta degi. Ég lærði að setja mér markmið, að setja eldmóð i verkefni mín og koma hlutunum hraðar i verk. Ég er skipulagðari, hugrakkari og sjálfstraustið er mun meira. Ég er öruggari og hnitmiðaðri i tjáningu. Efiir námskeiðið er ég óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir og ég er meðvitaðri um hvernig ég get hafi jákvæð áhrif á fólkið í kringum mig. Siðast en ekki sist lærði ég að byggja á styrkleikum mínum sem gerir mig sterkari í leik og starfi. Dale Carnegie® Þjálfun Sími 555 7080

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.