blaðið - 06.09.2007, Side 4
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007
blaðið
Mannekla í leikskólum Reykjavíkurborgar
Leitað allra leiða
Talsverð mannekla er í leik-
skólum Reykjavíkurborgar og leik-
skólastjórar leita allra leiða til að
leysa vandann. í leikskólanum Blás-
ölum í Árbæ hefur verið brugðið á
það ráð að auglýsa eftir starfsfólki
á pólsku. Margrét Elíasdóttir leik-
skólastjóri segir að fjölda starfs-
fólks vanti, jafnt leikskólakennara
sem aðra starfsmenn, og því hafi
verið reynt að fara þessa leið. „Við
erum í ágætis aðstöðu hérna til að
taka við pólskumælandi starfsfólki.
Við erum með pólskan leikskóla-
kennara starfandi hér sem kennir
pólskum börnum íslensku. En þetta
er bara einn af möguleikunum í
stöðunni sem við erum að skoða.“
Aðspurð segir Margrét að hún hafi
fengið nokkur viðbrögð við auglýs-
ingunni en þó hafi enginn verið ráð-
inn enn sem komið er. „Við sjáum
ekki fram á að geta fullmannað
leikskólann í bráð og ekki heldur að
geta tekið inn börn sem eru að bíða
eftir því að komast inn, því miður“
segir Margrét. freyr@bladid.net
Eldisfiskur frá Asíu
á Evrópumarkað
Eldisfiskur frá Asíu gæti veitt
fiski úr Norður-Atlantshafi
harða samkeppni á Evrópumark-
aði á næstu árum. Einkum er um
að ræða eldisfiskinn pangasius,
að því er kemur fram á vef Fiski-
frétta sem vitna í norska blaðið
Fiskaren. Fiskholdið af pan-
gasius, sem mest er framleitt af
í Víetnam, er ljóst og verðið lágt
og því gæti hann orðið valkostur
á móti frystum hvítfiski, svo sem
þorski, ufsa, ýsu, karfa og grá-
ÍÚðu. ibs
Alira
síðustu
sætin!
Súpersól til
Salou
í september
frá kr. 29.995
Terra Nova býður ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Salou og Pinetfa í september.
Salou og Pineda eru fallegir bæir á Costa Dorada ströndlnni, sunnan Barcelona. Þar er
Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur,
fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir
brottför færðu að vita hvar þú gistir.
1 ^ -- ttai*'-J&iæ
y A/TÍS’*
ki
Kr. 29.995
Netverö á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 böm í v
Súpersól tilboð, 14. og 21. september.
Kr. 39.990
Netverö á mann, m.v. 2 fulloröna í viku.
Súpersól tilboð 14. og 21. september.
0 Terra Nova
pmm croup
Skógarhlíð 18-105 Reykjavík
Sími: 5919000 • www.terranova.is
Akureyri sími: 4611099
Hafnar^örður sími: 5109500
Baldur Bjarki Guðbjartsson Hefur kært
Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna gjald-
töku, en honum var aldrei sagt að aðgerð
hans væri ekki gjaldfrjáls.
Kærir óvænta
gjaldtöku spítala
■ Hvergi tæmandi listi yfir meðferð sem þarf að greiða ■ Telja sig
ekki þurfa að tilkynna um gjald vegna umræðna í fjölmiðlum
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@bladid.net
„Mörgum mánuðum eftir að ég
fór í aðgerð hjá Heilbrigðisstofnun
Suðurlands fékk ég sendan reikning
vegna aðgerðarinnar,“ segir Baldur
Bjarki Guðbjartsson.
Eins og fjallað hefur verið um í
Blaðinu undanfarna daga er gjald-
taka og endurgreiðsla innan heil-
brigðiskerfisins háð reglum sem erf-
itt er að botna í. Sagt hefur verið frá
því að ekki sé heimild í lögum fyrir
gjaldtöku vegna aðgerðar sem fram-
kvæmd er á sjúklingi sem lagður er
inn, þrátt fyrir að sjúklingur á dag-
deild geti þurft að greiða fyrir sömu
aðgerð.
„Ég veit ekki hvernig þeir skil-
greina innlögn, en ég dvaldist á
spítalanum frá 8 að morgni til há-
degis daginn eftir,“ segir Baldur,
sem kært hefur gjaldtökuna til
heilbrigðisráðuneytisins.
Óskýr reglugerð
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
ber fyrir sig reglugerð nr. 340/1992,
en þar segir að fyrir ferliverk greiði
ÓVÆNTUR REIKNINGUR
► Almenna reglan er sú, eins
og Blaðið hefur fjallað um
að undanförnu, að sjúklin-
gur sem leggst inn á spítala
þarf ekki að greiða með-
ferðina.
►
►
Fyrir heimsókn á spítala er
hins vegar greitt komugjald
Fyrir svokölluð ferliverk,
sem ekki krefjast innlagnar
„nema í undantekningartilvi-
kum“ getur þurft að greiða
en ekki er til listi yfir þau.
sjúklingur gjald, þrátt fyrir að hann
þurfi að dvelja á sjúkrahúsi yfir nótt,
en ferliverk er skilgreint sem „lækn-
ismeðferð sem sjúklingum er veitt á
læknastofum eða á sjúkrahúsum og
krefst ekki innlagnar á sjúkradeild
nema í undantekningartilvikum“.
Hjá Jóni Sæmundi Sigurjónssyni,
sérfræðingi í almannatrygginga-
fræðum hjá heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneyti, fengust þær
upplýsingar að ekki sé til listi yfir
þær læknismeðferðir sem krefjast
ekki innlagnar á sjúkradeild nema
í undantekningartilvikum.
Ekki tilkynnt um gjald
Fyrir aðgerðina höfðu Bjarka
staðið tveir kostir til boða: ann-
aðhvort að láta framkvæma aðgerð-
ina á einkastofu í Reykjavík, eða
bíða í einhverja mánuði eftir að Heil-
brigðisstofnun Suðurlands fengi
fjármagn til að framkvæma aðgerð-
ina. „Ég valdi síðari kostinn í þeirri
trú að greiða þyrfti fyrir aðgerðina
á einkastofu en ekki á heilbrigðis-
stofnuninni, en aldrei var rætt um
kostnað við mig.“
í bréfi sem framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
skrifar undir og sent var heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu
vegna kæru Bjarka segir orðrétt:
„Mikið hefur verið fjallað um þessa
gjaldtöku á opinberum vettvangi,
m.a. í fjölmiðlum, á undanförnum
árum og ætti hún því að vera
flestum kunnug.“
ÞEKKIRÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Formaður Landssambands kúabænda um vöxt Mjólku
Ekki tækifæri fyrir bændur
Þórólfur Sveinsson, formaður
Landssambands kúabænda, telur
þróun í starfsumhverfi mjólkur-
fyrirtækja hérlendis vera á sömu
leið og hjá nágrannalöndum okkar.
Blaðið sagði frá því í gær að Mjólka,
eini einkaaðilinn á íslenskum mjólk-
urmarkaði, ætli að fimmfalda fram-
leiðslu sína á næstu árum. Þórólfi
finnst vöxtur Mjólku vera hið besta
mál en sér engin sérstök tækifæri í
honum fyrir kúabændur. „Ég held
að við séum að sjá sömu þróun og
annars staðar á Norðurlöndum þar
sem einkarekin samlög sem eru í ein-
hverjum sérvörum verði til hliðar
við þessi stóru samlög sem eru yfir-
leitt framleiðendasamfélög. Það er
ekkert óeðlilegtviðaðsúþróuneigi
sér stað hérlendis líka. Hún þarf eig-
inlega að eiga sér stað svo að þetta
verði í svipuðum farvegi og annars
staðar á Norðurlöndum."
Þórólfur gerir fastlega ráð fyrir
því að Mjólka muni áfram vinna
að mestu úr mjólk innan greiðslu-
marks en ætli sér ekki að sækjast
eftir umframmjólk utan kvóta fyrir
þessa auknu framleiðslu. Mjólka
tilkynnti í síðasta mánuði að fyrir-
tækið myndi greiða framleiðendum
52 krónur á hvern lítra afkeyptri um-
frammjólk, sem er tæplega helmingi
hærra verð en Mjólkursamsalan
greiðir fyrir sama mjólkurlítra.
thordur@bladid.net