blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 blaöiö :J KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net h Aðsníðalífsitteftirhug- ^ myndum annarra jafngildir því að vera þræll. Lawana Blackwell » AFMÆLI í DAG Joseph P. Kennedy fjárfestir og embættismaður, 1888 Jane Addams umbótakona, 1860 METSÖLULISTI Innlendarbækur_____________________ 1. Leyndarmálið Rhonda Byrne 2. Made in lceland - ensk Sigurgeir Sigurjónsson 3. Spænsk íslensk orðabók - ný Mál og menning 4. Lost in lceland - ensk Sigurgeir Sigurjónsson 5. Ensk orðabók - gul Orðabókaútgáfan 6. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 7. Viltu vínna milljarð? - kilja Vikas Swarup 8. Þú ert það sem þú hugsar Guðjón Bergmann 9. Konungsbók - kilja Arnaldur Indriðason 10. íslensk dönsk / Dönsk íslensk vasaorðabók Mál og menning Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 29.06 - 04.09. METSÖLULISTI Erlendar bækur_____________________ 1. The Innocent Man John Grisham 2. The Secret Rhonda Byrne 3. Harry Potter & the Deathly Hallows J.K. Rowlin 4. The Afghan Frederick Forsyth 5. Stardust Neil Gaiman 6. Next Michael Crichton 7. The Moomin Book 1 Tove Jansson 8. The Right Attitude to Rain Alexander McCall Smlth 9. The Bourne Ultimatum Robert Ludlum 10. Blind Willow, Sleeping Woman Haruki Murakami Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 28.06 - 03.09. FÖSTUDAGAR ~.\% LÍFSSTÍLLBÍLAR STOP I Auglýsingasírrt nner 510 3744 Hafþór Yngvason „I Hafnarhúsinu ætlum við að notfæra okkur nálægðina sem er við götuna, þar sem stórir gluggar eru eins og hlið út í borgina. Við ætlum að virkja ís- lenska og erlenda listamenn og fá þá til að vinna út frá tengslum safnsins og götunnar. Fjölbreytt haustdagskrá Listasafns Reykjavíkur Uppreisn og fagurfræði Haf þór Yngvason segir haustdagskrá Listasafns Reykjavíkur einkennast af stórum sýningum íslenskra listamanna. Þar á meðal má nefna yfirlitssýningar á verkum Eggerts Péturssonar og Hreins Friðfinnssonar. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Listasafn Reykjavíkur hefur hauststarfsemi sína með gjör- ólíkum sýningum. 1 Hafnarhúsinu sýnir Gjörningaklúbburinn og á Kjarvalsstöðum verður opnuð um helgina yfirlitssýning á verkum Eggerts Péturssonar og þar verður einnig sýning á lágmyndum eftir Helga Gíslason sem ekki hafa verið sýndar opinberlega áður. í Norður- sal Kjarvalsstaða verður sýning og opin listsmiðja um byggingarlist fyrir ungt fólk. af öllum vörum MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG Sœngurfataverslun. Glœsibce • Sfmi 552 0978 www.damask.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Uppreisn gegn hefðunum „Þessar sýningar eru í anda þeirrar stefnu sem ríkir í þessum tveimur húsum," segir Hafþór Yng- vason, safnstjóri Listasafns Reykja- víkur. „Sýning Gjörningaklúbbsins er spennandi fyrir þá sem vilja sjá ákveðna uppreisn og sýning Eggerts er einstaklega falleg. Muninum á sýningum í Hafnarhúsinu og á Kjar- valsstöðum má kannski líkja við það þegar menn eru í stórri borg eins og Boston og ætla sér á myndlistarsýn- ingu. Þeir sem vilja uppreisn gegn hefðunumveljaaðfaraí Instituteof Contemporary Art en þeir sem vilja einfaldlega gera sér dagamun og sjá vandaða sýningu fara í Museum of Fine Arts. Við erum að reyna að byggja upp þennan mun þannig að fólk geti fundið sýningar við sitt hæfi." Hafþór segir haustdagskrá safns- ins einkennast af stórum sýningum íslenskra listamanna. I D-sal Hafn- arhússins munu Jóhannes Atli Hin- riksson og Karlotta Blöndal sýna verk sín. í nóvembermánuði verður MENNINGARMOLINN Margrét Blöndal með innsetningu. I sama mánuði sýnir Birgir Snæbjörn Birgisson á Kjarvalsstöðum seríu af ljósum myndum af ljóshærðum fegurðardrottningum. Sú sýning sem sennilega mun vekja mesta athygli er sýning í Hafn- arhúsinu á verkum eftir Hrein Frið- finnsson, en þetta er sama sýning og var í einu helsta safni Bretlands, Serpentine, og vakti gríðarlega at- hygli þar í landi. „Þessi sýning sam- anstendur af verkum eftir Hrein frá Finnlandi, Hollandi, Frakklandi, íslandi, Englandi og viðar. Þarna er mikið af verkum sem hafa aldrei áður sést á íslandi," segir Hafþór. „Hreinn er vel þekktur á meginlandi Evrópu en sýningin í Serpentine var svo að segja fyrsta kynning á honum í Englandi. Metaðsókn var að sýningunni sem er stórmerkilegt miðað við að þar í landi er hann svo að segja óþekktur, og dómarnir voru frábærir." Tengsl safns og götu Hafþór segir að það sé þáttur í stefnu Listasafns Reykjavíkur að nýta Hafnarhúsið og Kjarvalsstaði betur. „Á Kjarvalsstöðum ætlum við að nota forsalina meira. Birtan þar inni er mjög skemmtileg og högg- myndir njóta sín þar vel. I Hafnar- húsinu ætlum við að notfæra okkur nálægðina sem er við gótuna, þar sem stórir gluggar eru eins og hlið út í borgina. Við ætlum að virkja ís- lenska og erlenda listamenn og fá þá til að vinna út frá tengslum safnsins og götunnar. Þessi hugmynd getur tekið á sig alls kyns form, listaverk geta til dæmis teygt sig út á strætið fyrir framan Tryggvagötuna eða verið í gluggunum. Það er munur á þessum tveimur húsum, Kjarvalsstöðum og Hafnar- húsinu. Kjarvalsstaðir voru byggðir í anda módernismans til að útiloka umhverfið og skapa annað um- hverfi innan dyra þar sem fólk getur einbeitt þér algjörlega að listaverk- unum. 1 Hafnarhúsinu viljum við opna gluggana og taka umhverfið inn í salinn." Kurosawa deyr Á þessum degi árið 1998 lést japanski leikstjórinn Akira Kurosawa, 88 ára gamall. Kurosawa naut virðingar um allan heim fyrir gríðarlega vandaðar og vel hugsaðar kvik- myndir sem er sjónræn nautn að horfa á. Enginn sem horfir á myndir Kurosawa getur komist hjá því að verða var við þá ríku mannúðarstefnu sem einkennir myndir hans. Hann varð á unga aldri fyrir miklum áhrifum af banda- rísku leikstjórunum John Ford, William Wyler og Howard Hawks. Hann leikstýrði fyrstu kvikmynd sinni árið 1943 og vakti heimsathygli árið 1950 fyrir mynd sína Ras- homon sem fjallaði um afstæði sannleikans. Evrópskir og bandarískir leikstjórar urðu margir fyrir miklum áhrifum af Kurosawa og meðal eldheitra aðdáenda eru George Lucas, Steven Spielberg og Francis Ford Coppola.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.