blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 11

blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 11
blaóið FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR 11 Yfirheyra for- seta um orku Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, hefur verið boðið til fundar, svokallaðrar yfirheyrslu, hjá öldungadeild Bandaríkja- þings um orkumál nú í lok sept- ember. Ólafur Ragnar sagði í sam- tali við Fréttavef Morgunblaðsins, er hann tók þátt í ráðstefnu um orkumál á vegum Glitnis í New York í dag, að hann væri að öllum líkindum fyrsti þjóðhöfðinginn í Evrópu sem hefði verið boðið til slíkra viðræðna. Segir Ólafur Ragnar að yfirheyrsl- urnar séu tæki Bandaríkjaþings til að fá til sín fólk með þekkingu og reynslu víða að til viðræðna um ýmis mál og hann hafi ákveðið að þiggja boðið. Þetta sé • í raun yfirlýsing um áherslubreyt- ingar, að Bandaríkjaþing ætli að efna til sérstakra funda þar sem stór hópur öldungadeildarþing- manna fær tækifæri til þess að spyrja um þessi mál. mbi.is Geir sækir írland heim Geir H. Haarde forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til frlands í næstu viku ásamt Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu sinni. Fram kemur í blaðinu The Irish Times í dag, að Geir muni m.a. hitta Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, og Mary McAleese, forseta, að máli í heimsókninni. Tóku bruggara á Suðurlandi Lögreglan á Hvolsvelli handtók í síðustu viku karlmann á þrí- tugsaldri fyrir landabrugg. Við húsleit á heimili hans fannst bún- aður til bruggunar en einungis tveir lítrar af landa með um 40% vínandastyrkleika. Húsleitin var gerð í kjölfar ábend- ingar sem lögreglu barst. Maður- inn á von á ákæru. mbl.is Starfsgreinasambandið vill dómsmál gegn Húnnebeck og GT-verktökum Verktakar misnota sér aðstæður „Við viljum sjá fyrirtækin dæmd,“ segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambands íslands, um fyrirtækin Hiinnebeck Polska og GT-verktaka sem hafa ekki skilað inn ráðningar- samningum erlendra starfsmanna sinna til Vinnumálastofnunar. Til stóð að starfsemi þeirra yrði stöðvuð með lögregluvaldi á mánu- dag en þeim hefur ítrekað verið veittur aukinn frestur til að ganga frá málum sínum. Skúli er harðorður í garð fyrirtækj- anna og segir þau vera að misnota að- stæður á íslenskum vinnumarkaði. „Ef það er ekki tekið hart á svona brotum þá er íslenskur vinnumark- aður á leið í algerar ógöngur. Þessi fyrirtæki misnota vanþekkingu er- lendra verkamanna á íslandi og eru auk greinilega að reyna að komast hjá því að greiða sambærileg gjöld og aðrir atvinnurekendur á Islandi. Ég sé ekki annað en að hér sem um einbeittan brotavilja að ræða.“ Hann gefur lítið fyrir þá fresti sem Vinnumálastofnun hefur gefið fyrirtækjunum tveimur og skilur ekki af hverju starfsemi þeirra hefur ekki verið stöðvuð. „ Ef hús brennur og slökkviliðið er kallað út þá er rétt að láta það slökkva eldinn. Það er al- veg fáránlegt að kalla út lögregluna ef hún á svo ekki að sinna sínu verki. Hún hefði átt að yfirheyra menn urn hvort þeir greiddu skatta sínar og skyldur." Þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir náðist ekki í Gissur Péturs- son, forstjóra Vinnumálastofnunar, við vinnslu fréttarinnar. thordur@bladid.net 4ra þrepa alvöru sjálfskipting, 1.5 L, 101 hestafla vél, búnaður og aksturseiginleikar í sérflokki. Komdu í reynsluakstur upplifunin verður ánægjuleg.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.