blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 blaöið §T*W/J blaöi Útgáfufélag: Árvakur hf. Ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen Fréttastjórar: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Ritstjómarfulltrúi: Elín Albertsdóttir VIÐHORF KLIPPT OG SKORIÐ AFSLATTUR GEGN AFHENDINGU MIÐANS TIL 1. OKTÓBER 2007 AF ALLT AÐ 4 SAMLOKUM EÐA SALÖTUM OG GOSI ÚR VÉL Oiyggiog samkeppni í apótekum STf\ÐA ÍSLEMSKO Þ)'ov bCIKKJbis/v/i/Z 7 þRoUfjog t/PPBKGGfiVfc/7 ul>PLÝSTS •y^E'LFER.-OAAMFÉLA&r * 'T-X oUOLUUX 1 Loksins hillir undir að útgáfa lyf- seðla færist í nútímahorf. Svo lengi sem elstu menn muna hefúr útgáfan verið með þeim hætti, að fólk hefúr leitað til læknis og fengið afhentan lyfseðil, eða læknir hefúr hringt í apó- tek og veitt þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru, svo fólk geti fengið lyfið sitt í því apóteki. Kosturinn við að vera með lyfseðilinn í höndunum hefúr verið sá, að viðkomandi ein- staklingur getur þá leitað til hvaða apóteks sem hann kýs, en aðrir segja símaleiðina betri, enda þurfi lyfja- fræðingar þá ekki að rýna í þær ill- skiljanlegu rúnir, sem rithönd sumra lækna óneitanlega er. Nýtt kerfi raf- rænna sendinga lyfseðla mun þannig auka öryggi þeirra sem neyta lyfjanna. Gamla vinnulagið er löngu orðið úrelt. Frá næstu áramótum senda læknar, hvar sem þeir eru á landinu, lyfseðilinn úr tölvu sinni í svokallaða lyfjagátt, sameigjnlegt svæði sem apó- tekin hafa aðgang að. Fólk getur farið í hvaða apótek sem er og beðið um að fá lyfin afgreidd þar, í samræmi við lyfseðilinn í tölvunni Hagræðingin er skýr. Það verður til dæmis ekkert mál að sækja lyfin í það apótek sem er næst vinnunni eða heimilinu, líkamsræktarstöðinni eða skólanum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Og engin óþægindi af því að uppgötva í sumarfiríi í öðrum landsfjórðungi að gleymst hafi að leysa út lyf áður en ferðin hófst. Þá nægir að fara í næsta apótek. Valið er einstaklingsins. þjóð og víða er verið að stefna að því að taka þennan hátt upp á næstu ár- um. Hér á landi er stefnt að því að helmingur allra lyfseðla verði raf- rænn í árslok 2007, þ.e. lyfseðlar frá flestum heilsugæslustöðvum, heil- brigðisstofnunum og sjúkrahúsum landsins. í kjölfarið fylgja svo aðrir læknar. Það er að miklu að keppa og nægir að benda á að heildarfjöldi lyfseðla árið 2004 var tæpar tvær miíljónir. Full ástæða er til að draga úr þeirri skriffinnsku eftir mætti. Fyrir utan almennt hagræði af raf- rænni útgáfú lyfseðla, þá ætti hún að ýta undir samkeppni lyfjaverslana. Sú var tíðin að fólki var beint í viðskipti við apótek sem viðkomandi læknir áttí í viðskiptasambandi við. Með raf- rænu lyfseðlunum verður fólki al- gjörlega í sjálfsvald sett við hvaða apótek það skiptír. Tengsl lækna og apóteka ættu þar engu máli að skipta. Hitt er svo líka uppi á borðinu, að rafrænir lyfseðlar auki ekki aðeins samkeppni milli apóteka hér á landi, heldur ýtí undir að virk samkeppni komist á frá apótekum í öðrum lönd- um. Aðilar með fúUgild lyfsöluleyfi í Evrópu gætu fengið aðgang að ís- lensku lyfjagáttinni og þannig afgreitt lyf eftír íslenskum, rafrænum lyfseðl- um og sent þau til íslands. Þessi möguleiki er raunhæfúr. Þar með myndu íslensku apótekin fá sam- keppni svo um munaði. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Þáttastjórnandi Morgunvakt- arinnar gat ekki á sér setið við leiðaralestur dag- blaðanna í gær- morgun og sagði áður en hann hóf lestur úr leiðara DV að rit- stjórinn nýi við hlið Sigurjóns M. Egilssonar, Reynir Traustason, væri „harðorður". Leiðarinn ber yfirskriftina: „Taktu pokann þinn, Björn.“ Svo ritar Reynir: „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra virðist bera takmarkaða virðingu fyrir Iýðræðislegum leikreglum." Svo rekur Reynir „flumbrugang" ráðherrans þar sem Hæstiréttur dæmdi að reglugerð, sem sett var til að tryggja saksóknara efna- hagsbrotadeildar ákæruvald, stangaðist á við lög. „Björn er þó fjarri því að taka þennan áfells- dóm alvarlega. Hann ypptir bara öxlum og segir þetta tæknileg mistök." Reynir segir ummæli Björns lýsa hroka og léttúð gagnvart embættinu sem hann gegni, en völd Björn séu tilkomin vegna ætternis og uppruna. „Sjálfstæð- isflokkurinn verður að hreinsa til og henda út seinustu risaeðlunni frá Daviðstímanum.“ Björn Bjamason virðist þó ekki kippa sér upp við harkaleg orð í sinn garð og minnist ekki einu orði á þau á heimasíðu sinni. Klippari veltir fyrir sér hvort hin hörðu um- mæli séu tilraun til að auka lestur blaðsins. Að leiðarinn sé þá „snilldarherbragð“ eins og Guðmundur Oddur Magn- ússon í Listaháskólanum lýsti Símaauglýsingunni nýju, því nú vitnar klippari í orð Reynis og veitir DV ókeypis umfjöllun og þar með ff ía auglýsingu. Er þetta leiðin til að þjóna „litla manninum í samfélag- inu“? gag@bladid.net Öryggi I umræðu um misnotkun lyfja heyrist stundum að allt of auðvelt sé að nálgast lyf annars fólks í apótek- um. Dæmi eru um að fólki, sem hyggst misnota lyf, takist að leysa út lyf í apóteki með því einu að spyrjast fyrir um hvort ekki sé þar að finna lyfseðil á ákveðnu nafni. Rafrænar sendingar lyfseðla setja auðvitað ekki undir þann leka, þvert á móti. Hins vegar verður að gera þá kröfú til Hanna Katrín Friðriksson starfsfólks apóteka að fólk sýni per- sónuskilríki þegar það leysir út lyf og þá sérstaklega lyf sem vitað er að eru ávanabindandi eða hættuleg að öðm leyti. Samkeppni íslendingar hafa verið eftirbátar frændþjóðanna varðandi rafrænar sendingar lyfseðla því þær hafa þegar verið teknar upp í Danmörku og Sví- Að umbera þriðju kynslóðina Síminn, stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, hefur að undanförnu spurt í auglýsingum: „Hvað er Síminn?“ Og í öðrum auglýsingum er því svarað á óteljandi vegu fýrir hvað Síminn stendur. Nú hefur eitt svar bætzt við: Síminn er fyrirtæki, sem finnst í góðu lagi að spauga dálítið með trúarbrögðin til að ná sér í athygli. Það fer ekkert á milli mála að stjórnendur Símans vissu að auglýsingin hlyti að verða um- deild, enda var það líklega markmiðið. Deilurnar um hana eru ókeypis auglýsing; hún er „snilldarherbragð" eins og prófessor við Listaháskólann kvað upp úr með hér í Blaðinu í gær. Möguleikarnir, sem liggja í því að spauga með hluti sem fólki eru heil- agastir og ná sér þannig í ókeypis auglýsingu, eru óþrjótandi. Hér heima gæti Síminn náð umtalsverðum árangri í markaðssetningu með til dæmis spaugilegri notkun á þjóðfánanum eðá skjaldarmerkinu í auglýsingum. Og á alþjóðlegum vettvangi er líka hægt að vekja heilmikla athygli, ef fyr- irtæki eru í útrásarhugleiðingum. Fyrst héraðsfréttablaði í Svíþjóð tekst að ná heimsathygli með illa teiknaðri mynd af Múhameð, gæti Síminn þá ekki náð viðlíka árangri með flottri auglýsingu, þar sem spámaðurinn hringir til dæmis í fjallið með þriðjukynslóðarsímanum sínum og skipar því að koma? Það er ekki nokkur ástæða til að kæra Símann, banna honum að birta auglýsinguna sína eða neitt af því tagi. Á íslandi ríkir tjáningarfrelsi, sem sjálfsagt er að fólk noti. Birting auglýsinga af því tagi, sem Síminn telur skila góðum árangri, byggist fyrst og firemst á dómgreind og smekk og Síminn telur sig ljóslega hafa hvort tveggja til að bera. Kannski munu forsvarsmenn Símans - og annarra fýrirtækja, sem standa í hinni stöðugu baráttu um athygli neytenda - þó velta fýrir sér hvort slík athygli, sem yfirleitt stendur í stuttan tíma og skilar þá vænt- anlega skammtímahagnaði, kann að verða á kostnað þeirrar ímyndar, sem yfirleitt tekur fyrirtæki langan tíma að byggja upp. Fyrir kirkju og kristni í landinu skiptir birting á svona auglýsingu engu máli. Kristindómurinn er sterkara afl en svo að ein auglýsing hafi einhver áhrif á hann. Kannski verða sumir pirraðir á þriðju kynslóðinni, svona eins og frelsarinn sjálfur þegar hann sagði: „Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður og umbera yður?“ En í hinu tvö þúsund ára sögulega samhengi kristindómsins, sem Síminn reynir raunar af veikum mætti að setja sig í, er ekkert vandamál að umbera eina auglýs- ingu. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN A WWW.MBL.IS/PODCAST Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladidxiet frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Landsprent ehf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.